Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 13
12 Föstudagur 3. apríl, 1981 Jielgarpósturinru^helgarpásturinnl^^l ur 3. apríl, 1981. 13 Ef éfl er lasisti, þá ert |m leikari! — Svavar Gests í Helgarpósisviðlali „...meira til aft drepa iiniann en af mikilii trúhneigð." ......samansafn af skrýtlum úr Æskunni..." .Dægurtónlistm hritur mig ekki..." Spurning: — Hver er skemmtilegasti út- varpsmafturinn okkar? Svar flestra: — Nú auftvitaft hann Svavar (iests. Sem tekur brosandi á móti mér einn morguninn á lagernum sfn- um, og vio förum „bakviö" einsog finir menn. Svavar sest i skrif- borftsstól og leggur fæturna uppá afgreiftslubekkinn. t kringum hann eru margir rekkar fullir af plötum. Svavar er nefnilega ekki eingöngu aft spila plötur vift góftan orftstir i fjtvarpinu á miftviku- dögum. Hann gefur lika út plötur. Auk þess hefur hann einnig einu- sinni spilað inná plötu sjálfur — hver man tildæmis ekki eftir Þórsmerkurljóði. Þaft liggur þvi beinast við. þegar ég hef gert skriffærin klár, aft spyrja hann fyrst hvort hann fái aldrei leifta á dægurtónlist? Þarl ao vera vel iiuii „Dægurtönlist hrifur mig ekki og hefur aldrei gert. Sem hljóð- færaleikari lenti ég i þvi aö spila þessa tónlist og kynntist henni vel. Ég lærði laglinurnar á svip- stundu og þá einnig textana þó ég þyrfti þess ekki og ég hef alltaf verið haldinn einhverskonar fræðimennsku áráttu, þvi ég vildi einnig vita eitthvað um höfund- ana. Það hefur safnast saman mikill fróðleikur um þetta efni i kollinum á mér og auðveldar mér að setja saman Utvarpsþætti um þessa ttínlist. En dægurtónlist þarf að vera sérstaklega vel flutt svo að ég setji þesskonar tónlist á plötuspilarann heima. Ég hlusta fyrst og fremst á jazztónlist og þar er af gifurlega miklu að taka". — Er hún ekki angi af meiði dægurtónlistar? „Kannski og kannski ekki. Jazztónlistin er skapandi tónlist en dægurflugurnar ekki. Ég viðurkenni engu að siður að mikið er til af fall- egurn og ve! gerðum dægurlégum en þau höfða ekki til min, jafnvel þtí ég hafi það sem aukastarf um þessar mundir að kynna aðallega dægurtónlist.Þar segi ég að sjálf- sögðu allt um hana sem ég veit og tala vel um það sem vel er gert". — Hugðarefni önnur en tónlist? „Já, það er nú sitt litið af hverju. Ég er i Lions-hreyfing- unni og starfa þar alltaf mikið. Klúbburinn sem ég er i hefur stutt við bakið á barnaheimilinu Sól- heimum i Grimsnesi þarsem eru 40 vistmenn, þroskaheftir. NU, svo skrepp ég 2—3 sinnum á sumri i lax með góðum kunningj- um, og finnst það mjóg ánægju- legt. Svo fer ég á skiði, ég var mikill skiðaiðkandi sem ung- lingur, hætti siðan i 30 ár, en byrj- aði aftur fyrir nokkrum árum, og finnst það mjög hressandi". Pólilfkin — Hvar ertu I pólitikinni? „Ég væri líklega kommi i dag, ef Þjdðviljinn hefði birt grein sem e'g sendi frá Ameriku 1947. Fósturfaðir minn var Alþýðu- flokksmaður og fylgdi SigfUsi Sigurhjartarsynio.fi. i Sósialista- flokkinn þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði á sínum tima, og siðan var Þjóðviljinn dagleg fæða á minu heimili, — ég lenti meirað- segja i þvi' að bera hann út i 2 vetur, og vann viö kosningar hjá kommum sem sendisveinn vorið sem ég var 14 ára. En ég hafði náttúrulega engan áhuga á stjtírnmálum þá, og þegar hin frægu átök voru niðrá Austurvelli '49, sat ég heima og spilaði djass- plötur og frétti þetta fyrst i Ut- varpinu um kvöldið. Þegar ég var við tónlistarnám i Bandarikj- unum á árunum '46—'47 fór ég mikið á djasshljomleika og sendi Þjóðviljanum grein um hljóm- leika með Duke Ellington. En þeir birtu greinina ekki.svoleiðis og þá hafa liklega rofnað tengsl min viö Þjóðviljann. Svo varð ég Sjálfstæðismaöur fyrir tilviljun, en hef lftið haldið á lofti minum stjórnmálaskoöunum. En ég held, einsog svomargiraðrir, að það sé nákvæmlega sama hver er við völd f þessu landi, það getur eng- inn stjórnað þvi". Slúhuleikrii — Svo viðsnUum okkur að æsku þinni — varstu td. i KFUM? „Já, en meira til að drepa tim- ann en af mikilli truhneigð. Ég var lika i barnastUku, skátunum og svo auðvitað i KR. Ég gafst fljtítlega upp á KFUM þarsem hinn stanslausi sálmasöngur hreif mig ekkert sérstaklega. Leiðandi maður i barnastUkunni var Steindór Björnsson frá Gröf, og hann var alveg einstakur barna- og unglingaleiðtogi. Og hjá honum kynntist ég allra fyrst þvi sem heitir að koma fram. Ég var látinn leika i smáleikriti, og talaði svo hratt að ég var bUinn með það 10 minUtum á undan hinum. Svo samdi ég sjálfur litið leikrit en það var flutt hjá nokkr- um stUkum og þótti skemmtilegt. Æ, um hvað það var? Þetta var svona samansafn af skrýtlum Ur Æskunni og fleiri blöðum sem ég tengdi saman. Mest voru þetta skrýtlur um krakka að svara UtUr spurningum kennarans, og féll i góðan jarðveg þarsem það voru mestskölakrakkarsem fluttuþað og hlýddu á það. Já, svo var ég nokkur ár i Skátafélagi Reykjavikur og undi mér nokkuð vel þar nema á sumrin. Þá var alltaf farið i Uti- Iegur og i Utilegunum var alltaf farið i svona hjálp-i-viðlögumleik. En þarsem ég var svo litill var ég alltaf látinn leika þann viðbeins- brotna og þegar ég var bUinn að vera fjórar Utilegur i fatla, þá gafst ég upp. Annars vil ég Skáta- hreyfingunni allt hið besta, þetta er hreyfing sem hefur mikið upp- eldislegt gildi, en litið verið sinnt siðastliðin ár. Mér finnst alveg bráðnauðsynlegt að efla Skáta- hreyfinguna". Slollur HR-mqur — En KR? „Já, ég ólst upp i Vesturbænum og það leið ekki á löngu uns ég fór að reka nefið öðruhvoru inn á skó- verkstæði Guðmundar ólafs- sonar formanns neðst á Vestur- götunni, og lét skrá mig i félagið 5 eða 6 ára gamall. Svo æfði ég knattspyrnu sem barn og ung- lingur hjá KR, en lenti aldrei i að keppa, þvi ég var eitt þeirra Reykjavikurbarna er voru alltaí sendir i sveit á sumrin. Ég fór þvi alltaf Ur bænum i þann mund sem mótin voru að byrja á sumrin, en þegar ég kom aftur heim voru þau bUin. En ég lit alltaf á mig sem KR-ing og er stoltur af þvi, þo ég hafi lent i þvi að keppa i hlaupum undir merkjum tR, en það hliðarspor kom til af þvi aö þeir sem æfðu með mér voru i þvi félagi". El cy er lasisli — NU þykir eflaust mörgum forvitnilegt að vita hvernig þU ferð að því að vera svona orð- heppinn og fyndinn? Liggurðu kannski yfir brandarabókum? „Það eru nU kannski tveir óskyldirhlutir.aðveraorðheppinn og að segja brandara. Og ég veit ekki hvort ég fell i þann flokk að vera orðheppinn. En ég held að það sé mjög skemmtilegt að vera orðheppinn, og i eitt skipti hef ég reyndar veriö ánægður með það sem sagði. Ég var þá staddur i ÞjtíöleikhUskjallaranum eftir frumsýningu á aðalsviðinu, og það vindur sér að mér ungur leik- ari, sem var greinilega bUinn að fá sér of mikið neðan i þvi og hafði einmitt verið að leika i frumsýn- ingunni og var frekar lélegur. En hann vindur sér semsagt að mér og segir stundarhátt: „Svavar, er það rétt að þU sért fasisti? — og þá var ég svo heppinn að geta svarað honum strax: „Ef ég er fasisti, þá ert þU leikari". En það gegnir öðru máli með skrýtlur. Ég les þær ef ég rekst á þær i blöðum, mér eru lika oft sagðar góðar skrýtlur, og ég man þær. gleymi þeim ekki einsog svo margir virðast gera". — Hefur fólk samband við þig beinli'nis til að segja þér einn góðan? „Já, ég er oft stoppaður og sagðir brandarar sem ég hef heyrt svona 20—30 sinnum áður, og hlæ alltaf jafnmikið, þvi maður má ekki móðga þessa ágætu vini sína". Besli Drandarinn Geturðu sagt mér hver er besti brandarinn, sem þU hefur heyrt? „Ég kann svo mikið af þeim, að það er Utilokað að velja einhvern einn. Hinsvegar bý ég stöku sinnum til skrýtlur og varð dálitið montinn um daginn þegar að strákurinn minn segir mér skrýtlu, sem hann sagði að kennarinn sinn hafi sagt þeim i bekknum og fullyrti kennarinn, að þetta væri besti Hafnar- fjarðarbrandarinn, sem hann hefði heyrt. Hann mundi þó ekki hver hefði sagt sér hann. En þennan Hafnarf jarðar- brandara bjtí ég til og sagði i Ut- varpinu. Eigum við bara ekki að segja aðþettasébesti brandarinn þessa stundina: Hafnfirðingur nokkur var staðinn að þvi að falsa tiu króna seðla. Hann þurrkaði út annað nUllið aftan af hundrað krdna seðlum". — Hefurðu samið eitthveft gamanefni sjálfur? „Já, ég hef samið gífurlega mikið af gamanefni fyrir marga skemmtikrafta: Gunnar og Bessa þegar þeir voru hvað virkastir hér um árið, Árna Tryggvason, Karl Einarsson, Jörund Guð- mundsson — svo fyrir ýmsa Ut- varpsþætti sem ég hef verið með, en aðrir hafa þá flutt það gaman- efni. En gamanvisur hef ég aldrei getað samið og á raunar erfitt með að setja saman eina litla visu. Hef þd mjög gaman af vis- um- les þær mikið svo og ljóð. Greinilega leggst þetta ekki i ættir, þvi bróðir minn var hag- mæltur mjög og gerði mikið af þvi að semja gamanefni i bundnu máli, þannig að þetta virðist sum- um gefið en öðrum ekki". Cinn um markaOinn — Hvernig er að vera hljóm- plötuutgefandi i dag? „Ég byrjaði á mjög góðum tima, 1964, og þá var bara eitt fyrirtæki sem gaf Ut plötur, ts- lenskir ttínar sem voru þó að draga saman seglin og Utgáfunni nánast lokið. Svo ég var einn meö markaðinn i nokkur ár og hver einasta plata sem ég gaf Ut, þær voru svona 4—5 á ári, seldust mjög vel. Ég álit að islenski markaðurinn beri svona 30 plötur á ári, og þeir sem gefa Ut plötur gætu haft þaö mjög gott ef plöt- urnar væru ekki fleiri en 30. En af þvi að það eru gefnar Ut 60—70 á ári, þá hefur það enginn gott, og raunar er þetta orðið hliðarstarf hjá flestum fyrirtækjum, nema minu. Steinar hf. og Fálkinn eru fyrst og fremst innflutningsfyrir- tæki, Jón Ólafsson rekur hljóm- plötuverslun og er nU kominn með plötupressu. — Ég myndi hætta hljómplötinitgáfu strax i dag ef það væri hægt. En þetta hefur hlaðið svo uppá sig, ég á Utgáfu- rétt að svo miklu efni að það er ekki hægt að hlaupa frá þessu, — og kaupandi að þessu mundi eng- inn finnast. Ég verð þvi að halda áfram og ætla að gefa fleiri titla Ut i ár en nokkru sinni áður". Hliómpiaian 09 úlvarpio — Er ekki erfitt að vera hljóm- plötuUtgefandi og gera um leið tónlistarþætti fyrir Utvarpið? Ertu ekki sakaður um að aug- lýsa sjálfan þig? „Ekki veit ég hvað þU átt við með þvi að spyrja hvort ég sé að auglýsa sjálfan mig. Ætli flestir viti ekki nU orðið hver ég er. Það væri þá frekar hægt að tala um að ég væri að auglýsa mitt fyrirtæki og þær plötur, sem ég gef Ut. Alla vega hef ég enn ekki verið staðinn að slikri auglýsingastarf- semi i'þau30ár, sem ég hef i verið viðloðandi Utvarpið. Reyndar eru SG-hljtímplótur sautján ára. Og þá ætla ég að svara fyrri spurningunni. JU, það er erfitt að vera hljtímplötuUtgefandi og gera um leið tönlistarþætti fyrir Ut- varpið. Astæðan er nefnilega sU, að ég tel, að þessir þættir, sem ég sé um liði fyrir það, að svo mikið er til af plötum, sem ég hef gefið Ut.Égstend mig iðulega að þvi að velja aðrar plötur en þær sem ég hef gefið Ut til að kalla ekki^__- yfir mig nöldur. Ætli ég t.d. að taka fyrir sjómannalög i einum þætti verða þvi t.d. að fara að keyra sendiferðabil eða vinna á lager hjá heildsala. t þessu sambandi get ég bætt við að ég ræddi um Jan heitinn Morávek i Utvarps- þætti um daginn, þá var mér sögð sú saga þegar ég var að viða að mér efni, að það hefði verið skylda ungs fólks i Austurriki, sem langaði að leggja tónlistina fyrir sig að læra jafnframt ein- hverja iðngrein ef þvi seinna gengi illa á tónlistarbrautinni, þá hefði það einhvern bakhjarl. Jan Morávek hafði semsagt lært Ur- smiði, þó þurfti hann auðvitað aldrei að gripa til hennar, hann var slikur snillingur". «t| skýi mi(j daojnn eflir — Hvaða augum liturðu fram- tiðina? „Ég lit b.jörtum augum til hennar. Ég hef alltaf verið bjart- sýnismaður og reyni að sjá það göða i öllum hlutum. Ég mun starfa áfram viö mitt fyrirtæki. Ég vonast þtí til að verða ekki há- aldraður og enda inná einhverju elliheimili, kolruglaður. Guð- mundur vinur minn Jónsson söngvari býður mér i nefið i hvert skipti sem viö hittumst, og ég ég segi alltal' við hann: Ég skal piggja i nefið þegar ég verð 75 ára. Og svo skýt ég mig daginn eftir". Vioiai: pan paisson þá kemur i ljós að megnið af is lenskum sjómannalögum er á plötum sem ég hef gefið Ut og svona má halda áfram. Það er erfitt að sigla milli skers og báru en ég held mér hafi tekist það og varla væri ég starfandi fyrir Ut- varpið enn i' dag ef ekki væri álitið að ég sýndi fyllsta heiðarleika varðandi þetta atriði". — Ertu það sem þU ætlaðir að verða þegar þU værir orðinn stór? „Nei, ég var i menntaskóla þegar ég fékk hljómlistarbakteri- una og hún er ólæknandi T5g sé Utaffyrirsig ekki eftir þviaðhafa lent i þessu starfi. En að starfa sem hljóðfæraleikari i dans- hljömsveiter ákaflega leiðigjarnt og alltaf verið illa launað starf. Þeir sem byrja á þessu ungir og hanga i þessu i 10—15 ár, gefast svo upp, standa uppi ómenntaðir og réttinda'lausir allsstaðar og \ Myndir: Jlin Smarl ......ii.............

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.