Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 27. mars 1981 ho/rjarpn^ji irinn Það vakti verulega athygli þegar Ronald Reagan banda- ríkjaforseti skipaði Frank Si- natra formann hátiðarnefndar þeirra sem skipuiagði sam- kvæmishald Repúblikana i Washington, nóttina eftir að hann var settur i embætti. Ekki vegna þess að efast væri um hæfileika söngvarans til slikra hluta, held- ur vegna þess að enginn af siðustu forsetum þjóðar þessarar hefur þorað svo mikið sem að Hta I áttina til hans opinberlega, hvað þá að láta hann vinna fyrir sig. Þegar stjórnmál i Bandarikjun- um eru annars vegar er nafn Frank Sinatra baneitrað. Svo ótrúlegt sem það i fljótu bragði virðist. Kvikmyndastjörnur og frægt fölk af tónlistarsviðinu hafa i mörg ár verið eftirsóttir stuðnings menn stjórnmála- eftir Guðjón Arngrimsson ÍT. O' “ B5 77 - » 3 íi- n rank um of alræmdur vegna vináttu við Giancana og fleiri hanslika, svo Humphrey bannaði honum hljóðlega að koma nálægt sér. Fljótlega eftir það fór hann að fá meiri áhuga á Repúblikönum, þótt Nixon höfðaði aldrei verulega til hans. Hann studdi Reagan i' Kalifomi'u 1979 og það var Reagan sem kynnti hann fyr- ir Spiro Agnew. Þeir urðu brátt mjög góðir vinir, léku saman tennis ásamt fögrum konum, og Sinatra skýrði meira að segja eina gestaálmuna i húsi sinu i Palm Springs eftir Agnew. I gegnum Agnew kynntist Sinatra Nixon ágætlega. Og enn komst Sinatra i blöðin vega Mafiunnar i júli 1973 var hafin rannsókn á þvi hvernig stóð á þvi að gamall Mafiósi frá New Jersy Angelo De Carlo, var látinn laus úr fangelsi. Grunur lék á að Sinatra hefði beitt áhrifum sínum hjá Agnew og Nixon til að fá gamlan vin inatra stórglæpon manna, og þeir jafnan keppst við að láta mynda sig með fólki úr skemmtanaiðnaðinum. En Frank er af öðrum toga. Sinatra = Mafia Nú er svo komið að þegar almenningur i Bandarikjunum heyrir nafn Sinatra, þá dettur honum fyrst i hug Mafian, og siðan söngur, kvikmyndir og fleira. Allar götur siðan 1942 hef- ur þessi jöfur i dægurheiminum verið orðaður við glæpasamtökin illræmdu og honum hefur áldrei tekist að þvo þann orðróm af sér. Hafi hann yfirleitt áhuga á þvi. Sinatra er einn þeirra manna sem Sikileyingar og afkomendur þeirra vestan hafs hafa löngum kallað „Uomini respettati” — virtur maður. Maður sem er mik- ilúðlegur um leið og hann er litillátur, maður sem allir elska, en hata i senn, maður sem veitir af ótrúlegu örlæti þeim sem það eiga skiliö, en sýnir þeim jafn mikla grimmd sem breyta ranglega. Sinatra hefur nú ára- tugum saman verið einskonar Guðfaðir stórrar „fjölskyldu” i Los Angeles, og lagt talsvert uppúr þvi að virðast f jarlægur og voldugur, i stil við ættarforingja mafiufjölskyldanna. Hann hefur haft i kringum sig hóp af gamal- kunum Hollywood glaumgosum og kvikmyndastjörnum, náunga eins og Dean Martin, Peter Lawford, Sammy Davis og fleiri, og sú klika hefur áhrifamátt langt umfram það sem ætla mætti i f jármálaheimi kvikmynda- borgarinnar. Sinatra hefur um hundrað manns á persónulegri launaskrá, en auk þess á hann fyrirtæki þar sem þúsundir manna vinna: Reprise Records, hljómplötufyrirtæki sem Sinatra á einn þriðja i, Warner Brothers tvo þriðju, Artanis Productions hið stærsta af nokkrum kvik- myndafyrtækjum sem Sinatra á, Cal Jet Airway, litið flugfélag sem byggir á þjónutu við auð- menn, og fasteignafyrirtæki sem á griðarlegar eignir i Californiu og Nevada og fleira og fleira. Þótt Sinatra teljist ekki marg - . milljóneri á bandariskan mæli- kvarða, á lifir hann eins og kóng- ur. Hann á fjórar persónulegar ibúðir, i Los Angeles, New York, London og Palm Springs, og þær eru oftar fullar af vinum hans og ættingjum sem hann þreytist aldrei á að gefa gjafir og halda veislur fyrir. Skammbyssu i mUnninum. En lifið hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Sinatra. Hann er af fátæku foreldri og ólst upp i harkalegu umhverfi i ftalska hlutanum af Hoboken i New Yersey. A táningsárunum, sem jafnframt voru kreppuárin, fór hann að syngja með ýmsum hljómsveitum úr nágrenninu og smám saman fór hann að vekja athygli. Arið 1939, þegar hann var 25ára gamall, kom Harry James sem rétt áður hafði yfirgefið Benny Goodman bigbandið til að stofna sitt eigið, auga á Sinatra og réð hann til sin sem söngvara. Aðeins sex mánuðum siðar var athygli Tommy Dorseys, eins frægast hljómsveitarstjóra Bandaríkjanna á þessum tima vakin. Sinatra skipti um hljómsveit og fræðgarferill hans hófst .Hvarvetna féllu tánings- stúlkur i stafi viðsviðið,ogFrank Sinatra varð smám saman stærra nafn en Dorsey sjálfur. Á árinu 1942 fór að bera á ósætti þeirra á milli og i september það ár hætti Sinatra i hljómsveitinni og fór að syngja á eigin spýtur. En hann var ennþá samnings- bundinn Dorsey og varð aðgreiða honum helminginn af öllu sem hann vann sér inn. Það er um þetta leyti sem tengsl Sinatra við Mafiuna verða að almannarómi. Opinberlega gerðu Sinatra og Dorsey heilmikinn samning sin á milli um það hvernig sá fyrrnefndi losnaði við skuldbindingar gagn- vart Dorsey. En óopinbera útgáfan varð strax vinsælli. Sú saga segir að Willie Moretti, Mafiuforingi i Hoboken og fjöl- skylduvinur Sinatrafólksins, hafi .heimsótt Dorsey og sett skammbyssu I munninn á honum. Svo samdihann, ogFrank losnaði fyrir nákvæmlega einn dollar. „My pal” Siðan þetta gerðist hefur Frank Sinatra alltaf annað slagið verið á forsiðum blaðanna vegna tengsla, raunverulegra eða imyndaðra, við mafiuforingja. Sjálfur segir Sinatra að jafn þekktur maður og hann sé komist ekki hjá þvi að fólk þrengi sér uppá hann og vilji vera vinir. Þeirra á meðal menn með vafasama fortið. En óneitanlega er um meira en tilviljanir á ferðinni. 1 dómsmála- ráðuneytinu bandariska er til skeyti frá Moretti þessum til Franks (rá árinu 1950 þar sem talið er koma fram að hannhafi haft einhver tök á söngvaranum. t þvi segir Moretti honum að reyna að halda sig við konuna sina og börnin, en láta aðrar konur vera. Moretti y.ar reyndar bara smákall miðað við þá sem Sinatra kynntist siðar. Einn þeirra var Lucky Luciano, maðurinn sem lagði hornsteininn að þeirri Mafiu sem nú starfar i gandarikjunum. Nokkrum dögum áður en Lucky lést i Napólí á ítaliu 1962 fundu lögreglumenn við húsleit i ibúð hans sigarettuveski úr gulli, sem i var íetrað: ,,To Charlie (sem var gælunafn Lucianos) from his pal Frank Sinatra”. Þetta vakti verulega athygli, jafnvel þótt vitað væri að Sinatra hafði áður átt samskipti við þennan illræmdasta mafiósa sögunnar! Lucky Luciano var dæmdur i 30 árafangelsi árið 1936 i New York, en að tiu árum liðnum hafði hann mútað sig lausan, gegn þvi skil- yrði að hann færi til ítaliu og kæmi aldrei til Bandarikjanna aftur. En Luciano kunni að toga i réttu spottana, og ári siðar, eða 1947 var hann á leið til Ameriku á ný. A leiðinni kom hann við á Kúbu, tók undir sig hæð á Hótel Nacional, sem hann átti ásamt öörum mafiuforingjum og boðaði á sinn fund tólf stærstu Guðfeö- urna i bandarisku glæpasamtök- unum. En á þessum toppfundi, voru fleiri. Einn fárra manna sem ekki tilheyrðu beinlinis glæpasamtök- unum en voru á þessum fundi, var Frank Sinatra. Hann flaug frá Miami til Havana og var samferða bræðrunum Rocco og Joseph Fiscetti frá Chicago, frændum A1 Capone og „virtum” leiðtogum þar i borg. í f jóra daga skemmti Sinatra sér með þessum köppum, og kvenfólki þeirra, og lét sig litlu varða fjölda blaða- manna á staðnum. Gaf þær skýringar að hann spyrði menn ekki um fortiðina, áður en hann tæki i hönd þeirra. Sinatra með Kennedy 1960 Spilavitin og vinskapur Það var svo ekki fyrr en I byrj- un sjötta áratugsins að Sinatra komst aftur i fréttirnar vegna mafiutengsla sinna. Fyrst vegna gjafarinnar til Lusiano, en seinna vegna spila- vita hans i Las Vegas. Arið 1960 útbjó eftirlitsnefnd með spilavit- unum i Nevada lista, sem á voru nöfn nokkurra alþekktra glæpa- manna, meðal annars Sam Giancana frá Chicago. Mennirnir á listanum voru útilokaðir frá spilavitunum. Þeir máttu ekki koma nálægt neinni spila- mennsku. Fljótlega fór að bera á þvi að þessar reglur væru brotnar, en það var ekki fyrr en 1963 að nefndin lét til sin taka. Þá dvaldi persónulegur vinur Sinatra, Sam Giancana, á Cal- Neva Lodge hótelinu og sat i spilavítinu á kvöldin. Nefndin hafði strax samband við eiganda hótelsins, Sinatra, og óskaði þess að glæpamaðurinn yrði rekinn samstundis af hótelinu. Sinatra sagðist ekki koma þannig fram Blaöamaðurinn Lee Mortimer kemst að raun um að Frank kann að slá frá sér ef svo ber undir. Sinatra er annars fræg- ur ljósmyndararotari. við vini sína, og afleiðingarnar urðu heilmikill málarekstur sem endaði með þvi að söngvarinn var neyddur til að selja hótelið. Siðan þetta gerðist hefur verið fremur hljótt um Sinatra hvað varðar vinsakp hans við Mafiu- leiðtoga, þar til nú á siðustu mán- uðum, vegna tilrauna hans til að kaupa sig inn i spilavitið Ceasars Palace i Las Vegas. A umsóknar- eyðublaðinu er nefnilega reitur þar sem setja á nöfn manna sem ábyrgjast heiðarleika umsækjanda og þar skrifaði Sinatra nafn vinar sins Ronald Reagans. ,...með Reagan 1952 Forsetar og glæpamenn Reyndar er Reagan siður en svo fyrsti forsetinn sem Sinatra hefur haft kynni af. Segja má að hann hafi vingast við hvern einasta þeirra, allt frá þvi að hann studdi Roosewelt á sinum tima. Hann var mikill vinur John Kennedys og harður stuðnings- maður, allt þar til Bobby bróðir hans fór að hafa áhuga á tengslum hans við undirheima. En þegar hann vildi hjálpa vinir sinum Hubert Huphrey að verða forseti 1968 var hann orðinn ein- lausan. Sá grunur var aldreistað- festur. Þannig hefur söngvarinn og leikarinn Frank Sinatra þekkt persónulega alla siðustu forseta Bandarikjanna, um leið og hann hefur verið góðkunningi mestu glæpamanna þar vestra. Það er að vonum að ýmsir velti vöngum yfir áhrifúm hans. En hann er alltaf jafn fjarlægur, talar helst aldrei við blaðamenn, og fer i fel- ur á milli þess sem hann kemur — eða hvað? ....með Nixon 1972 fram opinberlega. Sinatra er þjóðsagnapersóna i lifanda lifi, fyrst vegna ofboðs- legra vinsælda á fjórða áratugn- um, vegna auðæfanna, vegna valdanna. A siðustu áratugum hafa yfirvöld fylgst náið með öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, en Sinatra er jafn háll og vinir hans úr mafiunni. En frétta- skýrendur vestra telja Reagan bandarikjaforseta hugaðan, eða blindan, þegar hann er farinn að trúa FrankSinatra fyrir störfum i sina þágu. Watergate og álika skandalar gleymast ekki svo fljótt. Sinatra ásamt vinum: Dean Martin, Sammy Davis, Pete Lawford, sem giftur er systur Kennedybræðranna, o Joey Bishop.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.