Helgarpósturinn - 03.04.1981, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Qupperneq 22
22 Myndir: Jim Smart Þegar tslendingum er lýst af erlendum blaöamönnum, eöa rit- höfundum sem hér hafa dvalið, koma sönni farsarnir upp aftur og aftur. Okkur er lýst sem seintekn- um, fremur alvörugefnum gæða- blöðum. öfugt við suðrænni þjóðir, þá erum við lítið samkvæmisfólk samkvæmt venjulegum skilningi. Við eigum bagt með að blanda geði við bláókunnuga, og hver hefur ekki lent i samkvæmi þar scm upp kemur hin vandræðalega þögn, þegar enginn veit hvað hann á að segja. Eftir þvi sem norðar dregur á jarðarkringl- unni. því þyngra virðist fólk vera, og við hér norður við ballarhaf kunnum best við okkur heima i stofu frarnan við imbann. Með heiðarlegum undantekningum. Þrátt fvrir þessa tilhneigingu, sem eflaust stafar af þvi að hluta að við verðum að dúsa innivið vegna veðurs, þá eigum viö okkar samkvæmislif. og partimenningu — eða var það ekki tslendingur sem sló fram setningunni ódauðlegu og óumbertrumbætan- legu: ..Maður er manns gaman”. Babylon Hætur okkar skemmtanamenn- ingar og/eða matarmenningar má rekja alla leið aftur til Babýloniska heimsveldisins, að þvi. er Friðrik Gislason, skóla- stjori Hótel og veitingaskólans sagði i viðtali við Helgarpóstinn. En það á nú kannski við alla okkar menningu, matarmenn- ingu og aðra menningu. Matar- venjur okkar og samskiptavenjur þróuðust siðan upp i gegnum hvert heimsveldið á eftir öðru, og siðastir i' röðinni voru Rómverjar, — sem aftur fengu sina háþróuðu samkvæmissiði i arf frá Grikjum. Eftir einhverjum leiðum náði þetta svo til Skandinaviu og þaðan til Islands. Auðvitað eigum við orðið okkar eigin samkvæmismenningu, og sérislensk fyrirbæri eins og Þorrablót og þessi heima- húsaparti, sem virðast vera að verða ómissandi fyrir dansleiki,, að minnsta kosti hér á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem gestimir koma með veitingarnar með sér. Okkar eigið samkvæmishald hef- ur tekið breytingum i takt við þjóðfélagsbreytingar. Þeim fer Föstudagur 3, apríi, 1981 helqarpá^turinn fækkandi sem halda sinar fermingarveislur sjálfir, hvað þá giftingarveislur. En gestrisnin virðist vera sú sama og fyrir hundrað árum, i bændasam- félaginu sem Jónas frá Hrafnagili lýsir i „Islenskir þjóðhættir”. í einum kafla þeirrar bókar lýsir hann gestakomu, og fróölegt er að bera það saman við gestakomur i dag. Súrt smér I þá daga fóru hinar svokölluðu fylgjur alltaf á undan fólki. „Oft setur allt i einu einhvern ónota- _ . geispa að einhverjum, eftir GUOJOII AmgrimSSOII eða honum verður --------------------------------------------- hálfflökurt, eða hann getur með engu móti haldið sér uppi fyrir svefni dálitla stund. Þetta boðar allt gestakomu”, segir Jónas i bók sinni, og bætir við að stundum finni menn undar- lega lykt, „likt og af súru sméri, eða jafnvel brennivini”. Þegar gesturinn kom siðan, þurfti hann að gæta sin vel á hjátrúnni. Alltaf varð að banka þrjú högg, og eftir að skyggja tók var farið á glugga og sagt hérsé- guð. Eftir að inn var komið, var hann spurður frétta og siðan boðnar góðgerðir. „Sjálfsagt var að veita gestum góðgerðir — til þess var þeim boðið inn, enda var það mikið óánægjuefni ef gestur vildi ekki tefja og þáði ekki góðgerðir. Ýmist var haft til góðgerðar spónamatur eða átmatur og stundum hvorttveggja og oft kaffi, eftir að það fór að tiðkast, sfðast á 18. öld. Ef borð var til í baðstofunni var gesturinn settur við það, annars var matar- ilátið sett á hné honum”. Aður en gesturinn tók til matar sins, signdi hann sig og sagði: „Guðlauni matinn” og fekk viðeigandi svör við. „Svo tók hann til matar og borðaði sem hann lysti, en kurteisi þótti það, að levfa nokkru af þvi sem fram var borið, til þess aö sýna, að svo rikulega hefði verið fram borið að gesturinn hefði ekki geta torgað”. — „Þegar búið var og gestur hafði lagt frá sér leifarnar,, stóð hann ekki strax upp heldur lét liða litla stund, áður en hann stóð Partímenning upp og þakkaði fyrir góðgerð- irnar eða „velgerðimar” með kossi, bæði bónda og húsfreyju.” Þrír kveðjukossar Þegar gesturinn hafði dvalið eins lengi og honum þótti hæfa, Igekk hann á röðina og kvaddi allt heimilisfólkið með kossi, „og húsmóðurina tvo kossa, annan sem kveðju en hinn fyrir sig eða velgerðimar. Siðast kvaddi hann húsbóndann úti á hlaði með tveim kossum. Sumsstaðar sunnan- lands voru kveðjukossarnir algengast þrir”. „Þegar átti að gera einhverjum vel til”, segir Jónas frá Hrafna- gili i bók sinni, „ekki sist ef hann var nætursakir, var eldaður handa honum hátiðarmatur, svo sem hangikjöt eða það annað, sem fyrir hendi var, t.d. spaðsúpa”. Og... „Þegar gestir voru nætursakir, einkum kvenfólk, vildi það oft fá eitthvað tilað „halda á”: eitthvaðað gera. Voru þá kvenfólki oftast fengnir prjónar, en karlmenn fengu oft kamba og kembdu handa stúlkunum. Algengt var og að biðja gestinn að lesa lesturinn og syngja með og var algengt, að menn gerðu það ef menn treystu sér til. Oftast voru menn látnir sofa hjá einhverjum, ef það var betri gestur og stofa var til með rúmi, var hann látinn „sofa frammi”, en þá var algengt að spyrja hann hvort hann vildi ekki láta einhvern sofa hjá sér, ef hann kynni að vera myrkfælinn”. Fjölmennar samkomur voru fátiðar á þessum árum, enda húsnæði fyrir þær ekki á hverju strái. Þó þekkjum við ýmsa leiki, gáturog náttúrulega Vikivaka og þjóðdansa. En allt skemmtanahí var fabreytt mjög. Það var ekki fyrr en brennivinið kom ti! það fyrir ennþá. En samt hafa orðið verulegar breytingar á samk væmishaldi Islendinga á siðustu árum. Maturinn Mataræðið hefur breyst mikið. „Þegar ég var að byrja að læra,” sagði Friðrik Gislason, ,,þá var eiginlega alltaf sami matseðillinn áárshátiðum og öðrum þessháttar samkvæmum. Það er aspassúpa, lambasteik og is i eftirmat, helst núggais”. Svona er þetta ekki núna eins og allir vita. Breytingar i hátiðar mataræði þjóðarinnar eru nú svo örar aðgreinilegur er munur, jafnvel vetra. Að sögn Karls framkvæmdastjóra milli Jónasar, veislumiðstöðvarinnar, sem i tvö ár hefur starfað við að útbúa veislumat fyrir fólk, þá pantar fólk nú talsvert öðruvisi mat en . fyrir tveimur árum. „Nú vilja mun færri þetta hefðbundna kalda borð, en þegar við vorum að byrja”, sagði hann. „Nú vill fólk alveg eins pottrétti einhvers- konar, og eins eru sjávarréttir lika mjög vinsælir, en á þá mátti ekki heyrast minnst sem veislumat fyrir tveimur árum. Við höfum okkar matarmenn- ingu frá Dönum, eins og svo margt annað. Segja má að sú matarmenning sé komin frá ein- um fransmanni — Karem nokkr- um, sem átti sitt blómaskeið um aldamótin, en hann er talinn upphafsmaður þessa franska eldhúss, sem Norður-Evrópa og þar á meðal Island notast við i matargerð sinni. Að sögn Karls Jónasar er orðið næsta fátitt á Islandi að haldin séu stór afmælisboð, eða fermingarveislur, án þess að leit- að sé aðstoðar utanaðkomandi aðila. „Nú virðist svo komið að fólk gefi sér hreinlega ekki tima til að matbúa fyrir stórveislur, enda flestir uppteknir við vinnu og annað,” sagði hann. Hann bætti einnig við að i flestum til- fellum gæti fyrirtæki eins og Veislumiðstöðin unnið hlutina á ódýrari hátt en t.d. húsmóðir sem kaupa verður allt til matar- gerðarinnar i' smásölu. Víniö Drykkjuvenjurnar taka lika stöðugum breytingum. Eins og Friðrik lýsti hér að framan, var áfengið hlutfallslega ódýrara í gamla daga, og þvi ekki tiltöku- mál að kaupa það sem maður drakk á barnum. Slikt er næsta fátitt i dag. Nú fer fólk i rikið og drekkur heima hjá sér megnið af kvöldskammtinum — fær sér oftast eitt til tvö glös á ballinu til að halda sér við. Með þessu hefur skapast önnur venja sem Friðrik segir fyrst hafa komið með þeirri kynslóð sem nú stundar böllin, og það eru heimapartiin, sem eru orðin ómissandi þáttur áf skemmtana- menningunni. Þau eru haldin áður en fólkið fer á dansleik, og undantekningalitið kemur hver með sinar veitingar sjálfur i slik parti'. Nu á sraustuárum hefur neysla létt vi'ns aukist til muna, bæði vegna verðlagsins, og vegna hins aukna áhuga á mat, og það hefur gert sitt til að breyta drykkju- menningunni. Nú drekka fleiri, en minna. Tilbreytingarleysið Þá hefur verið bent á að nú sé fjölbreytnin i skemmtanalifinu alltaf að aukast — að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu. En ekki eru allir sammála um það. Baldvin Jónsson, auglýs- ingastjóri Morgunblaðsins, er einn af reyndari veislustjórum landsins, og hann er ekkert yfir sig hrifinn af þvi sem fólki er boð- ið uppá af samkvæmum eða skemmtunum hér. „Ég gerði það að gamni minu um daginn að labba eina umferð um alla skemmtistaðina hérna i bænum”, sagði hann, „og ég varð ekki hrifinn. Mér virðist að það vanti nú algjörlega stað hérna fyrir fólk svona á aldrinum 25 til 40 ára — fyrir parað fólksem vill fara út að skemmta sér i hópum. Nú eru all- ir staðirnir fyrir óparað fólk, og komi á þá hópar, eru þeir stundr- aðir á svipstundu. Ég held að á siðustu tiu árum hafi engin framför átt sér stað i skemmtanalifi okkar. Og það er synd og skömm, vegna þess að Islendingar eru mikið sam- kvæmisfólk, og fáir skemmta sér betur en þeir, þegar svo ber við að horfa”. Samkvæmismenning — og önnur menning sögunnar aö veruleg breyting varð þar á, og brennivinið kom með breyttum þjóðfélagsháttum. Flaska á borðið 1 dag snýst allt samkvæmis- hald, hvort sem er i heimahúsum eða á samkomustöðum, meira og minna i kringum áfengið. Auðvitað eru kaffiboðin algeng, og i sumum fjölskyldum tiðkast ekkert vinþamb, en þegar gera á sér dagamun, og annað hvort fara á balleða i samkvæmi, er billinn i langflestum tilfellum skilinn eftir heima. Þetta er ekkert islenskt fyrirbæri, og ef eitthvað er þá höfum við með timanum lært að umgangast Bakkus. Að minnsta kosti ef miðað er við frásögn Friðriks Gislasonar af balli fyrir svona 30 árum. Hann segir að þá hafi það ekki þekkst að fara i parti áður en farið var á ball. „Þá var farið beint á ballið”, sagöi hann, „enda fékk maður þar það sem maður þurfti. Brennivinið var áreiðan- lega mun ódýrara þá en nú, enda var oftast keypt bara flaska á borðið. og .siðan blandaði hver fyrir sig. Nú er bara hægt að kaupa þetta blandað i glasi”. Friðrik sagði ennfremur að þótt skemmtilegur ljómi hafi verið yf- irsamkvæmum framan af, húsin vel skreytt og maturinn góður og vel fram borinn, þá hafi viljaö brenna við að menn hafi farið lengra i drykkjunni en ætlað var, og orðiö ofurölvi. Og vist kemur

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.