Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 17
17 -hslgarpásfurinn_ Föstudag ur 3. apríl, 1981. 25000 sáu Punktinn á hálfum mánuði-en Of mikið að sýna í tveimur bíóum Um siðustu helgi liöfðu 25000 manns séð íslensku mvndina Punktur, punktur. komma strik, eftir að mvndin hafði aðeins verið sýnd i tvær vikur i tveimur bióum i Keykjavík. Þetta er tæpur helm- ingur þeirrar aðsóknar sem tal- in var nauðsynleg til að myndin bæri sig, og verð aðgöngumiða var miðað við. Jafnframt var sýningum hætt i Háskólabiói, og með sýningu i Keflavik á fimmtudagskvöldið hófst „gagnger hringferð um landið”, eins og örnólfur Arna- son, framkvæmdastjóri myndar- innar, orðaði það i samtali við Helgarpóstinn. — Aðsóknin hefur verið sæmi- leg, og við kviðum þvi ekki að myndin beri sig ekki. Hinsvegar tók aðsóknin hægt við sór,var dræm i fyrstu en jókst siðan hægt og þétt. Mér skilst að þetta sé ein- kenni á aðsókninni á þeim islensku myndum, sem hafa verið sýndar hingað til. þær hafa allar verið seinar að taka við sér, segir örnólfur. Þótt aðsóknin að Punktinum hafi tekið við sér var Háskólabió sjaldnast meira en hálfsetið. Þykir ljóst, að of mikið hafi verið að sýna myndina i tveimur kvik- myndahúsum samtimis, enda rúma Háskólabió og Laugarásbió samanlagt 1500 manns. Að sögn örnólfs mun þessi háttur varla hafður i framtiðinni, en eitt bió látið nægja. Varðandi sýningar á Punktin- um, sem er fyrsta og eina islenska myndin sem er sýnd á þessu ári, hafa heyrst raddir um, að miðaverðið sé of hátt. — Sannleikurinn er sá, að mið- að við almennan aðgangseyri að kvikmyndum hér á landi er verð- ið nákvæmlega það sama og það var þegar Land og synir og öðal feðranna voru sýndar. Við reikn- uðum út. að með þessu verði þyrfti fjórðungur þjóðarinnar að sjá myndina svo hún bæri sig, þar sem myndin var eingöngu fjár- mögnuð af rýrum eignum að- standenda myndarinnar, en þeir veðsettu þær að meira eða minna leyti. Ætti miðaverðið til dæmis að vera tiu krónum lægra hefði þurft 75 þúsund manns til að greiða þennan kostnað til baka, segir örnólfur Arnason framkvæmdastjóri kvikmyndar- innar Punktur, punktur, komma strik i samtali við Helgarpóstinn. ÞG Leirlistamenn stofna félag Félag islenskra leirlistamanna er nýjasta listamannafélagið, en það var stofnað i siðustu viku. Fé- lagið er fyrir fólk sem vinnur að ininnstakosti aö einhverju leyti að frjálsri listsköpun i leir, en þeir sem eingöngu halda sig við framleiðslu á nytjamunum fá ekki inngöngu. Markmið félagsins er að kynna islenska leirlist bæði hér og erlendis, og einnig erlenda leirlist hér. Fyrirhugað er að halda sýn- ingar á leirlist ekki sjaldnar en annaöhvert ár, en áöur hafa nokkrir núverandi félaga í Félagi islenskra leirlistamanna haldið samsýningu á munum sinum. Það var sýningin Lif i leir, sem haldin var i FlM-salnum fyrir þremur árum. Einnig hafa verið haldnar nokkrar einkasýningar. Stofnfélagar þessa nýja lista- mannafélags eru ellefu talsins. Edda óskarsdóttir, Jónina Guð- mundsdóttir og Steinunn Mart- einsdóttir voru kjörnar i stjórn, en auk þeirra eru i félaginu hjónin Gestur Þorgrimsson og Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný Magnús- dóttir, Haukur Dór, Borghildur öskarsdóttir, Jóna Guðvarðar- dóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir og Elisabet Haraldsdóttir. Athyglisvert er, að með þvi að velja félaginu nafnið Félag islenskra leirlistamanna er verið að reyna að innleiða orðið leirlist i staðinn fyrir ..keramik” sem hingað til hefur verið notað um þessa tegund listar hér eins og i nágrannalöndum okkar. Óneitan- lega er þetta orð ólikt islensku- legra á allan hátt, og fer til dæmis mun betur i munni að segja leir- listamaður i stað „keramiker". Ætti orðið varla að eiga erfiðara uppdráttar en orð eins og mynd- listamaður eða hljómlistamaður. ÞG Land og synir um víða veröld Það verður varla annað sagt en tsfilm-kvikmyndin Land og synir geri all viðreist. Siðast var gengið frá sölu á sýningarrétti til nýrrar rásar bresku ITV sjónvarps- stöövarinnar, sem hefur útsend- ingar á næstunni. en áður hafði myndin verið seld til Þýskalands, Sviss, Austurrikis og allra Norðurlandanna. Þá eru i gangi viðræður bæði við Frakka og ttali um sölu á myndinni þangaö. Auk þess, að öll Norðurlöndin hafa keypt sýningarréttinn á Landi og sonum i kvikmyndahús- um, hefur verið gengiö frá sölu til sjónvarpsstöðva allra landanna, þannig að myntíin á varla að fara framhjá frændum vorum. Loks má geta þess, að myndin var sýnd á kvikmyndahátið i Berlin i febrúar, en að sögn Jóns Hermannssonar hafa þeir ts- film-menn engar fréttir fengiö af viðtökum hennar þar. — Vib höfum engan tima til að fylgjast með myndinni, viö erum alveg uppteknar við aö gera kvik- mynd. Norsk Fiim i Noregi er umboðsfyrirtæki okkar og annast alla sölu, en við fáum bara kópiur af samningnum, segir Jón Hermannsson við Helgarpóstinn, nýkominn ofanúr Hitardal, þar sem fyrstu tökur af næstu mynd tsfilm, Gisla Súrssyni, fóru iram. — ÞG. Allt í góðu gamni Leikfélag Reykjavikur: Revian Skornir skammtar eftir Jón Hjartarson og Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Guðrún Asmundsdóttir. Leikmynd-og búningar: ívar Török. Lýsing: Daniel William sson. Undirleikari: verið siðustu tuttugu ár nutu mikilla vinsælda. Ég kann ekki aðra skýringu en 'pá að frá þvi á blómatima revianna á þriðja og fimmta áratug aldarinnar hefur framboð á allskyns afþreyingu og skemmtiefni stóraukist. Svo mikið er vist að ekki hefur til- efnum skopfærslu fækkað i Hitt getur svo sem verið að þjóðfélagið sé lika orðiö ím^.aL.jp Leiklist nHi Bim eftir Gunnlaug Astgeirsson Jóliann G. Jóhannsson. Leik- endur: Kjartan Ragnarsson, Sigríður Hagalin, Helga Þ. Stephcnsen, Aðalsteinn B.erg- dal, Gisli Halldófsson, Guð- mundur Pálsson,' 'Haraid G. ' Háraldsson, Jón Júlíusson, Karl Guðmundsson, Lilja Þórisdótt- ir, Soffia Jakohsdóttir, Guðjón Davið. Jónsson., Nú eru liðin sjö ár frá þvi að siðast var sett upp revia i Reykjavlk. Má þvi með sanni segja aft timi hafi verið kominn til að dusta rykið af þessu vin- sæla skemmtiformi' Það er i rauninni undarlegt að reviur sltuli vera ’jafn sjaldséðar á sviöi og raun ber vitni, þvi þær fáu reviur sem sýndar hafa svo grátbroslegt að höfundár finni ekki lengur þörf hjá sér til þess að skopfærayigérstaklega atburði og málefni þjóðlifsins. En hvað sem þessum vanga- veltúrrf liður er það þarft og lofsvert framtak hjá leikfélag- inu 'að ráðast i að setja r'eviu á ■ syiö Skornir skammtar sver sig i ætt við seinni ti'ma reviur að þvi leyti að söguþráður er litill §ém enginn. Umgjörðin sem reynt er að hafa um atriöin, opnun nýs veitingastaðar i Reykjavik, er ekki virk i sýningunni. Þvi má jafnvel halda fram að þessi umgjörð trufli sum atriöin frek- ar en vinni meö þeim. Þessi revia er þessvegna i kabarett- Lítillega tileygð Lára Stjörnubió: Augu Láru Mars (Eyes of Laura Mars). Bandarisk. Argerð 1978. Handrit: John Carpenter og David Zelag Goodman, eftir sögu Jolin Carpenters. Aðal- hlutverk: Faye Dunaway, Tommy Lee Jones. Leikstjóri: Irwin Kershner. mál hennar, moröin hrannast upp með miklum hraða, en fólkið lætur sem ekkert sé. Allir eru grunaðir, nema auövitað sá sem gerði það, — myndin ein- hvern veginn riðlast og fer út og suöur. Og það er ekki gott fyrir neina mynd. Leikararnir eru ekkert sér- 1 < Kvikmyndir i eltir Guöjón Arngrimsson -> og Þráin Bertelsson l Þetta er ein þeirra mynda sem manni finnst að gætu verið svo langtum betri. Huginyndin er góð og skari af hæfileikariku fólki kemur við sögu gerðar hennar. Samt er þetta bara mynd rétt neðan viö meöallag. Tilaðbyrjameðlofarþetta þó góðu. Lára Mars er tiskuljós- myndari af hæsta klassa, og tekur myndi.r sem gjarnan tengjast ofbeldi og kynlifi. Dag nokkurn sér hún sýn. Hún fylg- ist með morði eins og i gegnum linsu kvikmy ndavélar. Og hennar sjónarhorn er eins og sjónarhorn morðingjans. Hún er hreinlega vitni aö moröinu, þótt hún standi langt i burtu. Þetta er býsna óhugnanlegt, og lorvitnilegt aö vita málalokin. En svo undir miöbik myndarinnar losnar um. Lára Mars verður ástfangin af lög- regluforingjanum sem annast stakir, "þó ekki slæmir, en sá ágæti leikstjóri Irvin Kersner fær ekki háa einkunn fyrir verk sitt hér. — GA. KALTKAFFI Háskólabiö. Þrjátiuogniu þrep. Kvikmyndastjóri: Don Sharp. Aðalhlutverk: Robert Powell, Eric Portcr, John Mills Bretar hafa löngum átt góða reyfarahöfunda til að skrifa handa fólki sögur um hæglætis- menn sem af slysni dragast inn i alþjóðlega refskák stjórnmál- anna og bjarga siðan heiminum um stund. Arthur Conan Doyle skrifaði svona sögur á Viktoriu- timanum og ekki er John le Carré siðri. Hins vegar virðast kvikmyndagerðarmenn breskir ekki vera jafnhugmyndarikir. Arið 1935 gerði meistari Hitchcock kvikmynd eftir sam- nefndri sögu John Buchans „Þrjátiuogniu þrep”, en það er einn vinsælasti reyfari sem skrifaður hefur verið á þessari öld. Og árið 1959 fannst Ralph Thomas timi til kominn að gá hvort enn væri heitt á könnunni og gerði aðra mynd eftir sömu sögu. Og nú nýverið tók Don Sharp upp á þvi að reyna að hita upp þennan samsetning i þriðja sinn að bjóða kvikmyndahús- gestum. Ekki eru það mjög hressandi trakteringar. Vantar illkvittnina og broddinn f kimnina i annars ágæta skenuntun, segir hér i umsögn um reviu Lcikfélagsnianiia. stil, safn laustengdra atriða. Gangi maður út frá þvi og sé ekkent-Að eiga von á söguþræði er allt i himnalagi og hægt að njóta vel sýningarinnar. •' Það er engin ástæða til að rekja hér etnf‘sýningarinnár eða fjallá um einstök atriði: Það má segja að viða sé komið við og fjallaö um allt milli himins og jarðar, menningarlif, véit- ingarekst'ur, fornleifar, friðlýs- ingú húsa, áfengismál, borgar- ,-iPiál og stjórbmál. Stjórnmálin fá til'tölulega minni umfjöllun en oft hefur verið i revium. Leiktéxti þeirra JónS-og Þór- arins er . vandaöur og iðulega^ launfyndinn i sjálfu sér. 'Nota þeir mikið orðaleiki og eru ótrú- lega fundvisir á frumlega notkun hversdagslegra oröa og oröasambanda. Hípsyegar eru einstök atriði misjöfn eins og gengur, sum þrælfyndin en önn- ur hálf þunn. Söngtextarnir eru bráðgóðir og skemmtilegir. t þeim nýtur sin vel hin sérstæöa og frumlega rimgáfa Þórarins Eldjárns. Lögin eru fjölbreytt og skemmtilega valin. Þaö sem ég hef út á efni reviunnar að setja er skortur á kvikindisskap og illkvittni. Þessi aðfinnsla er kannski að kenna meðfæddum skepnuskap minum - og þó. Verður ekki grunnur gamansins að vera svolitil alvara og er ekki full ástæða til að stinga sumstaðar með háðinu svo fast að undan sviði. Eg er ekki endilega að fara fram á hatramma þjóð- félagsádeilu, en broddurinn sem beint er að okkur góðborgurum mætti gjarnan vera hvassari. " Leikhópurinn stendur sig yfir- léitt vel. Flestir leikararnir -þurfa aö bregöa sér i fleiri en eitt gervi og eru þeir oft ótrúlega fljótir að skipta um karakter. ,Það þarf ekki að spyrja um frammistöðu gamalla jaxla eins og Gislá Halldórssonar og Karls Guðmundssonar sem iara á kostum i hverju gervinu á fætur öðru. Sama má segja um Sigriði .JJagalin sem er hreint yndisleg (þeytist meira að segja á hjóla- 'slcautum um sviðið i Iðnó). Sá leikari sem kom mér mest á óvart var Aðalsteinn Bergdal, en hann leysti sin hlutverk listi- lega af hendi. Ég hef reyndar ekki séö mikið til hans-á leik- sviði áöur en frammistaða hans nú lofar mjög góöu um fram- haldið. Mikið mæðir á Kjartani Ragnarssyni i hlutverki veitingamannsins þvi hann er á sviðinu alla sýninguna. Fer hann útaf fyrir sig ágætlega með þetta hlutverk og er oft kostulega fyndinn, þvi Kjartan er fjcihæfur gamanleikari. Gallinn er bara sá að nýmóðins veitingamenn i Reykjavik eru ekki þessi týpa sem Kjartan glæðir lifi á sviðinu. En eins og áður segir þá skilar leikhópur- inn mjög vel sinu verki og er ástæðulaust að rekja það frek- ar. Ég fæ ekki betur séð en að leikstjórn Guðrúnar Asmunds- dóttur miði að þvi aö draga fram skemmtilegheátinti text^n- um og lögð áhersla á að koma honum rétt til skila, fremur.en að byggja ærsl og athafifesemi á sviðinu utanum textann .Einnig er lögð áhersla á sérkenni hyers atriðis fyrir sig svo að-Jjllölu- lega litill heildarsvipur-«r yfir sýningunni. • * Skornir skammtar er fyrst og fremst skemmti- og afþreying- arverk og sem slikt er þaö ágæt- lega gott. Húmorinn er á köflum’ há.rfinn og vandaöur," textinn hlaðinn margvislegum.^má- skemmtilegheitum. Gamanið er að minu áliti full meinlaust en þar fyrir er langt þvi frá að nokkrum þurfi aö leiöast þessi kvöldstund i Iðnó. Henni er vel variö (einkum fyrir reykingar- menn) ef það er rétt að hlátur- inn lengi lifið. — G.Ast

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.