Helgarpósturinn - 03.07.1981, Page 28

Helgarpósturinn - 03.07.1981, Page 28
Föstudagur 3. jún i98i. helgarpósturinn Sölu og þjónustumaður Þjálfaður viðgerðarmaður yfirfer allt gangverk og Bíllinn afhentur kaupanda I Bllaborgar h.f. tekur við bíl öryggisbúnað og lagfærir það sem þörf er á. 7. flokks ástandi og með 6 til sölumeðferðar. mánaöa ábyrgö. Notaðir Mazda bílar með 6 mánaða ábyrgð. Þeir sem kaupa notaðan Mazda bíl hjá okkur geta verið fullvissir um að bíllinn sé yfirfarinn, nýstilltur og í fullkomnu lagi og að ef leyndir. gallar kæmu íIjós myndi Bílaborg h.f. lagfæra þá að kostnaðarlausu. Firrið yður óþarfa áhættu í kaupum á notuðum bíl... Kaupið notaðan Mazda með 6 mánaða ábyrgð. Smiöshöföa 23, / sími 812 99. • Brotthvarf önundar Asgcirs- sonar úr forstjórasttíli Oliuversl- unar tslands þykir tlðindum sæta i viðskiptalífinu og margir velta fyrir stír raunverulegum ástæð- um þess aö önundur var ldtinn vikjafrá af stjórn Oliuverslunar- innar. Heimildarmenn okkar Ur þessum bransa telja ástæðurnar vera margþættar. t fyrsta lagi hafinU myndastnjí hiuthafabldik innan Olis með bandalagi hins nyja stjómarformanns Gunnars Guðjdnssonar skipamiðlara og Hriseyjarættarinnar meö Svan Friðgeirsson, stöövarstjdra i broddi fylkingar, en hann er tengdasonur Hreins heitins Páls- sonarfyrrum forstjóra Oliuversl- unarinnar. Sé þetta bandalag að nokkru tilkomið vegna persónu- legs ágreinings milli Gunnars og önundar Asgeirssonar. 1 þriðja lagi telja menn þetta eiga stír lengri aödraganda og stí að nokkru leyti tilkomið af þvi að ýmsum hluthöfum þykir Olis ekki hafa haldiö sinum hlut f haröri samkeppni oh'uftílaganna þriggja um ýmiss stærri viöskipti htír inn- anlands undir stjórn önundar. Þykir þeim hann á siðustu árum hafa veriö of afskiptalitill af mál- efnum fyrirtækisins og um of vera farinn aö bianda sér i annan rekstur á eigin vegum, þar sem er hlutdeild hans i farskipinu Svaninum og Nesskip. Allt þetta hafi átt sinn þátt i þvi að grafa undan stöðu önundar innan fyrirtækisins 1 umræðunum um eftirmann önundar hefur athyglin einkum beinst aöSvan Friðgeirssyni, sem áður er nefndur, og Erni Guð- mundssyni, skrifstofust jóra, þótt einhverjar efasemdir heyrist um að þeir muni valda verkefninu. Hefur þá verið bent á aö hugsan- lega væri ekki vitiaust hjá Olis- mönnum, ef þeir ætluðu aö leita Utfyrir fyrirtækið, að fara á fjör- urnar viö Ragnar Kjartansson, forstjóra Hafskips en hann var áður aðstoðarforstjóri Skeljungs og þvi sagöur gjörþekkja þennan margflókna bransa sem oliu- verslun tslendinga er.... 0 Ekki er Utilokað að sam- keppni tscargd og Flugleiða að Amsterdam-rUtunni geti fljdtlega þróast Ut i verðstrið. Eftir þvi sem við heyrum Ur röðum Flug- leiðamanna þá átti það skilyröi að hafa fylgt flugrekstrarleyfinu til Iscargó á sinum tima að fariö yrði eftir IATA-f argjöldum. NUna sé Iscargó farið að auglýsa APEX-fargjöldá þessari leið sem Flugleiðamenn segja brot á öllum reglum, þvi að töluverðan tima taki að fá APEX-fargjöldin viður- kennd innan IATA og Iscargtí geti ekki verið komin með slik leyfi. Þar sem samgönguráðuneytið hefur hins vegar ekki enn hreyft neinum mtítmælum viö þessum fargjöldum íscargó, munu Flug- leiðamain nú hafa ákveðið að fara að dæmi tscargó hvað sem öllum reglum liöur og lækka sin gjöld til samræmis við fargjold Iscargó... Menntamálaráðherra Ingvar Gislason mun fljótlega þurfa að fara að skoða umsóknir um stööu skólastjóra Stýrimannaskólans i Reykjavik. Kunnugir segja, að hann muni ekki þurfa að velta málinu lengi fyrirsér. Meðal um- sækjenda sé Ingdlfur Þdrðarson, gamall kennari við skólann, sem sé að auki réttu megin i pólitik- inni og hafi þar fyrir utan verið til sjós með Gísla, föður Ingvars. Skiptir þá varla máli þótt Ingólf- ur uppfylli ekki alveg öll skilyrði sem um skólastjórastarfiö hafa verið sett. Þetta er hins vegar lakara fyrir Guðjón Armann Eyjdlfsson, skólastjóra Styri- mannaskólans iEyjum, sem hef- ur allar prdfgráður og langa starfsreynslu en það gildir bara ekki lengur eins og dæmin sanna... • Guðjdn Armann Eyjdlfsson hefurraunar veriö einnig nefndur sem liklegur umsækjandi um for- stjórastöðu Landhelgisgæslunnar vegna þess að hann er einn fárra Islendinga með sjóliðsforingja- gráðu. Hins vegar heyrum við að engar umsóknir hafi enn borist um þetta embætti hvað sem þvi nil veldur... • 1 hausthefst geysimikil áróöurs og kynningarherferö á vegum Kennarasambands Islands til að kynna almenningi skólastarfið I grunnskólum landsins og að- bdnað nemenda og kennara. Til- gangurinn er að auka virðingu manna fyrir skólastarfinu, en að mati margra kennara er hún næsta litil. Vonir manna standa til þess, að meö þessu móti takist að gera almenningsálitið hliöhollt kennarasttíttinni, og meöal annars ltítta róðurinn við gerð næstu kjarasamninga. Nefnd á vegum KI hefur að undanförnu unnið að skipulagningu her- ferðarinnar undir stjórn Kára Arndrssonar skólastjóra Foss- vogsskóla, en útfærsla hennar verður i höndum auglýsingastofu. Aætlunin verður lögð fyrir stjórn Klá næstunni, en eins og hún Útur út nú er búist við að hún kosti um 250 þúsund nýkrónur. Herferðin á að standa frá þvi I september og fram til áramóta. Hugmyndin er að gefa Ut bæklinga og plaköt, sýna stuttar kynningarmyndir i auglýsingati'ma sjtínvarpsins, hvetja kennara til að skrifa greinar um starf sitt I dagblööin og reyna þannig að koma af stað almennri umræðu um skólamál. Lögö er áhersla á að herferðinni veröi lokið fyrir áramót svo hún drukkni ekki i kosningabar- áttunni fyrir sveitast jórna- kosningarnar, sem búast má við að hefjist um það leyti.... 0 Vaka, bókaútgáfa ólafs Ragnarssonar, fyrrum Visisrit- stjdra, er nú sögð vera fallin frá Utgáfu stírstakrar bdkar um John Lennon og bitlaæðiö á Islandi. Mun Utgefandanum hafa þótt sem allt stefndi i offramboö á John sáluga Lennon á islenskum bdka- markaði... 0 Hart er barist um matar- pakkana til opinberu fyrirtækj- anna. Nýlega fór fram Utboð á þessum matarskömmtum til vinnuflokka Reykjavikurborgar á vegum Innkaupastofnunar borg- arinnar. Fram að þessu haföi matarskammturinn verið keypt- ur frá eldhúsi verktakafyrir- tækisins Miðfells og kostaöi skammturinn i april kr. 33.80. Nú brá hins vegar svo við að Glæsi- bærbauö lægsteða skammtinn á kf. 27.50 en Miðfell var þá næst- lægst með skammtinn á 32 kr. og hafði þannig lækkað sig frá fyrra verði, sem þóttitiðindi út af fyrir sig;vegna kauphækkana i millitlð- inni. Onnur fyrirtæki i þessum bransa voru meö tilboð þar sem skammturinn var á bilinu 37—42 kr.- en eðlilegt verö á skammti af þessu tagi er talið vera um 41 kr. Borgarstarfsmenn fá þvi greini- lega hræbillegan mat á næst- unni... • Heyrst hefur aö Jón Ragnarsson.eigandi Regnbogans hyggist selja bióhúsið. Ástæöan tnun vera sú aö hann hagnast ekki nóg og ofbýður þær háu upphæðir sem hann þarf að greiöa i skatta. Fyrir andvirðiö ætlar Jón svo aö kaupa sér hótel i útlöndum. Ein- hver talaði um i Rhódesiu... • Þjóðviljinn gerir mikið mál úr þvi að Helgi Pétursson fréttamaður hafi ólikt öllum öðrum fengiö tveggja ára leyfi frá störfum á fréttastofunni og haldi stöðu sinni á meðan. Þjóöviljinn telur að skýringin sé sú aö Helgi sé frimúrari. Við höldum þvi hins vegar fram að Þjóðviljinn geri alltof mikið úr áhrifamætti fri- múrarareglunnar og alltof litið úr áhrifum framsóknar.... 0 Torfusamtökunum þótti hagur sinn vænkast er vinstri meirihlutinn komst til valda i borgarstjórn Reykjavikur. Eitt- hvað viröist þó ganga á i sam- skiptum þessara aðila þvi að samningaviðræður um útitaflið á Bernhöftstorfunni hafa að sögn kunnugra staðið vfir rN á hálft annaö ár. |22 2. tbl. 2. árg. 1981 Glæsilegt timarit um tsland fyrir tslendinga. 80 bls. fjöldi litmynda. — Meðal efnis: Fjallvegir á lslandi. Akstur yfir ár, greinar um Vesturland og Ódáöahraun. Skófatnaður fyrir göngufólk, læknaspjall, Feröafélag ts- lands — Otivist — björgunarsveitir o.fl. o.fl. Askriftarsiminn 29499. Ritið fæst einnig i bókaverslunum og á blaösölustööum um allt land.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.