Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 11
I __helgarpósturinn- Föstudag ur 19. júní 1981 Gunnlaugur Guðmundsson þjóðin kaus tvíburann ljósmynd Valdis óskarsdóttir við þessar kringumstæður. Ef maður þekkir sjálfan sig vel þá er maður betur hæfur til þess aö stjórna þvi sem gerist i lifinu og þennan frjálsa vilja vil ég láta fólkinu eftir, markmið mitt er aö- eins að styrkja sjálfsvitund ein- staklingsins.” Eins og að læra á veðrið — Er til einhver skóli i þessum fræðum? „Kannski ekki i hefðbundinni merkingu þessorðs, þetta er skól- un svipaö og að læra á veðrið. Stjörnuspeki er 1000 ára gamalt fag og ég hef lært þetta af öðrum stjörnuspekingum og bókum þeirra. Ég hef lesið allar mögu- legar og ómögulegar bækur um þessi efni þó aðallega breskar og ameriskar. Breskir stjörnuspek- ingar hafa mikið verið með kúrsa og hef ég gengið i gegnum nokkra svo sem hjá The British Astro- logical association. Einnig felst i þessu gifurleg æf- ing i gerð stjörnukorta, undanfar- in 4 ár hef ég verið vakandi og sofandi i' þessu hef ég búið til um „ÞETTA ER EINS OG AÐ LÆRA Á VEDRID” segir Gunnlaugur Guðmundsson sem opnar um næstu mánaðarmót stjörnuspeki-skrifstofu sína NU gefst borgarbúum tækifæri til þess að fá teiknað og lesið úr stjörnukorti. Ungur stjörnuspek- ingur Gunnlaugur Guðmundsson opnar þann fyrsta júli stjörnu- spekiskrifstofu sina að Ljósvalla- götu 12. Gunnlaugur hefur stúdcrað stjörnuspeki allar götur siðan ’73og hefur undanfarin 4 ár unnið að þessum fræðum heill og óskiptur. Borgarpósturinn náði tali af Gunnlaugi og bað hann um að út- skýra hvað st jörnuspekingar fengjust við og hvcrnig þjónustu hann kæmi til með að bjóða fólki sem til hans leitar. Aukin sjálfsþekking „Tilgangurinn með þessu er fyrst og fremst að hjálpa fólki tii aukinnar sjálfsþekkingar, ég út- skýri systematiskt fyrir fólki hvernig það er, á hvern hátt það tjáirsig, ástartilhneigingarnar og hvernig manneskjan nýtir sér þá eðlisþætti sem hún hefur, enn- fremur stöðu þess i þjóöfélaginu og margt fleira og fer þetta alveg eftir hverjum og einum sem til min leita. Fólk getur komið með ákveðnarspurningar sem það vill fá svar við og eins get ég analýs- erað fortiðina og framtiðina, þó vil ég taka það fram að ég kem ekki til með að sitja og þylja yfir fólki, heldur vil ég fá spurningar og byggi þetta allt upp á samræð- um. Fólk hringir i mig, pantar tima og gefur mér upp fæðingarár, — stað, dag og tima. Ot frá þessum upplýsingum vinn ég stjörnukortið og tekur það mig mis langan tima en að meðaltali er ég 2 klst. að þessu, siðan kemur manneskjan til min og við ræðum saman úr þeim upplýsingum sem i stjörnukortinu er. Ég spái sem sagt ekki fyrir fólki, ég get auð- vitað séð hvaða eðíisþættir eru rikjandi við ákveðnar aðstæður svo verður manneskjan sjálf að ákveða hvernig hún bregst við, 1000 stjörnukort sem ég hef i spjaldskránni auk annarra upp- lýsinga sem ég hef sankaö að mér undanfarin ár um stjörnukorta- gerð. Ég er maniskur að eðlis- fari „Ég skal segja þér að fyrir tveim árum siðan þá bjó ég Uti i Danmörku og gerði bókstaflega ekkert annað en að stúdera stjörnuspeki, ég labbaði um bæ- inn og gerði stjörnukort fyrir alla sem ég hitti, ég talaði ekki um annað og var bókstaflega óþol- andi, vinir minir voru farnir að hafa miklar áhyggjur af mér. Þetta heltók mig og jafnvel sjálf- um mér var ekki farið að standa á sama svo ég tók mér hvlld frá þessu nokkurn tima aðallega til þess að hvíla þá sem umgengust mig.” Gulli kimir en bætir svo við: „Kannski og vegna þess að i minu Ekkert stjörnukort er eins IjósmyndValdis óskarsdóttir stjörnumerki er Júpiter svo ráö- andi og ég er mjög maniskur. Núna vinn ég sem næturvörður og hef þvi góðan tima til þess að auka þekkingu mina, ég les svona að meðaltali 4-5 tima á dag.'' — Hvað með stjörnukorta samanburð svo sem ákveöinna hópa i þjóðfélaginu? Guðlaugur og Vigdis i 180 gráðu andstöðu „Jú, ég hef fengist töluvert við það, t.d. hef ég athugað stjörnu- kort músikkanta i sinfóniuhljóm- sveitinni og ýmsa leikhópa. Ég hef mikinn áhuga á leikurum þvi þeir eru svo opnir og hreyfa sig mikið, svo það er mjög gott að finna út hvað er sameiginlegt i stjörnukortum þeirra. A öllum opinberum embættum hef ég mikinn áhuga þ.e.a.s. þær persónur sem taka slikt að sér svo sem biskupsembættið, lögreglu- stjóraembættið já og forseta- embættið. Ég bjó til stjörnukort allra forsetaframbjóðendanna i siðustu forsetakosningunum á Is- landi og kom þar margt merki- legt fram. I stjörnukorti Guö- laugs var sól hans i bogamann- inum og i stjörnukorti Vigdisar var sól hennar I tviburunum, þannig að kortin voru i andstöðu við hvort annað, meira að segja i 180 gráðu andstöðu, og þjóðin kaus tviburann. Hjá hinum for- setaframbjoðendunum var ekk- ert að gerast i' stjörnukortunum. bað var lika skemmtilegt að i siðustu rikisstjórn voru 9 ráð- herrar þar af voru 7 i vatnseli- mentinu og 5 i krabbamerkinu og má þvi segja að ráðandi aflið i siðustu rikisstjórn hafi verið mest tilfinningalegs eðlis. Þvi má segja að ég taki bæði stjörnukort einstaklinga fyrir og ennfremur vissa þætti i þjóðfé- laginu út frá stjörnukortunum.” Skilningur fólks eykst — Hvernig verður árið 2000? Gulli hlær. „Hvað ætli ég viti það, en stjörnuheiminum er skipt niður i eld, jörð, loft og vatn. Júpiter og Satúrnus samstæðan er 200 ár i hverju elementi og siðastliðin 200 ár hefur Júpiter- Satúrnus samstaðan verið i jörðu. Þetta skýriraf hverjuefnishyggj- an hefur lengi verið svona alls- ráðandi i heiminum. Arið 2000 færist Júpiter-Satúrnus samstað- an i loft elementið og má þá búast við að heimurinn verði meira in- telektúell, þ.e.a.s. efnishyggjan minnkar og samgöngur aukast sem er einkenni loftmerkisins og þar af leiðandi mun rikja meiri skilningur manna á meðal. Auö- vitað er þetta mjög gróft sagt en út úr stjörnumerkjunum er hægt að ráða ýmislegt og ég hef einmitt stúderað mikið og athugað allar Júpiter-Satúrnus samstæðurnar. Tviburar eru alltaf á iði — En hvað með stjörnumerkin sjálf, eru einhver aðaleinkenni sameiginleg einkenni á fólki sem eru i sama merki? „Já, t.d. eru bestu blaðamenn- imir tviburar þvi þeir eru svo kommuníkativir og hafa hina mestu ánægju út úr þvi að hafa samskiptivið folk. Þú getur þekkt tvibura á augunum, þú ert t.d. tviburi er það ekki? — Hvernig sérðu þaö, spyr blaðamaðurinn hvefsinn. „Þú hefur eitt aðaleinkenni tvi- bura, þaö er hvernig þú beitir augunum, tviburar eru alltaf aö horfa á hitt og þetta og festa aug- un ekki lengi á sama stað, alveg þveröfugt við þá sem fæddir eru i nautsmerkinu. Augnaráð þeirra er þannig að þeir einbeita aug- unum meira á eitt viðfangsefni i einu”. Gulli hlær striðnislega þegar hann sleppir oríSnu. — A hvaða tí'ma getur fólk pant- að viðtal viö þig? „Það getur hringt á þriðjudög- um, miðvikudögum, og fimmtu- dögum á milli klukkan 18-19 i sim a 27064. Þaö tekur m ig um það biltvo klukkutíma að gera kortiö og svo reikna ég með að hvert viðtal veröi um eina klukku- stund.” —EG. HVER VILL EKKI VERÐA SUMARSVEINN? arástandi — hafa rétt til þátttöku og verðlaun fyrir sigurvegarann i þessari merku keppni veröa ekki af verri endanum: Ferðaverð- laun til útlanda (og heim aftur) fyrir 1. sætið og mörg vegleg aukaverðlaun. Hugmyndin er, að þessi keppni verði næstu fjögur sunnudagskvöld i Óðali og þeir sem vilja vera með i keppninni hafi annaðhvort samband við okkur hérna á Helgarpóstinum, eða þá niðri i óðali. Keppnin er fólgin i þvi, að þátt- takendur þurfa að leysa af hendi ákveðin verkefni eöa þrautir t.d. hoppa á öðrum fætí, gretta sig, lyfta Jóöum, eöa annað ámóta og mun siðan dómnefnd, skipuð úrvalsfólki, dæma um frammi- stöðu keppenda. Þessar þrautir munu eflaust taka á taugarnar og likamann og þvi gert ráð fyrirþvi að keppendur verði svona i létt- klæddara lagi, þegar þeir fremja sina gjörninga — á stuttbuxum eða einhvernveginn þannig. Annars skýrir keppnin sig sjálf, þegar af stað er farið, en itrekað skal, að öllum karlmönnum er heimil þátttaka og á það jafnfram minnt, að verðlaunin eru ekki af lakara taginu. Lysthafendur hringi i 81866 (Helgarpósturinn) eða 11630 (Óðal) og skrái sig til keppninnar og fái jafnframt nán- ari upplýsingar um tilhögun og f ramk v æm dar atriði. En fæst orð hafa minnsta ábyrgð og herlegheitin má berja augum I Óðali á sunnudagskvöld- iö næstkomandi, þar sem hörku- barátta „sumarsveina Helgar- póstsins og Óöals” fer af stað — með léttu ívafi. —GAS Kostatilboð Helgarpóstsins og O.ðals Sumarsveinar Helgarpóstsins hétu þeir ungu piltarnir sem fegr- uðu siður HP fyrir nokkrum vik- um. Þá birtust myndir af sex karlmönnum i öllum þyngdar- flokkum, auk viðtala um hagi þeirra, áhugamálin og allt það. Strákarnir voru aö sjálfsögðu léttklæddir enda skein sól í heiði og svo er það líka til siðs, þegar kynþokkafullu myndirnar eru birtar af sætu stelpunum i hinum blööunum. En auðvitað var alvaran að baki þessum myndbirtingum lítil sem engin. Aðeins verið að sýna að fleira er matur en feitt kjöt og að kynin eru tvö — karlkyn og kvenkyn, — og fleiri geta sýnt á sér kroppinn en þeir sem ei*u i toppformi. Hinir geta það lika — hinir sem eiga i striði við auka- kilóin, eða þá sem vantar fleiri kiló. Sem sé allir með, horrenglur og fituklumpar ekki siður en hinir „vel vöxnu”. Þetta fékk ágætis undirtektir enda mótsvar við þessum „glansmódelum” sem alls staðar riða húsum. Og af þeim sökum ætlum við aö halda leiknum dálit- ið áfram. Veitingahúsiö Óðal og Helgarpósturinn eru aö fara af stað með keppni, sem nefnist „Sumarsveinar Helgarpóstsins og Óðals” og mun keppnin fara fram á sunnudagskvöldum i Óðali, undir stjórn Halldórs Arna Sveinssonar plötusnúðs og „alt mulig” manns á staðnum. Allir karlmenn og þá meinum við allir — burtséð frá útliti, aldri og sál-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.