Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 22
Föstudagur 22. máí 1981 Otifundur i Arezzo, viö boröiö sitja geölæknar, stjórnmálamenn og sjúklingar en sá sem hefur oröiö er fyrrverandi langlegusjúklingur. Að leysa vandann þar sem hann verður til Þaö þykir alltaf i frásögur fær- andi þegar landinn vekur á sér at- hygli i útlandinu, sbr. alla þá dálkmetra sem Jakoh Magnússon hefur þaniö sig yfir I biööunum undanfarnar vikur. Um þessar mundir er aö koma út i Dan- mörku bók eftir tvo islenska sálfræöinga sem starfa i Arósum. Tvimenningarnir heita Jónas Gústafsson og Ragnar Gunnars- son og luku þeir báöir námi i sin- um fræöum frá Árósarháskóla, Jónas árið 1977 og Ragnar áriö eftir. Að námi loknu fóru þeir að læra itölsku og þegar þeir voru orönir sæmilega færir i þeirri tungu tóku þeir hatt sinn og staf og brugöu sér suöur fyrir Aipana til niu mánaöa náms- og vinnu- dvalar A ttaliu er nefniiega verið aö gera róttækar breytingar á skip- an geðheilbrigðismála og þaö vildu þeir kynna sér af eigin raun. Þeir unnu sem sjálfboðaliöar i 7 mánuöi á geösjúkrahúsi i bænum Arezzo i Toscana. Siöustu mánuö- ina heimsóttu þeir önnur geö- sjúkrahús I landinu, ma.i Trieste. Heim komnir til Árósa settust þeir við skriftir og út úr því kom bók sem ber heitið „Frigörelse — ikke helbredelse”, á islensku gæti hún heitiö „Frelsun — ekki lækn- ing”. Kemur hún út hjá forlaginu Tiderne Skifter nú i maimánuöi. Bannað að leggja fólk inn Ragnar var hér á landi I páska- leyfi og hitti ég hann þá að máli. Ég bað hann að segja mér 1 hverju þær nýjungar sem Italir eru að innleiða væru fólgnar. — Um siðustu áramót gengu i gildi lög sem beinlinis banna það að fólk sé lagt inn á stóru geð- sjúkrahúsin. Ætlunin er aö sleppa þeim alveg úr meðhöndluninni. I þeirra stað eiga aö risa litlar heilsugæslustöðvar i bæjarhverf- um, þorpum og sveitum. Stefnt er að þvi að gera innlagnir óþarfar, i þaö minnsta stytta þær verulega. Ef innlögn reynist óhjákvæmileg — er inntak nýrra aðferða í geðlækningum, sem tveir íslenskir sál- fræðingar hafa skrifað bók um eru almennu sjúkrahúsin notuð, ekki stóru geðsjúkrahúsin, og starfsfólk frá viðkomandi heilsu- gæslustöð fylgir sjúklingnum og annast hann á sjúkrahúsinu. Þá má nefna að með þessum lögum er afnumið ákvæði eldri laga sem fjallaði um hættu þá sem af geð- sjúklingum geli stafað. Þessi nýskipan hefur sem eitt af lykilorðunum að koma fólki aftur út i lifið og gera þvi fært að lifa og starfa á eðlilegan hátt. Reynt er að útvega þvi húsnæði eða koma þvi fyrir hjá fjölskyld- um, vinnu ef hægt er en fjárhags- stuðning að öðrum kosti, og fylla upp fristundir fólks. Og það mikilvægasta: að upplýsa al- menning um geösjúkdóma svo hann geti tekið við sjúklingunum. 1 þvi skyni eru haldnir fundir i hverfum og á torgum bæja, skrif- að i blöð osfrv. — Hvernig er þetta rökstutt fræðilega? — Italir nefna þessa tegund geðlækninga „lýðræðislegar geö- lækningar”. Hugtök eins og vald og valdleysi gegna mikilvægu hlutverki i þeim og er þá átt við efnahagslegt, félagslegt og persónulegt vald. Hugsunin að baki þessu er sú að séu menn sviptir öllum völdum og áhrifum i sinu nánasta umhverfi geti það leitt til sálrænna þjáninga, td. maöur sem sagt er upp vinnu sinni. Þeir tala lika um útskúfun. Sé hægt að veita fólki vald á um- hverfinu, veita þvi tækifæri til að hafa áhrit á lif sitt og umhverfi, er stigið stórt skref i átt til þess að lina sálarþjáningar þess. Engar læstar hurðir — Hvernig hagaöi til á sjúkra- húsinu sem þið voruð lengst á? — Við vorum á gömlu geð- sjúkrahúsi i Arezzo en þar höfðu ýmsar breytingar verið gerðar. Til dæmis voru engar læstar hurðir. Þarna gerðist táknrænn atburður þegar sjúklingar og starfsfólk tók sig saman og braut niður múr einn mikinn sem um- lukti húsið og völdu til þess dag- inn sem Italir minnast þess er þeir losnuðu undan oki fasismans i striðslok. Þarna er unnið mikið með fundarhöldum, haldnir stór- fundir með þátttöku allra á spitalanum og fólki utan úr bæ er leyft að vera með. Sjúklingarnir stjórna þessum fundum sjálfir og hver miðlar þvi sem hann hefur, fólk tekur þátt i meðhöndlun ann- arra og fær aðstoð við að leysa sin eigin vandamál. Þegar byrjað var að starfa þarna i anda nýju laganna voru 750sjúklingar á sjúkrahúsinu. Nú eru þeir aðeins 300 og þar af eru 150 sem hægt væri að útskrifa ef pláss væri fyrir þá úti i samfélag- inu. Afgangurinn er svo langt leiddur að hann þarf aðhlynningu, þar er um að ræða meðfædda kvilla, heilaskemmdir oþh. Margir sjúklinganna búa við svipað skipulag og rikir á stúdentagörðum og sjá um sig sjálfir að öðru leyti en þvi að þeir fá mat úr sameiginlegu mötu- neyti. Þegar þetta starf hófst var byrjað á verstu tilfellunum, þeim krónisku, og reynt að endur- byggja persónuleika sem kannski hafði verið týndur i 30 ár. Til þess var beitt ýmsum aðferöum, tón- list, myndlist, farið var með fólk út i samfélagiö og á allan hátt reynt að veita þvi hvatningu. Nú eru margir þeirra sem eftir eru lausir við lyfin og jafnvel komnir i vinnu. Samhliða þessu er mikil áhersla lögð á fyrirbyggjandi starf á þvi svæði sem stöðin á að þjóna, svo og upplýsingu, kennslu oþh. Fyrrverandi sjúklingar vinna á spitalanum og reynt er að gera hann að eðlilegum hluta af umhverfinu, td. er rekið þar veit- ingahús fyrir bæinn. Á tvimælalaust erindi hingað — Að þessu loknu komið þið heim til Arósa og skrifið bók. Hve lengi var hún 1 smlðum? — Það tók okkur rúmlega ár að skrifa hana. Meðan við vorum á Italiu tókum við viðtöl við ýmsa geðlækna, þám. heimsfræga menn úr röðum framsækinna geðlæknatd. Basalia og Pirella og Englendinginn David Cooper, einn af frumkvöðlum þess sem á ensku nefnist „anti-psychiatry”. Þessi viðtöl eru i bókinni. Við rekjum i stuttu máli sögu geð- lækninga, greinum frá þvi sam- félagi sem lýöræöislegar geð- lækningar eru sprottnar úr og lýs- um kenningum og starfsaðferð- um ítalanna. Þá er kafli um skip- an geðlækninga I Danmörku, við bendum á ýmsa jákvæða þætti og setjum fram hugmyndir um ný- skipan mála. Þessari bók er ætlað að vera innlegg i umræður og vonandi ýtir hún við fólki. — Að lokum, Ragnar, eiga þessar nýju aðferðir erindi hér uppi á íslandi? — Það er ég ekki i vafa um. Að visu höfum við sloppið við þessi risastóru geðsjúkrahús sem byggð hafa verið á Norðurlöndum og viðar I Evrópu, við höfum bara Klepp. En það sakar ekki að opna augun og forðast að gera sömu mistök og gerð hafa verið annars staðar. Það er töluverður áhugi rikjandi á þessu á hinum Norður- löndunum. Ég fór td. nýlega til Noregs og hélt fyrirlestur á sjúkrahúsi fyrir utan Stafangur. Þar hefur fylkisstjórnin á Roga- landi ákveðið að stefna beri að þvi að leggja niöur sjúkrahúsið. Það sem við getum lært af Itölunum er að best er að kljást við vandann þar sem hann kemur upp i stað þess að flytja fólkið i burtu — gera fólki kleift að takast sjálft á við vandann, sagði Ragn- ar. Þess má geta að bókin mun fást i Bókabúð Máls og menningar. — ÞH

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.