Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Davíð Scheving Thorsteinsson STAÐA: Forstjóri og hluthafi Smjörlíkis og formaður Félags íslenskra iðnrekenda FÆDDUR: 4. janúar 1930 HEIMILI: Mávanes 7 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Stefanía Scheving Thorsteinsson og eiga þau 5 börn BIFREIÐ: Hefur afnot af bifreið fyrirtækisins ÁHUGAMÁL: Þau sömu og hjá Marteini Lúther, þ.e. óður, vín og fagrir svannar „Við erum ekki pilsfaldakapítalistar” Á þingi islenskra iftnrekenda fyrir skörnmu lýsti Davið Scheving Thorsteinsson formaöur félags islenskra iönrekenda þvi yfir, að vandi iðnaöarins væri nú meiri en nokkru sinni áöur. Vmsum fannst sem iðnrekendur í þingi sinu heföu dregiö upp alitof dökka mynd af ástandinu og það hafi þeir raunar alltaf gert á siöustu þingurn iðnrekcnda. „Þetta er alltaf sama eymdarvæliö i Daviö Scheving og iön- rekendum,” sögöu ýmsir i þessu sambandi. Davið Scheving hefur stundum verið orðaöur við framboö á vegum Sjálfstæöisflokksins og jafnframt hefur hann verið ncfndur sem mögulegur kandídat í baráttunni um næsta formann Sjálfstæöisflokksins. Daviö er aöaleigandi og framkvæmdarstjrtri Smörlikis h/f og er i Yfirhcyrslu um málefni iönrekenda. Hver er raunveruleg staða islenskra iðnrekenda i dag? ,,Ég held aö við höfum aldrei veriö eins illa settir, siöan viö gengum inn i EFTA og um þessar mundir.” Og hvar er skýringanna að leita á þessari óáran? „Skýringarnar eru einfaldjega aðgeröir og jafnframt aðgeröar- leysi stjórnvalda.” f*ú hefur dregið upp dökka mvnd af stööu iönaðarins mörg siðastliðin ár. býðir þetta, að allar rikisstjórnir þessara ára hafa verið jafnslæmar við ykkur iönrekendur? „beir iönaöarráöherrar sem ég hef unnið með tJóhann Hafstein, Magnús Kjartansson, Gunnar Thoroddsen, Hjörleifur Gutt- ormsson, Bragi Sigurjónsson) hafa allir reynt að gera sitt besta fyrir iönaðinn, en hafa ekki náð aö koma þeim áhugamálum sin- um fram innan stjórnkerfisins.” A hverju hefur strandað? Hverjir eru þessir svörnu óvinir sem vilja iðnaöinum illt? „Verstu óvinir iðnaöarins og þar meö islensku þjóöarinnar, eru afturhaldsseggir tregðulög- málsins.” Nafngreindu nokkra af þessum valdamiklu afturhaldsseggjum? „Eg get ekki nafngreint þá beint. Þeir eru ekki i dagsljósinu, en hafa með aðstöðu sinni fest iðnaðinn i kviksyndi, þar sem hvergi er fast land undir fæti.” En hvar liggja þessir vondu menn? Hvar er þá að finna? „Afturhaldsseggirnir eru i meirihluta á Alþingi og stjórn- kerfinu i heildsinni. Þessir aðilar hafa enn ekki áttað sig á þvi hvað gerðist 1970, þegar Island gekk inn i EFTA samstarfið. Þeir hafa ekki enn skilið þessar breyttu aðstæður þrátt fyrir þaö að 11 ár eru nú liðin. Og þeir hirði sneiöina sem hana eiga." Viltu ekki beina sneiöinni i dálitíð ákveönari áttir, þannig aö þeir fái hana örugglega sem eiga fyrir henni? Nefndu nokkur íjæmi um afturhaldsseggina þiná'. Þaö ætti ekki aö vera erfitt, þegar þeir erut.a.m. í meirihluta á Alþingi. „Þessir menn koma aldrei fram fyrir skjöldu i þessu hlut- verki. Ég minnist þesst.d. ekki að hafa hitt mann, sem hefur ekki brennandi áhuga á framgangi iðnaðarins i orði a.m.k..” Þiö iönrekendur viljiö sem sagt komast í rikisjötuna eins og land- búnaöurinn og inná styrkjam^rk- aðinn eins og sjávarútvegurinn? „Nei, nei, ekkert væri okkur ókærar.” Þiö kvartið samt og kveiniö og leitiö ásjár hjá rikisvaldinu? „Viö erum ekki pilsfaldakapi- talistar.” Hvers vegna eruö þiö þá aö á- kalla hiö opinbera? „Við viljum það eitt, að af okkur sé létt þvi oki sem smiöað hefurveriðaf afturhaldsseggjun- um og iönaöurinn hefur verið njörvaður i. Þegar við erum laus- ir við það ok, þá viljum við vera i friði fyrir rikisvaldinu.” Ileldurðu ekki að almenningur sé búinn aö fá nóg af barlómnum og þeim skuggamyndum sem þú hefur dregið upp af stöðu iönaðar- ins á siðustu fjórum árum? „Ekki siðustu fjórum, heldur siðustu sjö." En er fólk ekki búið að fá nóg af kveininu? „örugglega ekki þeir 14. þúsund, sem vinna i iðnaðinum. Og ég vona bara að afturhalds- seggirnir verði orðnir svo leiðir á þessum ræðuhöldum, að þeir láti sér segjast.” Nú ertu búinn að flytja þessa sömu kveinstafaræöu á síöustu þingum iðnrekenda . Attu þessar ræður á lager og jafnvel eitthvað fram i timann? „Nei, ég á ekki þessar ræður á lager, þótt i þeim flestum hafi verið dregin upp dökk mynd af stöðu iðnaðarins. Ég skal sýna þér hérna bunkann af upp- köstum sem ég dró upp fyrir ræðu mina á siðasta iðnrekendaþingi. Það var mikil vinna á bak viö hana.” Og sifellt dekkir þú myndina i ræðum þinum . Hvar endar þetta eiginlega? Hvernig kemur ræða þin til með að hljóöa eftir ca. 5 ár með óbreyttri þróun ? „Ég tala auðvitað lyrir hönd margra, þegar ég lýsi ástandinu og það hefur sannast sem við iðn- rekendur hölum sagt lengi. Við höfum haft rétt fyrir okkur. Það er nú borðliggjandi. 1 fyrsta lagi hafa 5.500 manns flutt af landi 'brott á siðustu 10 árum. Almennur landflótti. 1 öðru lagi hafa ráðstölunartekjur á mann minnkað verulega og i þriðja lagi hafa erlendar eyðsluskuldir auk- ist hrikalega. Á siðasta ári slóg- um við erlendis t.a.m. 730 gamlar milljónir á hverjum einasta degi, og eru þá páska- og jóladagur taldir með og jafnvel 1. mai. Ekkert af þessu hefði gerst ef farið hefði verið að okkar tillög- um sem við lögðum fram fyrir 7 árum, eða raunar fyrir 47 árum, þegar iðnrekendafélagið var stofnað.” En þrátt fyrir þetta ástand I þjóöfélagsmálunum veröur ekki séð að iönfyrirtækjum hafi fækkaö verulega? „Hlutfallslega hefur fólki i iðn- aði fækkaö og er nú færra en árið 1963, en opinberir starfsmenn eru aftur á móti þrisvar sinnum fleiri en þá.” Flest stærri iðnfyrirtæki virðast þó skrimta og vel það, og skila sum hver álitlegum gróða, eins og t.a.m. þitt eigið fyrirtæki. Hvernig kemur það heim og sagan við svartnættið i ræðum þinum? „Það er skylda hvers fram- kvæmdastjóra að vera trúr sinu fyrirtæki og reka þaö meö hagnaði. Ef hann getur það ekki, þá á að reka hann og ráða annan hæfari.” Er ástandið ekki alvarlegra en svo, að iðnfyrirtækin leysi vandamálin með þvi einu að reka framkvæmdastjóra og ráöa aðra? „Guði sé lof fyrir það, að sum- um fyrirtækjum hefur tekist að skila hagnaði. Hins vegar er nýsköpunin i iðnaðinum ekki nægileg og þess vegna m.a. flýr fólk land." En er aö óllu jöfnu nóg aö skipta um framkvæmdastjóra til að koma illa settum iðnfyrirtækj- um á rekspöl og yfir á gróöakant- inn ? „Nei, það er ekki alltaf nóg. Stundum verða þau að leggja upp laupana, stundum selja fyrirtæk- ið eða leggja það niður. Og það berað leggja niður fyrirtæki sem eru óarðbær.” Hefur slíkt verið gert i ein- hverjum mæli? „Já, töluvert mörg fyrirtæki hafa verið lögð niöur eða seld öðrum. Og rekstrarniðurstaðan i janúar 1981 bendir til þess að æ fleiri fyrirtæki verði rekin meö haila þetta árið.” Er þá næsta augljóst að mörg fyrirtæki verða að hætta starf- semi sinni á þessu ári? ,,Ég reikna með þvi að svotil öll fyrirtæki i samkeppnisiðnaðinum verði rekin með tapi á þessu ári. Það er siðan ákvörðun eigenda þessara fyrirtækja, hvort hætta skuli rekstrinum, eöa reyna end- urskipulagningu i rekstrinum, þá mögulegameðuppsögnum. En ég itreka aö þetta ófremdar- ástand er komið upp vegna að- gerða og aðgerðarleysis stiórn- valda.” Það er þá liklega ekki bjart framundan hjá þínu fyrirtæki. Áttu jafnvel sem framkvæmda- stjóri von á þvi aö fá reisupass- ann frá eigendum Smjörlikis — þér og fleirum — á þessu ári, ef þér tekst ekki aö skila hagnaöi? „Það hitnar undir mér eins og öðrum framkvæmdastjórum ef reksturinn gengur illa. Ég vona þó að eigendurnir sýni mér þolin- mæði og mér takist að skila ein- hverjum hagnaði á þessu ári.” Ertu larinn að lita i kringum þig eftir nýrri vinnu, ef þú tækir þá ákvörðun sem eigandi Smjör- likis að segja upp framkvæmda- stjóranum. þér sjálfum? „Það er ekkert eilifðarjobb að vera framkvæmdastjóri, en ákaf- lega skemmtilegt.” Þrátt fyrir óvissa afkomu iðn- fyrirtækja, þá veröur nú ekki séö, að þú sjálfur liöir neinn skort? „Ég held nú að minn lifsstill sé ekkert öðruvisi, en t.d. minna starfsmanna. Annars er það eitt meginmeinið hér á landi, þessi öf- und og samanburöur á lifskjörum fólks. Þetta er eitt erfiðasta atrið- ið i öllum kjarasamningum, þegar hinir ýmsu hópar eru að öf- undast hver út i aðra." En er það óeölilegt aö fólk beri saman lifskjör sin og annarra sem meira hafa úr aö moöa? Helduröu t.d. ekki aö stúlkan á færibandinu hér hjá Smjörliki eigi ekki erfiöara ineö að fram- fleyta sér og sfnum en þú fram- kvæmdastjórinn og iönrek- andinn? „Littu á bila starfsfólksins hér fyrir utan. Stúlkan á færibandinu á einmitt nýjanfallegan bil. Það á ég ekki. Þessi lifsgæðamunur er ekki eins mikill og látið er i veðri vaka.” Þú hefur samt sem áöur vel ofan i þig og þina i samanburði við almennt launafólk á tslandi? „Ég hef það ákaflega skemmti- legt og liður vel. Hins vegar hef ég áhyggjur af framtið þessa lands, þvi arðsemissjónarmiðin hafa ekki verið höfð að ieiðarljósi i f járfestingum, heldur hefur pen- ingunum verið dælt i fram- kvæmdir þar sem atkvæða er von. Ég er t.d. ekkert of viss um það, að öll börnin min fimm komi til með að vilja dvelja áfram á tslandi við það ástand sem nú rikir og ef ég væri t.d. á þínum aldri i dag myndi ég skoða minn hug vandlega i þessu tilliti. En ég hef það sem sagt mjög gott fjár- hagslega, en óttast framtiðar- stöðu islenska þjóðfélagsins." Hvernig i ósköpunum getur þú vel stæöur maöurinn sett þig i spor hins almenna launamanns á tslandi og haft áhyggjur af hans afkomu, sem þú þekkir aöeins af afspurn? Veröur þetta ekki sjónarhorn úr filabeinsturni? „Nei, þaö held ég ekki. Ég hef meint það ærlega og talað af tölu- verðri þekkingu, þegar ég tjái mig um afkomu atvinnuveganna og almennings hér á landi. Þeir sem þekkja mig innan verkalýðs- hreyfingarinnar ofan frá og niður úr vita að ég segi skoðanir minar af fyllstu sannfæringu og af heiðarleika.” Ef við hugsun okkur, að Smjör- Ifkiseigandinn afréði að segja framkvæmdastjóranum upp. Hvar myndir þú leita eftir nýju starfi? Færir þú út i stjórnmálin? „Ég hef ekki viljað taka þátt i stjórnmálum hingað tii. Hef ekki verið i framboöi, þótt það hafi nokkuö oft verið rætt viö mig. Hins vegar myndi ég aldrei fara út i pólitik sem uppflosnaður framkvæmdastjóri, heldur þá sem framkvæmdastjóri sem gagn hefði verið i, enda ætla ég ekki að reka fyrirtækið með tapi á þessu ári, þótt horfurnar séu tvisýnar i dag. Annars má eiginlega segja, að það sé frekar verðlagsstjóri sem reki þetta fyrirtæki heldur en ég.” Afram meö pólitfkina. Nú ertu yfirlýstur Sjálfstæöismaöur og meira segja oröaður viö for- mannsembættið i Sjálfstæðis- flokknum. Eru stjórnmálin farin að höfða til þin i rikari mæli? „Ég lit á það sem hrós, þegar farið er fram á það við mann, að hann bjóði sig fram sem forystu- maður stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Ég hef hins vegar hvergi séð formannsstöðuna i Sjálfstæðisflokknum auglýsta lausa til umsóknar og tel hana raunar ekki vera á lausu. Ég styð heilshugar núverandi formann flokksins.” En sérðu þig i hillingum sem þingmann eða ef til vill ráðherra i framtiöinni? „Nei, ég sé það ekki sem neina draumsýn." En er það raunhæfur möguleiki að svo geti farið? „Það er erfitt að spá, sérstak- lega um framtiðina.” En er þetta mögulegt? „Ekkert er ómögulegt.” Hvaö myndi breytast i iönaöin- um ef þú settist i stól iönaöar- ráðherra? „Ja, það myndi a.m.k. margt breytast hvað stefnuna i orku- málum áhrærir. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn væri einn i stjórn, þá myndi ég geta breytt miklu hvað iðnaðinn varðar. Ef ég sæti hins vegar i ráðherrastóli fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og i samsteypu- stjórn með einhverjum aftur- haldsflokkanna þriggja, þá myndi vafalaust litlar breytingar til bóta fást i gegn, þrátt fyrir minar óskir og kröfur.” Áttu viðað það séu aöeins Sjálf- stæöismenn sem framfylgi réttu stefnunni i iðnaöarmálum? „Já, Sjálfstæðisflokkurinn einn styður frjálsan atvinnurekstur. Hins vegar á flokkurinn þátt i þvi ófremdarástandi sem nú rikir i iðnaöinum, þvi hann hefur alltof oft fallist á vondar málamiðlanir i rikisstjórnarsamstarfi." eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.