Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. júní 1981 3 Aldrei hefur oröiö jafn mikil fjölgur ári. Þar bættust viö 51 vél viö þær se an fjölgar flugmönnum aö sama ská og flugmanna til vaxandi slysahætt á flugvélum á tslandi og á sföasta n fyrir voru i flugflotanum og jafn- pi.Leiöir þessi fjölgun farartækja -helgarpásturinn bætir þvi við, að raunar hafi allar reglur verið þyngdar og endur- þjálfun gerð strangari en hún var. Gloppur i reglunum I þessum reglum eru þó vissar gloppur. Að sögn Grétars Öskars- sonar framkvæmdastjóra Loft- ferðaeftirlitsins er helsti veikieik- inn sá, að til þess að halda réttindum sinum þarf einkaflug- maður ekki að hafa skráða nema tiu flugtima á 12 mánuðum. Að hans mati er það heldur ekki nóg, að til þess að öðlast einkaflug- mannsskirteini þarf ekki nema fimm tima blindflugsnám i flug- vél. — Þetta á að duga til þess að snúa við með hjálp blindílugs- tækjanna, og ekki meir, segir Grétar, en eins og kemur fram hér i upphafi er i meira lagi vafa- samt, að það takist. Nái menn ekki tilskildum tiu timum á tólf mánuðum veröur að gangast undir hæfnispróf, annars er hæfnispróf tekið á tveggja ára fresti, hversu mikið sem flogið er. Enhvernig er svo þjónustan við flugmenn meðan á fluginu stend- ur? Sumir halda þvi fram, aö hún sé ákaflega ófullkomin, og allur búnaður gamaldags og úreltur. A það er bent, að þegar flogið sé i „lægri hæðum”, eins og algengt er á litlu vélunum, séu þær ekki i talstöðvarsambandi við örbylgju- kerfi (VHF) flugmálastjórnar, þar eð það virki aðeins sé talast við i sjónlinu. 1 annan stað er sagt, að smávélarnar geti nýtt siglingatækiá jörðu niðri að ákaf- lega takmörkuðu leyti, fyrir utan að þau séu ákaflega ófullkomin. Vantar tilkynningar- skyldu — Það er rétt, að það vantar endurvarpsstöðvar til þess að hægt sé að komast i samband við flugstjórn i lægri hæðum. Eina leiðin er að hafa samband við aðrar vélar og láta þær bera á milli. Að minu viti þyrfti að bæta úr þessu og koma jafnframt á til- kynningarskyldu á ákveðnum timum i sjónflugi eins og tiðkast i blindfluginu, segir Jytte Marcher, eiginkona Helga Jóns- sonar flugmanns, en hún er lika reyndur flugmaður á smávélum. — Það vantar lika fleiri fjöl- stefnuvita fyrir blindflugið, en þó er litið gagn ai' þeim fyrir þá sem ætla að skriða eftir jörðinni, þeir verða að átta sig á kennileitum^ segir Jytta. Elieser Jónsson ílugmaður er á sama máli og segir, að fjar- skiptakerfið sé yfirleitt nokkuð gott — ef menn kunni að nota það. — Fjarskiptakerfið byggist á fimm fjarstýrðum stöðvum, sem draga um allt landiö i þeim hæð- um þar sem stóru íarþegaílug- vélarnar eru. Hinsvegar er ljóst, að i lægri hæðum er viða erfitt um sjónlinu milli stöðva, þótt yfirleitt sé þetta i þokkalegu standi og engin stórhætta á ferðum ef menn fara eftir öllum sjónflugsreglum. Samt höfum við áhuga á aö bæta þetta með þvi að koma upp fjar- skiptastöð á Húnaflóasvæðinu, það ætti að vera til bóta á þeirri fjöiförnu flugleið, hefur Haukur Hauksson verklræðingur hjá flugmálastjórn um það að segja. Þá segir Haukur, að ekki séu nema tveir fjölstefnuvitar á land- inu öllu, en þeim er ætlaö að vera hjálpartæki við blindflug. — Það vantar nútima flugleiö- sögutæki með öllu, bæði á norð- vesturlandi og norðausturlandi. Þar verður eingöngu aö styðjast við radióvita með gamla laginu. Það þýðir m.a., að aðskilnaður milli véla verður að vera meiri en ella, og þær verða að koma til lendingar úr meiri hæð. Með hjálp sliks kerfis er þvi ekki hægt að lenda i eins lágskýjuðu veðri og þar sem fjölstefnuvitar eru, segir Haukur Hauksson. Úrbætur stranda á fjár- veitingavaldinu Þarna eins og annarsstaöar stranda úrbætur á fjárveitinga- valdinu. Talið er, aö bæta þurfi við tveimur fjölstefnuvitum, ef vel á að vera, en i fyrra kostaði hvor þeirra um eina milljón króna (100 millj. gamlar). En jafnframt var að brjótast i mönn- um ný tækni, svoneíndar Loran C og Omega-stöövar, sem byggjast á örtölvutækni. En niðurstaðan var sú, að tækjabúnaöurinn sem þarf i flugvélarnar væri of dýr, hann kostar meira en vélarnar sjálfar. — Nú virðist útlit íyrir, að i framtiðinni verði sett upp kerfi, sem byggist á 18 gervitunglum, sem Bandarikjamenn áætla að skjóta á loft áriö 1995. Jafníramt er markmiðið, að búnaöurinn i vélarnar verði þá kominn niður i 3000 dollara (um 21000 isl. kr). Á meðan þetta kerfi er ekki komiðuppverðum viö aö gera úr- bætur á leiðbeiningarbúnaöi okk- ar. Liklega verður úr, að tveir fjölstefnuvitar verði komnir upp 1985, en þeir eru afskrifaðir á tiu árum, þannig að þegar þeir þurfa endurnýjunar við á þetta nýja kerfi bandariska aö vera komiö upp, segir Haukur Hauksson verkfræðingur hjá flugmála- stjórn. Ekki bara kempurnar Það er ekki einungis, að litlum flugvélum hefur fjölgað talsvert upp á siðkastið, og fleiri og fleiri læra að fljúga þeim. Það verður stöðugt algengara, að fólk noti þessa farkosti til að feröast milli landshluta. Þetta er talinn einn hagkvæmasti mátinn að ferðast um þetta torsótta land okkar, ekki sist þegar timinn er tekinn með i reikninginn. Og fleiri og fleiri sækjast eftir þvi að taka sér far með litlu vélunum fremur en stóru áætlunarvélum Flugleiða, ekki sist vegna þess að þá geta menn frekar ráðið þvi hvenær þær ferðasl. Og ekki má gleyma þeim sem eiga sinar eigin flug- vélar, eða i félagi með öðrum, og skjótast milli staöa svipað og við hin skjótumst bæjarleið á bilun- um okkar. Þessi þróun sýnir, að það verð- ur að leggja mikla áherslu á að hafa alla flugöryggisþjónustu i sem bestu lagi, þar verður aö nýta eins fullkomna tækni og unnt er. Eins og er mun ástandið ekki vera beint hættulegt, en ýmis tækjabúnaður er þó úreltur. Þar strandar ekki á vilja flugmála- yfirvalda, heldur fjárveitingar- valdinu, eins og viðar. En þarna er um lií manna og heilsu að tefla. Aukin umferð smáflugvéla um landið kallar á stórbætta öryggisþjónustu. Stór- aukin flugumlerð þýöir lika fjölg- un reynslulitilla flugmanna. Það eru ekki lengur bara þessar gömlu góðu flugkempur, sem sigla um loltin og geta bjargað sér úr nánast hvaða hættu sem er. Það má reikna með þvi að i flug- umlerðinni sé misjafn sauður i mörgu lé eins og bilaumíerðinni, þótt allir hafi raunar komist i gegnum flugpról' sem er ólikt erfiðara og strangara en bilpróf. Hafið strax samband við sölumenn okkar. Missið ekki af þessu tækifæri til að eignast bil á greiðslukjörum sem ekki hafa þekkst fyrr NÚ GETA ALLIR EIGNAST OG/ /E EÐA A GREIÐSLUKJÖRUM SEM FLESTIR RÁÐA VIÐ TRABANTINN er meiri bíll, en flestir gera ráð fyrir, en það þekkja þeir sem reynt hafa. WARTBURG Station Einn sem ekki er hræddur við þjóðvegina Nú kominn með gólfskiptingu TRABANT/WARTBURG Vonarlandi v^Sogaveg — Símar 33560 & 37710

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.