Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 30
30 Fostudagur 19. júní 1981 halgarpn^h irinn Chung Fung fékk bit sótti tima hjá John og spilar tttitta* (iiiil \nw eftir Jót myndir Þaö er ekki mjög langt síöan aö gltarinn varö viöurkennt hljóö- færi I heföbundnum tónlistarskól- um landsins. An þess aö vegiö sé aö nokkrum skóla held ég aö Tón- skóli Sigursveins D. Kristlnsson- ar hafi veriö meö fyrstu skólum landsins til þess aö viöurkenna gítarinn sem klassiskt hljóöfæri. — Aöur þótti ekkert athugavert viö aö gitarkennarar væru meö lægra kaup en t.a.m. fiölu- eöa pianókennarar en Tónskólinn sem reistur var af hugsjónaeldi Sigursveins og fleiri áhugasamra manna og félagssamtaka, varö fyrstur til aö koma á jöfnum laun- um allra sinna tónlistakennara, hvort sem hljóöfæriö hét fiöla eöa harmonikka. 1 Tónskóla Sigursveins hefur Gunnar H. Jónsson lengst af séö um gitarkennslu skólans, eða þar til I fyrra aö hann réöi sig viö Tón- listarskóla Akureyrar. 1 vetur tók til starfa viö Tónskólann ungur og upprennandi gitarleikari Joseph Ka Chung Fung, sem er fæddur og uppalinn I Hong Kong. Mér lék hugur á aö vita hvaö maöur svona langt aö kominn væri aö gera hér á Fróni. Ég byrjaöi þó fyrst aö spyrja hvers vegna gitarinn hefði heillað hann. ,,Ég held að þaö allra fyrsta sem hafði áhrif á mig og mitt gitarnám hafi veriö Bitlaæöiö. Þegar ég var niu, tiu ára gamall sá ég Bitlana I sjónvarpinu og var siöan alltaf aö herma eftir þeim. Svo keypti vinur bróbur mins ein- hverju sinni gitar sem ég sýndi mikinn áhuga. Nágranni minn keypti lika rafmagnsgltar sem gjörsamlega heillaöi mig. Ég haföi aö sjálfsögöu ekki efni á aö kaupa rafmagnsgltar, þvi þeir eru mjög dýrir, þannig aö ég varö aö láta mér nægja órafmagnaðan gitar. Fyrstu vikurnar eftir að ég keypti gitarinn, fór ég bókstaf- lega með hann meö mér i rúmið á kvöldin. Nokkrum árum seinna langaöi mig I plötu meö klassisk- um gitar. — Fór þá I búð og fann umslag meö mynd af glæsilegum gitarleikara meö hljómsveit i baksýn. Það voru mln fyrstu kynni af John Williams. En reyndar er þab sá maöur sem hef- ur haft mestu áhrifin á mig. Strangur vinnudagur —17 ára gamall fór ég úr fööur- húsum alla leiö til Englands. For- eldrar mlnir studdu mig fjár- hagslega til fararinnar. 1 upphafi haföi ég hugsaö mér aö leggja stund á visindi og tækni, geröi þaö reyndar i eitt ár. En þaö er nú llka þannig aö ef þú ert aö hugsa um bjarta framtlö I Hong Kong þá feröu ekki út I tónlist. List fær ákaflega litiö rúm á þeim staö. En áhuginn beindist I átt að tón- listarnámi og ég tók sjensinn. Hugsaði sem svo aö ég gæti þá alltaf haldiö áfram I tæknináminu seinna, ef tónlistin ætti ekki viö mig. A mlnu fyrsta ári I tónlistar- námi, lagöi ég mjög hart aö mér. Vann frá 8 á morgnana til 1-2 á næturnar. Og i raun og veru haföi ég ekki m jög góöan kennara þetta ár þannig aö ég þurfti aö fara mina eigin leiö I gegnum námið. En þaö fór lika mikill timi I ýmiss konar aukagreinar, s.s. söng, pianónám, tónlistarsögu, hljóm- fræöi o.s.frv. En svo komst ég sem betur fer I tónlistarskóla I Manchester en það var sá skóli sem ég hafðistefntaðaö komast I. Kennari minn þar var Gordon Crosskey, en hann hefur getið sér gott orö fyrir gltarkennslu, lærifeöur hans eru m.a. Segovia og John Williams, jafnvel þótt John sé á svipuöum aldrei, ef ekki yngri en hann. Og I þessum skóla kenndi John mér llka I hóptimum. Þvl miður kennir hann ekki I einkatimum. — Þaö er þá helst ef þú ert góöur vinur hans. Annars var mikið lif I þessum skóla. Ýmiss konar tónleikar, bæöi klassiskir og djass, og margt ann- aö s.s. ballet. Þarna var ég I fimm ár, 4 ár fram aö lokaprófi og siðan 1 ár eftir þaö.” Kynþáttahatur — Og svo liggur leiö þin til is- lands? „Já, ég var svo heppinn að kynnast einum islenskum gitar- leikara I Manchester, Arnaldi Arnarsyni. Viö leigðum saman I nokkra mánuöi og uröum góöir vinir. Mig haföi ekki einu sinni dreymt um aö koma til Islands, hvaö þá hugsaö um þaö, þegar ég fékk siðast liöiö sumar upphring- ingu frá Islandi. Var þaö Arnald- ur, sem fræddi mig á þvi aö Gunnar H. Jónsson væri aö hætta og staða gitarkennara viö skólann laus. Hann sagöi mér lika frá hagstæöum vinnutima, þ.e.a.s. 7 mánaða vinnu og 5 mánaöa frii . á kaupi. Svo voru friöindi einsog ibúö. Ég fékk tveggja daga um- hugsunarfrest, og að sjálfsögöu sló ég til. Ég haföi ekkert á móti þvi aö koma til Islands og öölast nýja reynslu. Ég var búinn aö vera þaö lengi I Englandi.1' — Hvernig var aö vera útlend- ingur I Englandi? „Þetta er erfið spurning. Þegar ég kom til Englands þá var ástandiö ekki svo slæmt. En þvi miður eykst kynþáttahatriö stöð- ugt.'T.a.m. þá tala Englendingar ekki annað mál en sitt eigið, þannig aö ef þú vilt vera meö þá veröur þú aö tala mjög góða ensku. Auðvitað er fólk misjafnt eins og gengur og gerist, en kyn- þáttahatur er ótrúlega algengt. En útlendingar blandast alltaf vel saman inná viö, og hópa sig sam- an.” Ekki lengur læknir á stofu- gangi — En höldum okkur viö Island, varstu ekki sjokkeraður þegar þú komst hingaö? „Ja, ég var sjokkeraöur þegar ég kom til Englands. Þaö var svona smá umhverfissjokk hérna. Ég bjóst viö fleiri trjám. Ég hélt það væri eins og i Noregi og Sviþjóö. Satt aö segja hraus mér hugur við öllu hraun- inu á leiöinni frá Keflavik. En þegar ég kom til Reykjavikur þá leið mér aöeins betur.” — llaföiröu hugmynd um ísland áöur en þú komst hingaö? „Ég vissi aö þaö var land, langt i noröri meö örfáum hræöum. Mér datt helst I hug eskimóar i snjóhúsum. — Og þó, það hékk einhver auglýsing uppá vegg I skólanum i Manchester. Mynd, tekin I góöu sumarveöri, þar sem allt var grænt og fallegt. Mér datt helst I hug Finnland eöa Sviss. Myndin minnti t.d. alls ekki á Breiöholt.” — Hvernig var svo að kenna hérna? „1 fyrstu þótti mér sem nem- endur litu á gítarnám sitt sem hálfgerðan leik. Þeir vildu ná fram góöum tón og lögöu mikiö á sig til aö öðlast öryggi, sem eru eiginleikar sem hljóðfæraleikar- ar þurfa aö hafa. En aö minu mati einbeittu þeir sér ekki nóg að túlkun og uppbyggingu sjálfrar tónlistarinnar. Tæknin var á kostnað túlkunarinnar. — Það sem ég geröi I vetur var aö reyna aö beina nemendunum I þá átt að nota hljóöfæriö og sina tækni til aö túlka sjálfa sig og tilfinningar sinar.” — Var ekki talsvert erfitt aö koma hingaö og kenna? „Þaö var auðveldara en ég bjóst við. Ég er t.a.m. ekkert far- inn aö læra i tungumálinu ennþá. Ég bjóst viö aö þurfa aö læra mál- ið, en ég verö aö segja ab ensku- kunnátta fólksins hér er með ein- dæmum góö. Fyrstu mánuðina var ég dauöþreyttur eftir hverja kennslustund, og eflaust hefur ýmislegt farið fyrir ofan garö og neðan hjá nemendunum. En þetta fer batnandi, mér semur betur viö nemendurna og þaö bil sem var i upphafi á milli min og þeirra, minnkar stööugt og þaö finnst mér góö þróun. Þaö er llka gleöilegt þegar maöur finnur aö einhver árangur er aö nást. Þeir eru að þróast tæknilega séö. Mér finnst ég ekki lengur vera læknir á stofugangi. Núna get ég talað við nemendur mina bæöi sem vini mina og stundum jafnvel sem listamenn.” Vin á eyju elds og ísa — Þú hefur eitthvaö veriö aö spila hér opinberlega? „Já. Fyrst þegar ég kom hing- aö þekkti ég hljóðfæraleikara I Sinfóniuhljómsveitinni sem höföu verið með mér i skóla i Manchest- er. Ég haföi samband viö þau og viö héldum tónleika bæöi úti á landi og hér i borginni. Þetta var trió; selló/Vióla og gitar. Svo hef ég verið aö spila einn bæöi á Torf- unni og á fleiri stöðum. Eftir jólin hef ég æft prógramm meö sópransöngkonunni Margréti Pálmadóttur, en hún er nýkomin frá námi I Vinarborg. Viö héldum nokkra tónleika nú nýverið. Þaö hefur verið mjög ánægjulegt aö vinna meö henni.” — Hvaö viltu segja um tón- listarlifið hérna? „Þaö má kannski lfkja þvi viö vin, ekki I eyðimörk heldur á eyju elds og Isa. Ég bjóst aldrei viö þvi aö tónlistarllfiö væri svona fjöl- skrúöugt. Og svo eru þaö áheyr- endur. Þeir viröast koma vegna þess aö þeir hafa yndi af tónlist en ekki til aö sýna sig og sjá aðra. Og ákafinn er svo mikill hjá tón- listarmönnunum aö þaö getur ekkert aftrað þeim frá þvi að spila. Þeir eru eins og eldfjöll. Þaö er kannski engin furða, þar sem þú færð svo mikla orku úr þinu nánasta umhverfi.*Og öll tónskáldin hérnaf Þetta er alveg ótrúlegt og svo maöur miöi nú viö fólksfjöldann, eöa réttara sagt fólksfæöina. Mig skortir hrein- lega orð. Og þaö er ekki bara á sviöi tónlistar, heldur viröist fólk almennt vera mjög listhneigt hérna.” — En til aö slá botninn I samtal- iö og lofið, hvaö er nú framundan hjá þér? „Ég verö á Islandi næsta vetur. — Hér býr maöur I svo litlum hring aö maöur kynnist tónlistar- mönnunum vel, en i útlöndum veistu varla hvaö þeir sem þú ert að spila meö heita, hvaö þá aö þú eignist þá aö vinum. Þú kynnist jafnvel áheyrendum. Og eins og ég segi þá hef ég svo gott sumar- fri. — Þaö gæti alveg hugsast að ég fari til Kaliforniu I sumar.” FINNST ÉG EKKI LENGUR EINS OG LÆKNIR Á GANGI" tlaæöi i Hong Kong, Williams i Englandi lú og kennir á gítar r á Islandi STOF *!*Sw~ mnu Þórnallsdottur Valdís Óskarsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.