Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 8
8 BRJÁLÆÐISLEG- UR VINNUTfMI Föstudagur 12. júní 1981 halrjarpn'zti irinn ____he/gar pósturinn— Blað um þjóðmál/ listir og menningarmál útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaöamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Utlit: Jón Oskar Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Drei f ingarst jóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Sími 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Margir hafa orðið til þess á undanförnum vikum að hallmæia læknum og hneykslast á iauna- kröfum þeirra. Það er kannski að vonum þar sem læknar hafa að minnsta kosti tii skamms tima verið með tekjuhærri mönnum þjóðfe'lagsins. Jafnframt eru þeir óumdeilanlega ómissandi, enginn getur gengið f störf þeirra, og leggi þeir alveg niður vinnu kost- ar það óhjákvæ milega mannslff. Af þessum tvennum orsökum virðast aðgerðir þeirra að undan- förnu fljótt á litið siðlausar. Fólk spyr hvort kjarabarátta þessara manna, sem þegar eru vel laun- aðir, eigi að koma niður á lifi og heiisu samborgaranna. En málið er ekki alveg svona cinfalt. Blaðamaður Helgarpósts- ins komst að raun um það þegar hann dvaldi á Borgarspitalanum frá þvi siðdegis á mánudaginn var og fram á morgun. Á þessum tima voru að sjálf- sögðu mestu annirnar á slysa- deildinni, en læknar voru lika að störfum á öðrum deildum sjúkra- hússins langt fram á nótt. Og á slysadeildinni var ekki að sjá, að nokkur maður hefði sagt upp, þar var starfað eins og ekkert hefði i skorist. Þar ganga menn frá 12 upp I 24 tima vaktir eins og endra- nær. En læknarnir hafa engu að siöur sagt upp og það sem meira er: þeirtúlka stöðu sina sem svo, að meðan reikningar Læknaþjón- ustunnar s/f eru ekki greiddir og nýir kjarasamningar hafa ekki náðst, vinni þeir i rauninni kaup- laust. Þeirreikna ekki með þvi aö fá greidd laun fyrir vinnu sina. Laun lækna geta vissulega orö- ið há, ekki sist hjá sérfræðingum, sem annað hvort reka sjálfir læknastofu með sjúkrahúsvinn- unni, eöa stunda kennslustörf við Háskólann. En þeir standa líka langar vaktir og há laun að- stoðarlækna, sem ekki hafa lokiö sérfræðinámi, byggjast á gifur- lega mikilli vinnu, og eru dæmi þess að vaktir geti farið upp í 30 klukkustundir. Það segir sig sjálft, að slikt vinnuálag orkar mj,,ög tvímæhs i nákvæmnisstörf- um sem þessum, þar sem við- fangsefnið er sjálfur mannslík- aminn. Þegar læknar sctja fram launa- kröfursinar styrkirþað vissulega stöðu þeirra nokkuð, hversu nám þeirra er gifurlega langt og strangt og hversu stuttur starfs- aldur flestra lækna er. Fæstir hafa lokið námi sinu til f ulls fyrr en þeir eru komnir háttá fertugs- aldur og margir endast fremur stutt i starfi vegna vinnuálagsins. Og gagnstætt þvi sem margir halda þurfa flestir að fjármagna framhaldsnám sitt að meira eða minna leyti sjálfir, það er i fáum löndum hægt að stunda sérfræði- nám á fullum launum á sjúkra- húsum. Þrátt fyrir allt þetta má segja, að vinnubrögð lækna i kjaradeil- unni orki tvimælis. Þjóðfélagið ber ekkert frekar svimandi há laun til lækna en annarra starfs- stétta, og vissulega eru margir fleiri vel að góðum launum komn- ir. Það ér hins vegar vinnutíminn sem virðist helst þurfa lagfær- ingar við, það er þar sem brjál- æðið liggur. Læknar hafa lengi barist fyrir fjölgun læknastaða við sjúkrahúsin, án árangurs. í staðinn verða þeir að vinna óhóf- lega mikið og þessi gifurlega yfir- vinna hlýtur að vera því opinbera dýr. Svo dýr, að það liggur i augum uppi að það sé ódýrara að fjölga stöðum og jafnvel hækka grunnlaunin jafnframt. ERTU HAMINGJUSAM- UR (LYKKEUGI HÉR í SELÁRDAL? Einhvern timann tók ég saman lesningu, sem hér „Er ekki gott aö vera fyrir vestan?” Þetta var á þeim tima þegar undirr. haföi búiö á Vestfjöröum i um það bil eitt ár, og kom i bæinn, snögga ferð. Gamlir vinir og kollegar vildu auðsýna samúð i einhverju með þessum burtflosnaða manni: ,,Er ekki gott að vera fyrir vest- an?” var spurt, og oft var hengt aftan i þetta: „Já, er þetta ekki bara ágætt þarna fyrir vestan?” og meiningin var náttúrlega aumingja kallinn að hýrast þarna fyrir vestan. Maðúr reyndi að vera borubrattur, enda greinilega kominn i ekkjudóm frá siðmennt- uðu samfélagi og ekkert skorti nema blóm og kransa. Þessar at- hugasemdir samliöandi kollega var hinsti virðingarvottur við þann sem horfinn var á annaö til- verustig og það býsna dauflegt skv. trú virðingarvotta. Vestur i Arnarfirði gerist stór- leikur landskaparins einna grið- arlegastur 'á öllu samanlögðu Is- landi. Þar er einstakt náttúru- fyrirbæri við sunnan verðan fjörðin sem heita Ketildalir. Yst- ur dala i byggð er Selárdalur og býr þar Óiafur Hannibalsson, ein- samall, snúinn baki við „býró- kratiskri pappirstilveru og öllu blaðrinu i Reykjavik”. Eg hitti Ólaf þarna um daginn, en af hlað- inu i Selárdal er útsýni um dalinn, inn Arnarfjörð og noröur um Sléttanes og Barða. I austri blasir við Kaldbakur, hæsta fjall á Vest- fjöröum, en umhverfis Selárdal- inn Neðribæjarnúpur, Vatna- hvilft, þá Búrfell, Hádegisskarð og Jóreið. Þar sunnar Sundhvilft, tekur þá við Miðmundarhorn, Uppsalagil og Staðarfjall eða Sel- árdalsfjall. Mitt i öllum þessum ósköpum hafði kunnur útvarps- maöur spurt Ólaf Hannibalsson hvort hann væri ekki hamingju- samur (d. lykkelig). Óli kvaðst hafa orðið heldur hvimeygur og litiö i kringum sig af hlaðinu á all- an þennan selskap af einsemd og náttúru einsog til aö fá leyfi til svars, ,,og ég varð náttúrlega aö svara manninum bara út i hött”, bætti hann við. Annars er það dulfræðilegt rannsóknarefni hvernig menn eru seiddir á tiltekna staði, en ég veit ekki hvort það heyrir undir Ferðafélagið eða Erlend Har- aldsson og dulfræðideild Háskól- ans nema hvort tveggja sé. Hins vegar grunar mann ævinlega, að einhver örlitii tilfinning svo sem einsog eitt mólekúl af sársauka sé mönnum eftir skilið þegar þeir leggjast út og það sé þessi tilfinn- ing sem krefjist þessa a.m.k. einu sinni á ári, að umheimurinn fái aö vita, að hlutaðeigandi sé enn ofar foldu, sbr. þegar séra Baldur i Vatnsfirði auglýsir messu á ann- an dag jóla á Melgraseyri i Rikis- útvarpinu og stundum i tvigang en hringir á einn bæ i annan tima sem er nægilegt. Það gerir hann lika þegar sýnódus stendur yfir til að sýna do. Þetta þýðir ekki, að menn séu ævinlega kjökrandi ef einhverjum skyldi hafa dottið það i hug, aldeilis ekki. Steinhjartað sem undir slær hrjúfu brjósti bergrisans er nefni- lega furðu hlýtt. Það vita þeir ein- ir sem búið hafa i nánd þess en ekki aðrir og það hefur einatt orð- ið að samkomulagi, að þeir sem eru seyddir i nábýlið fá að láta vita af sér a.m.k. á jólum ef ekki oftar. En hins vegar hef ég á til- finningunni, að bergrisar og land- setar þeirra vestra, innfæddir og aðfluttir hafi ekki beinlinis gert ráð fyrir svona mjúkum og auð- meltum lýsingarorðum eins og útvarpsmaðurinn góðkunni not- aði á Ólaf. Slikar reyfaraþýð- ingar úr Hjemmet hafa liklega aldrei komist lengra en inn á Bildudal, ef þær á annað borð hafa sloppið vestur fyrir Gils- fjörð. Undirr. hefur að minnsta kosti aldrei heyrt menn kannast viðaö vera haldnir þessu sem út- varpsmaðurinn spurði um og hefur hann þó farið vitt og breitt um Vestfjörðu. ÆVINTÝRIÁ GÖNGUFERÐ Hver heldur þvi fram, að lang- ar gönguferöirgöfgi andann? Það brást mér aö minnsta kostiheldur betur i' kvöld þegar ég ætlaði aldeilis að hressa uppá sálartetr- ið og fá innblástur til að sinna ómanneskjulegum kröfum Helg- arpósta um nýtt (og kannski spennandi, ha?) Hringborð þegar i stað. Hér sit ég einsog einhver nafnkunnur steindauður maöur (eða stóö hann?) og get hreinlega ekki annaö,haföi ekki annaö uppúr krafsinu en kalt nef og eyru og ákafa iöngun i heitt bað. Nú ýki ég ef til vill svolitiö — það er þá eftir öðru. Auðvitað var indælt að fara i gönguferð I þvi ágæta veöri sem einkennt hefur bæinn i ótrúlega marga daga. Kvöldbliöan var söm við sig, ilm- ur I loftinu af nýslegnu grasi og birkitrjám, hvitirtoppar á bláum fjöllum, rjómasléttur sjór og meira að segja kvöldroði, sem ku lofa ámóta bliðskaparveðri á morgun ef ég man minn barna- lærdóm rétt. Auk þess hef ég gaman af að ganga um Reykja- vik, svona stundum aö minnsta kosti, og þá einkum Vesturbæinn, enda innfædd. Ég er nefnilega meö þeim andskotans ósköpum gerð, að þykja vænt um Reykja- vik og leiðast hún meira aö segja ekkert — ja, nema kannski stund- um. Mér finnst alveg prýðilegt hvað skortir mikinn siðmenning- ar- og borgarblæ. Einhverra hluta vegna kann ég betur við óræktarbletti en skipulagða skrautgarða, finnst ekkert at- hugavert viö að sjá þvott á snúr- um úti i garði og hef gaman að þvi að þurfa ekki á tímavél að halda, ef mig langar að sjá fiskhjall eöa annaö i þeim dúr. Annaö finnst mér ekki eins fyndiö — það er raunar ekki rétt, ég hefgaman af þvi lika — en þaö er veggjakrotiö. Orðum þetta ein- hvern veginn betur: ég hef gam- an af veggjakroti, en mér finnst ekki nægilega tilbreytingarik lesningin á veggjum víös vegar um borgina, ég vil sumsé meiri fjölbreytni. (Æjá, skjótum þvi aö hérna svo fólk sjái örugglega að ég kunni útlensku einsog hinir: meö veggjakrot á ég auðvitað við graffiti. — Jæja, aftur aö efninu:) Þaö er ágætt aö hafa tækifæri til aö fylgjast með tilfinningamálum æskunnar: „Gunna elskar Steina”, „Jói -FKata — sönn ást — þau riöa” og jafnvel sjá aö þar miðar i frjálsræðisátt: „Kalli+Palli”. Hins vegar er þetta ieiðigjörn lesning til lengd- ar, þrátt fyrir gullkorn innanum og athyglisverðar upplýsingar, s.s. „Halli át Ladda”. Ég trúi ekki, að islenskt æskufólk meö allt þetta margumtalaða islend- ingasagnablóð i æðum kunni ekki að úttala sig a þennan handhæga hátt um fleira en. ástamálin, uppáhaldshljómsveitírnar, Nato (með eða á móti), Englaryk og anarki'. Það hlýtur að hafa fleiri og merkilegriáhugamál að kynna hinum stóra lesendahópi sinum. — En kannski stafar þessi leiði af áralöngum lestri, ég hef ekki séð almennilegt veggjakrot siöan I Þingholtunum hér um árið: „Ket- ill — láttu blómin i friöi”. (Ég vil geta þess hér, að Ketill haföi auð- sjáanlega ekki hlýtt fyrirmælun- um. Þarna voru engin blóm að kalla.) Annars langar mig að nefna þaö líka, að þó ég sé yfirleitt ánægð með Reykjavik er ég ekki alveg heillum horfin. Það er ým- islegt sem mér finnst aö mætti betur fara. Til dæmis skortir al- gerlega sjálfsala, sem ég er með eindæmum veik fyrir, og almenn- ingssima er hvergi að finna, aö minnsta kosti ekki i nothæfu ástandi. Persónulega finnst mér þetta ákaflega einkennilegt, en mér er sagt að þetta stafi ein- vöröungu af hömlulausri skemmdarffkn áöurnefndra is- lenskra æskumanna (tdc þvi með álika saltskammti og mér þykir hæfa). Ég hef furðað mig á þvi aö jafn sjálfsagt öryggistæki og simi fái hvergi að standa i friði. Kannski er það vegna þess, að simar eru á flestöilum heimilum — (þó hreintekki jafn mörgum og maður skyldi ætla) — og fólki finnst svo sjálfsögð heimilisplága engrar virðingar verð . Ég er þó ekki frá þvi, að ýmislegt það sem betur mætti fara i almennri um- gengnihéribænum, horfði heldur á skárri veg, ef viö værum ekki alltaf að rausa um þaö helblá i framan af æsingu, hvaö Reykja- vik sé afspyrnu leiðinleg og ljót borg og henni á engan hátt við- bjargandi. Þaö gæti hugsast aö einhverjir séu orönir svo heila- þvegnir af öllum barlóminum og neikvæðninni, að þeim fyndist hreint alveg i stakasta lagi aö fleygja rusli hvar sem vera skal (enda ruslakassar ekkert yfir- gengilega algeng sjón), brjóta sundur sima, rifa upp blóm og trjáplöntur, mölva gos- og brennivinsflöskur útum hvippinn og hvappinn og yfirleitt ganga um borgina á heldur villimannlegan hátt. Hvaða máli skiptir það — þetta er leiðindapleis (öllum ber saman um það), enga skemmtun að hafa neinsstaðar og auk þess bærinn forljótur andskoti. Ein- hversstaðar að, á þessi neikvæða afstaða upptök sin — ætti maöur ekki að reyna að minnast þess, svona áður en hafist er handa um næstu predikanaherferö um ljót- leika, leiðinlegheit og ömurleika þessa skitapláss sem heitír Reykjavik? Kannski vaxa þá ein- hvern timann kynslóðir úr grasi, sem geta séð almenningssima og sjálfsala í friði og geta lifað til- tölulega spellvirkjalausu lifi á stað, sem þeim jafnvel finnst þær eiga heima á. Þetta á vist einu sinni að vera bústaöur manna en ekki ruslakista. Ha? Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthias dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn Bertelsson Hringbordið I dag skrifar AAagnea J. AAatthiasdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.