Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 12.06.1981, Blaðsíða 22
22 Fostudagur 12. júni 1981 helgarpóslurinn. TILRAUNAELDHÚS HELGARPÓSTSINS FYRSTA TILRAUN: í framtlðarskáldskap er mannskepnan iðulega látin borða pillur og fá lir þeim allan kraft. Þá verður matur 1 nUverandi myndóþarfur.þvi öllu má þjappa saman f pilluformið, og enginn getur efast um að önnum kafnir tslendingar næstu aldar hafi margt nytsamiegra að gera, en að standa i matseld. Einhvern- tima tökum við bara rauða pillu i morgunmat, græna pillu i hádeginu, og blá pilla getur svo komið í stað kvöldmatarins. Þá verða engin eldhUs i ibUðunum, og engar sameiginlegar máltiðir og m atsölustaðirnir fara allir á hausinn. Svona framtiðarsýn er hálf napurieg, svo ekki sé meira sagt, og vonandi verður sU ánægja sem fylgir þvi að borða góðan mat aidrei frá okkur tekin. En með nUtimatækninni margumtöluðu hefur átt sér stað hröð og lúmsk þróun i átt til pillanna. NU er löngu liðin sU tið aö neytandinn þurfisjálfur að vinna úr hráefninu. Engin þörf er á þvi fyrir heimakokka að kunna að flaka fisk, eða Urbeina kjöt. Þetta er allt gert fyrir.mann. Og með tilkomu örbylgjuofnanna svoköll- uðu er farið að framleiða hér á íslandi t.d. kjUklinga sem bUið er að steikja og krydda og á bara eftir að hita. Erlendis er þetta langtum svæsnara, og þá náttUrulega sér- staklega I Bandarikjunum. Þar er algeng fæða svokallaðir TV-dinn- erar, sem er matur sem bara þarf að stinga i ofninn. Diskar og hnifapör eru Ur plasti og óvinir þessarar fæðu segja að maturinn sé það lika. Það er önnur saga. Yfir allan mat af þessu tagi hefur verið fundið eitt lýsandi orð á enskunni: Junkfood. Margir boröa litið annað en svona drasl- fæðu, aðrir snerta hana ekki Hvað sem þvi liöur eru framleidd mikil reiðinnar býsn af allskyns mat, sem neytandinn þarf ekkert að gera við annað en annaðhvort hita hann upp i ofni eða bæta við hann vatni. Lykilorðin i mats- eldinni verða þvi þrjU: just add water. Þóttvið Islendingar höfum ekki kynnst junkfood menningunni nemaaðlitlu levti ennþá, er hægt Þetta er matur fyrir fjölda manns, — hrisgrjón fyrir tóif, kjúklingur fyrir einn, kínversk nautakjötskássa fyrir einn, gúllash fyrir svona þrjá, rækjur i karri fyrir tvo og grænmetisrétt- ur fyrir þrjá. Rauðvin eftir smekk. DRASLFÆÐAN ER ÓÆTT JUKK eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Valdis Óskarsdóttir að fá hér ýmislegt sem kalla má dralsfæöu með góðri samvisku. (Draslfæða er þá þýðing á junkfood). Það elsta af þessu og það sem nýtur hvað mestrar virðingar eru pakkasUpurnar. Þærþekkja allir, enda fyrirlöngu orðnar hluti af matarkUltúr hins siðmenntaða heims. Maður rifur bara endann af pakkanum, hellir jukkinu i pott, bætir vatni i, lætur sjóða I smástund og i ljós kemur kremuð kjUklingasUpa, eða ávaxtagrautur eða eitthvað annað. Enginn vandi! Tilraunaeldhús Helgarpóstsins var stofnað i kringum draslfæðu, og hér á eftir er lýsing á fyrstu prófunum þess. tJtivinnandi fólk eins og við á ritstjórninni borðar gjarnan slikan mat i hádeginu, en færsérsvo gott að borða heima á kvöldin. Samlokur, ham- borgarar, pizzur, sem hitað er i ofni er algengasti kosturinn. Um daginn fórum við hinsvegar úti búð og söfnuðum saman nokkru af þvi fljótlegasta sem hægt er að malla sér og elduðum I tilrauna- eldhUsinu. Matreiðslan er einföld. Pakki af jukki er opnaður vatni blandað samanvið, og allt hitað. Maturinn er til. Það erfiðasta við þetta alltsaman var að koma þessu niður. Þetta var það sem prófað var: KjUkiingur f sUr-sætri sósu. Nautakjöt Chow Mein. Bolognese spaghettisósa úr grænmeti. Karriréttur með rækjum. Nautasmásteik i sósu. Hrisgrjón. Meö var svo drukkið áfengis- laust rauðvi'n. Aö sjálfsögðu var byrjaö á þvi að opna flöskuna. HUn var með skrUfuöum tappa, og ilmurinn var hvorki þungur né höfugur. Umurinn var hálf vemmiiegur, eins og reyndar allur þessi matur iheild sinni. En höldum okkur við vinið, ef vin skyldi kalla. „Þetta er ekki likt neinu vini”, sagði einn sérfræöinga eldhússins I áfengi, „Þetta er verra en ávaxtasaft”. Jung’s Rotlack vinið var því dæmt nánast óhæft til drykkjar enda mun það einkum ætlaö til sósui 3rðar, eins og önnur áfengislaus vin. Vatn var þess- vegna drukkið með hinni fimmréttuðu máltið sem i vændum var. Hrisgrjónin voru næst gerð tilbUin. Samkvæmt leiðbein- ingum utan á pakkanum voru hrisgrjónin þegar soðin — aðeins átti eftir að bleyta I þeim á ný. Það var gert: Sjóðandi vatni var bættvið tilhelminga, og það látið standa i fimm mínútur. „Þessi hrisgrjón eru nU ógeösleg”, var dómur ljósmyndarans, en kannski var það full harkalegt. Hrisgrjónin voru bragðlitil og þurr þó nóg væri vætan i kringum þau, og ekki nærri eins góð og „alvöru” hrisgrjón. Fyrsti „rétturinn” sem prófaður var hét á ensku „Sweet and Sour Chicken” — kjUklingur i sætsUrri sósu. Hann var I litilli plastdós, eins og sést á myndinni, og matreiðslan var einföld eins og fyrri daginn. Hita bara vatn i katli, hella þvi yfir jukkið i dós- inni, og biða i þrjár minUtur meðan þurrefnin samlöguðust vatninu. „t ýtrustu neyð, má alveg borða þetta”, var niður- staða tveggja smakkara. „Miðað við pappa er þetta ágætt”, sagöi annar. Heildarniðurstaða dómnefndarinnar var sú að þessi kjUklingur og sósan sem umlék bitana væri ekki góður matur. Kjötbitarnir og grænmetið var bragðlaust, og af sósunni var undarlegur keimur. Nákvæmlega sami keimur var af „Beef chow mein” kássu frá sama fyrirtæki. Einhver gáfum prýddur dómnefndarmaður sagði að það væri gervisykurinn sem gæfi þetta bragð, og hinir tóku hann trUanlegan. Aðeins var grænmetið frábrugðið þvi i kjUklingakássunni, og einhvers- konar hveitilengjur voru mjög áberandi. Heildarniðurstaðan var sU sama og I næsta rétti á undan. Nautasmásteikin i sósu, sem næst var prófuð, hafði nokkra sérstöðu I tilrauninni. Þetta er islensk vara, og þar að auki Ur dós. Þetta var lika það eina af þessu sem var étandi. Mat- reiðslan var einföld að vanda. Hellt er Ur dósinni i pott og hitað við vægan hita. Kjötið var mjUkt, en allverulega slepjulegt. Heildarniðurstaðan varð sú að þetta væri viðunanlegur Utilegu- matur, og bæri helst ekki að hita nema á primus. Keimurinn af gervisykrinum, eða einhverju öðru gerviefni, kom mjög við sögu i þeim tveimur réttum sem eftir voru. Karrirétt- ur með rækjum var i poka, sem hellt var Ur i pott. Svo var vatni hellt i pokann, upp að ákveðinni linu, og þvi siðan bætt úti pottinn. Þetta átti svo að sjóða I um 20 minútur. „Vatn! gefiði mér vatn!” var það eina sem yfir- smakkari tilraunaeldhússins gat sagt eftir að hafa stungið uppi sig munnfylli af kássunni. Hún var svakaleg, gervibragðið yfir- gnæfði karribragðið þannig að þetta virkaði rammt og særði hálsinn — svo ekki sé talað um bragðlaukana. Þetta var þó hátið hjá þvi sem i vændum var. Til að gera öllum jafn hátt undir höfði prufuðum við einnig draslfæðu fyrir græn- metisætur. Bolognese spaghetti- jafning án kjöts. Þetta var ævintýralegur matur. Gervi- bragðið yfirgnæfði allt annað gjörsamlega svo ekki varö greint hvort um var að ræða Bolognese- bragð eða eitthvað allt annað, til dæmis sUkkuiaði. Það eina góða við þessi ósköp var að þetta er hundódýrt. Pakkinn á að duga fyrir þrjá, og kostar ekki nema um tværkrónur á manninn — um sjö krónur I allt, og það er ekki dýr máitið. Lágt verð er þó ekki nóg, þvi eins og einn dómnefndar- mannanna sagði, þá mundi hver sem er borga helmingi meira fyr- ir aö borða matinn EKKI. Semsagt: algjört ojbjakk!! Heildarniöurstöður þessarar prófunar Helgarpóstsins á draslfæðu eru þvi augljósar. Dralsfæða er draslfæða og ekkert annað, hún er yfirhöfuö bragð- vond, fremur ódýr að visu, og þægileg I framleiðslu, en óþægi- leg I munni og maga. Enginn dómnefndarmanna beið skaða á heilsu sinni, en allnokkuð var um vindhviður i neðanverðu kviðar- holi og þar i kring á eftir. TilraunaeldhUsið ráðleggur þvi lesendum að foröast jukkið, og gefa sér tima til að elda sinn mat sjálfir. Látum ekki pillurnar ná völdum. Svona litur kjúkiingur i sætsúrri sósu út... ... svo er bara hellt yfir heitu vatni... ...og jukkið er til. Veröi okkur aö því.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.