Helgarpósturinn - 03.07.1981, Page 10

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Page 10
Föstudagur 3. júlí 1981. 1-helgarpásturinn- Eftir Þorgrim Gestsson Myndir: Jim Smart SAUÐFÉ Á ÞINGI FYRIR 100 ÁRUM Segja má, að þrátt fyrir stór- afmæli ýmissa merkra stofnana i ár, sé Alþingishúsið við Austur- vöil „afmælisbarn” ársins. Það var nefnilega 1. júli árið 1881, að löggjafarþingið var sett i fyrsta sinn i þvi húsi. Alþingi, þriðja löggjafarþing, ,,var sett á vanalegan hátt”, eins og segir i isafold sem kom út 7. júni, „þann 1. þ.m. Sjcra Eiríkur Briem hjelt mjög góða ræðu i kirkjunni", segir þar. Síðan hafa þingmennirnir 32, landshöfðinginn, sem þá var Hilmar Finnsson, og séra Eiríkur, gengið fylktu liði til Alþingishúss- ins, eins og arftakar þessara manna gera enn i dag. Og eins og enn er gert var byrjað á því að kjósa forseta sameinaös þings og deildanna, en auk þess voru lögð fram hvorki meira né minna en 1G stjórnarfrumvörp á fyrsta degi. En þetta var ekki i fyrsta sinn sem Alþingishúsið var notað. Sumir halda þvi raunar fram, að hin raunverulega vigsla þess hafi farið fram þegar i janúar þetta sama ár. Það geröist með þeim hætti, að Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari í Latinuskólanum, sem bjó aö Kirkjustræti 12, bjarg- aði kindum sinum undan miklu flóði. sem gekk yfir miðbæjar- kvosina, með þvi að reka þær inn í "ýbyggingu Alþingishússins. Svo merkilega vildi til, að Halldór átti 32 kindur, eða jafn margar þing- mönnunum sem þá sátu á þingi. í bókinni Harpa minninganna, sem Ingólfur Kristjánsson skráði, segir Arni Thorsteinsson tónskáld svo frá þessum atburði: Á þíng Annan veturinn, sem ég var i barnaskólanum, bar svo við einn daginn, að ekki var fært að skóla- húsinu vegna flóðs á götum bæj- arins. Var Miðbærinn sem hafsjór yfir að lita, og varð ekki komizt milli húsa öðruvisi en i bátum. Raunar kom það oftar fyrir i stór- steymi, að flæddi yfir bakka Lækjarins á stöku stað og Tjörnin stækkaði, en aldrei man ég eftir öðru eins flóði og þessu. Lagðist allt á eitt: geysimikið flæði, svo og hitt, að asahláka var, og bráðnaöi snjórinn og varð að ein- um flaumi, en krapaelgurinn stiflaði allar rennur og rásir. Mér var bannað að fara út fyrir hússins dyr þennan dag, enda hafði verið gefiö fri i barnaskól- anum, og átti maður þvi ekkert erindi út. Hins vegar féll kennsla ekki niöur i Læröa skólanum, og man ég eftir, að mér varð litið út um austurgluggana heima og sá þá, hvar verið var að ferja kenn- ara og nemendur upp i skóla. Dómkirkjan var umflotin á alla vegu, og voru kennararnir, sem áttu heima fyrir vestan Læk, ferjaðir um Miðbæinn og yfir Lækinn hjá Skólabrúnni, en þar stigu þeir úr bátnum upp á skóla- blettinn. Þá reri fólk á flatbotna kænum eftir Austurstræti, það sem þurfti nauðsynja sinna i búð- ir eða annað milli heimila. Viða flæddi inn i hús og kjallarar fyllt- ust af sjó. Stóð fólk i austri lengi dags, en ekki vissi ég til þess, að neins staðar þyrfti að yfirgefa ibúðir vegna flóðsins. Aftur á móti flæddi svo i sum gripahús, 4 að bjarga varð skepnum út. Til dæmis flæddi svo inn i fjósið i portinu heima, að leysa varð kýrnar af básunum og leiða þær inn i skúrinn við ibúðarhúsiö, þar sem bakdýrainngangurinn var. f skúrnum var steingólf, og var það nokkru hærra en básarnir i fjós- inu, og stóðu kýrnar þarna á þurru. — Það mun hafa verið i þessu sama flóði, sem flæddi i kindakofann hans Halldórs Kr. Friðrikssonar i Kirkjustræti 12, og voru ærnar fluttar inn i Al- þingishúsið, er þá var i byggingu. Þótti það kynleg tilviljun, að kindurnar voru 32, eða nákvæm- iega jafnmargar þingmönnum þeirra tima. Til allrar hamingju stóð þetta flóð ekki lengi, og ekki varð trufl- un á kennslunni i barnaskólanum nema einn dag. Með næsta útfalli sjatnaði sjórinn svo, að gangfært varð milli húsa, en slabb var þó á götunum fyrst á eftir. Ekki fréttnæmt Þótt i Reykjavfk væru gefin út blöð um þetta leyti virðist frétta- mat blaðamanna ekki hafa verið á þann veg, að ástæða þætti til að minnast á þennan atburð. Það er að minnsta kosti ekki gert i öðru aðal blaði bæjarins á þessum tima, ísafold. Þegar Helgarpóst- urinn ætlaði að plægja i gegnum eitt meiriháttar blað bæjarins, Þjóðólf, frá árinu 1881, reyndist það hinsvegar ekki mögulegt, þar sem bókin var i viðgerö. Þvi full- yrðum við ekki, að atburðarins hafi ekki verið getið þar, þótt það sé harla ótrúlegt. Arni Thorsteinsson getur þess ekki hvenær i janúar flóðið varð. En i fsafold frá þvi i byrjun febrú- ar er að venju yfirlit yfir veðrið i mánuðinum á undan. Þar segir, að þrjá fyrstu dagana i janúar hafi verið hægur útsynningur, eft- ir það hægur landsynningur i tvo daga. Siðan rauk hann upp með norðanrok, sem hélst nálega allan mánuðinn út með þeirri grimmd- arhörku, að elstu þálifandi menn mundu ekki annað eins. Siðan segir fsafold: „Aðfara- nótt sunnudagsins 30. (janúar) var fjarskalegt ofsaveður á norð- an með blindbyl, 30. nokkuð væg- ari, en dimmur og gekk allt i einu um kvöldið til austurs með frost- leysu, en daginn eptir genginn i sama illviðrahaminn”. Erfitt er að timasetja nákvæm- lega flóðið sem olli þvi, að yfir- kennari Latinuskólans varð að hýsa kindur sinar i Alþingishús- inu, en liklega hefur það verið annaðhvort i byrjun mánaðarins eða um kvöldið þann 30. Ekkert er heldur að finna i ísa- fold um byggingu Alþingishússins i þessum mánuði, nema eina litla frétt um samþykki ráðherra fs- lands i Danmörku til lands- höfðingjans á íslandi til að veita meira fé til byggingar hússins en samþykkt hafði verið á næsta þingi á undan, árið 1879. Þar seg- ir, að Stjórnartiðindi B, bls. 165, hafi inni að halda „brjef frá ráð- herranum til landshöfðingjans, sem i von um aukafjárveitingu, leyfir að ávisa til útborgunar fram yfir þær veittu 100 þúsundir: 1. 14000 kr. til að fullgjöra húsið, og 2. 5000 kr. til bókaskápa og áhalda”. Bygging þessa húss hefur sem- sé verið talsverð stórframkvæmd á þessa tima mælikvarða, en auk þess var á þessu sama þingi sam- þykkt bygging þriggja stórra brúa, það voru brýrnar á ölfusá, Þjórsá og Skjálfanda. Bara Al- þingishúsið hefur verið stór hluti af fjárlögum þessara tveggja ára, eins og sést af þvi, að næstu tvö árin á undan, 1876—’77, voru tekj- ur islenska rikisins 580 þúsund krónur, en útgjöld 452 þúsund. Þá þótti ekki annað við hæfi en ,,af- greiða lög með greiðsluafgangi”, eins og nú er sagt — en sjaldan gert. Og bygging hússins gekk fljótt fyrir sig. Hingað var fenginn danskur steinsmiður til að annast stjórn verksins. Landshöfðinginn lagöi hornstein hússins 12. júni 1880, og siðan hefur veriö unnið hratt, eins og sjá má af þvi,að það veitti kindunum 32 skjól fyrir veðrum og vindum i janúar árið eftir. Engin sóun En ekki hefur sóuninni verið fyrir aö fara við byggingu Alþing- ishússins þrátt fyrir mikinn „framkvæmdahraða”. Þegar i upphafi var t.d. dregið nokkuð úr hæð þess frá þvi sem gert hafði verið ráð fyrir á teikningunum. Og enda þótt blaðamennska árið 1881 væri ekki i alla staði eins og hún tiðkast árið 1981, gegndu is- lenskir blaðamenn varðhunds- hlutverki sinu. 1 framhaldi af fréttinni um aukafjárveitinguna segir Isafold, „Eins og það er skylda löggjafarvaldsins að veita það fje, sem nauösynlegt er til að fullgjöra húsið, eins er það sjálf- sögð skylda þess, þegar um auka- fjárveitingu er að gjöra, að rann- saka nákvæmlega, hvort ekki hafi átt sjer stað óþarfur kostnaður sem hjá hefði mátt komast, og sem annaðhvort er landshöfð- ingja eða alþingishússnefndinni eða báðum að kenna”. Af guös náð En upp komst húsið, það fer ekki á milli mála, og eftir að kind- urnar 32 höfðu gist það um stund um veturinn þrömmuðu þing- mennirnir 32 úr kirkju til Alþing- ishúss 1. júli eftir ágæta ræðu séra Eiriks Briem, til að hlýða á upplesið ávarp Christian hins Niunda af guðs náð Danmerkur konungs, Vinda og Gauta, her- toga i Sljesvik, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Luenborg og Aldinborg. Hann flutti þingi „Vora kon- unglegu kveðju og færði þá harmafregn, að ekkjudrottning Carolina Amalia og Hennar kon- unglegu tign og erfðaprinsessa Carolina væru látnar. Siðan lýsti hann yfir ánægju sinni með hversu vel heföi tekist með „hina frjálsu stjórnskipun” á fslandi, ræddi siðan ýmsar óskir fslend- inga um úrbætur i góðum málum. Að sjálfsögðu tók hann vel i það alltsaman, hvernig sem enda- lyktir hafa orðiö. Frá þvi að is- lenska þingið fékk löggjafarvald með stjórnarskránni árið 1874, og til 1904, beitti hann nefnilega neit- unarvaldi sinu 70-80 sinnum. Enda sagði landshöfðingi Magnús Stephensen þegar hann lét af em- bætti, að hann væri eins og „lús á milli tveggja steina, alþingis og konungs”. f lok ávarpsins minntist hans hátign svo loks á hin merku tima- mót Alþingis fslendinga, vigslu nýs þinghúss, svofelldum orðum: „Þar sem Alþingi nú aptur tek- ur til starfa sinna, eptir að nýjar kosningar hafa farið frarri og ept- ir að búið er að reisa sjerstaka byggingu fyrir alþingi, höfum Vjer þá von og innilegu ósk, að starfi þess megi veröa til heilla og hamingju fyrir landið og heitum Voru trúa alþingi hylli Vorri og konunglegri mildi”. Byggt af andans mönnum Kosningar voru semsé nýlega afstaðnar, og þá hefur kosninga- baráttan verið hörð ekki siður en nú. Hvort Grimur Thomsen komst inn á þing eða ekki þorum viö ekki að segja, vegna fávisku okkar. Hann var þó að minnsta- kosti með i kosningabaráttunni, eftir svofelldri auglýsingu i fsa- fold að dæma: „Þann 21. júni mun ég að forfallalausu, eptir áskorun kjósenda minna, halda fund með þeim á Hvitárvöllum um hádegi. Undirritað: Bessa- stöðum 1. júni 1881, Grimur Thomsen.” Eitthvað hefur gengið á austur i Árnessýslu ef dæma skal eftir annarri klausu i fsafold, og eftir henni má ætla, að þingmennirnir 32 hafi ekki siður legið undir gagnrýni en þingmennirnir 60, sem nú sitja á Alþingi. „Kosningar til alþingis: 2 nýja þingmenn fyrir Arnessýslu”, stendur fyrir ofan klausu þessa. Siðan segir: „Hversu góð þingmannsefni sem þeir tveir menn kunna að vera, sem kosnir voru i fyrra skiptið, þá er þingið þegar orðið svo birgt af prestum, að æskilegt væri að Arnesingar sendu að minnstakosti annan þingmanninn af öðru sauðahúsi en andlegu stjettinni. En sjer i lagi væri árið- andi, að kjósa einhvern mann, hverrar stjettar sem hann er, sem ekki er eins og reyr af vindi skekinn, og talar ekki eins og hver vill heyra, heldur veit. hvað hann vill. Þar sem þessi kostur er góðri greind samfara, þar er besta efnið i góðan þingmann”, segir fsafold, og munu liklega margir freistast til að skipta um titil i þessari klausu i þeirri trú, að ummælin eigi við enn. Duglegir voru þeir þó þing- mennirnir þetta fyrsta þing i nýju Alþingishúsi eins og sést á þvi sem fyrr segir, að eftir að kosið hafði verið i öll embætti voru lögð fyrir þingið 16 stjórnarfrumvörp. Þeir þurftu lika að hafa hraðar hendur, þingmennirnir á þessum timum. Þeirskutustá þing, þegar var orðið hestfært á vorin og urðu að ljúka þvi af áður en haustannir byrjuðu að stjórna landinu svo það dygði næstu tvö árin, þar eð þing var ekki haldið á fslandi nema annað hvert ár. kindur fengu húsaskjó/ í Alþingishúsinu í jan. 1881 þingmenn settust þar á bekki sex mánuðum síðar

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.