Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. júní 1981 helgarpástúrinn Fjár- og eignamál stjórnmálaflokkanna - Síðari grein - Alþýðuflokkur og Framsóknarflo Framsókn flaggar Hótel Heklu — en eignir Alþýðuflokks óljóst fyrirbæri t þessari seinni grein um fjár- og eignamál íslensku stjornmála- flokkanna verður litið á málefni Alþyðuflokks og Framsóknar- flokks. Eins og kom fram i siðasta tölublaði Helgarpóstsins, standa Sjálfstæöisflokkur og Alþýðu- bandaiag allvel að vlgi hvað eignamálin varðar. Sjálfstæðis- flokkurinn með sina Valhöll, fast- eign á annan milljarða króna og Alþýðubandalagið „eignalaust”, en hlutafélög gallharðra Alþýðu- bandalagsmanna skráð, eigend- ur þeirra fasteigna, sem banda- lagið hefur aðgang að Hvað fjár- mál Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks varðar, þá eru reikn- ingar Sjálfstæðisflokksins, sem lokuð bók. Þeir fengust ekki birtir og þá fá aðeins að sjá, topparnir i valdapiramida flokksins. Alþýðu- bandalagið lagði hins vegar fram sína reikninga og þeir sýndu heildarveltu upp á 30 milljónir gamiar á siðasta ári. En nd víkur sögunni sem sagt að Alþýðuflokki og Framsóknar- flokki og þeirra fasteigna- og pen- inagamálum. Viðskipti Sigurbjarnar og framsóknar Það urðu ekki litlar umræður um eignamál Framsóknarflokks- ins á sinum tima. Skemmtistað- urinn Glaumbær við Frikirkju- veginn var eign flokksins, en hds- næðið leigt Sipirbirni Eirikssyni veitingamanni, sem jafnframt er gegn Framsóknarmaður. Siðan keypti Sigurbjörn hiísið, en það brann að hluta til nokkru siðar. Viðskipti Sigurbjörns og Fram- sóknarflokksins urðu tilefni ínik- illa blaðaskrifa og tengdust þvi máli, Olafur Jóhannesson þáver- andiformaður flokksins, Kristinn Finnbogason, þá stundum nefnd- ur „kraftaverkamaður” I flokknum og veitinga- staðurinn Khíbb- Rauðarárstigur 18, þinglesin eign Framsóknarflokksins. Söluverð vafalaust á annan milijarð. urinn. Ekki er ástæða til að rekja allan þann málarekstur á þessum vettvangi, en ýmsum fannst sem tengslFramsóknarog Sigurbjörns væru i meira lagi gruggug. Framsóknarflokkurinn hóf um þetta leyti byggingu stórhýsis sins við Rauðarárstig 18 (Hótel- Hekla) og að sögn Guðmundar G. Þórarinssonar gjaldkera flokks- ins voru þær framkvæmdir fjár- magnaðar á sölu Glaumbæjar, og söluá fasteignum Flramsóknarvið Hringbraut. Brunabótamat stórhýsis Fram- sóknar viö Rauðárárstiginn er 935 gmilljónir, en fasteignamat 516 gmilljónir. Guðmundur G. Þórar- insson kvað áhvilandi skuldir þessarar fasteignar vera f kring- um 120—130 gamlar milljónir. Að sögn Guðmundur á Fram- sóknarflokkurinn einnig hlut i Prentsmiðjunni Eddu. ,,Það er þó ekki stór hlutur, eitthvað i kring- um 5—7%”, sagði hann. ,,Um aðrar fasteignir eða tengsl við önnur fyrirtæki er ekki að ræða af hendi flokksins.” Framsókn og Edda Prentsmiöjan Edda er nú starf- rækt að Smiðjuvegi 3, Kópavogi og er fasteignamat þeirrar hiis- Alþýðubrauögeröin Vitastig 8. Endurbætur I gangi. eignar 178.859 krónur. Einnig er prentsmiðjan eigandi aö hiiseign- inni Lindargata 9A, en bruna- bótamat þeirrar húseignar er 5.148.801 (514 gmiljónir). 7% eignahluti Framsóknar I þessum fasteignum Eddu, gefur þvi nokkra tugi gamalla milijóna. Ljóst er, þegar litið er á stjórn hlutafélags prentsmiðjunnar Eddu, að þar hafa Framsóknar- menn töghn og hagldirnar. For- maður stjórnarinnar er jafnframt formaður Framsóknarflokksins og heitir sá, Steingrímur Hermannsson. Varaformaður stjórnarinnar er Kjartan P. Kjartansson framkvæmdastjóri hjá SÍS og ritari Tómas Árnason, sem einnig er ritari Framsóknar- flokksins. Meðstjórnendur hjá prentsmiðjunni Eddu eru, Ey- steinn Jónsson fyrrum formaður framsóknar og Hallgrimur Sig- urðsson. Jón Þór Jóhannsson er varamaöur i stjórninni. Timinn sér á báti Guðmundur G. Þórarinsson lét þess einnig getið að flokksfélögin úti á landi ættu viða einhverjar eignir. — Hvað með hlut ykkar I dag- blaðinu Timinn? „Rekstur Timans er algjörlega sjálfstæður. Miðstjórn flokksins kýs blaðstjórn fyrir blaðið, sem aftur ræður framkvæmdastjóra, sem siðan sér um daglegan rekst- ur”. — En eru ekki fjármálaleg tengsl á milli Timans og flokks- ins. Myndi flokkurinn t.a.m. ekki hlaupa undir bagga meö blaðinu ef það stæöi nærri gjaldþroti? „Fjárhagur Timans og flokks- ins er algjörlega aöskilinn og ég sem gjaldkeri flokksins, kem ekki nálægt fjármálum eða rekstri blaðsins. Ég held að flokkurinn myndi ekki koma nálægt skulda- málum blaösins ef slikt kæmi upp á, enda flokkurinn varla aflögu- fær um peninga. A hinn bóginn hefur Framsóknarflokkurinn gef- ið Ti'manum veðheimildir i hús- eigninni við Rauöárárstiginn”, sagði gjaldkeri Framsóknar- fldcksins. Flókin eignamál krata Fasteignamál Alþýðuflokksins eru um margt flókið fyrirbæri. Hér á árum áður, þegar flokkur- inn og Alþýöusamband íslands var eitt, þá átti hann umtalsverð- ar eignir m.a. Alþýöubrauðgerð- ina, Alþýðuhúsið við Hverfisgötu og Iðnó. Við klofning flokks og verkalýðshreyfingar skiptust þessi fyrirtæki upp og fóru eign- arhlutar á tvist og bast, t.d. i hendur verkalýðssamtaka og einnig margir til einstaklinga — aðallega Alþýðuflokksmanna. Brunabótamatið á Hverfisgötu 8—10, Alþýðuhúsinu, er 8.346.495 krónur (843 gmilljónir), Alþýðu- brauðgerðin Laugavegi 61, metin á 1.695.619krónur (169 gmilljónir) og Vitastígur 8, sömuleiðis eign Alþýðubrauðgerðarinnar verð- lögð samkvæmt brunabótamati 403.926 ( 40 gmilljónir). Asinum tima spunnust nokkrar deilur um þessar eignir og skipt- ingu þeirra. Vildu ýmsir þeir sem snerust á sveif með sósialistum við klofning verkalýðshreyfingar og Alþýðuflokks, ekki una þeim fasteignabreytingum sem þá áttu sér stað. Hlaust af þessu mála- rekstur, en niðurstöður urðu þær, sem nú eru, að mestur partur þessara húseigna er i höndum einstaklinga — yfirleitt Alþýðu- flokksmanna eða erfingja þeirra — og verkalýðsfélaga. Nánast eignalaus Ágúst Einarsson gjaldkeri Alþýðuflokksins var um það spurður hve stóran hlut flokkurinn ætti i þessum fyrirtækjum og þar með eignum þeirra. „Þaö er miklu minna en menn halda”, sagði hann. „Við eigum sáralitinn hiut i Alþýðuhúsinu og Iönó, innan við 5%, meira I Alþýðubrauðgerð- inni og töluverðan hlut i Alþýðu- prentsmiðjunni, sem raunar er eignalitið fyrirtæki og t.a.m. án húseignar.” — H ve stóra prósentu á flokkur- inn I Alþýðubrauðgerðinni og A lþý ðuprents m iðjun ni ? „Þessi mál eru að mörgu leyti flókin og erfitt að tilgreina stærð- argráður. Þegar á ailt er litið, er hins vegar flokkurinn nánast eignalaus,” sagði gjaldkeri Alþýöuflokksins, Agúst Einars- son. Ljóst er, að i' stjórnum nefndra fyrirtækja sitja fjölmargir Alþýðuflokksmenn. í stjórn Alþýðubrauðgerðarinnar sitja eftirtaldir: Formaður, Baldvin Jónsson og með honum Björn Stefánsson og Eyjólfur Sigurðs- son fyrrum gjaldkeri flokksins. 1 stjórn Alþýðuprentsmiðjunn- ar sitja, Guðmundur R. Oddsson formaöur og auk hans, Baldvin Jónsson , Guðjón B. Baldvinsson, Pétur Halldórsson og Emil Jóns- son. Til vara eru Björn Jóhanns- son og Jón Axel Pétursson, sem nú er látinn. Stjórn Alþýðuhússins, sem jafnframt er eigandi að Iðnó, skipa þeir, Jón Axel Pétursson (látinn) Jón Ingimarsson og Þór- unn Valdemarsdótttir. En litum nú á reikninga og f jár- mál þessara flokka Opnir reikningar Alþýðuflokks „Flokkurinn hefur samþykkt, að reikningar hans séu opnir, þannig að allir þeir sem áhuga hafa á, geta kynnt sér þá,” sagði Agúst Einarsson gjaldkeri Alþýðuflokksins. „Við höfum ekkert að fela og teljum eðlilegt að fjárreiður og bókhald stjórn- málaflokka, hljóti að vera upp- lýsingar sem almenningur eigi að fá uppgefnar.” Þeir reikningar sem Helgar- pósturinn fékk I hendur voru reikningar frá siðasta flokksþingi flokksins. Taka þeir reikningar yfir tveggja ára timabil — frá 1. september 1978 og til 31. ágúst 1980. Tekjur á þessum tveimur árum voru 17.8 milljónir gkróna, en gjöld 20.6 gmilljónir, þannig að Þetta hús á prentsmiöjan Edda og i þvi á Framsókn 7%.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.