Helgarpósturinn - 27.03.1981, Side 15

Helgarpósturinn - 27.03.1981, Side 15
15 ^hialij^rpnczh irínn FÖS]ljda^r 27 mars 1981 Lamborghini Countach, bill af sömu gerö og veröur á bílasýningunni Auto ’81 sem veröur opnuö um helgina. Einum af dýrustu bílum heims ekiö frá skipshliö í Reykjavlk. Rolls-- Royce Corniche á nærri þrjár milljónir nýkr. Væntanlega veröur hon- um aðeins ekið uppi Bildshöfða og þaöan aftur niöur f Sundahöfn. — Mynd: Jim Smart. Á Auto '81 er til sölu landsins dýrasti bíll: Rolls-Royce á tæp- ar þrjár milljónir Hver vili kaupa Rolls Royce Corniche Saloon? Veröiö er 2.827.626 krónur (tvær milljónir áttahundruö tuttugu og sjö þús- und sexhundruö tuttugu og sex krónur). Þaö er andviröi tveggja glæsilegra einbýlishúsa. BiUinn er kominn til landsins, og meö honum fulltrúi verksmiöjunnar, sem er tilbúinn aö selja bflinn hv«>rium sem er, hvaö sem llöur öllum þjóösögum um vandfýsni þeirra RR-fnanna á kaupendur. Þótt landinn sé óútreiknanlegur þegar peningamál eru annars vegar er varla von til þess, að billinn verði seldur. Það er heldur ekki ætlunin. Hann var fenginn að láni til aö hann geti verið til sýnis á bilasýningunni Auto ’81, sem verður opnuð i dag föstudag i c*r>inöahöllinni, Bildshöfða 20. Og verður lfklega eitt af þvi sem helst dregur forvitna áhorfendur á sýninguna. En það er fleira, sem til þess er falliö. Hingað er kominn danskur bilasali, Lars Bang, sem er frægur fyrir safn dýrra bila. Hann kom hingað með tvo úr safninu, Rolls Royce Silver Shadow og Lamborghini Countach LP 112S. Lamborghini Bangs er 1200 kiló, með tólf strokka vél, sem er 375 hestöfl og er 4 1/2 sekúndu úr kyrrstöðu i hundrað kilómetra hraða. Þá er enn ekki búið að skipta úr fyrsta gir! Kveikjurnar eru tvær og blöndungarnir fjörir. Rollsinn sem islenskum auðmönnum býðst nú til kaups er með V8 vél, 6750 sentimetrar. Allt er þetta gott og blessað, og jafnvel hugsanlegt, að einhver gæti hugsað sér að kaupa slikan bil. En allar slikar hug- myndir falla þó um sjálfa sig, þegar þess er gætt, að það eru aðeins fjórir sentimetrar undir lægsta punkt bilsins! Jafnvel hryggirnir i malbikinu eru of háir. En að sjálfsögðu verður fleira til sýnis á Auto ’81, og liklega flest gagnlegra og raunhæfara fyrir allar aðstæður hér á landi. öll bifreiðaumboð landsins taka þátt i sýningunni og sýna það nýjasta sem þau hafa á boðstólum. Að sögn Hafsteins Haukssonar fram- kvæmdastjóra sýningarinnar er talsvert um hluti sem eru algjör- lega nýir af nálinni og pantaðir til landsins sérstaklega til að unnt væri að kynna þá i fyrsta sinn hér á landi á Auto ’81. Þar er ekki bara um að ræða bila, heldur lika verkfæri, varahluti og fleira i tengslum við bila. Og tilgangurinn með sýning- unni: „Aðsýna fólki á einum stað söluvöru þá sem sambandsaöilar Bilgreinasambandsins hafa á boöstólum og fá fólk til að hugsa um hina miklu þýðingu bilsins i nútima þjóðfélagi”, segir Haf- steinn. MAÐURINN BAKVIÐ NAFNIÐ Gunnar Helgi Hálfdánarson Verötrygging á afborgunum af fasteignum á aö lækka út- borganir þegar fram liöa stundir, og jafnframt tryggja seljendum, aö þeir fái raun- verulega í hendur umsamiö söluverð. Þessi athyglisveröa nýbreytni i fasteignaviöskiptum skaut upp koltinum fyrir skömmu, og á bak viö hana stendur Fjárfestingafélag Is- lands. Maðurinn á bak við Fjárfest- ingafélagið er aftur Gunnar Helgi Hálfdánarson, þritugur Reykvikingur, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og jafnframt aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs hf, sem sér um rekstur þess. ,,Ég er af malbikinu, fæddur og uppalinn í Austurbænum i Reykjavi'k”, sagði Gunnar, þegar Helgarpósturinn sló á þráðinn til hans. Og nánar um manninn bakvið na&iið: Gunnar lauk stúdents- prófi frá Verslunarskólanum 1972, viðskiptafræðiprófi frá Háskólanum 1976, og var ráðinn að Hagvangi og Fjárfestinga- félagi Islands sama ár. Hann er kvæntur Gunnhildi Lýðsdóttur viðskiptafræðingi, og þau eiga tvo syni. „Lokaritgerðin min frá Há- skólanum er um verðbréf og fjármagnsmarkaðsfræöi, og I tengslum við það var ég ráöinn tíl Hagvangs, þar sem ég fékk verkefni við það i hálfu starfi að koma af stað verðbréfamarkaði fyrir Fjárfestingafélagiö. Ég hef unnið við það siðan, og i sivaxandi mæli á öörum sviöum fjármála i tengslum við Fjár- festingafélagið og jafnframtvið almenna fyrirtækjaráðgjöf á veg- um Hagvangs”, sagði Gunnar. Út úr gagnkvæmu samstarfi Hagvangs hf, og Fjárfestingar- félagsins hefur siðan sprottið nýtt svið út af þvi siðarnefnda, Fast- Gunnar Helgi Hálfdánarson eignamarkaðurinn. Þetta nýja dótturfélag Fjárfestingafélagsins erárangurinn af þeirri reynslu og þekkingu, sem hefur fengist i gegnum hin fyrirtækin tvö á sviði fjármála og ráðgjafar i þeim efn- um. „Markmið félagsins er að efla atvinnureksturinn og örva til þátttöku i honum með þvi að fjár- festa i atvinnufyrirtækjum og veita þannig fjárhagslega fyrir- greiðslu og beita sér fyrir nýjung- um i atvinnumálum. Til þess að ná þessu markmiði sinu hefur fé- lagið m.a. unnið að þvi að efla verðbréfaviðskipti, en öflug við- skipti af þvi tagi er forsenda þess, að fjárfestingar i atvinnufyrir- tækjum verði arðbær. Jarðvegurinn hefur verið undirbúinn með þvi að kenna mönnum á spariskirteini rikisins og veðskuldabréf, og næsta stig er að efla viðskipti með hlutabréf. Verðbréfaviðskipti eru þegar vaxandi og ég tel, aö á næstu tiu árum muni spretta upp traustur hlutabréfamarkaður og jafn- framt komast á meira jafnvægi á fjármagnsmarkaðnum, m.a. vegna heimilda til verö- tryggingar fjárskuldbindingar”, sagði Gunnar Helgi Hálfdánar- son. ” ÞG. Endalaus Rimini - ein af allra vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólarhringinn. Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er krökkt af kátu fólki. Leiksýningar og hljómleikar listamanna úr öllum heimshornum eru daglegir viðburðir farandsirkusar koma ístuttarheimsóknirog víða troða upp ólíklegustu skemmtikraftar - jafnvel þegar þeirra er síst von! Einstaklega ódýrir og góðir veitinga- staðir ásamt fyrsta flokks íbúðum og hótelum fullkomna velheppnað sumar- leyfi á Rimini. Reyndir fararstjórar benda fúslega á alla þá fjöibreyttu mögu- leika sem gefast til stuttra ferða meðfram ströndinni. Róm - 2ja daga eða vikuferðir Feneyjar - „Hin sökkvandi borg" Flórens - listaverkaborgin fræga San Marinó - „frímerkja-dvergríkið" ofl. ofl. allan sóla • Go-cars kappakstursbrautir • Rennibrautasundlaugar Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 * Tívolí • Sædýrasöfn • Hjólaskautavellir • Mini-golf • Skemmtigarðar • Leikvellir • Tennisvellir • Hestaleigur aeradria Adriatic Riviera of Emilia - Romagna (Italy ) PIMINIAIPPORT * líf og fjör

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.