Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 15
15 holtjarpnczfl irinn Föstudagur 19. júní 1981 svona náðugt og afslappandi eins og sumarið ’45. Ég var þá blaðamaður á Al- þýðublaðinu og fór ásamt vini minum Ásgeiri Magnússyni til Akureyrar, að Laugum og i Reynihlið i Mývatnssveit. 1 Reynihlið dvöldumst við i eina 4 daga og þar fannst mér vera einstaklega kyrrlátt, og umhverf- ið svo einstaklega gamaldags, og enginn asi eins og nútiðinni til- heyrir. Umhverfið þarna og nátt- úran er svo einstaklega falleg og fjölbreytilegur gróður. Við félag- arnir eyddum dögunum þarna með gönguferðum um Dimmu- borgir, Slútnes og Hverfjall, sem er eini gigur sinnar tegundar hér á jörðu. Ég hef oft sagt að Guö hafi búið það til fyrir aumingja, þvi það getur hver sem er gengið upp að gigskálinni án nokkurs erfiðis. Sprengjan á Hírósima Það bar að visu einn skugga á þessa annars svo ágætu ferð, en það var ekkert persónulegs eðlis: Þegar við komum til Akureyrar hafði komið sú frétt að austur i Japan hefði fallið sprengja á borg sem nefndist Hirosíma og drepið óheyrilegan fjölda af fólki. Dag- inn eftir fengum við nánari fréttir af þessu, og kom þá i ljós að þetta var engin lygi og að þessi sprengja væri alveg ný tegund af sprengju sem á islensku var nefnd kjarnorkusprengja. Þetta var gifurlegt áfall. Það var nýbúið að semja frið i Evrópu og allt útlit fyrir að hann héldist að lokinni heimstyrjöld. Bara það að búið væri að beisla kjarnork- una fannst manni vera ógnun við friðinn. Það hlakkaði i sumum nasist- um þegar þeir heyrðu þetta og þeir sögðu: Já, svona er þetta, bandamenn munu ekki geta kom- ið sér saman um neitt — og hvað þá staðið saman að þvi að halda friðinn.” ,,Fljótandi lúxusferja" Jón Guðni Kristjánsson, blaöa- maður, segir svo frá: ,,Eins og aðrir dæmigerðir Is- lendingar hef ég ekki tekið sum- arfri á sumrin, heldur unnið flest störf til lands, en aðeins eitt sum- ar til sjós. Það var sumarið ’78 sem ég úr mikilli neyð fékk sum- arvinnu á farþegaferju, fljótandi lúxusferju sem sigldi á milli Svi- þjóðar og Þýskalands. Ég byrjaði sem ryksugunarmeistari og undir haustið var ég hækkaður i tign og gerður að birgðaverði. Þetta er eina skiptið sem ég hef verið til sjós og sendi auðvitað vinum minum á Islandi kveðju i óska- lagaþættinum á „Frivaktinni” frá Jóni Guðna sem rær á milli Sviþjóðar og Þýskalands. Internationalinn á tyrk- nesku Þessi vinnustaður var sérstak- ur að þvi leyti að yfirmennirnir, þeir borðalögðu, voru Sviar og Þjóðverjar, en i öðrum störfum voru allra þjóða kvikindi. Það rikti á meðal okkar mjög alþjóð- legt andrúmsloft og var ég hálfn- aður með að læra „International- inn” á tyrknesku en ég er búinn að gleyma þvi ljóði núna enda var hann ekki sunginn daglega á þvi skipi. Vinnufélagar minir þetta sum- ar voru frá ótal mörgum löndum og skiptu tugum, en áttu það sam- eiginlegt að hafa hrakist frá heimalandi sinu og áttu ekki þangað afturkvæmt, þeir voru að gera tilraun til þess að eignast heimili og athvarf i öðru landi á forsendum sem þetta nýja land Sviþjóð, réði algerlega. Fólk sem þannig er ástatt fyrir er ofurselt þeim sem yfir þvi hefur að segja á vinnustöðum, og það er i rauninni að berjast fyrir lifi sinu á hverjum degi i starfi sem þeim býðst. Það var utan- garðs i þessu nýja samfélagi og blandaði litið geði við heima- menn, og sat álengdar ef slegið var upp gleðskap. Flestir höfðu gert sér miklar vonir um framtiöina i þessu nýja landi en niðurstaöan hjá flestum var sú aö þeir lifðu lifinu eins og skipbrotsmenn. Ég hef aldrei unnið á vinnustað heilt sumar þar sem mannfyrirlitningin var eins mikil og þarna. Menn voru af- mynstraðir i tugatali fyrir smáyf- irsjónir. Ég man eftir einum Pól- verja sem varnýsloppinn úr landi og talaði sænsku, hann réði sig þarna til starfa. Fyrsta daginn drukkum við saman kaffi og hann sagði að sér liði eins og endur- fæddum, ég hef aldrei séð glaðari mann með ryksugu heldur en hann. Hann var svo glaður að hann fékk sér nokkra bjóra til þess að halda upp á þetta nýja lif sem var að byrja, þar með var draumurinn búinn. Sendir í byssukjaft Menn vilja ekki alltaf horfast i augu við það að i hverju og einu landi i Evrópu búa margar þjóðir, margir litarhættir, og þar rikja mörg trúarbrögð og siðir. Ég held að það sé orðið timabært fyrir okkur að fara að gera það upp við okkur hvernig þessu sambýli á að vera háttað, við höfum dæmi fyrir framan okkur um ýmsar „galdrabrennur” á „óþægilegu” fólki gegnum söguna. Við á Norðurlöndum teljum okkur vera útverði mannúðar i heiminum, en við skulum ekki gleyma þvi að þeir frændur okkar hafa lika átt sin „Gerva- soni”-mál. Þeir hafa lika visað fólki á bug og sent fanga heim til sin aftur og oft á tiðum ekki i fangelsi heldur beint i byssukjaft. Gubbugjald Þetta fyrirtæki sem rak þessa útgerð var og er sænskt-þýskt þar var ein visindagrein i hávegum höfð sem á islensku kallast: „Fyllsta aðhalds og sparnaðar skal gæta i fjármálum”. Þarna um borð voru i boði allar lystisemdir sem nöfnum tjáir að nefna fyrir viðskiptavinina, en til að hafa vaöið fyrir neðan sig var það i lögum fyrirtækisins að ef gesti yrði bumbult af veitingun- um og ældi i kojuna þá átti hann að greiða 50 skr. i sekt. Virðulegur sænskur sölu- maður Þetta hafði þær afleiðingar i för með sér að ég skrifaði upp á sér- kennilega nótu. Virðulegur sænskur sölumaður sem var að fara til Þýskalands i vi öskiptaer- indum missteig sig á vegi dyggö- arinnar á leiðinni og spjó i koj- una. Honum var auðvitað gert aö greiða sina sekt, en það braut i bága við þær fjármála áætlanir sem hann hafði gert til ferðarinn- ar. Eftir mikið japl, jaml og fuður féllst hann á að greiða gubbu- gjaldið gegn kvittun svo hann gæti fengið það endurgreitt hjá fyrirtækinu. Þá varð til nóta sem hljóðaði svona: „Hér með vottast að herra Svenson gubbaði i koju sina aðfararnótt 10. ág. og greiddi aukagjald kr. 50”. Þetta var sölumaður sem ekki deyr, a.m.k. ekki ráðalaus. 3 herbergja íbúð í Helsing- borg Minnisstæðasta persónan frá þessu sumri var Lappi nokkur sem hafði flust heiman frá sér suður i heimsmenninguna. Við kynntumst þannig að fyrsta morguninn á ferjunni vor- um við mjög syfjaðir og urðum fyrir þvi slysi að hella 25 litrum af súrmjólk yfir matargesti, og tókst strax með okkur mikil vin- átta. Þegar við vorum að fara i land eftir fyrsta túrinn, drukkum við saman bjór og ég spurði hann hvort hann kæmi ekki aftur. „Nei^sagði hann,,ég vinn i get- raununum um næstu helgi, það verða 700 skr. og fyrir það ætla ég að kaupa mér 3 herbergja ibúð i Helsingborg'.'„Hvernig geturðu verið svona viss um það"spyr ég? ,,Ju',segir hann^siðast hafði ég 11 rétta og næst fæ ég 12. Við skáluð- Elias jvi / *»Jó fjallið tilfyrir aum •ngja um fyrir framtiðinni og kvödd- umst. Þegar ég svo kem aftur á vakt er hann fyrsti maðurinn sem ég sé, og er hann heldur dapur að sjá. Ég vék mér að honum við fyrsta tækifæri og spyr hann hvernig þetta hafi farið með get- raunirnar og ibúðina. „Ég var al- veg hroðalega óheppinn sagði hann. Ég spurði hvað hann hefði haft marga rétta.„Þeir voru nú ekki nema 3,'svaraði hann. Svona gekk það til allt sumarið, alltaf drukkum við saman einn bjór áður en við fórum i land og hann kvaddi mig alltaf með þvi fororði að „ef ég vinn i getraun- unum þá kaupa ég mér 3 herb. ibúð i Helsingborg og kem ekki aftur”. Hann var með mest elegant mönnum sem ég hef kynnst og minnti meira á sendiherra en þjón á skemmtiferðaskipi. --Guö er dauður, lifi get raunin og happdrættin" : Við hættum báðir sama dag- inn og drukkum okkar kveðju- bjór, þá var hann búinn að gefa getraunirnar upp á bátinn og bú- inn að ráöa sig á skemmtiferöa- skip sem sigldi frá Gautaborg til Ameriku. Hann trúði mér fyrir þvi að það væri vegna þess að siglingin tæki 3 vikur og þá gæfist gott tóm til aö kynnast stúlkunum um borð. Hann ætlaöi að snúa á almættið og fara krókaleiðir að markmiði sinu. Við kvöddumst og ég vona að hann hafi höndlað þá Paradis sem það auðvitað er að eiga 3 herbergja ibúð i Helsing- borg. Mér hefur oft verið hugsað til þessa vinar mins og fundist hann alltaf vera persóna úr tragi- kómiskri smásögu. Mér finnst hann vera á sinn hátt dæmigerður nútimamaður rótslitin mann- eskja sem labbar út i búð og kaupir sér framtiðina og á hana til einnar viku i senn, þegar hún hrynur er ekki um annað að ræða en að fara aftur út i búð og fram- lengja vixilinn. Kjörorð þessarar lifsfilósófiu gæti verið „Guð er dauöur, lifi getraunin og happ- drættin” 5 Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bœtt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. 12222 BiH meö nafni Það hefur löngum verið óskadraumur margra að eignast Buick einhverntíma á lífsleiðinni. ,,Þó ekki væri nema nafnsins vegna“ segja menn og láta þá útskýringu duga. Og hún er vissulega fullnægj- andi vegna þess að Buick hefur ætíð verið merkisberi alls þess besta, sem General Motors-bíla prýðir. Eftir tæknibyltinguna hjá GM fyrir tveimur árum er Buick Skylark talinn einn fullkomn asti og vinsælasti framhjóla-y drifsbíll á markaðinum. Hann er fáanlegur með GM mi BUICK sparneyt inni 4ra eða 6 strokka þverstæðri vél, vegur aðeins 1130 kg og er 4.60 mtr. á lengd. Þrátt fyrir stærðarbreytinguna hefur innirými ekki verið skert, þægindin, aukabúnaðurinn og glæsileikinn enn sá sami og ætíð hefur einkennt Buick. VELADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN) Simi38900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.