Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 1
__he/garpásturínn Fasteignamarkaður LANAMARKADURINN Húsnæðisstjórnarlán: Bygg- ingalán fyrir 2. ársfjórðung 1981 hafa enn ekki verið reiknuð út, en á 1. ársfjórðungi voru lán vegna nýbygginga þessi: Til einstaklinga 84 þús. kr. Til 2—4ra m. f jölsk. 107 þús. kr. Til 5—6m. fjölsk. 127 þús. kr. Til 7 m. fjölsk. o.fl. 147 þils. kr. Þeir sem gerðu ibiíðir sinar fokheldar á 1. ársfjórðungi áttu rétt á þessum lánum. Útborgun þeirra fer fram i þrennu lagi. Á 2. ársfjórðungi hækka lánin skv. hækkun byggingarkostnaðar. Til kaupa á eldra húsnæðigetur fólk fengið allt að 50% nýbygg- ingalánsins, ef um fyrstu Ibiið er að ræða. Þeir sem skipta um ibúð komast hæst i 25—30% af nýbygg- ingalánum og aldrei er lanað meira en sem nemur 50% af fjármagnsþörf viðkomandi. 011 lán Húsnæðismálastofnunar eru með 2,25% vóxtum og 100% visitöluhækkun samkvæmt láns- kjaravisitölu. Nýbyggingalánin eru til 26 ára og er 1. árið afborg- unarlaust. Lán vegna eldra husnæðis eru til 16 ára, 1. árið sömuleiðis afborgunarlaust. Lánin falla I gjalddaga fjórum sinnum á ári og eru greiðslur jafnar að öðru leyti en þvi að visi- talabætistofaná. Einstaklingar með sérþarfir, ss. ellilifeyrisþegar og fatlaðir geta fengið lán til endurbóta á húsnæðisinu. Lif ey rissjóðslán: Lifeyrissj. verslunarmanna: Hámarkslán eru 120 þús. kr. eftir lOára þátttöku i sjóðnum, 80 þús. kr. eftir 5 ár og 48 þús. kr. eftir 3 ár. Lánstimi 10—25 ár, vextir 2%, 100% verðtrygging samkvæmt byggingavisitölu. Lifeyrissj. Dagsbrúnar og Framsóknar: Hámarkslán 57 þús. eftir 5 ár, 13 þús. eftir 3 ár. Láristimi 20 ár, vextir 2,5% verðtrygging 100% samkvæmt lánskjaravisitölu. Lifeyrissjóður Eimskips: Hámarkslán 50 þús. kr. eftir 5 ár og 25 þús. eftir 3 ár. Lánstimi 10—25 ár, vextir 2,5%, verðtrygg- ing 100% samkv. lánskjaravisi- tölu. Llfeyrissj. Iðju, Akureyri: Hámarkslán 25þús. kr. til 15 ára. Vextir eru 2% og 80% verðtrygg- ing samkv. lánskjaravisitölu. Lífeyrissj. Iðju, Reykjavfk: Hámarkslán 60 þús. Lánstimi 20 ár, vextir 2%, verðtrygging 100% samkv. lánskjaravisitölu. Lifeyrissj. Málm-og skipasm.: Hámarkslán 50 þús. eftir 8 ár og 20 þús. eftir 3 ár. Lánstimi 20 ár, vextir 2%. verðtrygging 80% samkv. lánskjaravisitölu. Lifeyrissj. SIS: Hámarkslán 100 þús eftir 5 ár, 50 þús. eftir 3 ár. Lánstimi 10—25 ár, vextir 2%, verðtrygging 100% samkv. byggingavisitölu. Llfeyrissjóður starfsmanna rikisins: Hámarkslán 80 þús kr., lánstimi 25 ár, vextir 2%, verðtrygging 100% samkv. láns- kjaravisitölu. Bankalán: Forvextir af vixlum eru nú 33%. Vaxtaaukalán bera 45% vexti. Þau eru lengst veitt til þriggja ára og skemmst til 6 mánaða. Skuldabréf með láns- kjaravisitölu bera 2,5 vexti, en fulla verðtryggingu samkv. lánskjaravlsitölu. Þau eru skemmst veitt til fjögurra ára. Veðskuldabréf I fasteigna- viðskiptum bera yfirleitt 20% ársvexti. Lánskjaravísitala frá 1. april er 232 stig, en var i mars 226 stig og hefur þvi hækkað um 2,65%, Byggingavisitala frá l.apriler 682stig, var 626 stig áður og hefur þvihækkaðum8,9%. Lifleg sala — en verðið hækkar þó litið Þetta telja fasteignasalar vera helsta einkenni fasteignamarkaðarins núna „Það sem einkennir fasteignamarkaðinn helst núna er að hann er liflegur og það er greinilegt að fólk hefur sæmilegan aðgang að pen- ingum i lifeyrissjóðum og bönkum", sagði Friðrik Stefánsson við- skiptafræðingur og fasteignasali I Þingholti í samtaii við Helgar- póstinn. Friðrik sagði, að verðið hefði þó ekki hækkað eins mikið og á sama tima i fyrra. Undir þetta tóku þeir llka, Sverrir Kristinsson í Eignamiðluninni og Ragnar Tómasson I Fasteignaþjónustunni. Allir voru þeir sammála um að framboð á fbúðum væri mikið um þessar mundir og eignirnar seldust fljótt. En þrátt fyrir það hefur verðið Htið hækkað og Ragnar taldi það meira að segja hafa lækkað hlutfallslega á fullgerðum ibúðum miðað við íbúðir I smfðum. „Það er eflaust vegna þess hve rekstrarfé er orðið dýrt. Það er ekki fjarri lagi að áætla að 1/5 hluti Ibúðarverðsins séu vextir", sagði Ragnar. Friðrik tók í sama streng og taldi notaðar fbúðir full ódýrar nú miðað við byggingarkostnað. Annars sagði Ragnar Tómasson að það sem einkenndi markaðinn mest núna væri getuleysi unga fólksins til að byrja fasteignakaup. Lifeyrissjóðslán og húsnæðisstjórnarlán væru langtum minni hluti kaupverðs íbúðar nú en áður var og mismuninn yrði fólk að fá með skammtfmalánum, sem bæru feikilega háa vexti, sem aftur til að kóróna allt saman væru ekki lengur frádráttarbærir frá skatti í sama mæli og áður. Þetta allt saman leiddi til þess að ungu fólki væri nær ókleift að komast yfir sina fyrstu ibúð. Fasteignamarkaður Fjárfestingafélagsins: „Byrjunin gefur til efni til bjartsýni" segir Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins „Þessir fyrstu dagar gefa svo sannarlega tiiefni til bjartsýni varðandi framhaldið," sagði Gunnar Helgi Háifdánarson, framk væmdastjóri Fjár- festingaféiagsins, um nýstofn- aðan fasteignamarkað félagsins. Fasteignamarkaður Fjár- festingafélagsins hefur skrif- stofur að Skólavörðustig 11, 3. hæð og eru þar fjórir starfs- menn i fullu starfi. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Pétur Þór Sigurðsson lög- fræðingur. — En hvernig stóð á þvi að þetta fyrirtæki var yfirleitt stofnað? Nú skyldi maður ætla, að nægilegur fjöldi fasteigna- sala væri starfandi á Reykja- vikursvæðinu. „Það var áhugi okkar á verð- bréfum, sem kom okkur af stað," sagði Gunnar Helgi. „Við teljum fasteignamarkaðinn vera mikilvæga uppsprettu veð- skuldabréfa og fórum þvi að kanna hann. En þá kom i ljós, að verðbréf vegna fasteignavið- skipta skipá hlutfallslega minni sess nú en áður. Siðast liðinn áratug hefur útborgunarhlutfall i fasteignaviðskiptum farið hækkandi úr 50% i 75% og þetta hefur orðið til þess að kaupendur og seljendur hafa átt i si- $> Hvað segja þeir sem fyrir voru? „Það er ekkert við þvi að segja. Hér rikir samningsfrelsi. En hvernig ungt fóik á að standa við þessar greiðslur, get ég ekki séð", sagði Sverrir Kristinsson hjá Eignamiðluninni, þegar við spurðum hann hvort verðtrygg- ing sú, sem Fasteignamarkaður Fjárfestingafélagsins boðar, sé framtiðin. Sverrir sagðist vilja benda á að undanfarið hefði kaupgjalds- visitala ekki hækkað jafn mikið og lánskjaravisitalan og þvi hefði aukist vandi þeirra, sem væru með verðtryggð lán. „Svo vitum við það þau okkar, sem hafa keypt spariskirteini rikissjóðs, hve hækkun þeirra hefur verið notaleg. En hvernig liöi okkur ef við værum orðin greiðendur?" Ég býst við að það væri gott fyrir gamla fólkið að fá verð- tryggingu, en gallinn er sá, að unga fólkið byrjar ekki á að kaupa stærstu eignirnar. Það byrjar smátt og vill losna sem fyrst við skuldabyrðina. Ég hef ekki orðið var við að fólk vilji hafa fasteignaviðskipti verðtryggð, en teldi það æski- legt ef það væri viðráðanlegt og heilbrigð efnahagsmálapólitik væri i þjóðfélaginu". „Æskileg þróun" „Ég er sannfærður um að þetta er æskileg þróun og að verðtrygging muni eiga eftir að ryðja sér til rúms", sagði Ragnar Tómasson i Fasteigna- þjónustunni. „En það þarf ekk- ert nýtt fyrirtæki til að koma þvi i kring. Að öðru leyti hef ég ekk- ert Ut á Fasteignamarkað Fjar- festingafélagsins að setja. Þeir hafa fullan starfsrétt. Við getum ekki breytt markaðinum i einu vetfangi, til þess bindur hvað annað of mikið. Allar aðstæður á mark- aðinum eru mjög keðjuverkandi og ein sala hefur áhrif á það hvernig fjöldi annarra verða. En við erum tilbúnir til að stuðla að þessar þróun. Þessi x vciua. iri [3> Sömu kjör fyrir harða samningamenn og hógværa Fasteignaþjónustan veitir fastanafslátt af sölulaunum fasteigna í einkasölu „Okkur finnst eðlilegt, að eitt sé látið yfir alla ganga og það sé ekki háð samningshörku seljenda, hvegdö kjör þeir fái." sagði Ragnar Tómasson hjá Fasteigaþjónustunni, þegar blaðamaður HP ræddi við hann um nýtt fyrirkomulag á einkasölu ibúða hjá fyrirtækinu. Fasteignaþjónustan hefur aug- lýst, að hér eftir verði sölulaun vegna ibúðar, sem látin hefur veriðtilþeirra i einkasölu, 11/2% istað2%, enda hafi veriðgert um það samkbmulag fyrirfram. „Það hefur verið opinbert leyndarmál, að þegar fasteigna- salar hafa fengið ibúðir i einka- sölu, hafa þeir gefið afslátt af sölulaunum, en það er háð sér- samningi hverju sinni," sagði Ragnar. „Mér finnst að þeir hógværu meðal seljenda ættu að fá sömu kjör og aðrir. Margir vilja frekar samkeppni milli fleiri fasteignasala um söluna, en aðrir kjósa að hafa þetta bara á einum stað. Einka- sala minnkar vinnuna hjá fast- eignasalanum og þvi er ekkert óeðlilegt að reynt sé að finna reglu sem sé sanngjörn fyrir báða aðila." Þinglýsingar og einka- samningar Ragnar Tómasson Fasteignaþjónustan býður upp á fleiri nýungar núna, þar a meðal endurgjaldslausa aðstoð við þiriglýsingu á skjölum vegna fasteignaviðskipta. Ragnar sagði, að það væri sifellt meira verkefni að annast þinglýsing- arnar. Menn þyrftu að fá uppáskriftir hjá allt að fjórum aðilum áður en hægt sé að fá pappirunum þinglýst og sumir veigri sér við þessum snuningum, enda geti það tekið nær heilan vinnudag. „Við veitum lika aðstoð við alla almenna samningagerð. Það eru oft nágrannar eða ættingjar að gera samninga sin á milli og þurfa að fá hlutlausa aðstoö þriðja aðila til að ganga frá samningunum", sagði Ragnar. Þá kvaðst hánn vilja vekja at- hygli á þvi, að i 14 ár hafi Fast- eignaþjónustan sent endurgjalds- laust út skrá með upplýsingum um þær fasteignir, sem þar séu i sölu. Þar er gefin almenn lýsing á eigninni, upplýsingar um verð og útborgun. „Þessi skrá er mjög upplýsandi um stöðu fasteignamarkaðar- ins," sagði hann, og er þvi ómetanleg heimild fyrir þá sem eru að fara út i kaup eða sölu. Þarna sjá þeir hvernig framboðið er ogverðlagiðá markaðnum."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.