Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 13
13 helgarpásturinn Föstudagur 19-,»ú_nL1221 Mattý „ Gömludansarnir standa fyrir sínu” segir Mattý Jó, söngkona Frá áramótum hefur Mattý Jó, sungið fyrir dansgesti í Lindarbæ. Helgarpósturinn hringdi i Mattý og forvitnaðist dálitið um hana og hennar söngferil. Ég spurði hana fyrst hvenær hún hefði byrjað að syngja? Mattý hlær dillandi hlátri. „Ég er nú búin að syngja lengi, hvað ætli ég sé nokkuð að gefa þér upp aldurinn, ég byrjaði að syngja þegar ég var 16 ára nánar tiltekið fyrir norðan. Og siðan ’73 hef ég sungið hérna víðsvegar um bæinn svo sem i Þórscafé, Templara- höllinni, Alþýðukjallaranum og svo Lindarbæ. Ég var eiginlega með eigin hljómsveit um tveggja ára skeið, „hljómsveitina Mattý” og fórum viö og sungum fyrir fólk út um hvippinn og hvappinn." — Hefurðu einhverntima sung- ið inn á plötu? „Nei það hef ég ekki, og ætla mér ekki að gera það. Sjáðu til ég lit á söngin eins og hverja aðra vinnu, ég hef haft þetta að aðal- starfi frá áramótum, en hérna áð- ur fyrr þá vann ég ýmis störf með, svo sem á simanum hjá Sjónvarpinu. Ég er einnig hús- móðir og á þrjú börn svo ég hef alltaf haft nóg að starfa.” — Samræmist það ekki illa að vera með börn og vinna á kvöld- in? „Það getur nú gert það, annars finnst mér það að sumu leyti betra, þvi á meðan ég vinn þá sofa börnin og ég hef haft góðar barnfóstrur. Þannig að ég hef getað verið heima með börnunum minum á daginn og ekki þurft að notast við dagheimili." — Hvað með æfingar? „Við höfum haft það breitt prógramm að það er alltaf úr ein- hverju að velja svona til skipt- anna. Þetta fer alveg eftir þvi hversu mikið ég hef að gera en gömlu dansarnir standa alltaf fyrir sinu. I Lindarbæ þar sem ég syng núna öll laugardagskvöld er indælt að vera og alveg sérstak- lega þægilegt fólk sem vinnur þarna og ég er ekkert að hætta á næstunni”, segir Mattý að lokum. Já, margt er nú til i henni veröld. Hvað ætli komi næst? Kannski verður farið að selja steina í bandi sem gæludýr. t Amerikunni telst steinn i bandi hið þægilegasta gæludýr, eigand- inn þarf engar áhyggjur að hafa ef hann skreppur eitthvað frá og ekki þarf að fæða né kiæða gælu- steinana. Þetta er kannski það næsta fýrir borgarbúa þvi hunda- hald er jú bannað. i leil að fiildum fjársjóði -ljósinvnd Valdis Ekkert íslenskt gullæði í versluninni útilif i Glæsibæ fæst gullleitartæki sem verslunin auglýsir sem bráðskemmtilegt sport fyrir alla f jölskylduna. Er i auglýsingunni bent á Esjuna sem heppilegan stað til þess að iðka þessa íþrótt. Heigarpósturinn hringdi i Útilif og spurði Tómas Bjarnason, verslunarm ann nánar út i þetta tæki. Tómas sagði að gullleitar- tækið hefði lftið selst, en enginn vafi væri á þvi að það væri til margs nýtilegt. Þetta tæki er skoskt sagði Tómas og segði það nú mikið um gæðin þvi' eins og ailir vita eru skotar niskir mjög og nota þvi gullieitartækið óspart ef t.d. fimm aur hefur dottið i sandbing. Tómas sagðist hafa farið með gullleitartækið niður i fjöru og fundið eina gullfallega skeið sem grafin var niður i fjöruborðið. Ekki kunni Tómas neinar sögur að segja okkur um hvort ein- hverjir hérna hefðu fundið gull með þessum tækjum, ef svo væri héldu þeir þvi vandlega leyndu Ingvar Helgason Vonarlandi við Sogaveg — Sími 33560 Datsu Cherry 1981 Óvenju hagstæðir samningar Óvenju hagstæð greiðslukjör Óvenju hagstætt verð Eftir verðlækkun Datsun Cherry 3ja dyra GL um kr. 82.900.- Datsun Cherry 3ja dyra DL um kr 79.900.- (án ryðvarnar og skráningar)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.