Alþýðublaðið - 24.03.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1927, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 FermingarfiH og alls konar karlmannafatnaðurog drengjaföt komu með e. s. „Lyra“. Nú verður tekið upp á mánudag. Ásg. . fHainiilaBsgssoai | c«. Maed’s ifPtseyisttnga. Maggi’s snpnkrydd. Notið Maggi; það gerir matinn bragðbetri og næringanneiri. Prófessorsíró Sveinbjörosson hefir beðið Alþýðublaðið að flytja eftirfarandi þakkarorð: Ég þakka alþingi, ríkisstjórn, bæjarstjórn Reykjavíkur, stúdent- unum og öllum hinum mörgu, er sýnt hafa minningu mannsins míns virðing og elsku og mér hlýja hluttekning í sorginni. Eleanor Sveinbjörnsson. arhorfur í Balkandeilunni eru betri. Hafa menn nú vonir um, að Frakklandi og Englandi heppnlst að miðla málum. Talið er hæpið, að deilumálin verði lögð fyrir Þjóðabandalagið. Hefir Mussolini lýst sig andvígan því. Er og sagt, að England og Frakkland vilji komast _hjá afskiftum Þjóða- bandalagsins. efni. Vitnaði hann jafnframt í rit Jóns biskups Helgásonar frá fyrri tímum. Minningarhljómleika Beethovens heldur Páll ísólfs- son með aðstoð frú Guðrúnar Ágústsdóttur á laugardaginn kem- ur kl. 8V2 e. m. í fríkirkjunni. VeSrið. Hiti 2—6 stig. Átt austlæg. Snarpur vindur í Vestmannaeyj- um og á Seyðisfirði. Annars stað- ar lygnara. Regn á Seyðisfirði. Annars staðar víðast þurt veður. Djúp foftvægislægð við Færeyjar á ieið til Austfjarða. Otlit: Hér jivessir í dag. Allhvöss austanátt, hvöss á Suðuriandi austan Reykjaness og á Austurlandi og í nótt á hafinu úti fyrir Vest- fjörðum. Regn á Suður- ogAust- ur-landi, hér í nótt. Togari tekinn. „Fylla“ kom hingað í gærkveldi með enskan togara, er hún hafði tekið af landhe.lgisveiðum. Togararnir. „Menja“ kom af veiðum í gær með 83 tunnur iifrar, „Baldur" í dag xétt fyrir hádegið, og'von er í dag á „Gylli“. Aflafréttlr. FB.-;skeyti f morgun segja afla nokkru tregari á Akranesi en þeg- ar bezt var um daginn, en þó góðan i gær. Línubáturinn „Öl- afur Bjarnason" er um það bil að fara til Vestm.eyja. Þar og í Sandgerði er byrjað að leggja net. I Sandgerði tvihlóðu opnir bátar í gær. ' Missögn var það hér í blaðinu fyrir rangheyrslu 1 síma, að það sé Standard Oil félagið, er hugsi til að reisa olíugeymi í Skildinga- nesi. Það er Shell-félagið, sem það hefir í hyggju. Standard Oil á og hefir átt olíugeymslutæki í Viðey mörg ár. Skaútbúmngurinn sýnist nú vera að sýngja síð- asta versið. Bar sú fylking skaut- búinna kvenna, er tök þátt í út- för Svbj, Svelnbjörnssons, þess ljósan vottinn í þeirri ásjálegu fylkingu voru konúr miðaldra og þaðan af eldri, en ungar konur Reynið ný-niðursoðnu fiskbollurn- ar frá okkur. Gæði peirra standast erlendan saman- burð, en verðið miklu lægra. Slátnrféiag Suðurlands. eða stúlkur sáust ekki. Það er ekki að sökum að spyrja, því að ekki er hægt að skauta á drengja- kolli. Er illa farið, ef hinn fallegi búningur hverfur alveg úr sög- unni, en tízkan, sem nú ríkir, er bráðdrepandi fyrir hann. Saltþrot í Sandgerði. (FB.-skeyti í dag.) Menn eru tæpir með salt og efasamt, að nægi, þangað til saltskip koma til Reykjavíkur eftir mánaðamót- in. [Svona heppileg er hin marg- lofaða frjálsa samkeppni.] »Afturgöngur« Ibsens nutu sín vel í gærkveldi í höndum leikendanna fimm. Fleiri þarf ekki í þenna leik. Síð- asta atriðjð milli frú Alving og Oswald þótti tiltakanlega gott miðað við erfiðleikana. Er þó mikill vandi að sýna þenna harð- neskjuleik eðlilega. Undir ham- arinn: „Syndir feðranna koma niður á börnunum". En þó fyrst og fremst: „Hvér er sjálfum sér næstur". Sú er undii'aldan í leikn- um. Hversu hart, sem þú dæm- ir aðra fyrir skoðanir þeirra eða verk, þá kemur að því, þegar á reynir, að óvýst er, hvort þú réyn- ist sjálfur betri eða sannari, þeg- ar örlögin hnippa í þig. Flatningsvél sýndi þýzkur maður í húsum fslandsfélagsins i gær. Ibis in orcum. Hefi nú málað minnismerki mitt í Grenihálsi með pensli og blá- rauðu lakki frá Ólafi Magnús- feyni i „Fálkanum“, sem allur al- menningur má horfa á ser til á- nægju og aðdáunar. — Jafnframt vil ég nota tækifærið til þess að spyrja hr. Vigi'ús að því, hver sé meining hans, þar sem hann í sunnudagsblaði Mogga segir um Tteyki í Ölfusj| . . . Og pkki veit ég dæmi tíl þess, að veður hafi þar nokkru sinni valdið veru- legu tjóni.“ Hvernig á að skilja Khöfn, FB„ 23. marz. Hafa Júgosiavíu-pingmenn móðgað italska sendiherrann? Frá Belgrad er símað: Stjórnin í Júgóslavíu er reiðubúin tíl þess að láta sérfræðinganefnd rann- saka réttmæti þeirrár ásökunar ítölsku stjórnarinnar, að þingmenn Júgóslaviu hafi möðgað ítalska sendiherrann á þingfundi. Albaniumálið. Frá Vínarhorg er símaö: Fjögur ítölsk herskip eru komin til Al- baníu. Á pjóðabandalagið að miðla málum í Balkandeilunni? Frá Lundúnum er símað: Menn búast alment við því, að stjórnin á Englandi muni gera tilraun til þess að fá hin stórveldin til þess að fallast á, að Þjóðabandalaginu verði falin málamiðlun í Balkan- deilunum. Alt Kina fyrir sunnan Yangtse- kiang á valdi Kantonmanna. Frá Shanghai er símað: Kanton- herinn hefir tekið Nanking og hefir nú alt Kína fyrir sunnan Yangtsekiang á valdi sínu. Sjö. hundruð menn úr Norðurhernum, er voru á flótta, ruddust inn í útlendingahverfið í Shanghai og hófu skothríð þar, en Bretar svör- uðu, og báru þeir hærri hlut. — 1 Kínverjahverfinu er alt á hinni verstu ringulreið. Skríllinn æðir um, réenandi, brennandi og myrð- andi. Göturnar eru þaktar með líkum. [Já, já! Minna má nú gagn gera.J , Balkandeilan. Frá Lundúnum er símað: Frið- flðindi. Akureyri, FB., 23. marz. Áfrýjun. Bæjarstjórnin samþykti í gær að áfrýja Gefjunarmálinu til hæstaréttar. Stórstúkuþingið kemur saman í Reykjavík 9. júní. Uffl disnipa @ff tyegisKBia Næturlæknir er i nótt Maggi Magnús, Hvg. 30, sími 410. Þenna dag árið 1905 andaðist franska pkáldið Jules Verne, höfundur skáldsagnanna „Umhverfis jörðina á 80 dögum“, „Sæfarans" og margra fleiri skáldsagna, sem frægar eru vegna framskygni höf- undarins. (Sjá sýniskáp Alþýðu- blaðsins!) „Þrettándakvöld“ Shakespeáres vérður leikið í kvöld. »Dagsbrúnar«-fundur verður ekki í kvöld. Honum er frestað til fimtudagskvöldsins í næstu viku (31. þ. m.). »Kikhöstinn« breiðist út í Sandgerði eða þar á Miðnesinu, en er frekar vægur. Kvefpest nokkur er í mönnum þar. (FB.-skeyti þaðan í dag.) Trú og vísindi. 1 fyrirlestri sínum í gærkveldi rakti Ágúst H. Bjarnason sögu hinnar kristilegu friðþægingar- kenningar. Lýsti hann kenningum Páls postula, Jóhannesarguð- spjalls, Anselmusar o. fl. I því ■m

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.