Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 23
23 Jielgarpásturina Skyndileg ákvörðun Bandarikjastjómar um aö kippa að sér hendinni á hafréttar- ráðstefnunni. sem nú er hafin i New York, kom eins og reiðarslag yfir þá sem fylgjast með málum þar. Það sem við blasti var, að sjö ára starf 160 rikja yrði að engu gert i einu vetfangi. Aður en þessi lota hafréttar- ráöstefnunnar hófst var gert ráð fyrir þvi', að endanlegur haf- réttarsáttmáli yrði undirritaöur i Caracas næsta sumar. Næöist sá árangur yröi það i fyrsta skipti i veraldarsögunni, aö flest riki heims kæmustaðmikilvægu sam- komulagi meö samningum einum saman. Hingað til hefur nefnilega aldrei fariö fram atkvæða- greiðsla á fundum hafréttar- ráðstefnunnar, heldur hefur veriö komist aö málamiðlunum. En Er það ætlun Reaganstjórnarinnar að láta hafréttarráöstefnuna sigla i strand og eyöileggja þar með sjö. < ára starf 160 þjóða? Hættuástand í hafréttarmálum þær málamiðlanir hafa verið bundnar þeim skilyrðum margar hverjar, að á móti yrði komist að samkomulagi um aöra hluti. Og um margt af þvi' er ósamið enn. Láti stjórn Reagans Bandarikjaforseta verða af þvi að rifta þvi sem þegar hefur áunnist óttast menn, að ganga verði til at- kvæðagreiöslu. Þá má búast við þvi, að hinir gi'furlega óliku hags- munir þjóðanna i hafréttar- málum muni koma fram með fullum þunga. Sem dæmi má nefna, að sennilega mundu svo- nefnd landlukt riki og riki, sem hafa takmarkaðan aögang að sjó, bindast samtökum að hindra strandrikin i að koma fram málum, sem eru mikilvæg fyrir þau. Það þarf nefnilega ekki nema einn þriðja atkvæða til þess að fella mál við atkvæðagreiðslur á hafréttarráðstefnunni. 1 annan stað óttast menn, að ráðstefnan einfaldlega renni út i sandinn svipað og hefur gerst tvi- vegis áður, árin 1958 og 1960. Þykir mönnum það illa farið, þegar takmarkið er nánast innan sjónmáls. Jafnvel þótt það geröist stæðum við Islendingar liklega ekki af- skaplega illa að vigi hvað aðal hagsmunamál okkar varðar. Það er að minstakosti álit Gunnars G. Schram prófessors, sem er ráðgjafi islensku sendinefndar- innar á hafréttarráðstefnunni. „200 mílna fiskveiðilögsaga er orðin viðurkennd i framkvæmd, þóttsamkomulag sé hvergi skráð á blað. Hinsvegar er enn óljóst hvar mörk landgrunna eru, og ennfremur kæmi það sér illa fyrir okkur, ef ekki næðist samkomu- lag um verndun fiskistofna utan fiskveiðilögsaga, eða um vemdarráðstafanir gegn mengun hafsins. Sem stendur losar til dæmis fjöldi skipa frá stóru iðn- rikjum Vestur-Evrópu allskonar eiturefni i hafið i grennd við okkur”, segir Gunnar Schram. Hinsvegar er ljóst, að renni hafréttarráðstefnan út i sandinn eru allar þær greinar, sem samið hefur verð um, 300 talsins, i rauninni hrundar til grunna, þvi þá verðurekkert riki skuldbundið til að fara eftir þeim. Og það er lika ljóst, að 200 milna reglan, sem er okkur svo mikilvæg, er þyrnir i augum landluktra og af- skiptra rikja. Og það er engin trygging fyrir þvi, að þau virði hana verði enginn sáttmáli undir- ritaður. Raunar veit enginn nákvæmlega hvað Bandarikja- menn meina með þvi að kippa að sér hendinni. Þórarinn Þór- arinsson ritstjóri, sem á sæti i islensku sendinefndinni, segist álita, að Bandarikjamenn kunni að vera að lagfæra samnings- stöðu sína. Sé svo segir hann, að ekki sé ástæða til aö óttast um framtið hafréttarsáttmálans i heild. ,,En það er ekki óliklegt, að stóru auðhringarnir séu með puttana i þessu, þvi málið snýst einmitt um réttinn til vinnslu í næstu viku kemur saman stofnþing nýs stjórnmálaflokks i Bretlandi. Ráð sósialdemókrata, sem stofnað var að afstöðnu aukaþingi Verkamannaflokksins i janúar, gengst fyrir stofnun sósialdemókrataflokks. Aö stofn- þinginu loknu hefst útbreiöslu- herferð nýja flokksins i stórum stil, þvi nú þegar er til umráða vænn flokkssjóður, myndaður af framlögum sem streymíhafa aö siðan ljóst varð aö hverju fer. Klofningur Verkamanna- flokksins varð fyrirsjáanlegur, þegar foringi vinstra arms flokksins, Tony Benn, og banda- menn hans meðal foringja verka- lýðssambanda létu kné fylgja kviði á aukaflokksþinginu. Það sem siðan hefur gerst veldur þvi að sósialdemókratar ganga til flokksstofnunar bjartsýnir um að fyrir þeim eigi að liggja að taka við f.orustuhlutverki i breskum stjórnmálum. Skoðanakannanir verða sifellt Shirley Williams David Steel Þriðja aflið í Bretlandi fær byr í seglin hagstæðari nýja flokknum. Þær nýjustu gefa til kynna, að kosn- ingabandalag hans og Frjáls- lynda flokksins myndi eins og nú standa sakir i Bretlandi safna um sig næstum jafn miklu atkvæða- magni og Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn fengju til samans. Engum blööum er lengur um það aö fletta, að stofn- að verður til sliks kosninga- bandalags nýja flokksins og frjálslyndra. David Steel, foringi Frjálslynda flokksins, var þvi meðmæltur frá öndveröur, og óánægjuraddir i flokknum hafa dofnað i sama mæli og hagur bandalagsins vænkast i niður- stöðum skoðanakannana. Það sem mestu ræður um gengi þessa nýja þriðja afls á stjórn- málasviöinu i bresku almenningsáliti, er aö kosninga- bandalag sósialdemókrata og frjálslyndra virðist ætla aö draga til sin kjörfylgi jöfnum höndum frá Ihaldsflokknum og Verka- mannaflokknum. Klofningurinn i Verkamannaflokknum ásannaö- ist i kjölfar aukaflokksþingsins, og hafa tólf af þingmönnum flokksins sagt skilið við hann og fylkt sér um merki sósialdemó- krata. Fjárlagaumræðan i þinginu siðustu tvær vikur hefur leitt i ljós uppnám og ringulreið i þingflokki ihaldsmanna. Ihalds- þingmenn hafa svo tugum skiptir gert uppreisn gegn stefnu Thatcher forsætisráöherra, og einn úr þeim hópi hefur þegar sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við sósialdemókrata. Gömlu flokkarnir tveir, sem skipst hafa á að fara meö völd i Bretlandi siðustu sextiu árin, verða þvi að taka nýja stjórn- málaaflið i fúlustu alvöru. Festa tveggja flokka kerfisins i Bret- landi hefur byggst á einmenn- ingskjördæmum, en þvi fylgir lika að kjósendur ætlast til styrkrar og markvissrar stjórnar, þegar einn flokkur meö riflegan þingmeirihluta heldur um stjórnartauma. Raunin hefur orðiöþveröfug undanfarin kjör- timabil. Jafnt ihaldsstjórnir og verkamannaflokksstjórnir hafa haldið svo á málum bresku þjóðarinnar að sifellt sigur á ógæfuhlið. Þegar svo er komið rénar traust á einmenningskjördæmum og tveggja flokka kerfinu sem af þeim spretturDærnið frá kosn- ingunum 1974, þegar Frjálslyndi flokkurinn hlaut 19% atkvæöa en innan við 2% þingsæta, hefur jarðefna á hafsbotninum. Sé svo er virkilega ástæða til að óttast”, segir Þórarinn. Og ástæöan er fyrst og fremst sú, aö þegar hefur verið gert samkomulag hjá Sameinuöu þjóðunum um að greiða skuli gjald fyrir aö fá að vinna málma af hafsbotni, að hluti af ágóðan- um af vinnslunni skuli renna til rikja þriðja heimsins, og ennfremur að þeim skuli látin i té sú tæknikunnátta sem vinnst við þessa starfsemi. Um þetta er auðhringunum aö sjálfsögðu ekkert gefið. Að mati Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns er Reaganstjórnin einmitt meö þessu aö sýna rikjum þriðja heimsins i tvo heimana og jafn- framt aö skjóta sér undan ábyrgð á undanslætti Carterstjórnar- innar varðandi nýtingu jarðefna á hafsbotnrnum. „Þaö náðist loks á fundinum i Genf i' fyrra, eftir margra ára þrauk og vonleysi, samkomulag um það erfiöasta i þessu, þ.e. vinnslu jarðefna á hafsbotni. Þar með var séð fyrir endann á þessu, og þaö er háalvarlegt mál, ef Bandarikjamenn ætla nú að stefna þessu i tvisýnu.Þaðer ekki gott að segja hvað gerist, en tilkynning Reagans bendir ekki til þess, að þeir ætli sér ekki að láta samkomulag takast. Þá er viðbúið, að fundurinn leysist upp i vonleysi”, segir Lúðvik Jósepsson um málið. Gunnar G. Schram er á sama máli og dregur i efa, að nokkur niðurstaöa fáist á hafréttar- ráðstefnunni á þessu ári, verði henni haldið áfram á annað borð. Eyjólfur Konráð Jónsson er á öðru máli. ,,Ég geri mér ennþá vonir um, að þessi fundur verði ekki sá siðasti, og það takistaðljúka gerö sáttmálans. Ef Bandarikjunum eralvara meöaö standa gegn þvi, ÍNNLEND að samningar náist fá þeir allan heiminn að meira eða minna leyti á mótisér, og slika áhættu held ég ekki að nokkur stjómmálamaður taki”, sagði Eyjólfur Konráð. Það eru vissulega vissir ljósir punktar i málinu sem auka likurnar á þvi, að Reaganstjórnin láti ekki ráðstefnuna renna Ut i sandinn. Þar má nefna, að yfir- stjórn Bandarik janna hefur áhuga á að tryggja frjálsar sigl- ingar um sund þau sem útfærsla landhelgi Ur fjórum i tólf milur mun breyta úr alþjóölegum siglingaleiðum i yfirráöasvæði einstakra landa. í annan stað ber öllum saman um, að nýskipaður forseti ráðstefnunnar, Tommy Koh frá Singapore, sé mjög mikilhæfur maður, sem hafi ekki átt þátt I þvi samkomulagi, sem Reagan hefur núsett i hættu. Þar aöauki er Koh sérstaklega vel metinn af Bandarikjamönnum vegna af- stöðu hans til ýmissa mála i Asfu, meðal annars til Viet-Nam siöustu árin. Þykir mörgum frekar liklegt, að honum takist aö bera sáttarorð á ráðstefnunni og stuðla að farsælli lausn. Og lftum við á þessa siðustu ákvörðun þeirra Reagan-mapna f ljósi fyrri ákvarðana þeirra aö undanfömu er með hæfilegri bjartsýni hægt að láta sér detta i hug, að þetta sé fyrst og fremst liður i því að auka áhrifamátt Bandarikjamanna i heiminum á ný og styrkja stöðu þeirra. Hvaö um það. Það má búast við viöburðarikum fundi hafréttar- ráðstefnunnar aö þessu sinni. Þeir póliti'sku fulltrúar okkar, sem halda utan núna um helgina þurfa varla aðóttast það, að þeim leiðist fram til 1. april, en þá á fundinum að ljúka. eftir . Þorgrim Gestsson YFIRSYN ' ERLEND oröið til þess að fylgi viö hlutfalls- kosningar er oröið útbreitt hjá Bretum, sér i lagi meðal yngri kjósenda. Allt bendir til aö eitt helsta baráttumál kosninga- bandalags frjálslyndra og sósila- demókrata veröi að taka upp hlutfallskosningar til breska þingsins. Reynsla frjálslyndra sýnir, aö útbreidd óánægja með gömlu flokkana nægir ekki ein sér til að hnekkja tveggja flokka kerfinu. Þar þarf einnig að koma til almenn sannfæring meðal kjós- enda, aö þriðja afliö sé sigur- stranglegt. Niðurstöður skoðana- kannana undanfarið eru ákjósan- lega til þess fallnar aö mynda slika sannfæringu. Úrslitum myndi ráöa, ef til féllu aukakosn- ingar i kjördæmum sem til þess eru löguð að veita kosninga- bandalaginu hagstæð úrslit. Neðri deild breska þingsins er svo fjölmenn, að búast má viö hálfum tilheilum tug aukakosninga á ári. Sigrar kosningabandalagsins á þeim vettvangi yrðu þvi ómetan- legur stuðningur til að breyta fylgisyfirlýsingum i skoðana- könnunum i greidd atkvæði á kjördegi i almennum þing- kosningum. Stefnuskrá sósialdemókrata verður ekki ljós fyrr en að stofn- þinginu loknu, en ljóst er að þar verður jöfnum höndum hafnað þjóönýtingarboðskap Tony Benn og peningaræði Thatcher. Stefnu- miðið veröur blandað markaðs- hagkerfi á félagslegum grund- 1 velli. Keppinautar nýja flokksins til hægri og vinstri gera sér ekki miklar vonir um að fá verulegan höggstað á stefnumótun hans. Bæöi ihaldsmenn og forusta Verkamannaflokksins leggja á þaö megináherslu i áróðri sinum gegn nýgræöingnum, aö niður- stöður skoðanakannana kosningabandalagi miðflokkanna i hag séu stundarfy.rirbæri og blekking. Þær muni reynast hjóm eitt, þegar aö alvöru kosninga komi. Þá muni kosningabanda- lagið flaska á þvi að það hafi ekki yfir að ráða gömlu og grónu kerfi flokksdeilda i hverju kjördæmi með her kosningasmala og áróðursmanna á sinum snærum. Þeir sem telja sigurmöguleika miðjumanna raunverulega hafna þessari röksemdafærslu. Að þeirra dómi eru það ekki lengur hefðbundin kosningaáróðurs- ferðalög kosningasmalanna hús úr húsi sem ráða úrslitum I kosningum, heldur frammistaða talsmanna flokkanna i sjónvarpi og öörum fréttamiðlum. Benda þeir sem þessa skoðun aðhyllast á, aö ekki er vafi á að vinsælustu stjórnmálamenn i Bretlandi um þessar mundir eru David Steel, foringi frjálslyndra, og Shirley Williams, tilvonandi formaöur Sósialdemókrataflokksins. Við þetta bætist.að fræðimenn sem rannsaka samsetningu kjör- fylgis flokka og breytingar á þvi i timans rás, hafa komist að þeirri niðurstöðu, aö stéttbundið fylgi viö Verkamannaflokkinn hafi riðlast stórlega á siðustu ára- tugum. Frá 1951 til siðustu kosninga hralaöi kjörfylgi flokksins úr48,8ai hundraðiniðuri 37 af hundraöi. A timabilinu frá 1964 til 1979 fækkaði óhaggan- legum fylgismönnum Verka- mannaflokksins, flokkskjarn- anum i verkalýðsheryfingunni, um helming, úr fimmta hluta kjósenda i einn tiunda af kjós- endahópnum. Sama könnun leiöir i ljós, að hefðbundin stefnumál Verka- mannaflokksins, þau sem vinstri armur flokksins vill leggja á aukna áherslu, eiga dvinandi hylli meðal verkalýðs i Bretlandi. Arið 1979 lýsti aöeins þriöji hver erfiðismaður fylgi við þóðnýtingu og aukna samneyslu sem úrræöi til lausnar á breskum þjóðfélgs- vanda.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.