Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 2
2 Fðstudagur i2. júní i^sih&lnarDásturinrL Helgarpósturinn vakir i herbúðum lækna NÓTT á Borgarspítalanum „Vinnutíminn er mesta brjálæöið77 segir Þórir Kolbeinsson aðstoðarlæknir allar heldur smáar, þótt stundum þurft að taka allt upp i ein sextán spor ihaus. Margirkomu með sár á höndum, skurði og igerðir, jáfn- vel bit, fjórir með hundsbit og einn með bit eftir mannskepnu. Tryggvi segir, að hundsbit séu ekki algeng, en hinsvegar sé það ekkerteinsdæmi að komiðsé með slæm bit eftir menn. „Slik sár eru oft mjög slæm. Það vill hlaupa eitrun i þau. En það er kannski verra, að yfirleitt vill fólk helst ekki segja frá hvernigþað fékk sárið, það er eins og það skammist sín fyrir að hafa verið bitið”, segir Tryggvi og er einmitt að ljdka við að gera að „mannsbiti” á ungum pilti, sem hann hafði fengið i Þórsmörk. Að sögn piltsins höfðu hann og félagi hans orðið fyrir árás óróaseggja. Félaginn komst undan á hlaup- um, en hann snerist til varnar reyndi að slá frá sér, en þá vildi ekki betur til en svo, að hann fékk framtennur árásarmannsins á kaf i handarbakið. „Verkfall? Hér gengur alit sinn vanagang. Við göngum okkar vaktir eins og venjulega, ef við gerðum það ckki yrði hreint kaos. En við höfum sagt upp og litum svo á, að meðan ekki semst um laun vinnum við kauplaust,” segir Tryggvi Þorsteinsson vakt- hafandi sérfræðingur á slysadeild Borgarspítalans, þegar Helgar- pöstinum tekst að ná tali af hon- um milli aðgerða.. Þaö er annar i hvitasunnu, fyrstu ferðahelgi ársins og fyrstu löngu frihelgi sumarins er aðljuka. Biðstofan á slysadeild- inni er þéttsetin, þó hefur ekkert alvarlegt slysatilfelli komið inn, þegar Helgarpósturinn kemur á vaktina um fjögurleytið. Samt er mikill erill, tveir hjukrunarfræð- ingar, hjúkrunarnemi, starfs- sttílka tsem einusinni var kölluð gangasttílka) og tveir aðstoðar- læknar eru á stöðugum þönum milli skoðunarherbergja og að- gerðastofa. Rumpa saman.skurð hér, btía um handarmein þar, senda upp í röntgen, skoða rönt- genmyndir... Það er heldur rólegra hjá Tryggva, sem sérfræðingur á hann fyrst og fremst að vera aðstoðarlæknunum til halds og trausts, þegar erfið vandamál koma upp og koma til skjalanna ef gera þarf vandasamar aðgerð- ir. Þó gripur hann i að sauma skurð og skurð og gipsleggja einn og einn handlegg. En vinnutíminn er langur. Vaktin byrjaði klukkan tiu um morguninn og lýkur ekki fyrr en klukkan átta næsta morg- un, en þá hefst venjulegur vinnu- dagurað nýju, sem lykur klukkan fjögur. Ef hann er heppinn getur hann þó farið heim og lagt sig yfir biánóttina, en getur þó alltaf átt von á að vera kallaður út. Vakt i 22 tima. Það er styttra siðan aöstoðar- læknamir, þeir Þórir Kolbeinsson og Hannes Stephensen, komu á vaktina. Þennan dag vinna þeir frá því klukkan tólf á hádegi, og Hannes losnar um miönætti. Þórir heldur hinsvegar áfram og er ekki laus fyrr en klukkan tiu næsta morgun og hef ir þá unnið i 22 tima. Hjúkrunarfræðingarnir, eða hjúkkumar, eins og þær kalla sig sjáifar, og aðstoðar- fólkið stendur skemmri vaktir. Þær vinna átta tima i einu á þri- skiptum vöktum, en að þessu sinni fá þær sem eru á siðdegis- og kvöldvaktinni og hætta á mið- nættiaöeíns hvild til klukkan átta næsta morgun. „ Eina breytingin sem maður verður var viöer sú, að sjúkling- ar sem eru á biðlistum eru ekki kallaðir inn til aðgerða. En það þýðir að sjálfsögðu að það er heldur minna að gera hjá sér- fræðingunum”, heldur Tryggvi áfram þarna frammi á gang- inum. Lengra verður samtalið ekki i' bili þvi Þóri ber að i þessu með röntgenmyndir, sem hann þarf að bera undir hann. Hann segistekki sjá neitt brot, á henni en þó sé eitthvað athugavert v.ð beinið. Og þeir storma inn gang- inn tilað skoða myndirnar i ljósa- kassa. Um hálf tiuleytið hafa verið framkvæmdar einar 40 aðgerðir „Slagsmálabrot”. Þetta eru ekki einu áverkarnir úr Þórsmörkinni, þótt þeir yrðu færri en hjúkrunarfólkið bjóst * | * \ « [ við. Einn datt i læk þarna fyrir austan og braut á sér ristarbein, annar vaknaði við það um morg- uninn að hann var slæmur i ann- arri hendinni en man ekki hvað kom fyrir. Það er hinsvegar nokkuð ljóst i augum læknanna, að þetta er „slagsmálabrot”, eins og þeir nefna það. Og áfram rúlla aðgerðimar. Litill fótboltanaggur kemur með skurð á einni, annar hefur farið óvarlega með vasahnif og fengið langan og ljótan skurð á aðra höndina. Knálegur strákur um fermingu kemur með stóran og mikinn öngul i visifingri vinstri handar. Hann var á skaki með pabba si'num undan Akranesi, þegar óhappið var ð, og það tók margar klukkustundir að komast undir læknishendur. En hann kveinkar sér ekki hið minnsta, þótt liklega færi um hann, þegar hjúkkan kemur inn með bittöng tilað klippa af agnhaldið. „Þú ert sannur sjómaður”, segir hún um leið og Tryggvi mundar töngina. ,,Skoðun tvö”. Þegar líða tekur á kvöldið gefst af og til tækifæri til að skjótast inn á kafiistofu að fá sér sopa En oft er viðdvölin stutt, ýmist koma læknarnir i gættina og kalla á hjúkkurnar, eða öfugt. Einhvern- timann um niuleytið hefur Þórir gripið kaffikrús og ætlar að renna ibollann, þegar kallað er framan af gangi: .Skoöun tvö”. Og Þórir er rokinn i skoðunarherbergi númer tvö. Hannes er heppnari þegar hann hefur kveikt i vindlinum sinum, liklega tiunda tilraunin til þess þann daginn, og fengið sér sopa. „Nú er samninganefndin okkar á fundi, liklega að reyna að sern ja um bilastyrkinn og utanferðirn- ar,” segir hann, og það er ekki laust við að það gæti eilitillar hæðni i röddinni, hvort sem það er misheyrn eða ekki. „Mér fyndist nú, að við ættum að fá utanfararstyrki lika. Okkur veitir ekki af að fylgjast með heldur. Og það mætti nú lika lita aöeins á launin. Hérna vinnum viðár eftirár og leikum Florence Nightingale”, leggur annar hjúkr unarfræðingurinn til málanna. En þetta er ekki rætt frekar. Sjúkrabill fer framhjá glugg- anum, i honum eru tveir skelli- nöörustrákar. Þeim er rúllað inn á ganginná börum, annar alblóð- ugur f framan, hinn allur kram- búleraður á fótum. Þeir voru báðir á sama hjólinu og lentu fyrirbil. Foreldrar beggja koma i kjölfarið og móðir annars þeirra færvægt áfall þegar hún litur son sinn alblóðugan liggjandi á sjúkra- börum. „ÞU stigur nú ekki meira á skellinöðru”, segir hún ákveðin, en siðan er foreldrunum visað inn i „aöstandendaherbergið”, sem svo er nefnt, og strákunum rúllað inn til aðgerða. Þetta reynist vera eina umferðarslysið þennan sólar- hringinn, og það var sem betur fer ekki alvarlegt. Eins og svo oft kemur i ljós, að sá sem leit út fyr- ir að vera meira slasaður hafði aðallega fengið skrámur á and- liti, höndum og fótum, hinn togn- aöi illa á báöum fótum. Nevðartilfelli! Um það leyti sem báðir aðstoðarlæknarnir eru önnum kafnir við skellinöðrustrákana koma ung hjón með litið barn framan Ur biðstofunni. Þau virð- ast skelfingu lostin, konan segir, að barnið hafi bitið i sundur á sér tunguna og fullyrðir aö þetta sé neyðartilfelli. Tryggvi kippir sér litið upp við æðibunugang konunnar og bendir henni á, að frammi sé fullt af slösuðu fólki, og eiginlega eigi hún að bíða eftir að að henni komi En það tekur konan ekki i mál, segist þá frekar panta flugvél og fara með barnið til Utlanda. Til að firra frekari vandræðum ákveður Tryggvi að lita strax á barnið og visar fólkinu inn i skoðunarher- bergi. Jafnframt hefur einn hjúkrunarfræðingurinn samband við háls-, nef- og eyrnalækni, sem einmitt er staddur á spitalanum. Tungan reynist ekki vera svo ykja illa farin, raunar ekki verri en svo, að hún greri af sjálfu sér væri hún látin eiga sig hefur ein- hver á orði. En sérfræðingnum hefur þegar verið gert viðvart, og ekki annað að gera en biða eftir honum. En það er ekki hægt að segja fólkinu með vissu hversu löng biöin kann að verða. Það hefur þau áhrif, að það rykur með barnið á dyr og segist ætla að hafa önnur ráð — og um þetta verði skrifað i dagblöðin! En von bráðar koma þau aftur, og að þessu sinni er farið með þau upp á næstu hæð þar sem þau eru svo heppin, að sérfræðingurinn er enn á staðnum. Mesta brjálæðið. Það er orðið stutt i vaktaskipti, kvöldvaktin fer að tygja sig til heimferðar og átta tima hvfldar, Hannes Stephensen aðstoðar- læknir er lika hvildinni fenginn eftir tólf tima stöðu. En Þórir Kolbeinsson á enn eftir tiu tima. „Það er þetta vaktafyrirkomu- lag, sem er mesta brjálæðið. Slæmt er það hér, en verra þó á Landakoti. Þar geta vaktirnar farið upp i' 30 tima, og siðustu klukkustundirnar er maður hreinlega eins og trédrumbur hérna uppi”, segirhann og bendir á höfuðið, þegar hann fær loksins næði til að setjast niður eftir eril siðust 14 tima. Á Borgarspi'talanum er vakta- fyrirkomulagiö þannig, að á virk- um dögum eru sex aðstoðar- læknar og tveir „súperkandi- datar”, þ.e. útskrifaðir læknar, við kl. 8-16 tvo daga, kl. 8-20 einn dag, 12-24 einn dag og kl. 16-10 fimmta daginn. Um helgar eru tveir á vakt, annar að morgni á svonefndri hundavakt, sem er frá þvi kl. átta að morgni til miðnætt- is, en hinn kemur klukkan tiu og stendur til ti'u morguninn eftir. Hundavaktin á sunnudögum hefst klukkan tiu og stendur til mið- nættis, en næturvaktin kemur á hádegi og er til tíu á mánudags- morgun. Við spyrjum Þóri, hvorthægt sé að treysta lækni, sem hefurunnið i fimmtán eða tuttugu tima til að framkvæma vandasamar að- gerðir kannski þar sem um lif og dauða er að tefla. „Þessi vinna er að vissu leyti rútinuvinna. Það eru ákveðnir hlutir sem byrjað er á, athuga hvort sjúklingurinn andar, hvort blæðir og hvar blæðir. Það er fariðhægt afstað, svo fer maður i gang og gerir það sem gera þarf ”. svarar Þórir — og að sjálf- sögöu er hverjum lækni mikið i mun aö byggja upp traust á sér útávið. Þaðhiytur hver maður að skilja, að það er slösuðum manni mikils virði að geta treyst full- komlega þeim manni, sem á aö lappa uppá hann. Fleiristöður „Það hefur margsinnis verið reynt að fá læknastöðum fjölgað, en ekki tekist”, segir Þórir Kol- 2. tbl. 2. árg. 1981 Glæsilegt timarit um island fyrir islendinga. 80 bls. fjölda litmynda. — Meðai efnis: Fjallvegir á islandi. Akstur yfir ár, greinar um Vesturland og ódáðahraun. Skófatnaður fyrir göngufólk, læknaspjall, Ferðafélag is- lands — tJtivist — björgunarsveitir o.fl. o.fl. Áskriftarsiminn 29499. Ritið fæst einnig i bókaverslunum og á blaðsölustööum um allt land.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.