Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 19.06.1981, Blaðsíða 32
he/garpásturinn Föstudagur 19. júní 1981 n líL. ■ — ■ - _ . ^ J Jt* y. Þjálfaður viðgerðarmaöur yfirfer allt gangverk og öryggisbúnað og lagfærir þaö sem þörf erá. Sölu og þjónustumaður Bllaborgar h.f. tekur við bíl til sölumeðferðar. Bíllinn afhentur kaupanda I 1. flokks ástandi og með 6 mánaða ábyrgð. Notaðir Mazda bílar með 6 mánaða ábyrgð. Þeir sem kaupa notaðan Mazda bíl hjá okkur geta verið fullvissir um að bíllinn sé yfirfarinn, nýstilltur og í fullkomnu lagi og að ef leyndir. gallarkæmu íIjós myndi Bílaborg h.f. lagfæra þá að kostnaðarlausu. Firrið yður óþarfa áhættu í kaupum á notuðum bíl... Kaupið notaðan Mazda með 6 mánaða ábyrgð. Smiöshöföa 23, /sími 812 99. ® St jórnvöld hafa lagt töluverð- an þrýsting á Flugleiðir um að selja starfsfölki Arnarflugshluta- bréf si'n i þvi fyrirtæki, en þar hafa Flugleiðir átt meirihluta. Ekki hefur þaö gengið saman hingað til, en nú heyrir Helgar- pósturinn að starfsfólk Arnar- flugs hafi fengiö tryggingu fyrir bankafyrirgreiðslu vegna þess- ara hlutabréfakaupa sem nema hálfu fjórða hundraði gamalla milljóna alls. Sú bankafyrir- greiðsla er sögð liggja hjá Sam- vinnubankanum .Þess má geta að næst stærsti hluthafinn í Arnar- flugi er Samband islenskra sam- vinnufélaga... • Þá mun nú liggja fyrir vilyröi islenskra stjórnvalda fyrir bvi að Amarflug fái leyfi til áætlunar- flugs til Sviss og Spánar, Arnar- flugsmenn, sem telja leyfi til áætlunarflugs algjört lifsskilyrði fyrir félagið, munu þvi hafa þessi lönd mjög i sigti sem áætlunar- staði... • Sambandiðhefur nú tekið yfir húsnæði það við Snorrabraut, þar sem Osta og smjörsalan var áður tilhúsa. Þarmun Sambandið ætla að koma upp bækistöðvum alls kynningarstarfs sins, sem verður fólgin i útgáfu fræðslubæklinga' , alls kyns almenningstengsla- starfsemi og gerð videóbanda til kynningar á starfi Sambandsins. Yfiröllu þessuá að trjóna Haukur Ingibergsson, fyrrverandi skóla- stjóri Samvinnuskólans... • Fyrir nokkru komst Kisiliðj- an við Mývatn i fréttir vegna mengunar sem fylgir starfsemi hennar. 1 framhaldi af þessu mun nú fyrirhugað að fulltrúar Heil- brigðiseftiriits ríkisins fari til þriggja landa, Spánar, Frakk- lands og Bandarikjanna til að kynna sér fullkomnustu mengun- arvarnir i samsvarandi kisilverk- smiðjum þar... • Nú hefur það fengist staðfest að skýrslan umtalaða um súrálið sem glataðist i hafinu milli Astfaliu og Straumsvfkur á sin- um tima, er örugglega komin inn i iðnaðarráöuneytiö. Ferð endur- skoðandanna frá Cooper og Ly- brandt hingað til lands var á sin- um tima frestaðlitlu fyrir þinglok og enn eru þeir ekki komnir til landsins til ,,að semja” við Hjör- Ieif Guttormsson um niðurstöður skýrslunnar, eins og það er orðað. Einhverjir eru þess vegna farnir að tala um að endurskoðendur Cooper og Lybrandt ,,hafi týnst i hafi”, rétt eins og súrálið... • Fyrirnokkrum misserum var nýtt segulband keypt til Þjóðleik- hússins. Það var til notkunar fyr- ir leikara við æfingar og annað þess háttar. Segulbandið hafði þó ekki verið marga daga i húsinu, fyrr en það hvarf og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Töldu starfsmenn Þjóðleikhússins bandið tapað fyrir fullt og allt og einhver fingralangur hefði náð þvi og numið á brott. En viti menn. Tækiðkom i leitirnar fyrir fáum dögum. Það fannst i skrif- borðsskúffunni hjá Þjóðleikhús- stjóra... • Segulbandamálið ætlar líka að verða gárungunum óþreytandi yrkisefni. 1 einni útgáfunni er þvi haldiö fram, að leikarar Þjóðleik- hússins séu eins og hengdir upp á þráð þvi margir séu á Sveins bandi... • Onnur útgáfan hljóðar á þá lund,að Sveinn Einarsson hafi að nýju tekið að sér umsjón með þætti i útvarpi. Er þar um ab ræða endurvakning á þættinum „Cr segulbandasafninu...” • Talsvert hefur verið fjarg- viðrast if jölmiðlum út i svokallað fjölþjóðaprent sem æ meir hefur rutt sér til rúms i bókaútgáfu, ekki sist á barnabókum, litprent- uðum myndabókum og þess hátt- ar, sem unnar eru i eins konar fjölþjóðlegu samprenti. Hafa menn talað um að sjálfstæð is- lensk barnabókagerð væri hrein- lega i hættu vegna þessa heims- kapitals. Nú standa likur til að brotið verði blað i viðskiptum Is- lendinga við fjölþjóðaprentið og vörn snúið i sókn. Tveir lista- menn, Guðrún Helgadóttir, rit- höfundur og Brian Pilkington, myndlistarmaður hafa gert i sameiningu nýja bók með texta og litteikningum fyrir bókafor- lagið Iðunn. Bókin heitir Ástar- saga úr f jöllunum og er eins kon- ar nútima tröllasaga, — fyrir börn á öllum aldri ef maður þekk- ir Guðrúnu rétt Þessi bók var prentuð i Belgiu i mars s.l., skömmu fyrir Alþjóðlegu barna- bókasýninguna i Bologna á Italiu. Þangað hafði Jóhann Páll Valdi- marsson, Iðunnarstjóri i farangri sinum fyrstu eintökin sem tókst að binda inn fyrir þann tima og er skemmst frá þvi að segja að bók- in fékk óhemju góðar viðtökur sýningargesta, sem voru forlags- stjórar viðs vegar að úr heimin- um. Er li'klegt að islenska barna- bókin Astarsaga úr fjöllunum verði seld til 6-8 Evrópulanda, þar sem hún mun þá koma út upp úr áramótum. Þetta fyrsta islenska fjölþjóöaprent kemur hins vegar út á tslandi i haust... • Þá er leikrit númer tvö komið i vinnslu hjá sjónvarpinu eftir að deilum við leikara og leikstjóra linnti. Þegar er leikrit Daviðs Oddssonar, Kusk i hvitflibbann komið i upptöku, og nú er hafinn undirbúningur að tökum á leikriti Steinunnar Sigurðardóttur Lik- amlegt samband i Norðurbænum. Leikstjóri þess verður Sigurður Pálsson.sem stundað hefur nám i faginu i Frakklandi að undan- fix'nu og er þetta fyrsta sjón- varpsverkefni hans, en upptöku stjórnar annar franskmenntaður, Viðar VTkingsson og er þetta einnig fyrsta leikritsupptaka hans hjá sjónvarpinu... • Mikil gróska var i starfsemi Jazzvakningar siðastliðinn vetur og munu hljómleikar Clark Terry og stórsveitar hans hafa séð tfi þess að endar næðu saman. Jazz- vakningarmenn eru þvi farnir að huga aö næsta starfsári. Nú heyrir Helgarpósturinn aö vonir standi til að hinn eini sanni Niels- llenning Örsted-Petersen geti haft hér viðkomu i haust ásamt triói sinu. Ekkert mun þó frá- gengið i' þessu máli, en með NHÖP yrðu þá kapparnir Philip Catherine, belgiski gitaristinn sem hér lék á sinum tima með Niels-Henning i Háskólabiói, og norski trommarinn Jon Christ- iansen, sem nú þykir i fremstu röð jazztrommara i heimi... • Þá má nefna að nú er i sjón- máli fyrsta tölublað af nýju blaði, —TT eða Tónlistartimaritinu, sem að standa Jazzvakning, SATT, og Visnavinir. I. þessu blaði, sem mun komast út fyrir mánaðarmót, eiga ýmsir kunnir músikpennar og hljómlistamenn efni, eins og Jón Múli Arnason, sem skrifar um Gunnar heitinn Ormslev, Svavar Gests sem skrifar úr sögu jazzins á Islandi, Rikliarður örn Palsson sem brýt- ur Bitlana til mergjar, Aagot óskarsdóttir sem skrifar ádrepu um Söngvakeppni sjónvarpsins, og Þórður Arnason, sem skrifar um pi'anóstillingar, auk viðtala og fleiri greina.. • A Akureyri er verið að raða saman fyrsta framboðslistanum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar að ári. Aðstandendur listans eru hjónin Nanna Mjöll Atladóttir (félagsráðgjafi hjá Félagsmála- stofnun Akureyrar) og Guðmund- ur Sæmundsson (andófsfor- sprakki og forsetaframbjóðandi á ASI-þingi), dyggilega studd hvatningargrein Jóns Björnsson- ar félagsmálastjóra um kvenna- framboð. Listinn á að verða skip- aður konum eingöngu. Von að- standendanna er sú, að takast megi að fylkja stuðningsfólki _k, Vigdisarfrá ifyrrasumar |7> um þennan 'y 2. tbl. 2. árg. 1981 Glæsilegt tiniarit um island fyrir islendinga. 80 bls. fjöldi litinynda. — Meðal efnis: Fjallvegir á tslandi. Akstur yfir ár, greinar um Vesturland og ódáðahraun. Skófatnaður fyrir göngufólk, læknaspjall, Ferðafélag is- iands — Útivist — björgunarsveitir o.fl. o.fl. Áskriftarsiminn 29499. Ritið fæst einnig i bókaverslunum og á blaðsölustöðum um ailt land.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.