Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 16
ló Föstudagur 22. maí 1981 helgarpásfurinn ^Þýningarsalir Kjarvalsstaöir: Hafsteinn Austmann opnar sýn- inp;u i vestursal. Katrin Agústs- dóttir sýnir bat ik i Kjarvalssal og Steinunn Marteinsdóttir er með leirlist á göngum. Norræna húsiö: Jónas Guömundsson sýnir i kjallarasal. 1 anddyri er hin norska Anne-Lise Knoff með grafi'skar myndskreytingar. Stúdentak jallarinn: Sýning Arna Laufdals Jónssonar lýkur um helgina en eftir helgina hefst sýning á ljósmyndum frá Albaniu. Ásmundarsa lur: Samsýning þriggja austanfjalls- manna. þeirra Páls Sig. Páls- sonar. Elfars Þórðarsonar og Páls Isakssonar. Sýningin er opin frá kl. 16—22 virka daga og um helgar frá 14—22. Kirkjumunir: Sigriin Jónsdóttir er með batik listaverk. Suöurgata 7: Halldór Asgeirsson sýnir okkur verk sem unnin eru i ýmis efni. s.s. Ijósmyndir, skúlptúra tengda Ijósmyndum og verk tengd húsinu. Lofa mjög nýstárlegri sýningu. Djupiö: Enska listakonan Catherine Anne Tirr sýnir silkiþrykk, akrylmynd ir og kopargrafik. Gallerí Langbrók: Sumarsýning langbróka opin alla virka daga frá 12—18. Bogasalur: Silfursýning Sigurðar Þorsteins sonar verður i allt sumar Sigurður þessi var uppi á 18 öldinni. Listasafn Islands: Sýning á verkum i eigu safnsins og i anddyri er sýning á grafík- gjöf frá dönskum listamönnum. Safnið er opið þriðjudaga. fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. HÖggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Opiö á þriðjudögum, fimmtudög- um og laugardögum frá klukkan 14 til 16. Ásgrímssafn: Safniö er opið sunnudaga, þriöju- daga ogfimmtudaga kl. 13.30—16. Árbæjarsafn: SafniÖ er opiö samkvæmt umtali. Upplýsingar i sfma 84412 kl. 9-10 á morgnana. Listasafn Einars Jónssonar: SafniÖ er opiö á miðvikudögum og sunnudögum kl. 13.30—16. Nýja galleríiö/ Laugavegi 12: Alltaf eitthvaö nýtt aö sjá. Rauöa húsiö/ Akureyri: Guöjón Ketilsson sýnir. Meö betri sýningum á Akureyri. Listasafn Alþýöu: Jakob Jónsson sýnir vatnslita- myndirog teikningar. Sýningin er opin alla virka daga kl. 14—22. Leikhús Þjóöleikhúsiö: Föstudagur: Sölumaður deyr eftir ArthurMiller kl. 20. Laugar- dagur og sunnudagur: Oustur eftir Rozovskl og Tolstoj kl. 20. Leikfélag Reykjavikur: Föstudagur: Ofvitinn eftir Þór- berg og Kjarlan. Laugardagur: Barn i garAinum eftir Sam Shepard. Sunnudagur: Skornir skammtar eftir Þórarinn og Jón. Nemendaleikhúsiö: Sunnudagur: Marat/Sadc kl. 20 Alþýðuleikhúsiö: NU eru allra, allra siðustu sýn- ingar A Stjórnleysingi ferst ,,af slysförum”eftir Fo. Þær verða á þriðjudags- og miðvikudags- kvöldið. Engin aukasýning. Kópavogsbió: Leikfélag Akureyrar meö Við gcrum verkfall eftir Duncan Greenwood d mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30. Breiöholtsleikhúsið: sýnir i Fellaskóla við Norðurfell Segðu Pang! kl. 15á laugardag og sunnudag. Utivist: A sunnudag kl. 10 er það Esjan og MdskarðshnUkar. en kl. 13 geta menn valið um Skálafell og Tröl lafoss. Feröafélag Islands: Þriggja daga Þórsmerkurferð I kvöld, en kl. 9 á sunnudag verður gönguferð um Hrafnabjörg og kl. 13. gönguferð um Þingvelli. LEIÐARVISIR HELGARINNAR Sjónvarp Föstudagur 22 mai 20.40 A döfinni. Sjónvarpiö á aö vera þjónustustofnun. segja sumir. aðrir segja að fyrst einhverjir eigi að borga fyrir auglýsingarnar. þá eigi allir að gera það. Ekki skemmtilegt sjónvarpsefni. 20.50 Allt i gamni með Harold Lloyd. Syrpur sem þessar geta verið skemmtilegar. en verða þó alltaf að teljast svolftil misþyrming á þvi sem t.d. Harold Lloyd var að gera i myndum sinum. Svo hefur mest af þessu verið sýnt áður i sjónvarpi. Engu að síður ágætt. 21.15 Þingsjá i Þinglok. Umræður f beinni útsend- ingu. Varla mjög uppbyggi- legt. en forvitnilegt aö vanda. Ingvi Hrafn st jórnar. 22.25 Stræti stórborgarinnar. (The Streets of San Francisco). Sjónvarpsmynd frá Amerfku, árgerð 1972. Leikstjóri Walter Grauman. Þriller um hiö klassiska efni. Hver er morðinginn? Þaðer tilbreyting i þvi að fá einu sinni leynilöggumynd, en hvernig þessi reynist veit ég ekki. Leikendur: Karl Malden, Michael Douglas, Robert Wagner og Kim Darby. 00.00 Dagskrárlok. Laugardagur 23. mai 16.30 iþróttir. Hér verður sýndur siðari úrslitaleikur Tottenham og Manchester City i ensku bikarkeppninni, og er vist enginn svikinn af honum. Hann þótti langtum betri en sá fyrri. sem sýndur var um siðustu helgi, svo veröi okkur að góðu. 18.30 Einu siiini var. Alltof flókinn þáttur fyrir minn smekk og er ég þó góðum gáfum gæddur. Of möfg ártöl og nöfn. 18.55 Enska knattspyrnan. Alveg eins og um siðustu helgi, þá er þetta ekki rétt þvi hér verða iþróttir, en ekki endilega knattspyrna. 20.35 Lööur. Nýr norskur fræðslumyndaflokkur i 17 þáttum um sápuframleiðslu i ýmsum löndum. Fyrsti þáttur: Löðrið lokkar og laðar. 21.00 Kinverskir listamenn. Hljómsveit frá Jinan- héraði i Kina leikur i sjónvarpinu á Islandi. Svo taka þeir kannski einn i'slenskan slagara. Hver veit. Egill Eðvarðsson hefur vonandi sparað vaselinið á linsurnar að þessu sinni. 21.35 ..Kærleiksheimilið" Svart/hvit frönsk mynd frá 1957. byggð á sögu Emile Zola. Leikstjóri: Julier. Duvivier. Þetta er ekki siður mynd um klassiskt efni. en myndin i kvöld. Hér er það sagan af unga mann- inum úr sveitinni sem kem- ur til borgarinnar i leit að frægöog frama. Leikendur . Gérald Philipe. Danielle Darrieux og Anouk Aimée. 23.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 24 mai 18.00 Sunnudagshugvek ja. Séra Halldór Gröndal. 18.10 Barbapabbi. Barbabrell- urnar hrúgast upp. Annars e"r ekki mikið um þetta að segja. 18.20 ..Og þá var kátt i höllinni". Finnsk teikni- saga. Fjallar um það þegar forsetinn biður vinum sin- um i' veislu, meðal annars skógarbjörnum. Guðni Kolbeinsson (aö sjálfsögöu) þýöir og les. 18.40 Svona eru skór saumaðir. Mynd um það hvernig skór eru saumaðir. Hvað annað? Samkvæmt gamalli aðferö. 18.55 Lærið að syngja .Sjötti og siðast i þáttur. Við vonum að kirkjukórum og öörum kórum hafi fariö fram. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Þáttur sem maöur horfir á sé maöur heima viö, en er alveg sama þó maöur missi af honum. Svoleiðis er það best. 20.50 Gömul verstöð undir Jökli. Jóhann Hjálmarsson les kvæði úr ljóðabók sinni, Dagbók borgaralegs skálds. Yfirleitt ekki svo galið, þetta skáldahorn. 21.00 Karlotta Löwenskjöld og Anna Svard. Sfðasti þáttur, og allir vona að eitthvað verði úr prests himpigimp- inu. Það vona ég að minnsta kost i. 21.55 Tönlistarmenn. Gunnar Kvaran. sel lóleikari er kvnntur i þessari frumraun Viðars Vikingssonar i dag- skrárgerð. Gangonum v.el. 22.35 Dagskrárlok — og klukkan bara hálfellefu.. Útvarp Föstudagur 22. mai 9.05 Morgunstund barnanna. Ólöf Jónsdóttir les eigin sögu sem heitir: Kaldir Páskar. 10.30 tslensk tónlisl. Sembal og strengjatrió leika divertimentó eða eitthvað svoleiöis eftir Hafliða Hallgrimsson og Sinfónian leikur verk eftir Jón Leifs. 11.00 Mér eru fornu minnir kær. Einar frá Hermundar- felli rifjar enn upp. 11.30 Morguntónleikar. Klassisk tónlist, erlend að þessu sinni. 13.00 A frívaktinni. Margrét Guömundsdóttir leikur lög fyrir sjómenn, og það er sko enginn ma r-grá tur. He.he.he.. 15.00 Miðdegissagan. Jón Óskar les sögu eftir George Sand, sem var kona að sögn Dagblaðsins. 16.20. Sfðdegistónleikar. Enn klassik. 17.20 Lagið mitt.Ekki klassik, heldur skallapopp. Væntan- lega Pálmi. 19.40 A vettvangi. Sigmar og „samstarfsmaðurinn”, eins og það er nú asnalegt eitt- , hvað, hafa safnað saman ágætum hóp gagnrýnenda sem gaman er að heyra i. Annars er þetta heldur losaralegt prógram. 20.05 Nýtt undir nálinni. Gunnar Salvarsson kynnir nú popplög. 21.00 F rá samnorrænum tónleikum. Klassik enn. 21.30 Frómst frá sagt. Jónina H. Jónsdóttir les fyrri hluta sögu eftir Sólveigu Sjúlts. 23.00 Djassþáttur i umsjá Frakkans Chinotti og Jór- unnar konu hans. 23.45 Dagskrárlok. Laugardagur 23. mai 9.30 óskalög sjUklinga. Asa Finnsdóttirkynnir óskirnar, en lögin leikur plötu- spi larinn. 11.20 II rimgrund.Ansi er þetta kaldranalegt nafn á þætti, sem ég held að sé fyrir börn. 13.45 iþróttir. Hermann Gunnarsson er hress. Bless! 14.00 i umsátri. Jón Sigurðsson segir frá Isra- elsferðalagi. 15.00 Víðförull veraldar- s p e k i n g ur Ós k a r Ingimarsson hefur umsjón með þætti um þýska vísindamanninn Alexander von Humbolt. Vonandi ekki húmbúkk. 15.40 íslensk mál. 17.20 Söngvar og pisllar Fredmans. Bellmann kynntur af Sigurði Þór- arinssyni. 19.35 ..Undir skuggahliðum" Smásaga eftir Guðmund Frimann. 20.45 Um byggðir Hvalfjarðar — fyrsti þáttur. Tómas Einarsson sér um þátt um fjörðinn og fær góöa leiösögumenn með i fórina. 21.20 Hljómplöturabb tóníistarstjórans. Sunnudagur 24 maí 10.25. út og suður. Séra Jón Hjörleifur Jónsson segir Friöriki Páli frá ferð sem hann fór eitt sinn til Gana, eða Gahna. Já. 11.00 Messankemur frá Dóm- kirkjunni á bænadegi Þjóö- kirkjunnar. 14.00 Þar er allur sem unnir. Dagskrá um Arnfriöi Sigur- geirsdóttur (Friöu skáld- konu) á aldarafmæli hennar. Bolli Gústafsson i Laufási sér um þáttinn. 16.20 Um byggöir Hvalfjarðar. Endurtekinn fyrsti þáttur- inn 16.55 Regn I maiHjalti Rögn- valdsson les ljóö eftir Einar Braga. 17.05 Garðyrkjurabb. Endur- tekiö þetta um daliurnar. 19.25 ,,Mér fannst ekkert eins stórkostlegt og gufuvélar” Pétur Pétursson, þulur, ræðir við Björgvin Fredriksen. Fyrri þáttur. 20.30 ! för með sólinni. Þjóö- sögur frá Tælandi og Brasiliu Prógram frá UNESCO. 23.00 Nýjar plötur og gamlar. Þórarinn Guönason leikur og syngur. 'iðburðir Nýja bió/ Akureyri: Fundur veröur haldinn á sunnu- daginn á vegum áhugahóps um aukið lýðræði i verkalýðshreyf- ingunni. Hefst hann kl. 14.00. Ræðumenn verða: Hákon Hákonarson, Magnús E. Sigurös- son, Hjördfs Hjartardóttir, Guö- mundur Sæmundsson og Gunnar Hallsson. Aö ávörpum loknum veröa aö sjálfsögöu almennar umræöur, fyrirspurnir og athuga- semdir. Hjól og vagnar: Á hjólreiðadaginn (þ.e.) sunnu- daginn verður Patrick Sercu, sem er einn þekktasti hjólrciðamaBur heimsins, með kynningu A hvernig eigi að bera sig til á kappreiðahjdli. Kynningin verður einhvers staðar i grennd við verslunina Hjól og Vagnar. Einnlg ætlar Patrick að leika listir sinar. Annars verður þetta allt auglýst nánar. Alþýðuleikhúsiö. Hafnar- bfó: 1 kvöld kl 20.30 halda hljdmsveit- irnar Orghestarnir.Tivoli og Jurkar tónleika og flytja báru- jarnsrokk, , nýbylgjurokk og rokk popp pönk disköfönk með iéttu djassivafi og beebop. Mæt- um B íóin ★ ★ ★ ★ framúrskarandl' ★ ★ ★ ágæt ★ ★ B66 + þolanleg 0 afleit Gamla bíó: O A villigötum (Sunnyside) Bandarisk. Argerð i97». Ilandrit: Jeff King. Timothy Galfas. Leik- sljóri: Tiinothy Galfas. Aðalhlut- verk: Joey Travolta. John Lans- ing. Stacey Pickren. Mikið andskoti er þetta vond mynd. Það er sama hversu mik- inn velvilja og umburöarlyndi maöur reynir að kreista uppúr sér, — þetta er allt jafn illa gert: handrit, leikstjórn. leikur Jækni- vinna. Og svo er myndin svaka- lega leiöinleg. Stundum er gaman að vondum myndum. En þessi er hrein pfna. Og Joey Travolta. sem er éldri og örlitiö rassslðari en John bróðir hans, er á algjör- um villigötum ef hann ætlar að reyna að halda áfram á leiklistar- brautinni. En hann er svosem ekki á meiri villigötum en aðrir sem hér hafa lagt hönd að verki. Þetta er mynd á villigötum.- AÞ. Háskólabió: ★ ★ Konan sem hvarf (The Lady Y'anishes) Sjá umsögn I Listapósti Má n uda gsm y nd: A Iva r le gur leikur. (Den Alvorlige Leg) Norsk-sænsk. Argerð 1977. Höf- undur og leikstjóri: Anje Breicn. Aðalhlutverk: Stefan Eckman, Lille Perselius. Norskar myndireru ekki algeng- ar hér. Höfur.dur þessarar gerði á sinum tima Hustruer, sem sýnd var hér á landi fyrir nokkru og við þokkalegar undirtektir ef ég man rétt. Austurbæjarbió: Yændiskvennamorðinginn (Murder by Decree) Bresk-Bandarisk. Argerð 1980. Aða Ihl utverk : Christopher Plummer, James Mason og Don- ald Sutherland. Leikstjóri Bob Clark. Þessi mynd um viöureign Sher- lock Holmes og Jack the Ripper hefur viðast hvar fengiö þokka- lega dóma gagnrýnenda. Hún er aö vfsu ekki gerðeftir sögum Ar- thur Conan Doyle, en þarf ekki endilega aö vera verri fyrir þaö. Góöir leikarar eru i aöalhlutverk- um, og Bob Clark mun vera liö- tækur leikstjóri. Reqnboginn: ! kröppum leik (The Baltimore Bullet) Bandarisk. Argerð 1979. Aðal- hlutverk: JamesCoburn ogOmar Shariff. Grinmynd i þessum ,,klassi” stil sem einkennir báöa aöalleikar- ana. Þeir eru geysifærir billjard- leikarar og nota hæfileikana i allskonar veömála og svikastarf- sem i. ★. irti Amin (Kisc and Fall of ldi Amin) Brcsk-kcnýönsk. Árgerð 1980. liandrit: Wade Huie. Leikstjóri: Sharad Patcl. Aðal- hlutverk: Joscph Olita, Gcoffrey Keene. Thomas Babtistc. Myndin um uppgang og lan iu. Amin er aðeins groddaleg B- mynd sem gæti verið framleidd á baklóð I Hollvwood. ¥ ¥ -¥■ Puiiktui'. punktur. komma. slrik. Islensk, árgerð 1981. Leikendur: Pétur Björn Jónsson, Hallur Helgason, Erlingur Gislason, Kristbjörg Kjeld. Handritog leik- stjórn: Þorsteinn Jónsson. ★ ★ ★ Fflamaðurimi (Elephaut Man). Bresk árgerð 1980. Leikendur: Anthony Hopkins, John Hurt, John Gielgud. Leikstjóri: David Lynch. Þetta er áhrifamikil mynd sem liður manni sennilega seint úr minni, aö minum dómi fyrst og fremst vegna frábærrar frammi- stöðu helstu leikaranna. __pjj Nýja bio: ★ Slefnt á toppinn (Dreamer) Bandarisk. Argerð 1979. llandrit: James Proctor og Larrv Bischof. Aðalhlutverk : Tim Matheson. Susan Blakely og Jack Warden. Leikstjóri: Noel Nosseck. Hvort vilja ungir menn heldur eyða æfinni meö gullinhærðri feg- urðardís eða Harry, misheppnuð- um keiluspilsleikara á sextugs- aldri? Dreymir er ungur maður, og hann er í vafa. Eins og segir i auglýsingu Nýja bfós: Karlmann dreymir um sigur, kvenmann dreymir um ást, og Dreymi dreymir um bæöi. Svona rugl, þó ekki sé það bein- linis illa gert, tryggir þaö eitt að áíióríandann dreymir vel þegar hann fer að sofa heima hjá sér eftir bió. Laugarásbió: Táningur i einkatimum (Private Lessons) Bandarísk. Argerð 1979. Aðal- hlutverk: Sylvia Kristel. Ilovvard llerseman og Eric Brown. Leik- stjóri: Alan Meyerson. Titillinn gefur nokkuö til kynna um hvað þessi mynd fjallar, og nafn Sylviu tekur af allan vafa. Þetta mun vera ,,mjúk" klám- mynd um fyrstu ástartilburði ungs drengs. 1 svolitið gaman- sömum tón. Eyjan (The Island) Bandarisk. Argerð 1980. Handrit: Peter Benchley. Leikstjóri: Michael Ritchie. Aðalhlutverk: Michael C’aine. David Warner og Jeffrey Frank. Spurning: Er hægt aö búa til mat úr öskutunnurusli? Svar viö spurningu: Já svei mér þá ef ekki er hægt aö búa til einhverskonar mat úr svona rusli. Hér fimmta flokks efni sem fær fyrsta flokks framleiðslu og maður skammast sin hálípartinn fyrir að hafa haft gaman af dell- unni á köflum. Fáránlegra gums hefur sjaldan sést á hvitu tjaldi, og þekkti maöur ekki Hollywood beturgætimaður fariö aö Imynda sér aö hér væri nýlistaverk á feröinni meö glotti útl annaö. Tónabió: ★ ★ ★ Lestarránið niikla. (The First Great Train Robbery) Bandarisk. Argerð 1979. Handrit: Michael Crichton. eftir eigin skáldsögu. Aöal hlutverk: Sean Connery, Donald Sutherland, Lesley Ann- Down. Leikstjóri: Michael Crichton. Mynd sem ekkert skilur eftir, en stendur fyrir sinu sem kvöld- skemmtun. Fjalakötturinn: llréinsunin mikla. Frönsk mynd frá 1969. Leikstjóri er Jean Pierre Mocky og myndin heitir reyndar á frummálinu La Grande Lessive. Stjörnubíó: ★ ★ ★ Kramer gegn Kramer (Kramer vs Kramer). Bandarisk, árgerð 1979. Leikendur: Dustin Hoffman, Meryl Streep, Justin Henry. llandrit og stjórn: Robert Bent- on. Þó myndin fjalli um viðkvæmt mál, finnst mér Benton nógu mik- ill listamaður til aö þræöa klakk- laust framhjá öllum pyttum væmninnar og takast aö höföa til einlægra tilfinninga i upplifun á- horfenda og samkennd meö sögu- hetjunum. — BVS 'kemmtistaðir Leíkhúskjallarinn: Kabarettinn i siöasta sinn þessa helgi. Er hver aö veröa siöastur aö sjá þessa sýningu? Siöan er létt tónlist leikin af grammefóni. P.S, Viddi er ekki dyravörður, hann á bara engan annan jakka. Glæsibær: Ætlar þú til Akureyrar um helg- ina? Það er óþarfi þvi Finnur Eydal, Helena og Alli skemmta alla helgina. I pásum verður diskótekið Rokký. Vá men! Ártún: Hljómsveitin Rekkar ásamt söngkonunni Mattý sjá um að halda valstakti og ræl, á tá og hæl. nei. á föstudagskvöldið. A laugardag er lokað fyrir okkur sem ekki er boðið i einkasam- kvæmið. Hótel Saga: I kvöld er lokað fyrir mig og þig vegna einkasamkvæmis. Hvernig ætli þessi einkasamkvæmi séu? A laugardag syngja Raggi Bjarna og félagar hans fyrir almennum dansleik. Friða lipurtá er gestur kvöldsins. A sunnudag er lokað. Lindarbær: A laugardag er það hljomsveitin Þristar ásamt Mattý, hinni einu og sönnu. Ætli barinn verði op- inn? Djúpið: A fimmtudagskvöldið, getur fólk hlustað á Gvend Ingólfs og félaga spila af fingrum fram og aftur. Munið að það má kaupa sér létt vín ef vill. Hollywood: Það er spurningin. Hvað ætli verði um helgina? Skyldu það verða gömludansarnir? eða djass? nú eða rokk? (þá á ég altsaa bæði við nýbylgju og hins- egin). Nei, kæru vinir ekkert er rétt þvi það verður diskó friskó, allir i diskó, júhúúúúúúúú!!!!!!! Hótel Borg: H vernig væri að skella sér á borg- ina? Er það ekki rétt? Það verður opið. Dyraveröirnir ætla aö verða með strangt eftirlit á að fólk yngra en 20 ára komist ekki inn. Annars er mér nú alveg sama um það. Hitt er annað mál að mér finnst algjör óþarfi að vera með svona langar biöraðir, maöur endar alltaf á Sóöali. Óöal: A föstudagskvöld verður loka- kvöld með Leó. Leó er að hætta þannig að það er siöasti sjens aö hlusta á hvað Leó hefur til mál- anna aö leggja. Bless Leó! Snökt. En á laugardag kemur Fanney, og viö bjóðum hana velkomna. Kona kemur i manns stað. A sunnudaginn er það sjálfur Hall- dór Arni, og hann lumar á ýmsu. Ég er nú hrædd um það. Sigtún: Hljómsveitin Demó ætlar aö redda stemningunni á föstudags og laugardagskvöld. Ef að þaö er ekki nóg þá er diskótekið á fullu, éturalla drullu og bingó á laugar- dag kl. hálf þrjú. Snekkjan: A föstudag og laugardag veröur vinsælasta og jafnframt frumleg- asta hljómsveit Hafnarf jaröar en þaÖ er einmitt hljómsveitin Dans- bandiö. Eins og nafniö gefur til kynna mega gestir hússins dansa, en þaö er bannaö aö dansa uppá boröum. Og ekki má gleyma Halldóri Arna en hann er eins og allir vita diskógæi. Klúbburinn: Hafið lokkar og laöar, en Hafrót leikur fyrir dansi. Ertu meö hafrótarbólgu? Naust: Fjölbreyttur matseöill og góöur matseðill alla helgina. Jón Möller leikur á pianó á föstudag og laugardag og barinn er opinn. Aö sjálfsögöu. Hótel Loftleiðir: Blómasalur er opinn eins og venjulega með mat til 22.30 og Vinlandsbar eitthvað lengur. Þórscafé: Skemmtikvöld á föstudag, þar sem allir skemmta sér eins og prinsar og drottningar. Galdra- karlar skemmta hins vegar á laugardagskvöld, en viti menn: Laddi, Halli og Jörri skemmta I kabarett á sunnudag. Eingöngu fyrir matargesti. Siöan veröur dansaö. Skálafell: Léttir réttir og guöaveigar alla helgina. Jónas Þórir hjálpar upp á stemmninguna meö léttum leik sinum á orgel staðarins. Akureyri. Sjallinn er bestur staöa á laugardögum. Alltaf slangur matargesta, en fjöldinn lætur sjá sig um og upp úr miðnætti. Lifandi músik niöri, diskótek uppi. Mikil breidd i aldurshópum. Háið er vel sótt á föstudögum, yngstu aldurshóparnir áberandi á laugardögum. Ókei á fimmtudög- um. örfáar hræöur aö drekka úr sér helgina á sunnudögum. Diskótek á miðhæðinni og neöstu, barir á öllum hæöum. Nú getur enginn ferðalangur oröiö svo frægur aö hafa komið til Akur- eyrar án þess aö hafa litið i Háiö. Matargestir fáir. Smiðjan er eftirsóttasti matstaöur i bæn- um. Litill en ljómandi huggulegur kjallari undir Bautanum. Bar og dinnermúsik.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.