Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 9
JiQlgarpósturinnI^±^!L 3. júlí 1981. VETTVANGUR Svona fullyr&ing er ekki fræöi- mennska heldur dylgjur fyrir neöan viröingu SIPRI. Hvað segir ameriska sendiráöiö? Bandarikjamenn eru aö visu vanir árásum og svivirðingum kommúnista og annarra andstæð- inga þeirra hér á landi, en þeim kann að þykja nóg um dylgjur Owen Wilkes, sem fær laun af al- mannafé Sviarikis. Wilkes segir, að Pattersonflug- völlur (rétt viö Keflavíkurvöll) Órökstuddar dylgjur i staö sérfræði i varnarmálum Eftir viðtal þaö, sem Helgar- pósturinn birti siðasta föstudag viö Owen Wilkes, hernaðarsér- fræðing Alþjóðlegu friðarrann- sóknarstofnunarinnar i Stokk- hólmi, tel ég óhjákvæmilegt að mótmæla þvi, að hann skuli með órökstuddum fullyrðingum og ábendingum blanda sér i pólitisk mál Islendinga. Þessi framkoma mannsins gengur þvert á stefnu hinnar óhlutdrægu fræðistofnun- ar, UIPRI, sem hann er kenndur við. Meðal hinna furðulegu órök- studdu fullyrðinga Wilkes um málefni Islands eru þessar: 1. Á tslandi eru þrjár tegundir af kjarnorkuvopnastöðvum. 2. Honum þykir ekki ósennilegt, að Rússar hafi ,,eina eins megatonna kjarnorkusprengju nú þegar slillta til að eyða Keflavík." 3. Hann telur sennilegt, að Bandarikjamenn hafi kjarna- odda um borð i P—3 Orion eftir- litsflugvélum, sem koma reglu- iega i æfingaflugi til tslands og séu kjarnavopnin i flugvélun- um allan timann. 4. Loran C stöðin á Gufuskálum á Snæfellsnesi er „eins konar stjórnstöð fyrir siglingar kjarnorkukafbáta." Þessar fullyrðingar eða dylgjur eru svo alvarlegar ákærur á hendur Bandarikjunum og Sovét- rikjunum, að ekki sé minnst á fs- lendinga sjálfa, að ekki er hægt að láta þeim ómótmælt. Hvaö segir sovéska sendiráöið? Rannsóknarblaðamenn Helgarpóstsins ættu að kanna, hvað sovéska sendiráðið segir við peim dylgjum, að Rússar hafi eins megatonns kjarnorku- sprengju miðað á Keflavik! Þegar Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra var i Moskvu, þakkaði Kosygin forsætisráð- herra Sovétrikjanna tslendingum fyrir að leyfaekki kjarnorkuvopn i landi sinu. Á allsherjarþingi SÞ um afvopnun, lofuðu Sovétrikin að nota ekki kjarnorkuvopn gegn rikjum, sem ekki leyfðu staðsetn- ingu kjarnorkuvopna á landi sinu. Og skyldu sovéskir aðmirálar ekki frekar vilja ná Keflavikur- velli og etv. öllu SOSUS hlustun- arkerfinu heilu á sitt vald en ger- eyða þvi — og hálfri islensku þjóðinni? tima, er fráleit getgáta. Þessar vélar nota flugskýii beint á móti farþegastöðinni á Keflavikurvelli og eru 2-300 metra frá henni. Að kjarnorkuvopn séu þar vikum saman — eða öðru hverju — óvar- in án sjáanlegra öryggisaðgerða, er himinhrópandi barnaskapur. Það væri eins og að setja upp dynamitgeymslu i blikkskúr á Lækjartorgi. Pólitískar ályktanir byggðar á sandi Margt fleira mætti telja til, sem fram kemur i viðtalinu við „hern- aðarsérfræðinginn" frá SIPRI i Stokkhólmi og hægt væri að hrekja og sýna fram á rökleysur og rökvillur mannsins. En það verður ekki gert hér. Alvarlegast er, aö hann dregur pólitiskar ályktanir af þessum dylgjum og segir Islendingum að losa sig við varnarliðið og gerast hlutlausir, það muni veita þeim „gæti verið" einn af geymslu- stoövum kjarnorkuvopna. Hann gortar af kunnugleik með þvi að nefna þennan gamla flugvöll, en ljóstrar um leið upp fáfræði. A Patterson eru gamlar skotfæra- geymslur, i almannasýn frá þjóð- veginum til Hafna. Þar eru engar varúðarráðstafanir og enginn umbúnaður, er nálgast það, sem kjarnorkuvopn kalla á. Utan- rikismálanefnd Alþingis hefur nýlega farið um þetta svæði án athugasemda. Loranstöðin á Snæfellsnesi hef- ur árum saman verið rekin af Landssimanum fyrir Bandarikja- menn, og þar vinna eingöngu Is- lendingar. Þaðan er aðeins send- ur miðunargeisli, sem islensk skip nota mikið. Bæði ameriskir og sovéskir kafbátar geta verið meðal skipa, sem nota þessa mið- un til nákvæmrar staðarákvörð- unar, en fyrir löngu eru komin til skjalanna ný miðunartæki, sem m.a. byggja á gervitunglum. Þetta tal er barnalegt og ekki „sérfræðingi" sæmandi. Sú ásökun, að P-3 Orion flugvél- ar lendi hér á landi með kjarn- orkuvopn er ábyrgðarlaust tal, enda viðurkennir „sérfræðingur- inn" aö hann hafi enga sönnun fyrir þessu, telji það aöeins mjög sennilegt. Sýnilega er gloppa i upplýsing- um mannsins. Orion vélar frá Bandarikjunum skiptast á að vera á Islandi og dveljast þá jafn- an nokkurn tima hverju sinni. Að þær hafi kjarnorkusprengjur um borð allan þann tima, eða styttri mesta vernd. Hann fullyrðir, að hlutlaust Island mundi ekki láta undan ásókn Rússa, en kemur honum til hugar, að t.d. núver- andi rikisstjórn mundi ekki vera fljót að veita AEROFLOT aðstöðu hér á landi og leyfa sovéskum herskipum að kaupa hér oliu? Hver er reynslan frá Grænhöíða- eyjum? SIPRI hefur hingaö til lagt fram sérfræði um vopnakapp- hlaup og afvopnun, en látið stjórnmálamenn um að draga pólitiskar ályktanir. Nú hafa ver- iðteknir upp nýir hættir. Nú setur „sérfræðingur" SIPRI fram poli- tiskar ályktanir, en tinir til mark- laust raus, gamalþekkt úr áróðri hernámsandstæðinga, sem hin „fræðilegu" rök. Og tvö stórveldi hafa ástæðu til að kvarta viö SIPRI — eða sænsk yfirvöld — ef þau virða þennan mann yfirleitt svars. 1 januar 1979 heimsótti utan- rikisráðherra Islands (BGr) að- alstöðvar SIPRI i Stokkhólmi og fékk mjög góðar viðtökur hjá Frank Barnaby, fráfarandi for- stöðumanni stofnunarinnar, og starfsliði hans. Þá fóru fram itar- legar viöræður heilan morgun og siðan i hádegi og var annar tónn i þeim en i viðtalinu við Owen Wilkes. tslendingar frábiðja sér af- skipti og ráðleggingar Owens Wilkes i varnarmálum og þurfa ekki á svo lélegri „fræðslu" að halda um þau mál, sem viðtalið við hann fjallaði. Benedikt Gröndal. öryggisleysi sem hrekur ftílk Ut i fasteignaslaginn. Framtiö leigjenda er alfarið I höndum leigusala, leigjendur eru uppá náð og miskunn leigusala komnir varðandi leiguverð og leigu- tima.Þeir neyðast iðulega til að greiða óeðlilega stóran hluta tekna sinna i hiisaleigu fyrir nú utan þær ótrUlegu fyrirfram- greiðslur sem þeir oftast sæta. Sem betur fer eru þó til heiðar- legar undantekningar frá þessu i hópi leigusala. Astandið er ekki alfarið leigusölum að kenna, á- Af þrælkunarvinnu í Islenska Siðastliðinn föstudag birtist hér i sama dálki grein um hiisnæðis- mál leigjenda eftir GuðrUnu Vals- dóttur. í henni er margt froðlegt að finna sem snertir hag leigjenda, t.a.m. bendir hUn á þá stórkostlegu skerðingu á kjörum námsmanna og láglaunafólks sem felst i þvi að lögleyfa 44% hækkun leiguverðs á sama tima og almenn laun skriða lUsarlega upp um örfá prósent. Alkunna er að umræddir hópar, þ.e. náms- menn og láglaunafólk er lang- stærstur hluti þess hóps sem leig- ir. Hlálegt hlýtur að teljast að Al- þýðubandalagið sem gefur sig Ut fyrir að vera flokkur verkalýðs- baráttu, þjóðfrelsis og sósialisma skuli án frekari aðgerða leyfa rikisstjórn sem hann á aðild að slika árás á kjör þessara höpa, um leið og fréttir berast af hrika- legu ástandi á leigumarkaðnum. Reyndar hefur ástandið á leigu- markaðnum verið afleitt mörg undanfarin ár, a.m.k. frá þvi að min kynni hófust af honum. Má reyndar fullyrða að slik hUs- næðisleg örbirgð sem rikjandi er sé algjör timaskekkja i auðvalds- þjóðfélagi sem ráðamenn reyna að telja fólki trU um að sé á háu þróunarstigi, heilbrigt og eðlilegt og kalla meira að segja „vel- ferðarriki" á blómum skrýddum hátiöis-og tyllidögum. öryggisleysi Hingað tíl hefur öryggisleysi leigjenda verið algjört. Til dæmis um það get ég skýrt frá þvi að á tveimurárum flutti ég 6 sinnum á milli leiguibUða, þar af fjórum sinnum seinna árið, var varla að tæki þvi að taka barnableyjurnar upp Ur pappakössunum milli flutninga. Hverjum manni hlýtur að vera ljóst hver áhrif slikt öryggisleysi hefur á þroskamögu- leika ungviðsins og svivirðilegt er að ráðamenn svo barnfjandsam- legs samfélags skuli leyfa sér að taka sér i munn orðið „velferðar- riki" þö að á hátiðisdögum sé, á meðan slikt ástand rikir. í þrælkun án dóms og laga Það er einmitt þetta sama byrgðin er ráðamanna, þeirra sem stjórna hUsnæðismálum þjóðarinnar. Þeir neyða fólk til þess að eyða mestum hluta sinna bestu ára i að kaupa sér þak yfir höfuðið þ.e. i það að þjóna þvi skipulagi sem þeir hafa sett al- menning undir. HUsnæði er nauð- syn, allir þurfa þak yfir höfuðið, svo kauptu þér bara þak. En hvernig ganga slik kaup fyrirsig? JU, ftílk ræður sig i ein- hverja uppgripavinnu með mann- skemmandi löngum vinnutima, sésá kostur fyrir hendi. Sækirsér siðan hnefa i opinbera sjóði séu möguleikar á þvi. Séu þessir kostir ekki fyrir hendi getur fólk étið það sem Uti frýs. Sem sagt: frelsiði „velferðarrikinu" er slikt að maður er nauðugur vitjugur dæmdur i þrælkunarvinnu -N.B. án dóms og laga — vilji maður tryggja börnum sínum öruggan samastað frá degi til dags. Börn i reiðuleysi Þó að f ast heimilisfang sé nauð- synlegt er fleira nauðsynlegt börnum þrælanna i hUsnæðis- fangabUðunum. Eða hvert halda stjórnvöld að Hallærisplans- vandamálið eigi rætur sina. að rekja? Það skyldi þó ekki vera að upphaf þess megi finna i frum- skógarleik hUsnæðismarkaðar- ins, þar sem bæði Tarsan og Jane vinna sleitulaust myrkranna á milli á meðan dætur þeirra og synir reika sjálfala og foreldra- laus i reiðuleysi hins barnfjand- samlega samfélags, sem ekki sér einu sinni sóma sinn i þvi að sjá erfingjum landsins fyrir athvarfi á meðan að foreldrarnir þræla baki brotnu. Þvi mæli ég með þvi — sem nauðug vfljug eigandi IbUðar — að ibuðareigendur taki höndum saman við leigjendur i baráttunni gegn þvi' ófremdarástandi sem rikir i hUsnæðismálum. Lág- markskrafan er að leigjendur sæti ekki verri hUsnæöiskjörum en aðrir landsmenn, en tak- markið hlýtur að vera opinbert leiguhUsnæði fyrir alla — niður með Gulagið. Fórnarlömb fósturfylliriis sinni prentuö. Þar var hinu gagn- stæða haldið fram. Sfðustu 10 árin hefur hins vegar hlaupið fjör í leikinn. Athuganir hafa verið gerðar með ýmsu móti.bæði meðrannsóknum á ny- fæddum börnum alktíhdlista og meö lifeðlisfræðilegum tilraunum á dyrum. Fóstur á fyllirii. Synthefur verið fram á galla i Hkamsbyggingu, afbrigöilegt taugakerfi og óeðlilega hegðun manna og tilraunadýra, sem að einhverju ráði höfðu þegið alkóhól á fósturskeiðinu. Andleg- ur vanþroskieralgengastur þess- ara kvilla. Arið 1968 birtist I Frakklandi grein um rannstíkn á 127 afkvæm- um ofdrykkjumanna, þar sem lögð var áhersla á það hve börnin voru einkennilega lík i framan. Vanþroski og sálrænar truflanir einkenndu þau Hka. Kváðust rannsoknamenn jafnvel geta stundum ráðið af einkennum barns, að móðir þess hefði verið ofdrykkjumaður. Þetta reyndist meiri háttar uppgötvun, þvi aö svipaðar niður- stöður fengust siðan i mörgum löndum, þar á meðal Þýska- landi, Bandarikjunum, Ir- landi, Sviþjóð, Suður-Afriku, Kanada og Astraliu. Einkennin i andliti eru allmörg. Flest þeirra finnast stök hjá heilbrigðu ftílki, en þegar þau koma öll saman er það vi'sbendingum áhrif alktíhtíls. Andlitseinkennin og önnur ein- kenni, sem virðast f ylgja i kjölfar áfengis-ofneyslu móðurinnar, svo sem skemmd i miðtaugakerfi og hægur vöxtur barnsins, hafa verið kölluð einu nafni „fetal alcohol syndrome" á ensku (skammstafað FAS), — áhrif áfengis á fósturskeiði. 1 fyrrnefndri grein i Science (Vol. 209, No. 4454,18. jUli 1980) er sagt nánar frá hversu algeng veikin er. Samkvæmt könnun i Sviþjóð eignuðust t.d. 33% of- drykkjukvenna börn með öll hin skaðlegu einkenni og 76% með nokkur þeirra. Auk þessa hefur tiðni veikinnar verið metin með tilliti til áfengis- magnsins, sem móðirin hefur neytt, m.ö.o. meö hliðsjtín af þvi hvort móðirin er ofdrykkjumaður eða neytir vins i htífi. Ekki hefur þo enn verið unnt að ákvarða mestu neyslu, sem tíhætt er að neyta án þess að valda tjóni á heilsufari barnsins. Nákvæmar rannstíknir fara þvi fram á hófdrykkjufóstrum — og ennfremurá börnum sem bara endrum og eins duttu I það fyrir fæðingu — með mömmu!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.