Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 11
n Jielgarposturinn- Föstudaflúr 3. aprn, 198i. • Sherlock Holmes er ekki enn dauður úr öllum æðum. Það er ekki nóg með það, að honum ber- ist fjöldi bréfa á Baker Street 221, þarsem Conan Doyle kom honum fyrir i sögum sinum, heldur gaf hann forstöðumönnum bygg- ingarfyrirtækis nokkurs, sem hefur skrifstofur sinar i húsinu, bráðsnjalla hugmynd. Nefnilega þá að setja á markaöinn vatnið úr sinum eigin brunni, en það er mun betra en vatnið úr Thames, sem rennur um krana Lundúna- borgar. Vatnið er sett á ílöskur, bætt i það örlitlu gasi og skirt 221 B. Flaskan er svo skreytt meö vangamynd af leynilöggunni frægu og seld á 20. pence. Gert er ráð fyrir að framleiðslan verði um tvær milljónir litra á ári. Sáraeinfalt kæri Watson.... • Páfinn er ekki við eina fjölina felldur, eins og glöggt hefur komið fram á siðustu mánuðum. Nú er hann farinn að hafa áhyggjur af orkuskortinum i heiminum. Eigi alls fyrir löngu ij> Fargjöld lenda ferðamenn til landsins á hvern þann hátt sem mætti. Hins vegar sagðist hann vel skilja gremju tslendinga, þegar þeir fengju um það vitneskju, að út- lendingar ættu þess kost að ferð- ast ódýrar með islensku flug- félagi en þeir sjálfir. „Það verður að sjálfsögðu að fara með löndum i þessum efnum eins og öðru”, sagði Birgir, ,,en ég minni þó á mikilvægi erlendra ferða- manna hérlendis fyrir hinn inn- lenda ferðamannaiðnað”. Samkeppnin tryggir gæðin. Steinn Lárusson forstjóri ferða- skrifstofunnar Úrvals og for- maður félags ferðaskrifstofa var að þvi spurður hvort það væri tryggt að islenskum viöskiptavini væri bent á ódýrasta ferða- möguleikann þegar hann kæmi inn á söluskrifstofu og vildi kaupa farseðil. ,,Já, ég get fullyrt að svo er”, sagði Steinn. „Samkeppni ferðaskrifstofa er oröin svo mikil að allir leggja sig fram um að bjóða það hagkvæmasta fyrir við- skiptavininn, enda þótt það þýði ef til vill minni tekjur fyrir sölu- aðilana. Það er hin mikla sam- keppni sem tryggir það að kúnn- inn fær heiðarlegar móttökur og er bent á ódýrustu leiðirnar”. Steinn sagði þó i framhaldi af þessu, að svo virtist sem allir ís- lendingar tækju ákvörðun um það á svipuðum tima að ferðast til út- landa. „Mars, april og mai, eru þeir mánuðir, sem erillinn er mestur”, sagði hann. „Far- gjaldamál eru dálitið flókin og starfsfólk þarf að hafa góðan tima fyrir viðskiptavinina. Sá timi getur verið af skornum skammti á háannatimanum. Þess vegna hvet ég fólk til að hafa góðan fyrirvara á, þegar það hyggst fara utan og kanna málin itarlega nokkuð löngu áður en farið er til að lenda ekki i aðal- umferðinni hjá ferðaskrifstofun- um og eiga þá ef til vill ekki kost á jafngóðri þjónustu starfsfólks og ella vegna erilsins og hama- gangsins”. Þetta er sem sé i stórum drátt- um fargjaldafrumskógurinn ill- ræmdi, þótt auðvitað hafi verið stiklað á stóru og aðeins þaðhelsta nefnt. Hins vegar er fólki ákveöið bent á að gefa sér góðan tima, þegar það sest niður og hugleiðir ferða- og fargjaldamöguleika sina og sia út hvert upplýsinga- korn frá starfsfólki ferðaskrif- stofanna og Flugleiða. Þeir geta viða leynst möguleikarnir, þótt skógurinn sé að visu langt frá þvi að vera eins þykkur og erfiður yfirferðar og ýmsir vilja vera' láta. Góða ferö. hvatti hann framieiðendur og dreifendur raforku að fara nú að spara. „Við getum ekki leyft okkur að sóa orkunni, sem skaparinn hefur gefið okkur, þegar við vitum hve skorturinn er mikill i heiminum”, sagði hann, um leið og hann hvatti þá til að „leita að nýjum orkulindum af mikilli hugkvæmni og varkárni”. Svo mörg voru þau orö, og i tima töluð.... • Og enn af Jóhannesi Páli öðr- um, páfa hinnar kaþólsku kirkju. 1 sumar er meiningin að hann fari til borgarinnar Lourdes i Suður-Frakklandi, en það er hálf- gerð kraftaverkaborg, til þess að vera viðstaddur kirkjuþing ein- hvers konar. Hann ætlaði upphaf- lega að nota tækifærið og heim- sækja þing Efnahagsbandalags- ins i Strasbourg, en ekkert verður af þvi, þvi Bruxelles og Luxem- bourg báðu hann um að biða með heimsóknina, uns endanlega væri ákveðið hvar framtiðarstaöur þingsins verður. Þingmenn sitja þvi uppi með sárt ennið. Hins vegar geta Svisslendingar núið saman höndum, þvi páfi hefur i hyggju að sækja þá heim i júni og dvelja i landi bankanna i þrjá daga... • Það er viðar en á Islandi, að ættarveldið ræöur rikjum i öllum helstu málaflokkum þjóðarinnar. Nú er svo komið, að Mexikó er orðið að ættarriki. Forsetinn José Lopez Portillo skipaði ný- lega ungan og óreyndan son sinn Jose Hamon sem aðstoðarráð- herra áætlunagerðarinnar. Systir hans Margaritaer framkvæmda- stjóri rikisútvarpsins og frændinn Guillermo er yfirmaður iþrótta- skólans. Annar frændi er hátt settur i Flugleiðum þeirra Mexi- kana, Aero-Mexico og enn annar er i sykurnefndinni. Mágur hans er i Rafmagnsveitunni og fyrr- verandi ástmey hans er ferða- málaráðherra. Ekki verður annað sagt, en þetta sé nokkuð vel af sér vikið hjá Lopez Portillo og íull ástæða til að óska honum til hamingju... sem vakti mikla hrifningu gagnrýnenda og fjallar um unglinga f iðnaðarborginni Lens, þar sem Teitur Þórðarson leikur nú knattspyrnu. Hét sú mynd Passe ton bac d’abord.eða Taktu stúdentsprófið fyrst. Þrjár aðrar myndir voru síðan með 7 stig. Le Rebelle, eða Uppreisnar- maðurinn, eftir Frakkann Gérard Blain, Kagemushaeftir meistara Kurosawa frá Japan, og II regno di Napoli eftir Werner Schroet- er, en hann er einn athyglis- verðasti höfundur ungu kyn- slóðarinnar i Þýskalandi. Ég veit ekki til að hann hafi verið kynntur hér, en það yrði mikill hvalreki á fjörur kvikmyndaunnenda ef ein- hver tæki sig nú til og fengi mynd- ir hans hingað. Enn koma þrjár myndir með jafn mörg stig, 6 talsins. Mon oncle ’Amerique (Frændi minn frá Ameriku) eftir franska leikstjórann Alain Resnais, en heyrst hefur að sú Hvar er hausinn og sporðurinn Af tíu bestu myndum Cinéma '81 Kvikmv ndagagnrýnendur, eins og aðrir gagnrýnendur hafa margir þann sið við hver áramót að tina til þær mvndir, sem hæst har á liðnu ári, þó svo að við höf- um ekki gert það á Helgarpóst- inum. Enda hægt að efast um að hægt hefði verið með góðri samvisku að velja tiu mvndir, eins og venjan er. Það er ekki oft, að islenskir blaðalesendur fá að kynnast smekk gagnrýnenda frá öðrum löndum en Ameriku og jafnvel Englandi. Gæti þvi leikið nokkur forvitni á að sjá hvaða tiu myndir gagnrýnendur franska kvik- myndablaðsins Cinéma 81 telja að hafi skarað fram úr i fyrra. Gagnrýnendurnir, fjórtán að tölu, völdu hver um sig tiu myndir, en siðan voru tiu stigahæstu mynd- imar valdar af þeim listum. Það vekur athygli, að fjórar þessara mynda eru franskar, en frönsk kvikmyndagerð virðist vera að sækja töluvert i sig veðrið upp á siðkastið. Þýskar myndir eru þrjár og sýnir það, svo að ekki verður um villst, að Þjóðverjar eru i fremstu röð hvað varðar góðar kvikmyndir. Bandarikja- menn eiga hins vegar ekki nema eina mynd á þessum tiu mynda lista, Japanir eina og Ungverjar eina. Stigahæsta myndin var Nick’s Movie (Lightning over Water), sem Wim Wenders gerði um bandariska kvikmyndahöfund- inn Nicholas Ray, og fékk hún 11 stig. Næstar og jafnar með 8 stig urðu Sauve qui peut <Ia vie), eftir franska meistarann Jean- Luc Godard, Iljónaband Maríu Brauneftir Fassbinder, sem gekk hér i marga mánuði og Loulou eftir franska kvikmyndaleik- stjórann Maurice Pialat, en hann hefur vakið mikla athygli á siðustu árum. Þess má geta, að árið’979 gerði hann kvikmynd, mynd verði sýnd hér i vor á franskri kvikmyndahátið. Kæri nágranni heitir ungversk mynd eftir Zsolt Kezdi-Kovacs, og loks er á listanum siöasta mynd Samuels Fullers The Big Red One, sem gerist i siðasta striði. Af öðrum myndum, sem fengu atkvæði i þessu vali, má nefna Manhattan Woody Aliens, Hljómsveitarstjóra Wajda og Konstant Zanussis, en þessar þrjár myndir voru allar sýndar her i þessum mánuði. Þá komst mynd Francescos Rosi, Kristur nam staðar i Eboli, einnig á blað, en sú mynd var sem kunnugt er sýnd i sjónvarpinu i fyrra. Óskarsverðlaunamyndin All that Jazz sást á lista hjá tveim. Flestar myndanna eru hins vegar þvi marki brenndar að islenskir kvikmyndahúsagestir munu aldrei sjá hvorki haus ne’ sporð á þeim og liklega aldrei heyra á þær minnst. Aðeins eitt i lokin: Til þeirra sem eiga það: Opnið augun!! — GB. GETUM BOÐIÐ Vestur-þýskar rafmagnsklukkur frá 3UNDES Ýmsar gerðir — Quarts/batteri Móðurklukkur sem geta stjórnað mörgum öðrum Stærðir: Allt upp i 2 m í þvermál /TX ^díóstofan h£ Þórsgötu 1 4 Athugið: Nýtt símanúmar 2-83-77

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.