Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 10.07.1981, Blaðsíða 26
26 Föstudagur io. júií 1981 halrjarpn<zfi irínn að synda? Á maðurinn meira sameiginlegt með selum og hvölum en i fljótu bragði mætti ætla? Ef þii lokar þig inni á baöher- bergi, ferð úr öllum fötunum og lítur i spegil — hvað séröu þá sem aögreinir þig frá mannöpunum, fi-ændum þfnum? Jií, þii ert hárlaus, eöa svo til al- veg. Þu stendur beinn og á tveim- ur fötum. Höfuðiö á þér er stórt, miðað við apans, hendurnar eru stuttar og brjöstkassinn lítill. Og ef þú ert kvenmaður eru brjóstin ólíkþeim á apaynjunni. Fæturnir cru flatir. Kasskinnarnar eru grfðarstórar. Þú ert með höku, og svo skringilega lagað nef, aðnas- imar vfsa beint niður. Margt fleira mætti eflaust týna til, en þetta er all nokkuð. Þú ert Homo sapiens, og oröinn gjör- ólíkur mannöpunum sem þú varst einu sinni svo likur. Frá því að maðurinn fór að velta fyrir sér uppruna si'num i alvöru, aðallega á sfðustu hundr- að árum, eftir að Darwin lagði fram kenningar sínar, hefur hann spurt sig þrálátlega: Af hverju breyttumst viðsvona? Hvað var það sem gerðist? Öyggjandi svör hafa ekki verið mörg. Að vi'su hafa núti'mavis- inda hjálpað til við að raða saman þessu púsluspili, en svo langt er um liðið si'ðan þessar breytingar hófust að mjög erfitt er að gera sér grein fyrir staðreyndum — þrátt fyrir hjalp tækninnar. Þvi hefur vitneskja um þessi mál kannski fremur byggt á rök- vi'si, en hörðum staðreyndum: Við höfum litið i' kringum okkur i dýrari'kinu og lagt saman tvo og tvo. Bætt svo við þvi' sem forn- leifafræðin hefur leitt i ljós og reynt að draga af þvi ályktanir. Niðurstöðurnar hafa verið mis- munandi, eins og við er að búast. Kenningar hafa verið settar fram, og sumar orðið úreltar. Til- ef ni þessa greinarkorns er ein slik kenning úrelteða ekki, sett fram i bókinni ,,The Descent of Wom- an” sem út kom fyrir fáum árum . Höfundur hennar er Elaine Morg- an, sem er kona, og i bókinni set- ur hún fram tilgátursem stangast allverulega á við þau sjónarmið sem rfkjandi hafa verið i þessum fræðum undanfarna áratugi. Henni finnst að þeir sem helst hafi fjallaö um þessi mál — menn eins og Desmond Morris (sem skrifaði Nakta apann) — hafi svo- til eingöngu horft á karlkynið, og ekki tekið tillit tU þess að meiri- hluti mannkynsins á hverjum tfma eru konur og börn. Það sem þó er mest stingandi fyrir leikmann i þessum fræðum er að hún heldur því fram að maðurinn hafi gerst sjávardýr i um tiu mUljónir ára, og að það hafi öðru fremur leitt til þeirra breytinga sem siðar gerðu hann að Homo sapiens. Þvieralmennt haldið fram að Homo sapiens, hinn viti borni maöur, hafi orðið til á Pleistocene timabilinu fyrir tugmilljónum Kasskinna rnar stóru eru upp- hafiö að ótal vandamálum ára. En Elaine Morgan segir að allar mUiilvægu breytingarnar hafi þá þegar átt sér stað. A und- an Pleistocene timabilinu kom Pliocene, og á undan þvi Mio- cene. Það var á Miocene timabilinu sem á lifi var kvikindi af ætt mannapa, Dryopithecus Afrikan- us, og sem fundist hafa leifar af. SU tegund dó Ut fyrir milljónum ára, þegar hið brennheita 12 milljón ára þurrkatimabil, Plio- cene, hófst. Þá minnkuðu frum- skógarnirhratt, og dýr sem lifðu i trjánum urðu að fara Utá hinar voðáttumiklu sléttur sem mynd- uöust í staðinn. Þetta er sU breyting á lifnaðar- háttum sem flestir telja að hafi bUið til manninn. En Elaine Morgan er ekki sammála. Hún segir öll rök benda til þess að apa- tegund, eins og Dryopithecus Afr- ikanus, hefði orðið Utdauð við þessa breytingu. Dýr merkurinn- ar voru flest grimmari, sterkari og fljótari en hún — hún átti sér ekki viðreisnar von. Þess vegna dó hún út, segir Morgan. En skyldmenni henn- ar,sem bjuggu nær ströndinni, þau björguðust. Skortur á fæðu, grimm rándýr og i alla staöi erfið lifsskilyrði ráku þessá mannapa Uti fjöruna og hafið næst landi. Og i um tólf milljónir ára dvaldi þetta apagrey i' vatninu, og sU dvöl breytti honum mjög. 1 fjörunni hafði hann nóg að borða. Þaö er ekki stórvægileg breyting að fara að borða kvik- indi f jörunnar i stað skorkvikinda landsins. Ogþegar hann var kom- inn á lagið var ekki stórt stökk i allskonar krabba og siðan ein- hverskonar fisktegundir. I f jörunni, eða sjónum var líka fundin vörn gegn rándýrunum, með þvi að vaða eins langt úti' og mögulegt var — og biða þar þang- að til kattardýrin urðu leið, og sneru við. Það er auövitað engin smáræð- is bylting að dýrategund skuli taka uppáþvi'aðfara i' sjóinn. Og hér er ekki rúm til að greina frá þeirri flóknu og timafreku at- burðarás, sem Morgan lýsir i bók sinni. Eneflitið erá manninn i dag með tilliti til þess að hann hafi mótast aö einhverju leyti I vatni, koma i ljós furðulegustu hlutir, eins og Morgan bendir á i' smáatr- iðum i bók sinni. Hér verða nefnd nokkur dæmi: Af hver.iu göngum við upprétt? Þaðer fullkomlega órökrétt að ætla að dýr sem kemur niður úr trjánum niður á slétturnar til að veiða, skuli færa sig uppá aftur- fæturna. Ferfætlingar eru langt- um fljótari en tvifætlingar, og á sléttunum er það hlaupahraðinn sem gildir öðru fremur. Það er hinsvegar fullkomlega eðlilegt fyrir dýr sem fer i sjóinn. Selir og hvalir — spendýr sem farið hafa i' vatnið — eru straum- linulaga ogþráðbein. Dvöl i' vatni leiðir undantekningalaust til slikra breytinga. .\f hverju erum við hár- laus? Það er nánast einsdæmi meðal spendýra og algjört einsdæmi meðal apategundanna, að engin hár þeki likamann. Engin eðlileg skýring er til á þvi hvernig mað- urinn fór að þvi' að missa feldinn, hafi hann verið á landi. Ef hann hefur fariö i sjóinn er hinsvegar svarið komið. Blautur loðfeldur er ekki til hagræðis a sundi — það vita allir. Þvi var Eru þetta leyfar af sundfitum? eðlilegtað þessi mannskepna los- aði sig við hann með tiö og tima. 1 viðbót við þetta bendir Morg- an á að þrátt fyrir að vera hár- laus, þá er maðurinn með fitulag undir húðinni, sem gegnir sama temprunarhlutverkinu. Þar sker hann sig algjörlega úr flokki ætt- ingja sinna, en gengur i lið með selum og hvölum, sem hafa þykkt spiklag undir húðinn. Það er ekki glóra i' þvi fyrir landdýr að kasta af sér hárum og safna fitulagi á sama tima. Af hverju fór þetta dýr að nota vopn? Þótthægt sé að kenna mannöp- um að nota einfalda hluti, þá dett- ur þeim það aldrei i hug villtum. Til þess að slíkt gerist má engin Þaö rignir ekki ofan i nefið á okk- ur. tilviljun ráða, — „tilraunin” verður aö heppnast i hvert ein- asta skipti. Og útilokað er, segir Morgan, að forfeðrum okkar á slettunni hafi dotöö i hug, þegar hlébarði var á hælunum á þeim, að taka upp grjöt og kasta. I fyrsta lagi er ekki mikið af grjóti á grassléttum, og jafnvel þótt þetta hefði átt sér stað, hefði dýrinu ekki dottið i' hug að endur- taka þaö siðar. Það sá ekki or- sakasamhengið milli grjótsins, kastsins og særðs dýrsins — það var of heimskt. En ef það hefði setið i fjörunni með milljónir af steinvölum og þúsundir skeldýra i kringum sig, þá er annað uppá teningnum. Ef það lamdi meö steininum á skel- ina brotnaði hún og matur kom i ljós. Þetta gerðist aftur og aftur Myndir: Jim Smart og mistókst aldrei. Og það sama gilti um stærri dýrin. Þú getur gengið að selkóp og lamið hann i hel með grjóti. Þannig skýrir Morgan eina af stóru spurningun- um. Hún bendirf bókinn á dtal smá- atriði í utliti mannsins og háttum sem benda til hins sama: Við grátum söltum tárum . Eng- ir mannapanna gera það, og svo- til engin landdýr. En öll sjávar- dýr losa sig við saltið i likaman- um i gegnum augun eða nefið. Hið siöa hár á höfði okkar er undarlegt einsdæmi, og þjónar i fljótu bragði engum tilgangi. En ef kona er með barn i fanginu i sjónum, er hárið (eða eitthvað álika) nauðsynlegtfyrirbarnið að halda sér i ætli hún að hreyfa sig i vatninu. Þar segir Morgan lika vera komna skýringuna á þvi af hverju hár ófriskra kvenna þykknar. Ef þú spennir þumalfingurinn útfrá vfsifingri, sérðu að hann myndar um 90 gráðu horn. Þú nærö honum ekki aftar. Apar hinsvegar getalátið hann mynda 180 gráðu horn, enda kemur það sér vel. Húðsepinn á milli þjónar engum augljósum tilgangi. Nema sem sundfit. Og rannsöknir á skólabörnum hafa leitt i ljós að svona 8% þeirra hafa visi að sundfitum milli tánna. 1 selumog hvölum hægist hjart- slátturinn þegar þeir kafa. Þetta er til að súrefnisneyslan minnki og þeir geti kafað lengur. Það sama, þó i' litlum mæli sé, á sér stað f mannslikamanum, sem i þessu sker sig algjörlega úr flokki landspendýra. Svona mætti áfram telja. Af hverju eru brjóst konunnar t.d. eins og þau eru, en ekki bara geir- vörtur á sléttri bringu, eins og á apaynjunum? Jú — það er vegna þess að hárleysi konunnar gerði ungviðinu mun erfiðara fyrir að ná upp i geirvörtuna. Þessvegna færðist hún smámsaman neðar á likamann með þessum hætti. Þetta eru smáatriði sem skipta ekki sköpum. En Elaine Morgan notar þessa sjávarkenningu sina lika til að svara stórum spurn- ingum. Hvers vegna fékk mað- urinn málið? Tungumálið hefur kannski oðru fremur búið til Homo sapiens — hinn vitiborna mann. 1 upphafi var orðið, segir biblian. En af hverju fóru forfeður okkar, einir mannapanna, að tala? Apar og önnur spendýr hafaalla tið notað lyktarskyniö og sjónina til allra helstu samskipta. Þaö hefur dugað þeim ágætlega. Elaine segir ástæðuna vera þá að þegar maðurinn^ða þessi for- faðir hans, fór i vatnið þá hafi þessar samskiptaleiðir orðið ill- færar. Lyktin barst ekki nærri eins vel, og augun nutu sin ekki yfir glampandi sjávarfletinum. þessvegna fór hann að nota rödd- ina iauknummæli. Hinsvegar, ef maðurinn hefði haldið sig á þurru landi, hefði sú þörf aldrei orðið til. Af hverju varð kynlífið svona ruglingslegt og mikilvægt? Stór hluti bókarinnar fer i að svara þessari spurningu, enda segir Morgan hana grundvallar- atriði þegar samskipti kynjanna og tilfinningalif mannsins er skoðað. 1 örstuttu máli gengur kenning hennar útá að þegar maöurinn fór niður úr trjánum og i fjöruna varð breyting á aftur- enda hans, einkanlega konunnar, sem átti eftirað verða afdrifarik. Kynfæri kvenkyns mannapa og flestra spendýra liggja mjög utarlega og afarlega, enda verður afturendi þessara dýra fyrir sáralitlu hnjaski. Þegar konan fór að sitja i fjör- unni, jafnvel með barn i fanginu, varð annaö upp á teningnum. Þessvegna urðu þessar stóru rasskinnar mannsins til um leið og kynfærin færöust innar I likamann. Karlkynið átti ekki við sama vandamál aö striða, enda er rassinn á körlum oftast heldur mirmi en á konum. Og kynfæri hans voru áfram jafn litil og þau höfðu verið, og eru enn á mann- öpum nútimans. Þetta skapaði vandamál. Hin venjulega aftanfrá aðferð við að gera hitt gekk engan veginn, þegar karlinn hafði svona litið typpi. Þessvegna var framanfrá aðferðin prufuð, og þá gekk það betur. Og með þvi byrjaði ballið. Meðal dýra er þaö merki um skil- yrðislausa uppgjöf að leggjast á bakið og bjóða andstæöingnum kviðinn og hálsinn, og dýr virða þessa uppgjöf og snúa undan. Meö þvi' aö snúa ekki undan, heldur látasig hafa það, voru þvi elskendurnirað gera nokkuö sem braut i bága við hvatir þeirra, og Morgan segir þessa breytingu lykilinn aö þessum tilfinninga- lega þætti kynlifsins. Einnig þvi hve árásarhvötin virðist tengjast kynlifinu, og yfirleitt öllu þessu basli sem maðurinn hefur byggt upp i kringum kynlifið. Fleira mætti eflaust tina til I þessari bráðskemmtilegu bók, en látum gott heita. Kannski voru það stærstu mistök mannkynsins að snúa aftur á land, en það gerðist þegar votviðrasamari tið gekk i garð. Sæspendýr virðast svo skelfing elskulegar og húmor- iskar skepnur. En hver veit nema fólksfjöldinn eða einhver önnur ósköp eigi eftir að reka okkur öll i sjóinn aftur? Samantekt—GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.