Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 3
3 halíjr^rpn^tl irinn Föstudagur 3 apríl, 1981. bjóöa upp á. Þar ber . auövitað hæst hinar alþekktu sólarlanda- ferðir, sem þúsundir og aftur þús- undir Islendinga nýta sér á ári hverju. Dálitið er þó erfitt að veita skeleggar og um leið tæm- andi upplýsingar um þau marg- vislegu verð sem i gangi eru á hópferðum ferðaskrifstofanna. Verðið fer auðvitað eftir þvi hvert farið er, hve lengi stoppað, hvers konar hóteli dvalið er á, hvað siðan innifalið er i verðinu o.s.frv. Hitt er þó ljóst að verðið á sólar- landaferðunum i ár virðist rúlla allt frá um það bil fjögur þúsund krónum og yfir á annan tug þúsunda. Við skulum þvi fyrst og fremst beina sjónum okkar að áætlunar- fluginu og verðlaginu á þeim mið- um. Fyrst skulum við heyra svar Sveins Sæmundssonar blaðafull- trúa Flugleiða viö þeirri spurn- ingu, hvort hinn mikli fjöldi sér- fargjalda — fargjaldafrum- skógurinn — sé orðinn slikur að hann virki truflandi fyrir þá sem vilja fljúga. ,,Eg held, að það sé ofsagt að nefna þetta fargjalda- frumskóg. Fargjaldakjarr gæti gengið”, sagði Sveinn. ,,Hins vegar er fólk venjulega mjög fljótt að átta sig á möguleikum sinum, þegar það sest niður á söluskrifstofum Flugleiöa eða hjá ferðaskrifstofunum og fær skýr- ingar og tæmandi upplýsingar hjá þaulvönu starfsfólki. Þess vegna held ég að það sé af og frá, að sér- fargjöldin séu á nokkurn hátt ógnvekjandi i augum viðskipta- vinarins. Þvert á móti eru sérfar- gjöldin þannig til komin, að sem flestir geti átt þess kost að ferðast á ódýran og þægilegan máta”. Að tapa á farseðli en græða samt. En hvers vegna er verið að mynda þennan frumskóg eða þetta kjarr i fargjaldamálum? Væri ekki langhentugast fyrir alla aðila, að aðeins eitt fargjald gilti fyrir alla, á hina og þessa staði, eins og þetta var i upphafi millilandaflugs á Islandi? Það inni til að komast inn i eitthvert sérfargjaldið. Æ færri á normal far- gjöldum. Þessi fjöldi sérfargjalda hefur þó þýtt það, að æ færri ferðast nú á hinum svokölluðu almennu (normal) fargjöldum, en þau far- gjöld eru nokkurn veginn kvaða- laus a.m.k. i samanburði viö sér- fargjöldin og i mun hærra verð- flokki. Aðeins um 15% farþega ferðast nú á þessum almennu far- gjöldum. Þetta segir það náttúr- lega, að Flugleiðir missa veru- legar tekjur þegar farþegum i þessum hæsta verðflokki fækkar og þeir fara að nýta sér ódýrari ferðamöguleika. Gylfi Sigurlinnason forstöðu- maður fargjaldadeildar Flug- leiða og Sveinn Sæmundsson voru þó sammála um það, að þegar al- mennt væri litið á hina öru þróun sérfargjalda, þá væri hagkvæmn- in meiri fyrir Flugleiðir en skað- inn. ,,Það liggur auðvitað ljóst fyrir”, sagði Gylfi, ,,að við töpum farþegum frá hinum almennu fargjöldum yfir i sérfargjöldin og verðum af nokkrum fjárhæðum af þeim sökum, og stundum eru farseðlar ansi ódýrt seldir. Hitt kemur þó á móti, að með tilkomu hinna lágu sérfargjalda náum við til fólks, sem áður taldi sig ekki hafa efni á ferðalögum til út- landa. Þetta hefur sem sagt aukið ferðatiðni og það er að sjálfsögðu okkar markmið. Niöurstaðan af sérfargjöldunum er þvi jákvæð, bæði fyrir Flugleiðir og ekki siður viðskiptavini okkar”. Hverjir eru möguleik- arnir Aður en lengra er haldið i þess- um vangaveltum skulum við lita á þau fargjöld, sem boðin eru i áætlunarflugi. Fyrst skal telja aðalfargjöld, einnig nefnd almenn eða normal fargjöld. Þau eru dýrust og gilda á öllum leiðum. Almenn regla um normal fargjöld er að farmiöi siðastliðnum. En um þetta far- gjald gilda þessar reglur helstar: Fargjaldið gildir aðeins fyrir ferð báðar leiðir. Farbókun og full greiðsla farseðils verður að ger- ast samtimis og ekki siðar en 14 dögum fyrir brottför. Nauðsyn- legt er að bæði brottfarar- og heimkomudagar séu ákveðnir og þeim er ekki hægt að breyta eftir að farpöntun og greiðsla farseðils hefur átt sér stað. Endurgreiðsla á farseðli er ekki leyfð nema i sérstökum tilvikum. Þessi far- gjöld gilda á Kaupmannahöfn, Stokkhólm, Osló, Glasgow, London, New York og Chicago i sumar. Fargjöldin sem nú er boðið er upp á i þessum APEX miða eru með fyrirvara um sam- þykki stjórnvalda viðkomandi landa, þótt allt bendi til þess að þau standist þá gegnumlýsingu. Þá má nefna hópafslætti. Hópur minnst 7 manns.og eru afsláttar möguleikar þá verulegir. Jafnvel 90%—120% af einnar ferðar normal fargjaldi. En hvað kostar þetta i peningum? 1 þessu framhaldi skulum við sjá það svart á hvitu hvað það kostar að fljúga til nokkurra þeirra staða sem Islendingar heimsækja tiðum i sumarleyfum sinum. Hér eru allir möguleikar teknir inni, þannig að auðvelt er að gera verðsamanburð og svo aftur kanna möguleika hvers og eins með tilliti til þeirra kvaða sem sérfargjöldum fylgja og rakið var hér fyrir ofan. Verðið, öll verð eru miðuð við báðar leiðir. Kaupmannahöfn: Normal fargjald kr. 5078.- Unglingafargjald kr. 3810.- Fjölskylduafsláttur er hálft gjald fyrir konu og börn, en þá er há- marksdvöl 30 dagar. 6—30 dagar kr. 3692,- — -t-fjöl- skylduafsláttur. Unglingafar- gjald kr. 2769.- Næturfargjald kr. 2286.- Apex fargjald kr. 2539.- Ferðir i sumarhús i Danmörku á vegum, Samvinnuferða/Land- sýn, Útsýn og Kjartans Helga- sonar i rúman hálfan mánuð kosta frá 3300 krónum. London: Normal fargjald kr. 4378.- Unglingafargjald kr. 3284,- Fjölskylduafsláttur er hálft gjald fyrir konu og börn, en þá er há- marksdvöl 30 dagar. 6—30 dagar kr. 3198.- — +fjöl- skylduafsláttur. Unglingafar- gjald kr. 2399,- Apex fargjald kr. 2189.- Luxemburg: Normal fargjald kr. 5132.- Unglingafargjald kr. 3850,- Fjölskylduafsláttur er hálft gjald fyrir konu og börn, en hámarks- dvöl 30 dagar. 6—30 dagar kr. 3739.- — -t-fjöl- sky lduaísláttur. Unglingafar gjald kr. 2805.- Barcelona (gegnum London): Normal fargjald kr. 6840.- Unglingafargjald kr. 5130,- Enginn fjölskylduafsláttur. 12—30 dagar kr. 4056.- Ekkert unglingafargjald. Paris (gegnum London): Normal fargjald kr. 5228.- 6—30 dagar kr. 3832.- Enginn fjöl- skylduafsláttur. Unglingafar- gjald kr. 3840.- Hamborg: Normal fargjald kr. 5120,- Enginn fjölskylduafsláttur. 6—30 dagar kr. 3621,- Unglinga- fargjald kr. 2716.- New York: Normal fargjald= 3.164,- (fram til 14. mai). Helgaferð m/gistingu: Frá 3.860,- Vikuferð m/gistingu: Frá 4.659,- Af hverju dýrt þangað en ódýrt hingað? Almenna reglan i fargjaldaút- reikningi er sú, að vegalengdir ráði verði. Þó koma upp hliðar- spor i þessu sambandi og má þar t.d. nefna, að fargjald til Luxem- burg frá New York með milli- lendingu i Keflavik, er svo til það sama ogfargjaldið frá New York aðeins til Keflavikur. Þannig er ; einnig örlitiö dýrara aö fljúga til Kaupmannahafnar en Gauta- borgar, þótt á kortinu liggi Gautaborg óvéfengjanlega i meiri farlægð frá Reykjavik. Svipaöa sögu er aö segja um al- menna sérfargjaldið (excurison) til Hamborgar og Kaupmanna- hafnar. Þar liggur Hamborg ör- litið neðar i verði enda þótt vega- lengdin þangaö sé mun meiri en til Kaupmannahafnar. Þær skýr- ingar eru á þessum mismun helstar, að flugfélög Skandinaviu svæðinu leyfðu hærri hækkanir i sinu umráöasvæði en aftur félögin i Miö-Evrópu. Þannig skýrist mismunurinn á Hamborg og Kaupmannahöfn. Fróðir menn segja hins vegar nær ógerlegt að skýra fargjaldamál á Norður-At- lantshafinu. Þar gildi frum- skógarlögmálið á markaðnum, eins og margoft hefur verið nefnt, og i slagsmálunum um farþegana vilja hlutirnir snúast á ýmsa furðulega vegu, þegar fargjalda- málin eru annars vegar. Það sama má raunar segja um kostaboö Flugleiða til handa Skandinövum i vetur. Þá buðu Flugleiðir helgarfargöld til ts- lands fyrir Norðurlandabúa á mun lægra verði en þekkist fyrir Islendinga á leið út til Noröur- landa. Flugleiðamenn sögðu að- spurðir, að það væri svo brýnt að laða erlenda ferðamenn hingað til lands, að flest meðöl yröi að nota. Jafnvel þau að bjóða þeim hræ- ódýr fargjöld, ódýrari en Islend- ingar njóta. Þeir sögðu jafnframt að það mætti ekki gleyma þvi, að þeir erlendu túristar sem til landsins kæmu gerðu meira en greiða sinn farmiöa. Þeir gistu is- lensk hótel og þæðu islenska þjónustu á margan hátt. Það nytu þvi ótrúlega margir Islendingar góðs af lerðum túrista hingað til lands. ■ Birgir Þorgilsson markaös- stjóri Ferðamálaráðs Islands tók undir þessi sjórarmiö A og sagði það mjög Jlj> mikilvægt aö laða er- r myndi einfalda alla hluti, bæði fyrir viðskiptavinina svo og sölu- aðila. Málið er hins vegar ekki alveg svona einfalt. A timum hraða er það keppikefli númer eitt hjá fyrirtækjum að auka velt- una. Það er nákvæmlega það sama sem gildir i fluginu. Með þvi að bjóða upp á sérfargjöld ýmisskonarer verið að reyna að ná til hópa fólks, sem myndi ef til vill ekki hugsa til utanferöa ef aðeins almenn (normal) fargjöld væru i gildi. Staðreyndin er jú sú, að sérfargjöldin eru ódýrari en þau almennu. Flugfélög telja sig hins vegar verða að bjóða kosta- kaupi sumum tilvikum til að auka ferðatiðnina sem aftur eykur nýt ingu flugvéla, sæta i flugvélum og starfsfólks. Það getur meira segja svo farið, að fyrir liggi að flugfélög stórtapi á hverju sæti, þegar farþegi flýgur á ákveðnu sérfargjaldi. Hins vegar er talið skárra að hafa þó einhvern i sæt- inu, þó hann greiði lægra gjald en raunverulega þyrfti, frekar en fljúga með sætið autt. Þetta er kannski i fáum orðum sagt bak- grunnur þess, þegar fólki er boðið upp á lægra verð með sérfar- gjöldunum. Fá fleira fólk til að setjast upp i vélarnar. Þannig má nefna sem dæmi unglingafargjöld og fjölskyldu- fargjöld. Það fljúga ekki allir þjóðfélagshópar jafnmikið. Með unglingafargjöldunum er verið að reyna að auka tiðnina hjá unga fólkinu. Með fjölskyldufargjöld- unum er verið að hvetja til þess, að allir f jölskyldumeðlimir fái að fljóta með i ferðalagið til útlanda. Og sætin fyllast þá, feröunum fjölgar og nýting flugfélagsins batnar. Nokkrar kvaðir fylgja sérfar- gjöldunum, eins og komið verður inná hér á eftir. Ljóst er, að erfitt er að koma i veg fyrir þaö, aö fleiri njo'ti þessara kjara, en þeir einirsem skilyrðinuppfylla. Þessi misnotkun mun nokkur vera og erfitt að koma fullkomlega i veg fyrir hana, en að sögn Flugleiöa- manna væri ekki ástæöa til að ætla, að það væri almennt að ferðamenn brygðu fyrir sig lyg- gildir i eitt ár og engar kvaðir eru lagðar á dvalartima á áfanga- stað. Þá má einnig tengja þau öðrum fargjöldum i framhalds- flugi. A þessi fargjöld er veittur fjölskylduafsláttur, þegar flogið er til Norðurlanda, Bretlands og til Luxemburg. Séu t.d. hjón með börn á ferð borgar húsbóndinn eða húsmóðirin fullt fargjald. Hinir i fjölskyldunni borga 50%. Þá gildir og unglingaafsláttur (fyrir aldurinn 12—26 ára) og námsmannaafsláttur (fyrir námsfólk yngra en 26 ára). Þessir afslættir eru 25%. 1 dag ferðast flestir á hinum svonefndu almennu sérfargjöld- um (excursion) eöa 6—30 daga fargjaldi, eins og það almennt kallast,Taeplega50% farþega fara nú á þessu fargjaldi. Þessi far- gjöld eru miklum mun ódýrari en normal fargjöldin og eru báðar leiðir á 6—30 fargjaldinu aöeins 140% af annarrar leiöar fargjaldi á normal farmiða. Afslátturinn er ' þvi milli 30 og 40%. En eins og nafn þessa fargjalda gefur til kynna — 6—30 daga — þá verða menn að vera minnst 6 daga er- lendis og mest 30, þegar þeir ferð- ast á þessu sérfargjaldi. Fjöl- skyldu- unglinga- og námsaf- sláttur kemur einnig inn á þetta almenna sérfargjald og lækkar i það á sama hátt og nefnt var viö- vikjandi normal fargjaldinu hér að ofan. Þessi fargjöld má tengja framhaldsflugi. 1 sumar verður einnig boðið upp á svokölluð næturflug milli tslands og Kaupmannahafnar. Þau eru 55% ódýrari en normal fargjald milli þessara staöa, en eins og nafnið bendir til, þá er flogið á nóttunni og aðeins tvisvar i viku yfir sumartimann. Nýjasta sérfargjaldiö, sem kemur til framkvæmda 1. mai næstkomandi er nefnt APEX far- gjald. Það er mjög ódýrt, nánast 50% ódýrara en normal fargjald. Hins végar hefur þetta fargjald, eins og sérfargjöld önnur nokkrar takmarkanir i för með sér. Þetta APEX fargjald er raunar það sama og jólafargjald það sem boðið var upp á i desember FORELDRAR eftir Guðmund Árna Stefánsson Gefið fermingarbarninu þroskandi veganesti út í lífið, bókina LIFANDI ORÐ, sem er Nýja testamentið á daglegu auðskildu nútímamáli. Verð innbundin aðeins kr. 58.65 ORN OG ORLYGUR Síðumúia 11, sími 84866

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.