Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur io. júií 1981 holrjarpn<Zti irihri ATVINNUMÁL Á ÍSLANDI í ÓVISSU: ÞAÐ VERÐUR UM HVERN STÓL Framkvæmdastofnun reiknar með áframhaldandi brottflutningi af landinu eftir Sigurveigu Jónsdóttur myndir: Jim Smart o.fl. Fjölgun stúdenta hetur lengi verið keppikefli okkar íslendinga. Og nú virðist markinu vera náð. Síðustu tíu árin hefur stúdentum við Háskóla fslands fjölgað úr 1.600 í 3.300 og á sama tíma hefur sprottið upp fjöldi nýrra menntastofnana. En hvernig eru atvinnuhorfurnar fyrir þetta fólk? Helgarpósturinn kannaði það mál með viðtölum við fjölda fólks í hinum margvíslegustu starfsgreinum og verður að segjast að meginniðurstöðurnar voru heldur uggvænlegar. Og það á ekki aðeins við um menntafólk. Full vinna — en óviss framtíð Óskar Hallgrimsson hjá Vinnu- málaskrifstofu Félagsmálaráöu- neytisins kvaö atvinnumálin vera i svipuöum farvegi og veriö hefur undanfarin ár, en um framtiöina væri óvissa i vissum greinum. „Mesta óvissan er i verk- smiðjuiönaöinum og það er helst þar sem erfiöleikar steöja aö,” sagöi Óskar. „Eins sér þess viöa merki, aö i byggingaiönaöinum séu minni verkefni en áöur. Hér á höfuðborgarsvaéöinu á lóöaskort- ur töluveröan þátt i þvi. A Akur- eyri er byggingamarkaðurinn aö miklu leyti mettaöur i bili og þar hafa verið þrengingar. begar framkvæmdum viö Hrauneyjarfossvirkjun lýkur, kemur það til meö aö hafa áhrif á byggingamarkaðinn, ef aörar orkuframkvæmdir koma ekki til”. Hjúkrunarfræöingar: Mikill skortur segir Sigrún Óskarsdóttir „Þaö vantar ails staðar hjúkrunarfræöinga til starfa og þaö er meiri skortur nú en veriö hefur undanfarin ár,” sagöi Sigrún óskarsdóttir vara- formaöur H júkruna rf éla gs tslands. Sem dæmi um ástandiö nefndi Sigrún, aö 1. júli sl. hafi veriö 89 hjúkrunarfræöingar i fullu starfi viö Borgarspítalann og 82 i hluta- starfi. Til samanburöar tóku á siöasta ári 194 hjúkrunar- fræöingar aösér aukavaktir á spftalanum og 105 voru óráönir, en tóku aö sér vaktir i neyöar- tilvikum. „Við erum núna að ræða þaö i Hjúkrunarfélaginu aö gera könn- un á þvi hve þörfin er mikil og hvað sé hægt aö gera til aö bæta úr. Þaö er til marks um ástandiö að fólk getur valiö sér vinnutima aö vild og þó dugir ekki til. Liklega hafa launamálin þarna áhrif. Þetta er illa launaö starf.” „Ekkert útlit fyrír ný störf i iönaöi” segir Davíð Scheving „Þaö er ekkert útlit fyrir aö iönaöurinn geti tekiö viö þessum mannafla. Meö sama áframhaldi skapast þar engin ný störf,” sagði Davíö Scheving Thorsteinsson, form. Félags Isi. iönrekenda, þegar Heigarpósturinn bar undir hann spá Framkvæmdastofnun- „Þaö eru f dag svo til jafn- margir starfsmenn í iönaöi og var fyrir 12 árum og hlutfall iðn- aöar i' þjóöarframleiöslunni er þaö sama. Þaö gerist ekkert áf þvi sem þarf til aö þetta breytist. Landiö veröur aö iönvæðast, en það hefur ekki ræst sem viö von- uðumst til meö inngöngunni i EFTA. Henni var ekki fylgt eftir af stjórnvöldum á þann hátt aö árangurinn yröi sá sem þjóöin þarf á aö halda. Og afleiðingarn- ar leyna sér ekki. Þjóðartekjur standa í staö eöa minnka ár eftir ár þrátt fyrir tvöföldun sjávar- aflans, og fólk flytur burt úr land- inu. Ég er sannfærður um aö viö þurfum aö fá stóriöju. Viö þurfum að nýta orkuna. En stóriðjan leysir ekki allan vandann. Stór- iðja og smáiðnaöur veröa aö þró- ast hliö viö hlið ef viö viljum vera svona mörg í þessu landi. Um það hefur engin formleg ákvörðun verið tekin, en meö stjórnleysi er búiö aö taka þá ákvöröun, aö fólk flytjist úr landi og þjóðinni fjölgi þar með ekki frá þvi sem nú er.” Mesta f jölgunin framundan Hjá Framkvæmdastofnun rikisins er gerö spá um mannafla nokkur ár fram i timann. Einn þeirra, sem vinna aö gerö þeirrar spár, er Siguröur Guömundsson áætlanafræðingur. Hann sagöi aö spáin, sem gerð var fyrir árin 1978—1983, geröi ráö fyrir 8 þúsund manna fjölgun á vinnumarkaöinum og næstu ár þar á eftir er reiknaö með 7 þúsund manna fjölgun. Þá væri reiknað meö sama hlutfalli þjóöarinnar i vinnu og var 1978. Þetta gæti þó breyst, þar sem konur kæmu sifellt meira inn á vinnumarkaöinn og eins yröu hlutastörf sennilega algengari. Þessi fjölgun gæti þvi orðið meiri. „Vegna aldursskiptingar þjóðarinnar má búast viö að næstu árin komi fleiri inn á vinnu- markaðinn en nokkurn tima fyrr eöa seinna,” sagöi Siguröur. Reiknað með brottflutningi I þessum tölum er gert ráö fyrir jafn miklum brottflutningi af landinu og veriö hefur siðustu árin, en frá 1976—1980 fluttu árlega aö meöaltali 765 fleiri frá landinu en til þess. A árunum 1973—1978 jókst mannaflinn um 11 þúsund. Fyrir það fólk sköpuöust 8 þúsund ný störf I þjónustugreinum og 3 þúsund i framleiöslugreinunum. Langmest varö aukningin i opin- berri þjónustu. A næstu árum er reiknað meö aö fólki haldi áfram aö fækka i landbúnaði, engin breyting veröi á mannafla viö fiskveiöar og i fiskiönaði er búist við minni háttar fjölgun. „Þaö eru ekki allir sammála um það hve mörgu nýju fólki fisk- iönaöurinn geti tekiö viö,” sagði Siguröur. „Hugsanlega kemur til meiri fullvinnsla á aflanum, en á móti kemur aukin vélvinnsla og eins hitt, að reynslan hefur sýnt aö þaö hefur oröiö að fá erlent vinnuafl i fiskvinnsluna úti á landi.” Þá sagöi hann, að bygginga- starfsemi hefði sífellt verið að aukast og væri reiknað meö áframhaldi á þvi, ef orkufram- kvæmdir og stóriöjuframkvæmd- ir kæmu til. Hins vegar yröi aðal aukningin að veröa i öðrum iðnaöi og þjón- ustugreinunum. „Við höfum ennþá lægra hlut- fall i þjónustugreinunum en viðast tiökast i vestrænum lönd- um, eöa um 50% á móti nærri 70% Læknar: „Fleirí en viö þurfum” segir örn Bjarnason „Viö erum fyrir löngu orönir sjálfum okkur nægir meö lækna og þaö er þegar búiö aö framleiöa fleiri en viö þurfum”, sagöi örn Bjarnason skólayfirlæknir og rit- stjóri Læknablaösins, en hann hefur kynnt sér nokkuö atvinnu- möguleika islenskra lækna. örn sagöi, aö um 850 læknar heföu, eöa ættu rétt á, lækninga- leyfi hér á landi. Þar af starfa um 600 hér heima en 250 erlendis: tæplega 200 i Svíþjóö, um 40 i Bandarikjunum og Kanada, en hinir i ýmsum Evrópulöndum. Viöa erlendis hafa verið settar skoröur viö innflutningi lækna, jafnvel i Bandaríkjunum, þar sem til skamms tima var mikill læknaskortur. í grein sem birtist I British Medical Journal I vor var sagt frá þvi, aö fyrir 20 árum heföi veriö talin þörf fyrir 50 þús- und fleiri lækna i Bandarikjun- um, en nú sé reiknaö meö.aö meö sama áframhaldi veröi um 130 þúsund læknar umfram þörf áriö 2000. „Núna er einn læknislæröur ís- lendingur á hverja 300 Ibúa hér á landi”, sagöi örn. „En þaö stefnir I aö áriö 2000 veröi 1 fyrir hverja 200 ibúa. Og er þá reiknað meö aö uppundir helmingur lækna veröi erlendis. Þar sem viö búum viö rikis- rekna heilbrigöisþjónustu er þaö rikiö sem ákveöur hve margir læknar veröa starfandi hér I framtiöinni. Ef þeir ekki fá stööur hér, þá setjast þeir aö erlendis. Þaö er þvi enn ekki fyrirsjáanlegt atvinnuleysi á næstunni. I dreif- býli, t.d. i Noröur-Sviþjóð og Noröur-Noregi, er æpandi skortur á læknum og i Þriöja heiminum eru óþrjótandi verkefni, en þar er erfitt fyrir fjölskyldufólk aö starfa og launakjörin eru léleg”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.