Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Blaðsíða 11
—helgarpásturinrL- Fostudagur 3. fofi i98i. n íunnn „ TJALDAÐ TIL EINNAR NÆTUR" Leigjendasamtökin mótmæla húsnædiseklunni Leigjendasamtökin efna til samkomu í kvöld og alla nótt, ef veður leyfir. Samkoman nefnist „Tjaldað tileinnar nætur".Oger eins og lesendum Helgarpóstsins kannski er kunnug gert til að mót- mæla hækkun á húsaleigu sem með jöfnu millibiii dynur yfir leigjendur. Einar Guðjonsson, starfsmaður leigjendasamtak- anna sagði þessa liátfð ef svo mætti kalla vera til komna fyrst og fremst til þess að mdtmæla og vekja athygli a' hiísnæðisskortin- um i Reykjavik. NU eru eitthvað um 400 manns á skrá hjá leigjendasamtökunum og daglega kemur fjöldinn allur af folki til þess að spyrjast fyrir um hUsnæði. Talan 400 segir þvi litið um raunverulega þörf á hUs- næði, þvi'allmargir látaekki skrá sig vegna þess að leigjendasam- tökin geta hreinlega enga Urlausn veitt i þeim efnum. Aftur á móti eru leigjendasamtökin aðal bar- áttutæki þeirra sem ekki eiga þak yfir höfuöið og er þvi mjög mikil- vægt að allir sem hagsmuna eiga að gæta i þeim efnum gerist með- limir i leigjendasamtökunum. Sjaldan eða aldrei hefur ástandið á leigumarkaðinum ver- ið eins slæmtog nU. Ættu því allir sem vettlingi geta valdið að haska sér niður á tUnið við Menntaskólann i Reykjavik og taka þátt i' aðgerðum leigjenda- samtakanna. Sameinaðir stönd- um vér, sundraðir föllum vér. Þessa nótt verður ýmislegt gert sér til dundurs, uppákomur margvislegar, og skemmtilegir skemmtikraftar halda uppi fjöri. Undirskriftalistar verða í gangi og er ætlunin að með þeim takist að sjá hver hin virkilega hUsnæð- isþörf er. Starfsmenn leigjenda- samtakanna verða þarna og gefa uppiysingar um alltsem viðkem- ur þviað vera leigjandi á Islandi. Hljdmsveitin „Spilafíflin" ætla að spila og má tilgamans geta að af fjórum meðlimum hljómsveit- arinnar eru tveir húsnæðislausir staða sem þeir eru ekki einir um að vera í." segir Einar Guðjtíns- son að lokuni. — EG. „Ananda Marga er ákveðin lífsstefna" Félagasa mtökin Ananda Marga reka matarklúbb fyrir þá sem áhuga hafa á jurtafæði. En hvað er þetta Ananda Marga? Við spurðum Guttorm Sigurðs- son og Agústu Stefánsdóttur félagsmenn í Ananda Marga af hverju þau neyta bara jurtafæðis og ennfremur tilganginn með félagasamtökum Ananda Marga. Ananda Marga er andleg og þjóðfélagsleg hreyfing sem vinn- ur að breyttu þjóðfélagi ásamt öðrum hreyfingum og fólki. Markmiðið er að breyta þvi gildismati sem rikiri okkar þjóð- félagi það má þvi segja að þetta sé ákveðin lifsstefna". — En af hverju borðið þið bara jurtafæði? „Til þess liggja margar ástæð- ur, þjóðfélagslega ástæðan er sU að rfkar þjóðir borða kjöt og þess vegna sveltur fólk i þróunarlönd- unum. Það er einfaldlega ekki til nóg af kjötmeti fyrir alla og öll kornfæða sem notuð er til fóðr- unar á dýrum væri mikið betur nýtt ef manneskjurnar myndu bórða kornið beint. Fólki sem borðar jurtafæði gengur einnig miklu betur að stunda hugleiðslu og liður miklu betur. Við stundum mikið hugleiðslu og þess vegna hentar okkur vel að borða græn- meti. — Til hvers er hugleiðslan? „Til þess að vikka Ut hugann, við viljum öðlast viðari syn yfir okkur sjálf, umhverfi okkar og skilja betur heiminn." — Hversu margir eru i Ananda Marga hér á landi? Þessu er dálitið erfitt að svara. „Frída frænka" „Fríða frænka" er til iuisa að Ingdlfsstræti 6 og sfminn hjá henni er 14730. En „Friða frænka" er aðeins hálfsdagsfyrir- brigði — er við frá klukkan 12—18 alla virka daga. En hver er þessi „Friða frænka"? Miðaldra jdmfrú systir ömmuhans Sigga, nU eða bróður- dóttir hans Villa gamla frænda? Allt þetta má rétt vera, en um- fram allt er „Friða frænka" antfkverslunilngólfsstrætinu. Og umboðsmaður Friðu er Anna Ringstead, sem ekki alls fyrir löngu opnaði „Friðu frænku" og selur þar gamla muni — antik. En hvers vegna er ung kona — þ.e. Anna Ringstead, að opna verslun með gamla muni. Hún svaraði þvi': „Ég hef lengi gengið með þetta i maganum," sagði hún. „Hef gaman af þvi að grUska i' gömlu dóti og raunar al- veg orðin hundleið á þessum fjöldaframleiddu eða offram- En hvar skyldi Anna fá alla þessa gömlumuni? HUn sagði, að hUn keypti af fólki muni, sem það einhverra hluta vegna vildi losna við og sömuleiðis tæki hun vörur i umboðssölu íyrir fólk. „Ég tek allt sem að mér er rétt, svo fram- arlega ab vörurnar séu heillegar og eldri en tuttugu ára," sagði eigandi „Friðu l'rænku." Og kUnnarnir, sem versla hjá „Friðu frænku" koma Ur ymsum Margt forvitnilegt fæst i- búð „Friou frænku" Ijósmynd Jim Smart leiddu nyti'sku vörum, sem eru allar steyptar i svipaö mót. Nei, þá vil ég heldur fjölbreytileikann frá þvi' i' gamla daga, auk þess sem margir hinna gömlu muna, eru langtum manneskjulegri og persónulegri, en það „nýtisku- drasl sem flæðir yfir. Anna selur alls kyns hluti i bUð- inni sinni. „Eiginlega allt það sem nöfnum tjáir að nefna," sagði hUn. „Eg er með gamla skartgripi, hnifapör, mynda- ramma, myndir, gardinur og fleira og fleira." áttum, bæði þeir sem selja bUð- inni vörur og einnig hinir sem kaupa hlutina. „Þettaer fdlk alls staðarað og á öllum aldri," sagði Anna. „Ef til villmá segja, að al- gengast sé að gamalt fdlk komi með persönulega gripi til min og setji i sölu, það er kannski að minnka við sig og vill fremur láta gripina i sölu, en henda þeim, enda eru gamlir hlutir ekki endi- lega ónytir hlutir." Ogþeirsem vilja uppiifa gamla og góða daga, ættu að leggja leið sina til „Friðu frænku" og kaupa gamla en vandaða vöru. Og hinir sem eiga eitthvað gamalt i sinum forum og vilja koma i fé, ættu einnig að koma við hjá „Friðu" og önnu Ringstead. Þær eru báð- við, stöllurnar, frá klukkan 12—18 i Ingdlfsstrætinu. — GAS Sumarsveinakeppni Helgarpóstsins og Óðals: Gjörningur og Hólí Bæbúl" Guttormur Sigurðsson og Agústa Stefánsdóttir félagar í Ananda Marga Ijósmynd Jim Smart Við höfum enga félagaskrá, en láta má nærri að þeir sem hafa lært hugleiðslu af okkur séu um 1% af þjóðinni, sem þo segir ekkert um tölu virkra félaga i samtökunum." — Hvernig varð þessi matar- klUbbur til og hvernig er hann rekinn? „Þetta byrjaði siðast liðinn vet- ur á þvi að félagar i hreyfingunni sem annaðhvort voru i skdla eða unnu i bænum ákváðu að borða saman einu sinni á dag. Fljótlega bættust svo i hópinn kunningjar og fólk utan Ananda Marga. Þeg- ar mestvar borðuðu um 15manns saman i' klUbbnum. Verðið á matnum er miðað við hráefnis- kostnað t.d. kostar matur fyrirþá sem elda einu sinni i viku i klUbbn um kr. 15, en fyrir þá sem ekki taka þátt i macseldinni kostar hver máltiðum kr. 20. NUna hefur þetta dottið niður i bili en þeir sem hafa áhuga á að kynnast jurtafæði mættu gjarnan koma til okkar hér i Aðalstræ ti 16 og ganga i matarklUbbinn." — Af hverju borðið þið t.d. ekki sveppi og lauk, nU er það græn- meti lika? „Okkar fæði er ekki eins og fæðið hjá NáttUrulækningafélag- inu. Þar er bara hugsað um hvað sé hollt fyrir likamann. Við telj- um m.a. að sveppir og laukur sé óholl fæða fyrir hugann. Það er alveg vitað mál að ýmsar fæðu- tegundir hafa áhrif á andlega heilsu." — Er þetta ekki hrikalega tfl- breytingalaus fæða? „Nei alls ekki," segir Asdis, ,,ég held að ég hafi aldrei borðað eins fjölbreyttan mat eins og siö- an ég byrjaði að borða jurtafæði eingöngu og aldrei verið eins hraust bæði andlega og likam- lega." ff önnur umferð „Sumarsveina- keppni Helgarpóstsins og Óðals" fór fram á sunnudagskvöldið. Eins og vænta mátti var keppnin hörð og spennandi, þegar þeir Einar Falur Ingólfsson og Helgi Friðjónsson leiddu saman hesta sina á dansgölfinu i Óðali að við- stöddu fjölmenni. Eins og fyrr hófst keppnin með þvi að þeir félagar fluttu eitt stutt frumsamið atriði hvor. Það kom i hlut Helga að byrja. Hann út- skýrði fyrir áhorfendum, að hann ætlaði að búa til listaverk, sem hann ætlaði siðan að afhenda Halldóri Arna, stjórnanda keppn- innar, fyrir hönd Óðals. Nafn verksins átti að vera „Tvær minútur eftir strið". Hann ætlaði með öðrum orðum að fremja gjörning. Siðan lagðist Helgi á gólfið meö pappaspjald, innrammað i gyllt- an ramma fyrir framan sig, og hóf að kreista olíuliti úr túpum. Þrjá liti setti hann á spjaldið, hrærði þá siðan saman með fingr- unum og makaði um allt spjaldið. Þá bað hann Sigurð Steinarsson, annan keppandanna frá fyrstu umferð, að gefa sér nákvæmlega tvær minútur fyrir seinni hluta atriðisins. Þegar Sigurður hafði stillt nýja tölvuúrið sitt og gefið merki tók Helgi til við að kveikja á eldspýtum, slökkva á þeim aftur og stinga þeim á endann á myndina. Eftir tvær minútur ná- kvæmlega hætti hann þeim leik, og listaverkið var fullbúið. Það var siðan afhent Halldóri Árna við dynjandi lófaklapp. Þá var röðin komin að Einari Fal, sem afhjúpaði sinn granna en stælta skrokk, og útlistaði hvernig hann hefði farið að við að öðlast þessa stinnu og fallegu vöðva. Að þvi búnu dró hann Ur pussi sinu frumsamið ljóð, sem hann kallar „Hóli bæbúl" og las það með mikíum tilþrifum. Næst fengu þeir félagar sinn- hvorn Helgarpóstinn og skyldu þeir syngja sinnhvora klausuna á baksiðu blaðsins. Það kom i hlul Helga að syngja klausu þar sem segir frá stofnun kvennakvik- myndagerðarfélagsins Anok, við lagið „Ef væri ég söngvari". Einar Falur söng hins vegar eina af hinum vinsælu útvarpsfrétta- klausum Helgarpóstsins við lagið „Það er leikur að læra". Báðir komust ágætlega frá söngnum, þótt sumir á staðnum héldu þvi fram seinna, að einmitt þetta atriði hefði gert útslagið. "• ' Siðasta atriðið, dans undir dynj- andi diskólagi, sýndi, að báðir eru þeir félagar Agætlega liprir og með afbrigðum hugkvæmir i dansinum. Svo eggjandi og þokkafullar hreyfingar hafa varla sést á Oðali fyrr, og þótt viðar væri leitað. Þeim félögum var þakkað með dynjandi lófataki, og atkvæða- Sumarsveinarnir þreyttir, en alsælir. Ljósmynd Jim Smart. seðlunum rigndi yfir Halldór Arna. Það var mikil eftirvænting ihUsinu, þegar fulltrúar óðals og Helgarpóstsins drógu sig i hlé til að telja atkvæðin, og sú talning var sannarlega spennandi, þvi mjótt var á mununum. En niður- staðan varð su, að Helgi Friðjóns- son marði sigurinn, hann hlaut 510 atkvæði, en Einar Falur 430. Og ekki stóð á uppástungum um keppendur i þriðju umferð. Nokkrar hafa þegar borist, en ennþá er unnt að bæta á þann lista. Hringið annað hvort i sima 81866 (Helgarpósturinn) eða 11630 (Oðal) og látið skrá ykkur i fjórðu og siðustu undankeppnina. ÞG Einar Falur syngur upp úr Helgarpóstinum. Ljósmynd Jim Smart. Helgi fremur gjörning. Ljósmynd Jim Smart.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.