Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 5
Jislgarpn^fi irinn Föstudagur 10. .júií i98i • Jón Ragnarsson i Regnbog- anum haföi samband viö Helgar- póstinn út af klausu sem birtist á baksiðu siðasta blaðs, þar sem greint var frá hugleiðingum hans um aö selja Regnbogann og hefja i þess stað hótelrekstur erlendis. Jón kvað þetta uppspuna frá rótum, þvi að ekkert þessu likt hefði hvarflað að honum. Greini- legt er að heimildir Helgarpósts- ins hafa i þessu tilfelli verið i meira lagi ótraustar • Eitthvert vesen ku vera á rit- stjórn „nýs og betri” Tima, og sagt aö gamla Timaliðið og hið innflutta lið af Visi smelli ekki al- veg saman. Einn úr „gamla” kjarnanum, Atli Magnússon, blaðamaður er þegar búinn að segja upp og fer á dagskrárdeild hljóövarps, og nú fyrir skemmstu lá fyrir að einn reyndasti blaða- maðurTimans, Friða Björnsdótt- ir myndi einnig leggja inn upp- sögn sina. Þá mun Elias Snæland Jónsson, ritstjóri hafa beðið hana lengstra orða að geyma uppsögn sina um skeið þvi það liti svo illa út útávið ef tveir reyndir starfs- menn kveddu með svo stuttu millibili. Elias ætti að vita hvað hann er að segja, þvi hann hélt af Visi með friðu förunevti sjálfur... • Allmikið námskeið hefur fariðfram undanfarnar vikur i og við Iðnskólann i Reykjavik fyrir nýlistamenn og leikara. Fyrir námskeiðinu standa bandarisk hjón, en eiginmaðurinn var hér I vetur sem leiö og kenndi litillega við nýlistadeildina umtöluöu. Námskeiðiö fór vel af staö og fjöldi fólks tók þátt, en ekki leið á löngu þar til áhuginn fór að minnka. Námskeiðið var aðallega fólgið I þvi að finna sjálfan sig — með þvi aö öskra sem hæst, leika sér eins og smábörn, og öðrum álika aðferðum. Þetta gekk vel i þátttakendur til að byrja með, en þegar á leið og öskrin héldu áfram heltist fólk úr lestinni, og munu nú fáir eftir. Og segiði svo ekki að ekki sé hægt að ganga fram af nýlistafólkinu... STÓRMARKAÐURINN FERÐAVÖRUR Norsk hústjöld kr. 2.090 Sænsk nælontjöld, 3 manna kr. 435 Svefnpokar, gæsadúnn, fiöur kr. 969 Ferðasett fyrir fjóra kr. 226 Tjaldborö og 4 kollar kr. 357 Útigrill kr. 280 Veiöisett kr. 122 Feröatöskur ' kr. 226,276,300 10 gíra reiðhjól frá USA kr. 1.900 Sportskór í barnastærðum kr. 99 Sportskór í fulloröinsstæröum kr. 116 Opið föstudaga til kl. 1Ö, lokað laugardaga STÓRMARKAÐURINN SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI LETTi SUMARFRAKKAR Athugasemd í grein Helgarpósts: Nærmynd, Sigurbjörn Einarsson, vitnar blaðamaður til simtals við mig og verður á mistök, sem ég óska að leiðrétt verði. — Þvi miður láðist blaðamanni að senda mér eintak blaðsins. Blaöamaður hermir þessi orð eftir mér: „Hann (biskup) er ákaflega skaprikur eins og allir miklir menn, en mér finnst hann fara ákaflega vel með það.” Samtalið man ég með vissu. Blaðamaðurspurði: Hvað segir þú um það, sem sumir segja um biskup, að hann sé ákaflega skap- rikur maður? Svar mitt var þetta: Mér þykir mjög trúlegt, að hann sé skap- rikur. — Það þurfa öll mikilmenni að vera til þess að koma fram málum sinum. — En hann fer þá vel með það, þvi að aldrei hef ég mætt þvi i okkar samstarfi. Ingólfur Astmarsson Hr. ritstjóri. t blaði yðar föstudaginn 19. júni 1981 er birt frétt um að fulltrúar Heilbrigðiseftirlits rikisins fyrir- hugi ferð til Spánar, Frakklands og Bandarikjanna til að kynna sér fullkomnustu mengunarvarnir i Kisilverksmiðjum þar. Þessi frétt yðar er úr lausu lofti gripin, Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur ekki fyrirhugað neina slika ferð og óskast áðurnefnd frétt yðar leiðrétt i næsta blaöi yðar á jafn áberandi stað og fréttin. Virðingarfyllst, f.h. Heilbrigðis- eftirlits rikisins Ilrafn V. Friðriksson Dr. Med. yfirlæknir. Hlustið á, ..bragðið af,.. lítið á,.. lyktið af AMSTERDAM ...kemur þér skemmtilega á óvart. Njótið listisemda Amsterdam- ‘Fljúgið með Iscargo! ISCARGO Félag, sem tryggir samkeppni i flugi! SKRIFSTOFA: AUSTURSTR/ETI 3, S 12125 og 10542. Kr.: 2.098.-.aðeins. (báðar leiðir)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.