Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 12. jOnt 1981 ihelgarpástl irÍDn ástin er lifið Margrét Wium ... undarlegur titringur i maga Geir Viðar Vilhjálmsson HVAÐ ER ÁST? eftir Elisabetu Guðbjörnsdóttur „Heit er sú ást er i meinum býr”, „Ast vex meö vana", „Svo fyrn- ast ástir sem fundir”, „Ast gefur endurást”..... Ótalmargir málshættir eru tii um ást. Keppst er við að iýsa ást- inni i bókum, kvikmyndum og söng. Enhvaðerást? Er hún eitthvað sem allir þessir fræðingar sem við höfum yfir að ráöa geta skýrt? Er hún eitthvert félagsfræðilegt, sálfræðilegt eða heimspekilegt fyrirbæri? Eöa... Viö tókum nokkra borgara tali og spurðum spurningarinnar sem einn viðmælandinn kallaði „erfiðustu spurningu í heimi”. — Við spuröum fyrst Gisla Pálsson, félagsfræöing hvernig ætti aö skilgreina ást. „Þetta er nú ekki eingöngu mál fyrir fræöinga. En ég myndi telja aö ást vera orö yfir ákveðiö innra ástand sem ein- staklingurinn upplifir meö ann- arri manneskju. Margir virðast halda að ástin sé eitthvaö sem enginn ræöur viö, eitthvaö sem mannlegur máttur fær ekki stjórnaö. Þetta held ég aö sé rangt, þvi þetta er það sama meö ástina eins og plöntur, hún á aö geta vaxiö og dafnað viö réttar kringumstæöur og ætti þvi aö geta enst ævilangt. — En þetta kemur ekki af sjálfu sér. Til þess aö þetta megi takast þurfa aö vera ákveöin skilyröi til staöar, fólk þarf aö hafa tima og búa viö mannsæm- andi lifsskilyröi en ekki standa allir jafnt aö vigi i þeim efnum. Þaö þarf aö vera til vettvangur þar sem makaval fer fram. t gamla daga var þaö kirkjan og núna eru þaö diskótekin.” — Finnst þér ást vera nauö- synleg? „Jú, hún er nauösynleg og æskilegt fyrirbæri i öllu mann- legu samfélagi, þvi I henni felst einmitt sú lifsfylling sem allir menn sækjast eftir”. sagöi Gisli aö lokum. myndir: #/4stin í dag er frjáls- legri" — Meö þessi orö i veganestiö gengumviö Valdis ljósmyndari niöur I bæ og spuröum fólk á fö'-num vegi sömu spurningar. ,. ékum okkur aö eldri hjónum sem leiddust eins ungir elskendur. Þaö voru þau Marta Danielsdóttir og Lárus Björns- son. „Viö erum búin aö vera gift i 52 ár, erum 72 ára og ástin hefur enst okkur allt lifiö. Hún lýsir sér þannig aö manni liöur vel i návist hvors annars. Þetta er dásamleg og nauösynleg tilfinn- ing. En ástin i dag er ekki eins og hún var fyrir 50 árum. Þetta er allt oröið miklu frjálsara, og þaö er bæöi jákvætt og neikvætt. Núna getur fólk prófaö hvort það á vel saman áöur en þaö giftist og þaö finnst okkur vera ,til bóta, en þaö er ekki eins mik- ill sjarmi yfir ástinni núna eins og i gamla daga. Þaö er einfald- lega vegna þess aö maöur vissi ekkert og allt var svo spennandi og skemmtilegt. Núna er farið aö kenna öllum allt um ástina, Valdis Óskarsdóttir jafnvel börnum og þaö skemmir bara. Þetta kemur nefnilega allt af sjálfu sér.” — Aö þ'vi búnu gengu þau áfram hönd i hönd á Austurvelli. //Þið stelpurnar ættuð nú að vita þetta betur" „Við munum þaö nú ekki lengur”, sögðu tveir eldri herramenn, Jón og Albert, sem sátu niöri á Lækjartorgi og sleiktu sólskinið. „Og þó viö heföum einhvern timann kynnst ástinni, þá erum við búnir aö steingleyma henni fyrir löngu.Þiö stelpurnar ættuð nú aö geta svaraö þessu miklu betur en viö.” Að þvi búnu brostu þeir kankvislega og Jón hristi hausinn og muldrar „Allt er nú fariö aö skrifa um i blöö- in”. — Ekki lögðum viö Valdis mikinn trúnaö á þetta þvi viö vorum ekki fyrr búnar aö kveöja þá Jón og Albert,’ en viö mættum ungu pari sem horfðu þaö stift i augu hvort annars aö viö lá árekstri og ekki virtust þau taka eftir þvi aö Lækjartorg iöaöi af mannlifi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.