Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 22.05.1981, Blaðsíða 24
 Föstudagur 22. maí 1981 Taktu ekki óþarfa áhættu! Sölu og þjónustumaður Bílaborgar h.f. tekur við bil til sölumeðferðar. Þjálfaður viðgerðarmaður yfirfer allt gangverk og öryggisbúnað og lagfærir það sem þörf erá. Bíllinn afhentur kaupanda í 1. flokks ástandi og með 6 mánaða ábyrgð. Notaðir Mazda bílar með 6 mánaða ábyrgð. Þeir sem kaupa notaðan Mazda bíl hjá okkur geta verið fullvissir um að bíllinn sé yfirfarinn, nýstilltur og í fullkomnu lagi og að ef leyndir. gallar kæmu íIjós myndi Bílaborg h.f. lagfæra þá að kostnaðarlausu. Firrið yður óþarfa áhættu í kaupum á notuðum bíl... Kaupið notaðan Mazda með 6 mánaða ábyrgð. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23,/sími 81299. Eínti sínní var bara ensvokom ogsíðan Þáhéldu ýmsirað skyrsagan værí öfl... en nú, öllum að óvöium, bírtíst Eplaskyrið Það er bragðgóður kaflí í skyrsögu....ekkí satt? • Kratar hafa löngum verið snjallastir allra i taflmennsku með bitlinga en flest af þvi blikn- ar i samanburði við taflmennsku Björgvins Guðmundssonar um forstjóradjobbiö hjá Bæjarút- gerðinni. Þaö er sagt að margir vildu gefa mikið fyrir að fá að vita hvernig Björgvin tókst að ná Þorsteini Gislasyni, einum full- trúa sjálfstæðismanna i BÚR á sitt band, en stuöning þessa gamalkunna aflamanns hefur Björgvin einmitt notað sem eina helstu röksemdina fyrir ráðningu sinni. Einnig velta menn vöngum yfir þvi hver muni taka við for- mennsku i útgerðarráöinu. Er Eggert G. Þorsteinsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra og núver- andi forstjóri Tryggingarstofn- unarinnar, gjarnan nefndur i þvi sambandi. Eggert er núna for- maður veiði- og fiskiræktarráðs og hafa einhverjir haft á orði að það fari kannski best á þvi að sameina útgerðarráðið og veiði- og fiskiræktarráð, ef af þessu verður.... • 1 þessu sambandi. Allir muna eftir uppistandinu þegar Vil- mundur Gylfakallaði Björgvin og fleiri skitapakk i margfrægu dreifibréfi. Nú segja gárungarnir aö Björgvin hafi gert Vilmundi þann greiða að láta orð hann sannast — með þvi að vilja endi- lega verða FOR-stjóri...________ • Það er kannski aö bera i bakkafullan lækinn að vikja hér enn að Hjörleifi Guttormssyni, iönaðarráðherra, en þar sem þessi er i léttum dúr, látum við hana flakka. Þaö er ncfnilega sagt að þeir hjá iðnaöarráðu- neytinu séu búnir aö finna upp nýja mælieiningu. Hún kallast hjörl og menn tala um eitt hjörl, tvö hjörl, þrjú hjörl og svo fram- vegis. Eitt hjörl táknar samfelld- an malanda i einn stundarfjórð- ung. Núverandi iönaðarráðherra er sagður tala aldrei skemur en þrjú hjörl... • Framsóknarmenn eru lika oft seigir I manntafli holds og blóðs. Þeir gripu fegins hendi brotthvarf llauks Ingibergssonar, skóla- stjóra, frá Samvinnuskólanum á Bifröst, þvi að þar höfðu þeir fundiö starf handa Jóni Sigurös- syni, fráfarandi ritstjóra Timans. Þaö er sem sagt fullyrt að hann eigi að taka við skólanum... • Arnarflug er nú búið að ráða sér nýjan aðstoðarfram- kvæmdastjóra og eru þeir þá orönir tveir sem Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri hefur sér til trausts og halds. Sá nýi er Bergþór Konráðsson sem veriö hefur aðstoðarfram- kvæmdastjóri iönaðardeildar Sambandsins... • Frægur gestur úr heimi hag- fræðinnar mun sækjaokkur heim ef allt gengur að óskum i haust. Það er John Kenneth Galbraith sem margir kannast við, ekki sist af sjónvarpsþáttum hans Hann er væntanlegur til fyrirlestrar- halds á vegum Islensk-ameriska félagsins... • Við sögðum frá þvi hér i vetur, að þaö hefði komiö illa við aöstandendur fiskimjölsverk- smiöjunnar á Neskaupstað, aö einhverjir nágrannar þeirra heföu yfirboðiö loðnuskip til að fá þau til að landa hjá sér. Varö þetta siðar fréttaefni sem fleira I þessum dálki birtist. Nú heyrum við að i gang sé að fara hjá aust- firsku verksmiöjunum æðislegt kapphlaup um loðnuskipin sem fara til Jan Mayen — nema hvaö nú ætli þeir Norðíirðingar ekki aö láta sitt eftir liggja. Biður nú hver verksmiöjan sem betur getur út- geröum loðnuskipa gull og græna skóga vilji þau aðeins koma til sin til löndunar.... • Striðsástandið I skákheim- inum vegna'forsetakjörs i Skák- sambandi tslands viröist nú held- ur skoplegt. Má furðulegt heita að hægt skuli að gera góðan málstað skákarinnar jafn hallærislegan og raun er oröin á með smölum og liðssafnaði i öllum hornum. Blööin hafa ekki látiö sitt eftir liggja og hafa birst listar yfir nöfn fjölda fdlks sem allt I einu er sagt orðið félagar i Taflfélagi Reykjavikur i þeim tilgangi að smala atkvæöum i ákveðna átt I forsetaskjörinu. Hins vegar mun komið á daginn að séu þessir listar réttir þá hafi ýmis nöfn verið innrituð án samráðs við viðkomandi. Sagt er að hinn kappsami atkvæðasmali heiti HaralduF Blöndal ... 0 Halldór Laxness verður átt- ræður á næsta ári. Helgarpóst- urinn hefur fregnaö að af þvi til- efni verði m.a. á verkefnaskrá næsta leikárs Leikfélags Reykja- vikur ný leikgerð skáldsögunnar Sölku Völku.... • Þá heyrir Helgarpósturinn aö jólaleikrit Þjóðleikhússins næsta ár verði metnaöarmikil sýning á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.