Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 24
Jie/garpósturinri • Töluveröur skjálftier að veröa í kringum stijöu iþróttafulltrúa rikisins, sem viðsögöum hér frá á dögunum aö losnaöi áöur en langt um liöi. Til viöbótar dr. Ingimar Jónssynisem þá var nefndur til sögunar sem væntanlegur um- sækjandi hafa verið nefndir Reynir Karlsson, Valdimar örn- ólfssonog Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, eins og komið hefur fram. Einsýnt er aö það verður erfiöur róöur hjá dr. Ingi- mar að hreppa stööuna, Hann er nefnilega doktor frá A-Þýska- landi en hefur af einhverjum ástæðum ekki hampað ritgerð sinni mjöghér á landi. Hún fjall- aöi um sögu og þróun iþrótta- hreyfingarinnar á Islandi, og nú hafa einhverjir góðviljaöir menn lagt á sig aö hafa upp á ritgerð- irmi, látiö þýða hana og lekið brotum úr henni á rétta staöi svona til viövörunar. Þaö kemur nefnilega i ljós að ritgeröin er ekki sérlega hliðholl ýmsum gömlum iþróttafröm uðum heldur þvert á móti harla gifuryrt i þeirra garð. Meðal þeirra sem nafngreindir eru sertaklega i rit- gerðinni iþessum dúr er Erlingur heitinn Pálsson, yfirlögreglu- þjónn og formaður Sund- sambandsins um árabil. Fyrir dr. Ingimar vill svo óheppilega til að hann er einmitt tengdafaðir Ing- vars Gislasonar, menntamála- ráöherra — þess sem veitir stöð- una... • Og fleira getur átt eftir að angra dr. Ingimar -Jónsson á næstunni. Það heyristað i bigerð sé hallarbylting gegn honum innan Skáksambandsins, þar sem hann situr i forsetastóli og jafn- framt fylgir sögunni að vænatunlegur kandidat þessara „skæruliða” i skákhreyfingunni i forsetastólinn eigi að verða Gísli Arnason, skrifstofustjóri i for- sætisráðuneytinu... • Or viðskiptalifinu heyrum við að sælgætisgerðin Opal sé til sölu. Jón Guðlaugssonsem rekið hefur fyrirtækiö um árabil af ágætri reisn og litlum barlómi i anda gamlagóða skólans villdraga sig i hlé. Vitaö er um einn sem sýnt hefur fyrirtækinu áhuga, Pál i Pólaris, aðaleiganda Sanitas og Sana og einn af spútnikunum i is- lensku viðskiptalifi — maður hins nýja tima... • Mörg spjót hafa staðið á Hjörieifi Guttormssyni, orku- málaráðherra, nú undanfarið. Hann hefur heitið frumvarpi um næstu stórvirkjanir bráðlega og kunnugir segja að það muni koma fram á þingi nú fyrir mánaða- mótin. Reyndar segja sömu heimildir aö frumvarpsdrögin hafi verið tilbUin i aðalatriðum uppi í iðnaöarráðuneyti um skeið fyrir sunnanferð Blöndunga. Hjörleifur hafi nefnilega ætlaö séraölátaBlöndubiöa en ráðast i stiflugerðina viö Sultartanga ásamt virkjun i kjölfarið svo og Fljótsdalsvirkjun en herför Blöndunga hafi valdiö þvi að i frumvarpinu verði gert ráð fyrir að ráðast i alla þessa þrjá virkj- unarkosti nokkuö samhliöa... • I framhaldi af þessu. Við heyrum einnig aö nú sé breska fyrirtækiö Londonwatt, dóttur- fyrirtæki svissneska fyrirtækisins Electrowatt, aö vinna fyrir Hjör- leif og verkefni þess sé aö finna hagkvæman valkost á sviði stór- iðju. Staðreyndin er nefnilega, að Fljdtsdalsvirkjun verður ekki að veruleika nema stóriðja sé fyrir hendi til að kaupa hluta rafork- unnar en Hjörleifur mun ekki hafa haft hátt um þessa könnun sina, þvi að enn eru i flokki hans margir sem ekki mega heyra orkufrekan iðnað nefndan á nafn... Föstudagur 20. mars 1981. • Sennlosnar sendiherrastaðan i Lundúnum og ef aö li'kum lætur munu margir vilja hreppa það hnossið. Við heyrum úr Is- lendinganýlendunni i London, að Sigurður Bjarnason frá Vigur og kona hans ólöf Pálsdóttir séu þegar byrjuð að kveðja tslending- ana sem búsettir eru i London og munu snúa heiðleiðis áður en langt um liður... • Meira um London. Þar hafa tslendingar um árabil haft pöbb- inn Freigátuna sem samastað en nú er búið að loka honum. tslend- ingar sem gera stuttan stans i London og vilja leita uppi sam- ianda sina ættu þess vegna eftir- leiðis að bregða sér i þýskan bjór- kjallara á horni Brookestreet og South-Molton-street skammt frá Bondstreet-stöðinni, þvi þangað hefur landinn flutt sig um set... • Töluvert mál hefur verið gert úr þvi á Bretlandi siðustu daga að herstöðvarandstæöingar hafa skotið upp kollinum á Suður- eyjum, norðvestur af Skotlandi og fara þar i mótmælagöngu undir slagoröinu Burt með NATO. Þarna eru eyjaskeggjar sjálfir á ferð og þeir eru að mótmæla áformum um að komið verði upp NATO-flugstöð á gömlum flug- velliá Stornoway, sem i breskum fréttum segir að heimamenn haldi fram að eigi að vera vara- flugvöllur fyrir Orion-eftirlits- flugvélarnar af Keflavikurflug- velli eigi reyndar að taka við af Ke fla vi k ur f lu g v e 11 i, ef NATOmissiþartökinog verðiþar meö skotmark i kjarnorkustriði. Bresk stjórnvöld mótmæla þessu og halda þvi fram að flugstöðin i Stornoway sé nauösynleg NATO og vörnum Bretlands til að mæta aukningum yfirgangi Sovétrikj- anna á hafsvæðinu i Norðvestur- Atlantshafi, þvi að hún verði eina vamarstöðin á vestanverðu Bret- landi — hinar séu allar að austanverðu. 1 breskum blöðum er einnig vitnað til heimilda i Pentagon þess efnis, að þar telji menn engar likur á þvi að NATO þurfi aðhverfa frá Keflavik og ef svo fari verði Thule á Grænlandi fremur fyrir valinusem næstbesti kostur heldur en Stornoway... • Eftir fyrsta júli i sumar má bú- ast við þvi, að menn fái ekki bila sina skoðaða hjá bifreiöaeftirlit- inu hafi þeir trassað aö borga stöðumælasektir eða sektir fyrir að leggja bilum sinum þar sem bilastöður eru bannaðar. Frum- varp þessa efnis biður nú af- greiðslu Alþingis, og það er álit margra lögfróðra manna, að þegar það verður tekið til um- ræðu verði mikill hvellur. Þessi innheimtuaðferð er nefnilega talin i meira lagi hæpin og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir meðal annars i athuga- semdum Háskólans við frum- varpið, aöhún veiki mjög réttar- stöðu manna. Hann bendir á, að frumvarpið geri ráð fyrir þvi að unnt sé að þvinga fram greiðslu án þess að viðkomandi eigi þess kost að bera málið upp fyrir dómara og honum sé raunar nauðugur einn kostur að greiða . þótt skuldin sé umdeilanleg. Hann bendir ennfremur á, að hafi komiðupp efasemdir um réttlæti slikra skulda geti þaö tafið fyrir sölu á bilum, þar eö umskráning fáist ekki heldur sé skuldin ekki greidd. Frumvarpið var samið af réttarfarsnefnd, en hana skipa Björn Sveinbjörnsson hæsta- réttardómari, Björn Fr. Björns- son fyrrverandi sýslumaður, Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti i Kópavogi og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari... • Karl Jeppesenhefur verið ráð- inn forstöðumaður kennslu- gagnamiðstöðvar Námsgagna- stofnunar, en hún verður tilhúsa i Viðishúsinu, og er önnur deild stofnunarinnar, sem þangaö flyst. Karl er kennari að mennt- un, en starfaöi lengi við sjón- varpið. Seinna hóf hann kennslu við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Islands og starf- aði jafnframt við svonefnda Nýsi- tæknideild Kennaraháskólans. Næst lá leiðin i yfirkennarastöðu suður f Kópavogi, en á miðjum VILJA EIGNASTIBUÐ EN RÁÐA EKKIVID ÚTBORGUNINA Þaö væri auðveldari leikur ef um verð- tryggingu væri að ræða í fasteignavið- skiptum. Útborgun getur lækkað, þegar eftirstöðvar eru verðtryggðar. Þannig verður greiðslubyrðin jafnari allan lánstímann. Og hægt að leyfa sér að gera raunhæfar áætlanir um fjár- hag fjölskyldunnar. Leitið upplýsinga. Látið starfsfólk okkar kanna möguleika ykkar með aðstoð tölvunnar. Þannig má finna fjölbreyttari leiðir. Fasteignamarkaöur ioir”S Fjárfestingarfélagsins hf (HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVlKUR) Lögfræöingur: Pétur Þór Sigurösson vetri var honum boðin kennara- staða i fjölmiðlun við lýðháskóla i Sviþjöð. Þar var hann eitt ár og fékk starf sem dagskrárgerðar- maður við sjónvarpið eftir að hann kom heim aftur. En hann hafði ekki starfað marga mánuði við sjónvarpið, þegar hann fékk forstöðumannsstarf ið hjá kennslugagnamiðstöðinni. Þeir hjá sjónvarpinu kváðu vera heldur óánægðir meö hvað hann stóð stutt við... • Það getur stundum verið dálitið undarlegt siðgæðismatið hjá sið- gæðisvörðum þjóðarinnar. Það þykirekki lengur tiltökumál, þótt nakin kona sjáist i bió, eða jafnvel sjónvarpi, enda hefur ein ilm- vatnsauglýsing með nakinni konu gengiðnokkuðlengi ogenginn fett út i það fingur. Kvikmyndafélagið Óðinn ætlaði á dögunum að setja 30 sekúndna auglýsingu i sjón- varpið um myndina Punktur, punktur, komma, strik. Það bar hins vegar svo við, að hún var bönnuð, þar sem hún þótti ekki nógu góð út frá siðferðilegu sjónarmiði. Það sem aðstand- endur myndarinnar héldu að farið hefði fyrir brjóstið á sjón- varpinu, var spurning Andra litla: Mamma, hvað eru sam- farir? Varþaðatriðiþvi klippt úr. En viti menn, aftur var auglýs- inginbönnuð, og nú vegna þess, að skólastjórinn i myndinni heldur á gervitippi, sem skólastrákarnir höfðu sjálfsagt verið að gantast með. Óðinsmenn eiga nú von á efni i aðra auglýsingu og vonandi kemst hún framhjá ritskoðuninni i þetta skipti. Það er margt skrýtið i' kýrhausnum.... • örlitiðum baráttuna um bisk- upsembættiö. Eins og oft hefur komið fram eru margir kall- aðir til þessa embættis, þegar Sigurbjörn Einarssonar núver- andi biskup lætur af starfi. Skoðanaágreiningur er tals- verður innankirkjunnar varðandi fjölmörg grundva llaratriði kirkjustarfs. Þar skiptast t.d. i hópa, þeir frjálslyndari, sem vilja að kirkjan fylgi þróun timans og láti sér ekkert mannlegt óvið- komandi, og svo aftur annar hópur, sem telur af og frá að kirkjan eigi að fylgja tiskubólum eða breytilegum stjórnmálavið- horfum og aðeins halda sig við bókstaf bibliunnar. Eldri prestar fylla fyrst og fremst seinni flokk- inn og þeir munu nú hafa tekið höndum saman gegn hinum yngri og frjálslyndari og hyggjast bera upp Þorberg Kristjánsson i Digranesprestakalli i Kópavogi, sem sinnkandidat til biskupsem- bættisins. Ekki eru taldar likur á þvi að séra Þorbergur nái að hreppa hnossið, en hans framboð gæti sett skurk i keppni hinna frambjóðandanna, sem oftast eru nefndir sr. óiafur Skúlason, sr. Pétur Sigurgeirsson og sr. Arn- , grimur Jónsson. • Við sögðum frá stofnendalista hlutafélagsins Fjöleignar i sið- asta blaði. Vart hefur orðið áhuga hjá ýmsum sem vilja sjá hverjir þeir eru, svo aö við látum listann hér fylgja þótt langur sé: Aðaimundur Magnússon, flugvélstjóri Suðurhlið v/Starhaga, Rvik. Alfreð Olsen, flugvélstjóri Móaflöl 53, Garðabæ. Amundi G. ólafsson, flugstjóri Hjallalandi 3, Rvik. Anna Þ. Bjarnadóttir, flugfreyja, Seljabrekku 8, Kópavogi Anna L. Gunnarsdóttir, flug- freyja, Norðurgarði 4, Keflavik. Arsæll örn Kjartansson, Algranda 8, Rvik. Asmundur Danielsson, Einarsnesi 40, Rvik. Baldur Bjarnason, flugyélstjóri, Auðbrekku 13, Kópavogi Baldur Oddsson, flugstjdri, Viðjugerði 4, Rvik. Björn Brekkan Karlsson, flugstjdri, rK Þinghtílsbraut 61, |2<V Kópavogi '

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.