Helgarpósturinn - 03.07.1981, Page 19

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Page 19
U | -nélgarpásturinrL_ Föstudagur 3. júlí 1981. Jfpíppópiurfnn ,,Sumir gerast bændur aðrir fara út í myndlist" segir Sigrid Valtingojer, myndlistarmaöur Sigrid Valtingöjer, aug- lysingateiknari eins og stendur i símaskránni, er kona sem alltaf hefur eitthvað fyrir stafni. Ný- verið hélt hún sýningu á grafík verkum sínum i anddyri Nor- ræna hússins. Listapósturinn hafði því samband við Sigríd og spurði hana frétta. ,,Ég er svo sem ekkert að gera merkilegt þessa dagana annað en það að ég er að undir- búa mig fyrir sýningu. Það er Félag grafiklistamanna sem heldur samsýningu á tveggja ára fresti, og verður hún núna i haust.” — ÞU talar mjög vel isiensku, en þó heyri ég einhvern Ut- lendan hreim? „Já, ég er frá Þýskalandi. Ég er frá þvi svæði sem nú tilheyrir Tekkdslóvakíu. Fjölskylda min var ein af mörgum f jölskyldum sem misstu sitt föðurland i striöinu. Við þurftum aö flýja okkar eigiö land og settumst að i Vestur-Þýskalandi 1 Þýskalandi lærði ég aug- lýsingateiknun og vann þar i tvö ár á auglýsingastofu svo og sjálfstætt.” — En hvernig stóð á þvi að þU komst til tslands? „Það var nU þannig að ég kynntist Ásgeiri JUliussyni þeg- ar ég var á ferðalagi um tsland. Varð það Ur aö ári seinna, 1960 * • að ég ákvað að flytja hingaö. Þegar hingað var komið fékk ég vinnu hjá Ragnari og hef búið hérna siðan. Ég kann alveg ágætlega við mig hérna og lit á tsland sem mitt heimaland. — ÞU hefur starfað hérna sem auglýsingateiknari um árabil, hvernig stóð á þvi aö þU fórst Ut i myndlist? „Þetta er auðvitaö alveg ná- tengt. En það er alveg rétt, minn aðalstarfi undanfarin 20 ár hefur verið auglýsinga- teiknun. En það er ákaflega slit- andi starf, flesta auglýsinga- teiknara dreymirum aö hætta eftir aö hafa unnið við þetta i nokkur ár. Sumir gerast bændur, aðrir fara á sjóinn eða þá hella sér út i myndlist eins og ég geröi.” — ÞU lærðir myndlist hérna heima? „Já, ég Utskrifaðist Ur Mynd- lista- og Handiðaskólanum árið ’78, og tók þar teikni- kennarapróf. Ég tók mig til og fór að kenna, en er hætt þvi nUna. Ég hafði mjög gaman af þviaö kenna, en ég vil helst ekki þurfa að kenna börnum sem engan áhuga hafa. En ég gæti vel hugsað mér að halda nám- skeið fyrirbörn i teikningu. Það er nefnilega svo skemmtilegt aö vinna meö börnum. — ÞU hefur þá sndið þér alfarið að grafikinni? „Já, annars er ég alveg nýbyrjuð á þvi svona i alvöru. Ég rek að vi'su ennþá auglýs- ingastcrfuna, en hef minnkað mikið við mig. Þaö eru aðeins tryggustu viðskiptavinimir sem ég held i. Ég hanna t.d. enn umbUðir fyrir Sápugerðina Frigg.þaðer gottað vinna fyrir þá. NU svo hef ég myndskreytt bókina hans ólafs Hauks Simonarsonar, Galeiöuna. Það var mjög skemmtilegt verkefni. Fyrir stuttu siðan lauk ég við að myndskreyta barnabók sem heitir, Lambadrengur. Akaf- lega falleg og góð saga.” — En af hverju grafkik? „Það heillaði mig bara. Þetta er gamalt handverk og sömu frumstæðu aðferðirnar eru notaðar og hafa þær litið breyst frá dögum Rembrandts. Það er áð segja sU aðferð sem ég nota, æting.” — Hvaö liggur þér á hjarta i verkum þinum? „Þetta er mjög presónuleg spurning. Imyndverkum tUlkar listamaðurinn allt sem hUn upp- lifir hvort sem það eru persónu- leg vandamál eða eitthvað annað sem efst er i huganum.” — Er ekki erfitt að taka sér fri frá þessu, ert þU ekki alltaf að hugsa um myndimar, sama hvert þU ferð og hvað þú gerir? „Ég reyni auðvitað aö taka mér fri. Það er nú samt alltaf þannig að það er nánast alveg ógerlegt að vinna i þessu ein- göngu frá klukkan 9—5. Þetta fylgir manni stöðugt. En þegar ég eri friiþá teikna ég meira og reyni að láta grafikina alveg eiga sig.” —EG Fágaðar irmréttingar Tdnabíö: Þegar böndin bresta (Interiors) Bandarisk. Argerð 1978. Handrit og leikstjórn: Woody Allen. Aðalhlutverk: Ger- aldine Page, E. G. Marshall, Marybeth Hurt, Diane Keaton, Kristin Griffith. Fáir leikstjórar virðast hafa meira vald yfir kvikmyndamiðl- inum en Woody Allen. Jafnan hef- ur maður á tilfinningunni að hann geti gert nánast allt sem hann vill meðleikara sina, texta, klippara og kvikmyndara. Myndir hans hafa með árunum orðiö æ full- komnari tæknilega, og þær sið- ustu, t.d. Annie Hall, Manhattan og þessi eru aðdáunarverðar hvaö þetta varðar. Hver sekUnda virðist Utpæld, en um leið finnst manni að leikararnir frumsemji langar samraeður á staðnum, og aðþráðurinn ímyndunum sé háð- ur tilviljunum fyrst og fremst. Allen er, um leiðog hann er fær, mjög persónulegur leikstjóri og höfundur, og þó hann hafi á svona tiu árum breyst Ur þvi að vera talinn efnilegur grinisti, og i að vera álitinn einn helsti kvik- myndahöfundur samtimans, þá er hann enn að fást við svipaða hluti — samskipti kynjanna eink- um og sér ilagi. Þau eru auðvitað óendanlegur efniviður, og uppi- staða i flestum listaverkum, en Allen nálgast þetta frá sama sjónarhólnum yfirleitt. Siðustu myndir hans hafa gerst meöal menntafólks i New York, hafa snUist i kringum Woody Allen týpuna svokölluðu, svolitið tauga- veiklaðan nUtimamann, sem upp- eldi og samfélag hafa gert að vandamálabunka. Þessar myndir hafa mér þótt afar góðar, bæði fyndnar og vekjandi, en einnig pinulitið þreytandi. Persónuleg kvikmyndagerð verður stundum of persónuleg — aö einkapæling- um höfundar — og þó Allen hafi hinjgað til verið réttu megin við strikiö finnst mér hann vera kom- inn innarlega i öngstræti. Interiors er þvi velkomið hlið- arstökk ogvisbending um að A11- en er ekki jafn takmarkaður og maður var farinn aö halda. Myndin er á engan hátt fyndin, Allen leikur ekki i' henni, og þó fólkið sé ennþá menntað og fágað, eru efnistökin allt önnur en venju- lega hjá Allen. Interiors fjallar eins og nafnið bendir til um innviöi, um tilfinn- ingar og hugarástand. HUn er nánast öll tekin innanhUss, þar sem innréttingar eru finlegar, og allir litir daufir og dannaðir. HUn er um eldri hjón og þrjár dætur þeirra sem um margt eru eins og innréttingar hibýla þeirra, fáguð og fin. Allt er i föstum og stil- hreinum skorðum, uns eiginmað- urinn tilkynnir dag einn við morgunverðarboröið að hann ætli ■ * í Kvikm yndir i ' jjjp leftir Guðjón Arngrimsson og Wmól Björn Vigni Sigurpálsson VÆGT KÚL TURSJOKK Regnboginn: Lili Marleen. Argerð 1980. Þýsk. Handrit og leikstjórn: Rainer Werner Fass- binder. Aðalhlutverk: Hanna Schygulla, Giancarlo Giannini, Mel Ferrer ofl. Arið 1938 sömdu Norbert Schultze og textahöfundurinn Hans Leip h'tið lag sem þeir kölluðu Lili Marleen. Dansk- þýska söngkonan Lala Andersen var fengin til að syngja það inn á plötu og á örskömmum tíma náði það einstæðum vinsældum innan Þriðja rikisins. A árunum 1939-40 hljómaði það áhverju kvöldi i Útvarpi Belgraö og varð smám saman vinsælasti hermanna- slagari þýsku hersveitanna i yfir- reið þeirra um heimsbyggðina. Þegar Montgomery og menn hans sigruðu sveitir Rommels i eyði- mörkLfbíu, tóku Bretarnir mikið herfang en af þvi öllu fannst þeim mest til um plöturnar með Lili Marleen, sem þeir þýddu I snar- hasti á ensku, og bæði við E1 Alamein og Arnheim sungu sveitir bandamanna þennan þýska slagara hástöfum og þegar þeir siðar höfðu lagt þriðja rikið að fótum sér, var Lala Andersen þar komin og söng Lili Marleen fyrir þá á hermannatónleikum. Einhvern veginn svona er hin raunverulega saga um siagarann Lili Marleen, sem Fassbinder hefur tekiö upp á arma sér I einni af nýjustu myndum sinum. Hann fer að visu býsna frjálslega með efniö. I myndinni er söngkonan hreinræktaður þýskur arii, sem erástfangin af svissneskum tón- listarmanni af gyðingaættum, sem hefur það að aðalstarfi að fara leynilegar sendiferðir inn til Þriðja rikisins með fölsk vega- bréf handa gyöingum sem þaöan þurfa að flýja. Þegar Wilhe (en svo heitir söngkonan) fer meö elskhuga sinum eina slika ferðfrá Sviss til Þýskalands, hefur fjöl- skylda hans komiö þvi þannig fyrir að hUn verður innlyksa i Þýskalandi og fyrir vinfengi við áhrifamann meðal nasista, æxlast mál þannig að Willie syngur Lili Marleen inn á plötu og verður yndi þriðja rikisins i' einu vetfangi. En ástin lætur ekkert aftra sér, og sist af öllu forboðin ást, svo að fyrr en varir er Willie farin að vinna með þýsku mót- spyrnuhreyfingunni og tekst á þann hátt aö bjarga elskhuga sinum, sem Þjóöverjar hafa náð þegar hér er komið sögu. Það kostar hins vegar Willie hylli valdhafanna en hennier þó borgið þar sem hUn er enn i náð hjá al- þýðu manna og óbreyttum her- mönnum, og getur haldið aftur til elskhuga sins að striði loknu. Fassbinder hættirekki aö koma manni á óvart. I Lili Marleen er maður allan timann að biöa eftir einhverri uppákomu a la Fass- binder en ekkert slikt gerist. Lili Marleen lfður áfram i ekta gamaldags ástarvellustil, eins og þær gerðust bestar hér i Holly- wood á árum áður þegar upp er staðiö veit maður ekkert hvaö Fassbinder hefur ætlast fyrir, þvi að sist af öllu á maður von á ósköp notalegri og venjulegri af- þreyingarmynd Ur þeirri átt. SU verðursamtniðurstaðan. Að visu glittir sumsstaðar i svolitla paródiu á gömlu Holiywood- velluna en það gæti allt eins verið ættað frá túlkun þeirra ágætu leikkonu Hönnu Schygulla heldur að flytja að heiman. Þá hristist upp i tilfinningum og jafnvægi raskast. Þetta er vönduð mynd i alla staði. Allar persónur eru ljóslif- andi, smáar sem stórar, þær vekja samUð áhorfandans. Það er ekki sist aö þakka leikurunum, sem eru framUrskarandi, einkum Geraldine Page, i hlutverki eigin- konunnar sem skyndilega sér að hUn fær ekki að lifa þá elli sem hún hafði alla tiö ætlaö sér. Efnið er að sönnu alþjóðlegt, en fólkið, þetta feykimeðvitaða mennta- gengi New York-borgar, er fjar- lægt.Ogþaðer eiginlega það eina sem hægt er aö setja Ut á Inter- iors. Bergmann hefur löngum verið uppáhaldskall hjá Allen, en hvort það er á annarra færi að gera Bergmannskar myndir en hans sjálfs, er annað mál. En samt: Interiors er virkilega góð kvikmynd. __ga en að slik sé beinlinis ætlun Fass- binders. Lili Marleen er þannig Fass- binder-mynd fyrir alla þá sem myndu aldrei undir venjulegum kringumstöðum láta sér koma til hugar að sjá mynd eftir Fass- binder. Fassbinder sýnir þó hér margar sinar bestu hliðar — þvi myndin er vel gerð og fallega tekin, þar sem Uir og grUir af myndskreytingum á borö við marglita blómvendi og spegla. A hinn bóginn er efnið einungis ósköp hugljUf ástarsaga, alveg þolanlega skemmtileg og jafnvel spennandi á köflum en alveg girt fyrir allar djUpar pælingar og krufningar, eins og maður hefði nU átt von á frá Fassbinder. Þess vegna ere.t.v. rétt fyrir hörðustu aðdáendur Fassbinders að bUa sig undir vægt kUltúrsjókk. —BVS LÖGGA Á GAT/ Hafnarbfó: Cruising. Bandarisk. Argerð 1980. Handrit William Friedkin, eftir sögu Geralds Walker. Leikarar: A1 Pacino, Paul Sorvino, Karen Allen, Rich- ard Cox. Leikstjóri: Williant Friedkin. Þessi hrottalega mynd snýst i aðalatriðum um tvær spurningar. Annarsvegar hver sé morðinginn, og hinsvegar hvaða áhrif vinnan hefurá SteveBurns, lögguna sem A1 Pacino leikur. Og þó undarlegt megi viröast er siðari spurningin langtum áhugaverðari en sU fyrri, og helsti ókostur myndar- innar sem slíkrar er hve fátt verður um svör þegar hennar er spurt. Cruising mun vera heiti á þvi fyrirbæri aðstunda hommabUllur i New York og bjóöa bliðu sina. Þetta er það sem aumingja Steve Burns veröur aö gera, þvi hann er lögregla sendur af yfirmönnum sinum „under cover” inn I hommaheiminn til að hafa uppá fjöldamorðingja, sem myrðir ein- göngu homma. Og að þvi er virö- ist eingöngu homma sem lita Ut eins og Steve. Hann flytur að heiman, frá vin- konu sinni, leigir herbergi i hommahverfi og fer að mála sig. Eitt leiðir af ö.ðru, likin hrannast upp, og Steve nálgast morðingj- ann. Þetta er besti kafli myndar- innar, þó ógeðslegur sé. William Friedkin hefur áður gert mynd um kynvillinga — litla mynd sem het „The Boys in the Band”, eða eitthvað álika. SU var fremur fínleg og skilningsrik stUdfa, en I Cruising er blaðinu heldur betur snúið. Enda vakti hUn öflug mótmæli hommasam- taka I Bandarikjunum og annars- staðar þar sem hUn hefur verið sýnd. I Cruising er veröld homm- anna viðbjóðsleg full af ofbeldi og sóðaskap, ein allsherjar orgia. Steve Burns virðist i stööugri hættu, allir vilja binda hann með leðri eða misþyrma honum á einn eða annan hátt. William Friedkin veltirsér þarna uppUr óhugnaðin- um, án þess, viröist mér, aö þess sé þörf. Hann um það. Myndin er a 11- spennandi framanaf, en þegar áhorfendur fá loks að kynnast morðingjanum er einhvernveginn allur vindur Ur henni. Máttleysis- legar tilraunir til að Utskýra af hverju maöurinn er að þessu, virðast bara skemma fyrir. Það veldur lika vonbrigðum hve lauslega er tæpt a þvi hvaða áhrif þessi ósköp hafa á Steve Burns. Annað slagið er gefið i skyn að hann sé að samlagast umhverfinu meira en góöu hófi gegnir, — að þetta nána samband hans við hommana reyni ákaf- lega á tilfinningar hans. En það ereins með þetta og morðsöguna, — og myndina I heild: Allt er heldur endasleppt. Rétt tæpt á hlutunum, og svo fyllist tjaldið af blóði eða kynsvalli — sem reyndar virðast nátengd fyrir bæri i þessari mynd. A1 Pacino ætti aö fara aö kunna þessa rullu eftir Serpico og Steve Burns, og hann erað vanda sann- færandi. Einnig Paul Sorvino. Þaö er bara myndin sem ekki er sannfærandi. Hröð og gripandi, jú, — en þvi eina sem i raun rétt- lætir svona mynd, eru engin skil gerð.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.