Helgarpósturinn - 03.07.1981, Page 14

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Page 14
,15 Föstudagur 3. júlí 1981. helgarpósturinn helgarpásturinnFösiudayur 3 iúl Úlí 1981. / íífi mmtL var ísienskur flugmaður" Helqarpóstsviðtal Inqu Dóru Biörnsdóttur við Liv Ullmann í New York Myndir: Hrefna Hannesdóttir t bdk sinni, Umbreytingin, segir Liv Ullmann frá þvi, aö um- boðsmaöur hennar hafi sagt að ckkert vit væri í að hanga i Noregi. Liv ættiað fara til Banda- rfkjanna, þar gæti hiín orðið heimsfræg. Hdn flutti þangáð og er fyrir löngu orðin heimsfræg. A timabilisat hdn opinberar veislur með Kissinger og eitt sinn var hún útnefnd til Óskarsverðlauna, sem hún þo ekki hlaut. En engin þeirra kvikmynda sem Liv hefur leikið i hér vestra hefur slegið i gegn á sama hátt og myndir Bergmanns i Evrópu. „Ég held að ástæðan fvrir bvi sé að ég er ekki leikkona fyrir sölumyndir, sem krefjast fremur einfaldrar persónugeröar og „glamiirs”. Ekki vil ég þó meina að ég hafi rikari eða dýpri persónuleika en bandariskar leik- konur, ég held bara að munurinn sé aö ég erevrópsk leikkona fyrst og fremst”. —Liv býður mér sæti i hvitum dúnmjúkum sófa i stofu sinni á Manhattan og sest sjálf á litinn koll andspænis mér, i rauð- bleikum sumarkjól með hárspöng i hárinu eins og skólastelpa. „En ég gerði hér vestra heim- ildakvikmynd um Utrýmingu Gyðinga, sem sýnd var i sjón- varpinu og fékk mjög góða dóma. HUn varpaði nýju ljósi á Utrým- ingu Gyðinga. Myndin byggðist aö mestu leyti á viðtölum við fólk á minum aldri, sem voru börn i striöinu. bað segir frá reynslu sinni og fjölskyldunnar, en flestir þeirra, sem talað var við misstu sina nánustu i gasklefum Þjóð- verja. Ég var sögum aður, litaðist um i Auswitz til að gefa áhorfend- um hugmynd hvernig þar litur Ut i dag. Svo sagði ég frá upphafleg- um áætlunumnazista að drepa öll Gyðingabörn fimm ára og yngri. Alveg eins og Heródes ætlaði sér rUmum tvö þUsund árum áður. En áætlanir nazista breyttust fljótt og brátt var stefnt að þvi að útrýma öllum Gyðingum. Myndin var mjög áhrifarik og sannfær- andi”. — Það færistsvipur bland- inn ótta og örvæntingu yfir andlit Liv, svipur sem fyrir löngu er orðinn þekktur Ur myndum Berg- manns. Saga Gyðinga er saga okkar a/lra Ég hef átt Gyðinga að vinum frá þvi ég var barn i Noregi og á enn, segir Liv, þegar ég spyr hana af hverju hún en ekki einhver Gyð- ingur hafi veriö sögumaður myndarinnar. „Fyrsta hlutverkið sem ég lék á ferli minum var Anna Frank, þó ekki hafi ég Utlit hennar”. Liv brosir. „Það hlut- verk haföimjög sterkáhrifá mig. Bæði var ég óttalega ung, þegar ég lék hana, svo haföi ég svo mikla samUð með önnu. HUn end- aði dagbókina á þvi að hUn tryði að innst inni væru allir menn góð- ir, en dó stuttu seinna i fangabuð- um nazista. Ég hef eignast marga vini á lifsleiöinni, sem eru Gyð- ingar, og ég held að ein af ástæð- unum fyrir því að mér finnst þeir svo mikilvægir, sé sú að þeirra saga eri'raun og veru saga okkar allra. Viö virðumst ekkert hafa lært af reynslunni. Maður hefði haldið að ein Utrýmingaherferð og tvær atómsprengjur væru nóg til þess að koma á friöi i heim- inum. En margar Utrýmingaher- ferðir hafa átt sér stað siðan, þó stjórnmálalegar orsakir þeirra séu aðrar. Og viö bUum enn þann dag i dag viö óttann um aðra Hirosima.” Fagnaðaróður ti/ sá/arinnar „Ég held að ég hafi lika laðast að söfnuðum Gyöinga og kaþólikka vegna þess að þeir ala ekki stöðugt á sektarkennd eins og lútherska kirkjan. AGýðinga- samkomum rikir hamingja. Gyð- ingapresturinn segir söfnuðinum að þeir séu gott og elskað fólk. 1 kaþólskum jarðarförum rikir, þótt ótrUlegt megi virðast, gleði. Þó vissulega fylgi þvi sorg að missa sina nánustu, þá hefur maður það ekki á tilfinningunni einsogi lútherskum jarðarförum að eitthvað hræöilegt hafi gerst. Kaþólskar jarðarfarir eru fagnaöaróður til sálarinnar. Hann eða hUn sem veriö er að jarða eru nU i góðum höndum og lfta niður til okkar sem eftir lif- um”. Oft verið komin að þvi að segja mig úr lúthersku kirkjunni „Ég fór i' lútherska messu núna siðast þegar Linn dóttir min fermdist. Fermingin var nær ein- göngu bænagjörð. Ég fékk á til- finninguna aö við ættum helst aö skammast okkar fyrir að vera að biðja guð um nokkurn skapaðan hlut. Og litil von væri til að bænir okkar rættust. En samtáttum við aö halda áfram að reyna. Ég leita miklu frekar til Gyðinga eða kaþólskra presta þegar ég þarf á að halda en til lútherskra.Þeir veita mér miklu meiri andlegan styrk. Ég hef oftar en einu sinni verið að þvi komin að segja mig Ur lúthersku kirkjunni. Þar sem Linn dóttirmfn er óskilgetin vildi enginn prestur I Noregi skira hana. Ég var búin að gefa upp alla von, þegar ég loksins eftir þrjU árfann gamlan, indælan sjó- mannsprest, sem tók það að sér. Við vorum bara tvær i kirkjunni og ég hélt auðvitað að hann ætlaði aö ljúka athöfninni af I einum hvelli. En presturinn hafði samiö langa áhrifarika ræöu tileinkaöa okkur mæðgunum. Ingmar Bergmann vildi ekki vera við- staddur, enda trUlaus. En presturinn sá við þvi. Hann sendi honum langt bréf og lýsti skfminni i smáatriðum. Bréfið hafði mikil áhrif á Ingmar. Ég held aö eitt augnablik, alla vega, hafi hann sannfærst um að kristin trU væri ekkisvoslæm, þráttfyrir allt. begar Linn svo átti að ferm- ast, var ég að þvi komin að segja mig Ur kirkjunni. En þá sendi gamli sjómannapresturinn henni svo fallegt ljóð að ég kom mér ekki til þess. Þaö er messað á hverjum morgni i norska útvarpinu. Einn morgun f lutti prestur þar ræðu og hélt þvi fram að þaö væri mikil- vægara að gefa sveltandi fólki þriöja heimsins Bibliuna en mat og a nna rs konar hjálp. Þá munaöi mjóu að ég segði mig úr kirkj- unni. bó aö presturinn góði hafi ekki skiliö mikilvægi þess aö veita fé i stað trúar til vanþróuðu land- anna, þá gerir Liv það svo sannarlega. HUn hefur á undan- förnu ári unnið fyrir Barnahjálp ' Sameinuöu þjóðanna. „Opinber- lega er ég kölluð „góðgerðar- sendiherra”, svarar Liv þegar ég grennslast fyrir um starf hennar hjá Sameinuðu þjóðunum, „sem mér finnst alveg fáranlegur titill. Ég litá sjálfa mig sem ræðiskonu fólks i þriðjaheiminum, sem ekki á kost á þvi að gera heiminum ljósa neyð sina. Danny Key og Peter Ustinov hafa haft sams konarstörf með höndum. Þetta er auðvitað sjálfboðastarf. Ferðir eru að hiuta til greiddar, en flug- félögin gefa okkur oft farmiöa. hvers konar aðstöðu þeiróska frá fyrsta heiminum. í hreinskiini sagt, þá er ástæð- an fyrir þvi að Barnahjálpin leit- ar til fólks eins og Danny Key, Peter Ustinov og min einfaldlega sU, að viö erum fræg. Þegar við komum heim Ur ferðalögum um þ-iðja heiminn vilja fjölmiðlar óðir ná tali af okkur og okkur veitist prýðis tækifæri á að láta Þegar til þróunarlandanna kemur veita yfirvöld okkur ókeypis uppihaldog ferðir innan- lands I þakklætisskyni fyrir starf Barnahjálparinnar. A ferðum minum gefst mér tækifæri til að ræða viö stjórnmálaleiötoga um helstu þarfir landa þeirra og heiminn vita um ástandið. óþekkt kona, sem hefur miklu betri skilning en ég á ástandinu i þriöja heiminum gæti engu um breytt, þar sem fjölmiðlar hafa litinn áhugá á óþekktu fólki. Starf Barnahjálparinnar hefur viöa haft stórkostleg áhrif. Jafn einfaldur hlutur og hreint vatn getur breytt Iffi heils bæjarsam- félags. Það gjörbyltir til dæmis lifi kvenna að þurfa ekki að eyða fimm timum á dag i að sækja óhreint vatn I órafjarlægð. Og þærþurfa dcki lengur að óttast að börn þeirra deyi vegna neyslu á menguðu vatni.” Við konur berum /íka ábyrgð „Hlutverk mitt er að sannfæra valdamenn og almenning I Bandarikjunum um mikilvægi Barnahjálparinnar. Koma þeim i bein tengsl við þjáningar þessa fólks. Frétt um að ein og hálf milljón manns deyi árlega Ur hungri i Afriku hefur litil áhrif. En þegar sagt er frá gamalli, grátandi konu’, sem hefur misst heimilisitt og fjölskyldu og á ekki einu sinni skál til ab setja matarskammtinn sinn i, eða litlu barni sem er aðdeyjailr hungri, rankar fólk við sér. Það hugsar sem svo,gamla konan gæti verið amma min, og bamið mitt eigið. Ég reyni lika að vekjaathugli á kon- um á minum aldri. Þær hafa I raun og veru allt sem við konur á Vesturlöndum höfum til að bera. Innri styrk og rikan menningar- arf, en hafa vegna hungursneyö ar eða styrjalda neyðst til að gerast betlarar. Þær standa oft saman i hópum, syngjandi, til að vekja athygli þeirra, sem deila Ut mat. En þær fá oftast ekkert, ófriskar konur og böm ganga fyrir. Mig langar til að koma kynsystrum minum hér i' skilning um að við berum lika ábyrgð á ástandinu i Afriku.” Árangursrikt „Starf okkar hjá Barnahjálpinni hefur vissulega borið árangur. Við tókum kvikmynd á ferðum okkar um Afriku og sýnd- um þingmönnum i Was- hingtœi. HUnhafðiþau áhrif aö I stað þess að skera niður fjár» framlög til Barna- hjálparinnar, eins og Reaganstjómin ætlaði sér, voru framlögin aukin um sex milijónir dala. Það munar um annað eins! Ég held lika að kvikmyndin hafi óbeint valdið þvi, að Bandarikjamenn stóðu fyrir þingi sem f jallaði um flótta mannavandamálið i Afríkuí Genf nýlega. Bandarikjastjórn ákvað skyndilega að veita 295 m illjdala til f lóttam anna- hjálparinnar. Þaö verður að telj- ast nokkuð gott, þvi áður ætlaði stjórnin ekki að veita eyri til hennar, allt átti að fara i vopna- framleiðslu.” Einn da/ur getur bjargað tuttugu mannslífum „Barnahjálpin er einnig i tengslum við alls konar félög, sem efna til fjársöfnunar og greinar og myndir af flóttamönn- um hafa birst i dagblöðum viðs vegar um Bandarikin. Nýlega barst blaði einu i Chicago hvorki \ mára né minna en 35.000 dalir eftir aö hafa birt smágrein um flóttamenn. Fyrir skömmu héldu svo flóttamenn frá Kampútseu, sem bUsettir eru i San Fransico, uppboð til styrktar flóttamönnum i Sómalíu. Þar söfnuðu einum 75.000 dölum og nokkrum dögum seinna var flugvél komin af stað til Sómali'u, með hjUkrunarkonur, lækna og lyf um borð. Það munar satt að segja um hvern eyri. Þó hver einstaklingur leggi ekki mára til en sem svarar einum dal, þá nægir hann til aö greiða tuttugu bólusetningar. Með öðr- um oröum einn dalur getur bjargað tuttugu mannslifum!” Hin margumta/aða sektarkennd „Það má að vissu leyti segja að hin margumtalaða sektarkennd hafi óbeint stuðlað að þvi að ég tók að mér þetta starf”, svarar Liv, þegarég spyr hana af hverju hUn hafi tekið að starfa hjá Barnahjálpinni. „Lengi vel naut aðeins f jölskylda min góðs af vel- gengni minni. Mér fannst það vera skylda min að láta eitthvað gott af mér leiða. Auðvitað var það ekki tóm sektarkennd sem bjó að baki, hUn ein getur ekki verið hvati neins, en hún var vissulega fyrir hendi. Mesta blessunin, sem fyigt hefur þessu starfi, er að það gaf mér tilefni til að endurskoða afstöðu mina til lifsins. NU, þegar eitthvað blæs á móti og hugur minn fyllist af sjálfsmeðaumkun, hvislar að mér rödd, sem segir: „Liv, hættu þessu nU, þU sem hefur allt til alls, meðan stór hluti mannkyns- ins deyr Ur hungri árlega”. Þó er rangt að lita á persónuleg vanda- mál sinsem einskis virði, bara af þvi að stór hluti mannkynsins þjáistmeira en maður sjálfur. Að Utiloka hamingju og sársauka Ur h'fi sinu gerir mann ómanneskju- legan og ófæran um að hjálpa öðrum. Svo ég þjáist enn eins og aðrir þegar ást min er ekki endurgoldin og er hamingjusöm, þegar ég er elskuð”, segir Liv og brosir breitt. /ngmar Bergman a/ls ekki kvenfrelsismaður í þvi' kom vinnukonan með te á bakka, en Liv hefur bæði vinnu- konu og skrifstofustúlku á sinum snærum. Það er engin smádtgerð að vera allt i senn, móðir, hUs- móðir, leikkona og starfsmaður Sameinuöu þjóðanna. „Ingmar Bergmann er alls ekki kvenfrelsismaður, þó hann liti á sig sem shkan”, segirLiv þegar ég spyr hvort hUn sem kona á framabrautog móðir hafi átt eitt- hvað sameiginlegt með móöur- inni i Haustsónötunni. „Ég er viss um að ef ég eða aðrar Utivinnandi mæður hefðu gert myndina, þá hefði hUn orðið allt öðru visi. Við vitum hvað það er I raun og veru. Ingmar þóttist vita þaö, af þvi hann hafði bUið með konum sem áttu mæður og konum sem voru mæður. Myndin hefði þó getaö verið miklu verri en hUn varð. IngridBergmann og mér, eins og svo mörgum öðrum konum, fannst dóttirin alveg óþolandi. HUn var orðin fertug og var ain að ásaka móður sina. Henni stóð nær að h'ta I eigin barm. Við Ingrid gerðum allt sem við gátum til aö verja móðurina og sýna hina veiku aðstöðu hennar. Ég hataði dótturina, ogfannst timitil kominn að hUn færi að þegja. Ég gerði hana miklu, miklu, miklu ógeðfelldari en Ingmar hafði ætlað sér i upphafi”. Rödd Liv er ekki laus við æsing. „Auðvitað gatég ekki breyttorðum hans, en ég gat vissulega breytt þeirri imynd, sem ég vissi að hann hafði i huga. Og ég neitaði algjörlega að segja eina setningu. Ég átti að segja við móðurina: „Sársauki barnsins er leynd gleði móður- innar”, „Kvalir barnsins er sigur móðurinnar”. En ég sagði Ing- mar að ég gæti ekki sagt þetta. Það væri ekki satt. Það væru ef til vill einstaka mæður, sem hugs- uðu svona.enþærværuþá örfáar. En hann hélt þvi stöðugt fram að svona væri þetta og ég yrði að segja þessa setningu. Ég spurði þá hvort ég mæ tti ekki að m innsta kosti orða hana sem spurningu, sem beint væri að þessari sér- stöku móöur. Hann leyfði mér það. Ég lét spuminguna hljóma eins hræðilega og ósannfærandi og ég gat: er það virkilega svo að kvalir minar veiti þér hamingju? Svona börðumst við Ingrid og unnum okkar litlu sigra. Ég get sagt þér að myndin hefði getað orðið miklu verri.” Spyrja enn hvort þeir eigi að hjá/pa til með uppþvottinn En karlmenn trúa svona hug- myndum, Liv hallar sér aftur i stólnum, þó þeir fari leynt meö það. Jafnvel þeir sem telja sig vera sanna kvenfrelsismenn og hvetjakonur sinartilað vinna Uti, spyrja enn hvort þeir eigi að hjálpa þeim með uppþvottinn. Ég veit satt að segja ekki hvernig hægt er að breyta þessu. Ekki getum við konur barist meö orð- um, þvi enginn karlmaður viður- kennir að hann sé i raun og veru gegn kvenréttindum. En innst inni eru þeir það. Karlmenn eru svo viðkvæmir og sjálfsimynd þeirra krefst svo mikils. Ég veit um hvað ég er aö tala. Ég er kona, sem hef alltaf unnið úti. Það er erfitt, þvi ég var alinn upp • i þvi' að vera góð og þæg stúlka. Og góðar og þægar stúlkur vinna ekki úti. Það er svo erfitt að brjót- ast undan þessum hugmyndum. Það gerir mig oft óþarflega hörkulega. Og svo þetta, að þurfa að afsaka allt. Ef mér hlotnast einhver heiður veit ég að elskhugi minn er ekkert hrifinn af þvi og samgleðst mér ekki. Svoi núna segi ég engum frá þvi. Velgengni gerir konur þó ekki aðeins ein- manna, það erlika alltaf eitthvað bogið við framakonur. Og auðvit- að eru þær slæmar mæður.” Konur einar vita hvaða /jón eru i veginum „Konur fá á engan hátt að njóta þess ef vel gengur hjá þeim. Og þá á ég ekki einungis við frægð og frama. Bara að hafa tekist að gera það sem þær settu sér. Það er mjög erfitt að finna karlmenn, sem eru tilbúnir aö samgleöjast þeim.” En hvaö um aðrar konur?, skýt ég að. „Ö, jú! Konur eru miklu opnari gagnvart hver annarri nú en áður og það rikir ekki sami keppnisandinn meðal þeirra og meðal karlmanna. Konur tala um tilfinningamál sin hvor við aðra. Ég hef átt alveg dásamlegar stundir með konum, þar sem þær hafa skyndilega opnað sig og ég sit hissa og spyr — nú þér hefur þá liðiö svona lika? — Og vinkon- ur, sem hafa þekkst árum saman uppgötva allt I einu að öll þeirra leyndu vandamál eru sameign þeirra allra. Og svo eru konur svo stoltar af sigrum hvor annarrar. Þær einar vita hvaða ljón hafa verið I veginum. Þvi eldri sem ég verð þvi stoltari hef ég orðið af konum, sem tekist hefur að ná settu marki. Samstarf mitt og Ingrid Bergman var til dæmis stórkostleg reynsla. Ég varð hreinlega ástfangin af henni. Þessi sterka, mikla kona, sem hefurgengið i gegnum svo margt, litur aldrei til baka og miklar fyr- ir sér fortiðina, heldur horfir fram á við. Ég var stoltyfir þvi að vera kona, vitandi að sumar okk- ar verða sextiu og fimm ára og búa yfir jafn mikillireisn og innri fegurö og Ingrid. Engin góð móðir til „Ég held samt sem áður, að það sé engin góð móðir til —” heldur Liv áfram, „þó vissulega séu til slæmar mæður, sem eru vondar við börnin sin. En hver er rétta skilgreiningin á góðri móöur mér er spurn? Það eru til fullt af kokkabókum um hina sönnu móð- ur, en engin þeirra á viö mig. Ég hef reynt að gera mitt besta og það er mjög gott samband milli min og Linn. Hún er stundum reiö út i mig, en hún er fimmtán ára og er að verða fullorðin og sjálf- stæð,svo það er ofur eðlilegt. Mér hafa orðiö á mörg mistök en þaö er h'ka mannlegt og eðlilegt. Ég held aö það besta sem ég hef gert i uppeldi Linn er að ég hef kennt henni að ég er ekki einungis móð- ir-heldur einstaklingur með min- ar eigin óskir og þarfir, og að hlutverk mitt i lifinu var ekki einungis aö vera móðir hennar. Að áður en hún fæddist átti ég minn feril og eftir að hún flytur frá mér heldur lif mitt áfram, alveg eins og hennar. Og hún mun

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.