Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 14
Uxahalakássa dularfulla tannlæknisins Það er ónefndur tannlæknir sem leggur okkur til Helgarrétt- inn að þessu sinni. Hann rekur tannlæknastofu hér i miðbæn- um, en heima hjá sér er hann ið- inn við að hræra i pottunum. Hann stingur uppá pottrétti úr uxahöium, —segist sjálfur hafa verið með hann á iaugardaginn var, og þótt ljómandi góður. Það sé þvi alls ekki af þvi hann skammist sin fyrir uppskriftina að hann vill ekki segja til nafns, heldur eðiislæg hlédrægni. Uxahalar fást, vissi hann, i SS búðunum og stundum hjá Tómasi, og kannski viðar. Þeir eru hlægilega ódýrir, enda sagði einhverntima afgreiðslukona við hann að útlendingar og sér- virtringar væru þeir einu sem keyptu þá. Rétturinn sem hér er lagður fram byggir að nokkru á þvi hve kraftmikið og gott soð kemur af uxahölum, og allir geta athugað bragðið af þvi með þvi að kaupa uxahalasúpu úr pakka eða dós. Þær svikja engan. En það sem i pottinn þarf, er eftirfarandi: Um það bil eitt kg. uxahali 2 laukar, eða svo 5 meðalstórar gulrætur spánskur pipar, eða tabasco sósa, eða cayenne pipar (þetta er allt það sama hvort sem er) 2 hvitlauksrif Hveitijafningur Vatn og salt. Uxahalinn kemur oftast bút- aður úr búðinni, en ef bitarnir eru of stórir fyrir þægilegt borð- hald, er ekki óvitlaust að skera þá ennbetur. Bitarnir eru soðnir i léttsöltuðu vatninu i svona tvo tima. Mjög einfalt. Or þessu kemur ansi kraftmikið soð. Þá Tannlæknirinn við störf. er tveimur laukum, kannski i minna lagi, bætt úti eftir að þeir hafa verið skornir niður. Einnig eru gulræturnar skornar i sneiðar og settar i vatnið. Þetta er látið malla i um það bil tuttugu minútur i viðbót. Þá er alltsaman kryddað með spönskum pipar, og hvitlauks- rifin tvö marin úti. Rétt er að fara svolitið varlega með pipar- inn, hann er jú sterkur, en að sögn tannlæknisins er þó réttur- inn ekkert siðri þótt hann rifi aðeins i hálsinn. Þegar þetta hefur aðeins fengið að malla i viðbót er kom- in mjög bragðgóð og kraftmikil sósa, sem þó er nauðsynlegt að þykkja. Það er gert annaðhvort með hveitijafningi eða smjör- bollu, eftir þvi hvort fólki finnst betra . Að lokum er svo kássan dekkl með sósulit. Ef einhver vill ennþá meiri kraft en einfalt að bæta við kjötkrafti. Þetta er svo borðað með kartöflumús og tannlæknirinn vill hafa hana góða, með svolitlu af múskati og finerii, eins og hann sagði. Og svo geta menn drukkið hvað sem er með, sagði hann, eða ekki neitt. Og verði afgangur, þá er það bara fint, þvi kássan verður betri i hvert skipti sem hún er hituð upp. Galdrakarlar Diskótek interRent car rental Bílalejga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S.31615 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan. VI6 útvegiim yöur atslátt á bílalelgubUum erlendls. I , i I i i I I í I i i i 1: I • •:Stærsti litli veitingastaöurinn ' ' á Reykjavíkursvæöinu^ ^ Gunnar, Björgvin og Tómas leika nýstár- lega dinnertónlist á sunnudagskvöld. Matseðill kvöldsins Kjötseyði Colbert Rækjukokkteill með ristuðu brauði Roast beef Bernaise Hamborgarakóteletta Hawai Perur Bella Helín Verið veikomin í Vesturslóð Föstudagur 3. apríl, 1981 —helgarpásturinrL. Sala Varnarliðseigna er með undarlegri verslunum landsins. Þar er litið lagt uppúr innrétting- um, vörugæðin eru stundum um- deilanleg, úrvalið er sáralitið og þar er hægt að kaupa allt frá kornflexpakka upp i þungavinnu- vélar Sumir vilja kalla þessa sér-‘ stæðu búð á Grensásveginum. skransölu, og þeir hafa ýmislegt til sins máls. Þarna eru seldir hlutir sem einhverra hluta vegna er ekki lengur not fyrir suður á Keflavikurflugvelli. Sumt, eins og matvai an til dæmis er þó ónotað og i fullu gildi en annað, eins og til dæmis svona þrjátiu ára gömul skuggamyndasýningarvél, a varla mjög langt eftir ólifað. Sala varnarliðseigna er rikis- fyrirtæki, og allur hagnaður af starfseminni fer i rikissjóð. Reyndar má segja að hún sé eins- konar tollafgreiðsia fyrir Völlinn, — Keflavikurvöllurinn er toll- frjálst svæði fyrir Bandarikja- mennina sem þar eru og fyrir verktakana sem starfa fyrir varnarliðið. Fari varningur útaf þessu svæði þá er það hlutverk Tilboð gert i trukk. Sala varnarliðseigna: Frá kornflekspakka til þungavinnuvéla — en bilarnir eru vinsælastir Sölu varnarliðseigna að tollaf- greiða þessar vörur. Að sögn starfsfólksins i Sölunni er það allskonar fólk sem verslar við hana, jafnvel harðir her- stöðvaandstæðingar. Enda er þar að finna ef vel er gáð allnokkuð af „vinstrisinnaðri” fæðu, t.d. baun- um af ýmsum tegundum auk heilsusamlegra ávaxtasafa. Þá má sjá gamlar hljómplötur og ný- legri, allar tveggja laga. Bækur fást nokkrar, en reynast senni- lega flestar vera kennslubækur og barnabækur. Leikföng eru líka til, og fatnaður, en hann er ekki samkvæmt nýjustu tisku. Þvert á móti. En það eru bilarnir sem flestir sækjast eftir á Sölu varnarliðs- eigna. Þeir eru af ýmsum gerðum og stærðum, allt frá nýjum eða nýlegum fólksbilum til úr sér genginna áratuga gamalla her- trukka. A þriðjudögum eru þeir boðnir upp samkvæmt gamalli venju, og kunnugir segja að þar *** * ' megi gera ágæt kaup, sérstaklega i dýrari bilunum. Uppboðið fer fram með þeim hætti að kaupandinn getur komið og skoðað bilana utanfrá (þeir eru læstir) og gert siðan tilboð i þá. Tilboðin eru skrifleg og sett i sérstakt box, sem siðan er opnað klukkan fjögur, eftir að lokað hefur verið. Þá eru uppboðin lesin upp, aðþeim viðstöddum sem það vilja, og hæstbjóðandi getur eftir þaðskoðaðviðkomandi bíl eins og hann lystir. Ef hann að lokinni Húsgögnin eru sum ekki beint falleg. Kornfleks, bleyjur og dósamatur, allt á hagstæðu verði. skoðun vill standa við tilboð sitt — þá er billinn hans. Ef hann hættir hinsvegar við, þá er næstbjóðanda gefinn kostur á þvi sama. Greiðsluskilmálar hafa verið þannig, að helmingur greiðist út, en afgangurinn er lánaður til fjögurra mánaða.Sala varnarliðseigna er eina bilasalan á landinu sem starfar svona, — bæði á Salan bilana sjálf og söluaðferðin er öðruvisi. Verðið er i flestum tilfellum sambærilegt við það sem gerist á almennum markaði, en söluaðferðin gefur óneitanlega möguleika á þvi að gera kjara- kaup.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.