Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 6
„DJÖFULL VAR ÞETTA GÓÐ S ÝNING. ÉG SKILDI EKKERT' Rættvið Jóhann Siguröarson nýútskriöinn úr leiklistaregginu eftir Jóhönnu Þorhallsdóttir myndir Leiklistarskóli islands útskrif- aöi i vor 7 leikara. Hinir nýút- skrifuöu leikarar sýna nú Moröiö á Marat eftir Peter Weiss, en þaö er lokaverkefni Nemendaleik- hússins i vetur. Ég hitti Jóhann Siguröarson, einn hinna efnilegu leikara til aö fræöast um nám hans og starf. — Af hverju fórstu i leiklistar- skólann? „Ég held þaö hljóti aö hafa verið af einskærum áhuga minum á leiklist. Annars var ég spurður þessarar spurningar á inntökupróf inu inni leiklistarskólann fyrir fjórum árum og þá held ég aö ég hafi talið mig hafa eitthvaö til brunns að bera i þessu sambandi. Þegar ég hóf námið vissi ég ósköp litið um hvernig skólinn kæmi til með að vera. Enda hefur viðhorf mitt til leiklistar breyst mikið eft- ir fjögurra ára nám”. — Var skólinn á einhvern hátt ööru visi en þú bjóst viö? „Nei, hann var kannski ekkert öðru visi. Ég hafði heldur litlar hugmyndir um hvernig leiklistar- skóli ætti að vera, þar sem ég haföi litið verið i leiklist áöur. Leiklistarskólinn ermjöé,óvenju- legur skóli. Viö lærum hinar ýmsu kennslugreinar leiklistar t.a.m. raddþjálfun likamsæfingar og skylmingar. Á hverri önn eru svo tekin fyrir verkefni sem þjálfa þær kennslugreinar sem teknar hafa veriö. 1 hópnum er svo að sjálfsögöu misjafnt hvernig fólk stendur að vigi I hverri grein fyrir sig”. — Er leiklistarskólinn góöur skóli? „Aö mörgu leyti er hann góður. Við höfum kennara sem vinna mjög fórnfUst starf. Þeir eru i fullri vinnu annars staöar þar sem þeir eru ekki fastráönir viö skólann. En þvi er ekki aö neita að ýmsu er ábótavant. Húsnæði skólans er gjörsamlega óviðun- andi. Þaö þarf nefnilega, skal ég segja þér, þó nokkurt rými undir leiklistarstarfsemi, Þrátt fyrir tilraunir i þá átt að berjast fyrir betra húsnæði, hefur litill ár- angur náðst. Þvi hefur þurft að skipuleggja alia starfsemi skól- ans útfrá þvi litla plássi sem við höfum. En skólinn er jú ungur að árum enn. Hann var stofnaður‘75. Skólinn gæti verið alveg þrælgóð- ur viö betri aðstæður. Þaö þarf bara skilning yfirvalda”. Ekki endalaust hægt að af- greiða með einu handa- bandi — Er leikhús sterkur miöill? „Já, leikhús getur verið mjög sterkur miðill ef leikhópi tekst að komast yfir það sem hann tekst Valdis Óskarsdóttir á við. En leikhópar starfa auð- vitað á mismunandi forsendum. Svo koma leikhúsgestir inni dæmið. Þeir túlka leikrit á mis- jafnan hátt, alveg eins og þeir koma á mismunandi forsendum á sýningar. — Hvaö viltu segja um leiklist á tslandi? „Þaö er ekki hægt að segja annaö en að það sé ógurleg gróska i leiklistarlifinu þegar þaö eru i kringum sjötiu leikhús starf- andi og helmingur þjóðarinnar hefur áhuga á leiklist. Nei, en i fullri alvöru þá eru leikhúsin hér i bænum ætluð fyrir alþýðu manna; öllum reynt að gera til geðs. Sem er ákveðin stefna útaf fyrir sig”. — Ertu hlynntur henni? „Já, Það er ekki hægt að reka þjóðleikhús án þess að stór hluti þjóöarinnar hafi eitthvað þangað að sækja. Það er nú einu sinni rekið af þjóðinni. Allir eiga þvi Cr leikritinu „Jói” eftir Kjartan Ragnarsson. Jóhann Siguröarson I hlutverki Jóa og Elva Gisladóttir I hlutverki Margrétar. rétt á þvi að finna þar eitthvaö við sitt hæfi”. — Hvað meö önnur leikhús? „Það er náttúrlega klassiskt spursmál um hina frjálsu leik- hópa. En það þarf jú peninga til að halda uppi prógressívu til- raunaleikhúsi. Og ef við segjum aö átta manns útskrifist á ári er ekki endalaust hægt að afgreiða það með einu handabandi og þakka þér fyrir. Það verður ein- hver breyting á að verða”. Sérkennilegt tómstunda- gaman — Hvaöa??? „Það verður að gefa leik- urunum næði ogtima. Allt miðast núorðiö við mikinn vinnuhraða. E)n ef það á að gera átak verður aö gefa fólki góðan tima til aö þróa sig áfram. Ég held að það hljóti líka að veröa leiklistinni I hag. Og svo vantar alltaf góð leik- rit. ” — Þú átt viö eitthvaö annaö en bókmenntaverk sett á sviö? „Já, Margir hafa lika t.d. áhuga á fysisku leikhúsi. En það þarf fyrst og frenjst tilraunaleik- hús. Auðvitað eru alltaf gerðar tilraunir hér og vonandi alltaf eitthvað nýtt, en það er svo tak- markað. En það er erfitt atvinnu- leikhúsi þegar hverju verki er út- hlutaöur ákv. timi til æfinga eftir aö leikár hefur verið skipulagt’.’ — Svo er nú öll leikhúsin úti á landi. „Já, leiklist er sérkennilegt tómstundagaman. Þaö fólk sem er i þessu ár eftir ár leggur á sig gifurlega vinnu. Og vinnan mæðir kannski oft á þeim sömu.” Helt andet — En svo viö vindum okkur út I Moröiö á Marat, hefur þaö þá beina þýöingu aö sýna þaö verk núna? „Þetta er gifurlega flókið verk og má lesa margt út úr þvi. Það hefur mikla þýðingu að sýna það, ekki sist nú þegar ringulreiðin eykst stöðugt. Leikritið er skilið eftir mjög opið. Þaö svarar ekki þeim spurningum sem þar eru lagöar fram. Leikritiö er skrifað þannig að þegar ákveðnir hlutir eru farnir að koma sterkt út þá koma nýir og taka yfirhöndina. Það verða allskyns hlutir á vegi þinum. Það gerist eitt i dag, ann- aö á morgun. Þótt þú reynir að lifa eftir einhverju ákveðnu munstri, þá er eitthvað eitt munstur ekki algilt fyrir þig...Svo kemur þriðja viddin inni. ..Og á endanum skiptir fólkið eitt máli. Ég held ég tali ekki meira um leikritið heldur hvetji fólk til að mæta á sýningu. Það er of mikið mál aö útskýra leikritið i stuttu viðtali. — Það var ansi gott sem einn leikhúsgestanna sagöi um daginn, „Djöfull var þetta góö sýning. Ég skildi ekkert.” — Þú ert ekki fyrr útskrifaður en þú færð hlutverk i leikritinu „Jói” eftir Kjartan Ragnarsson, sem Leikfélag Reykjavikur hyggst sýna. Eru ekki mikil viö- brigöi að fara f atvinnuleikhús? „Vinnutiminn er t.d. annar. Þar er unnið I fjóra tima á dag. Svo er meiri verkaskipting. Leik- arar vinna t.d. eingöngu sem leik- arar. Aðrir sjá um leiktjöld bún- inga og miöasölu. Þetta þurftum við allt aö gera sjálf i Nemenda- leikhúsinu, þar sem viö rákum leikhúsið sjálf. Það er skemmti- legt i ákveðinn tima en til lengdar er mikil pressa að æfa og sýna til skiptis auk þess að vera i miða- sölunni. t Nemendaleikhúsinu er vinnu timinn annar kvöldin og helgar óspart notuö En I atvinnu- leikhúsi þarf að keyra á tima i öllu.. Það er stefnt að ákv. frum- sýningardegi o.s.frv. Aö sjálf- sögðu verður þetta aö vera þannig. Þarna er maður lika háð- ur nutimaþjóðfélaginu.” — Nú hefur þú leikiö I kvik- myndinni Óöal feöranna. „Og det er sgu helt andet. Þá er maður ekki nema stuttan tima i einu i aksjón. Og alltaf má gera hlutina aftur. En þaö er timafrek- ara. Þaö var mjög gaman að vinna að kvikmyndagerðinni. Það er allt önnur yfirsýn sem maöur hefur yfir hlutina. Þó maður hafi séö handritiö er ekki svo gott að segja til um hvernig endanleg gerð myndarinnar verður. Það mæöir mikið á leikstjóra og kvik- myndatökumanni”. — Svo lékstu I sjónvarpsleik- ritinu Skólaferö. Og það er ótrúlega mikill munur á sjónvarpsgerö og kvik- myndagerð. Það var allt tekiö upp á videó. Svo eru Hrafn og Ágúst mjög ólikir stjórnendur. Vinna á mjög ólikan hátt. En samvinnan var skemmtileg með þeim báðum. Heppin — Það viröist vera nóg aö gera fyrir nýútskrifaöa leikara? „Að minnsta kosti eru allir i minum bekk búnir að fá eitthvað að gera. Það er ekki hægt aö segja annað en að við höfum veriö mjög heppin i vetur. En það eru jú þrjú ár siðan leikarar voru siöast útskrifaðir”. — Þiö hafiö ekki ætlaö ykkur aö stofna ykkar eigin leikhóp? „Ekki I augnablikinu, þótt það sé alls ekki fráleit hugmynd. Ég held að það hafi veriö ágætis hug- mynd að splitta hópnum upp núna og prófa aöeins að vinna með öðru fólki til tilbreytingar.” — Er ekki laufléttur söknuöur? „Jú, viö félagarnir erum búin að vinna saman I fjögur ár og gengió i gegnum súrt og sætt. En i bili eru allir þreyttir. Það hafa aldrei áður verið sett upp þrjú verkefni hjá Nemendaleikhúsinu, það hefur verið gaman að vinna að þessum verkefnum. Ég held að við getum bara verið ánægð með útkomuna...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.