Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 17
16 17 Föstudagur 24. júií 1981 h&/tj?=irpncrh irinn hnlrjnrph^ti irinn Föstudagur 24. íúií i98i Ég snarast upp í leigubilinn og segi: „Þá er þaö Laugavegur 178, geturöu flýtt þér dálitiö”. Leigubilstórinn segist munu gera þaö og bætir viö aö þaö væri óskandi aö lögreglan gæti skiliö aöstööu leigubilstjóra dálitiö bet- ur. Þvi um 60% af keyrslunni væri hraðkeysla meö fólk, sem væri orðið of seint. Ég er hjartanlega sammála honum, en umferöin lullast af stað. Viö hliöina á okkur á ljósun- um er bill. Bilstjórinn er nauöa- sköllóttur. Leig ubilstjórinn glennir upp augun, „já, þaö er merkilegt aö svona ungur maöur sé oröinn sköllóttur”. „Ummm”, segiég. Hann helduráfram: „Já, þetta á nú eftir aö liggja fyrir mér. Þetta er ættgengur and- skoti.” Ég lit á hnakkann á mann- „Ég vona aö Hjörleifur leiörétti þetta frumhiaup sitt, annars væri hann ekki austfiröingur”. Elisabet min”, segir hann. „Gjörðu svo vel aö setjast inn á kontór til min, ég kem eftir andartak.” Ég lit i kringum mig, málverk fylla alla veggi, leöursófasett og massiv funda, og skrifstofuborð. — Rolf kemur inn og viötalið er hafið. „Hvað er þetta ertu ekki með neitt segulband, ég skal lána þér mitt.” Mér tekst meö naumindum að afþakka það. Aö þðö sKuli vera lii Kommar hér á landi „Hvað viltu vita góða?” spyr hann. „Alit”, segi ég. „Ég get sagt þér það að fyrst „Svo er þaö þessi Vimmi hjá Al- þýöuflokknum...hann kallar mig plebba”. og félagar eru fullfærir um að sjá um hagsmuni islands i þessum efnum. Auðvitað geta alltaf átt sér stað óhöpp, það kemur fyrir á bestu bæjum. Ég vona að Hjör- leifur leiðrétti þetta frumhlaup sitt, annars væri hann ekki Aust- firðingur. Við verðum að hafa samvinnu við erlenda aöila, þegar um iðnaðarmál er aö ræða. Það er klárt mál. Það er tóm þvæla að ætla sér að búa til fjórar nýjar iöngreinar án utanaðkom- andi hjálpar. Ég álit að þær hug- myndir sem hafa komið upp um iðnað eins og t.d. steinullarverk- smiðjuna standist ekki útreikn- inga hvað arðsemi snertir. No way.” Gísli sðri og lélagar — Hvaö finnst þér um nýlista- „Ég myndi fara meö alla fjöl- skyldu mina burt héöan ef herinn færi”. inum og þaö er rétt: Kringlótt flatneskja blasir viö mér. Roil er ehhi shöllóltur Loksins komumst viö á áfanga- staö. Ég er tiu minútum of sein, þýt upp tröppurnar að skrifstofu Rolf Johansen og styn upp móð og másandi viö slmadömuna: „Viltu segja Rolf að ég sé hér?”. Simadaman segir mér aö biða andartak. Rolf kemur labbandi inn. Hann er ekki sköllóttur hugsa ég. „Sæl þessir menn sem nú sitja i ráð- herrastólunum geta stjórnað landinu þá getum við, þú og ég, alveg eins gert þaö. Ég gæti alveg hugsaö mér, eftir svona tvö til fjögur ár, að fara út i pólitik. Mér hefur dottiö þaö i hug. Mér finnst alveg forkastan- legt að hér i landi allsnægtanna skuli vera til talsmenn kommún- isma. Fáránlegt.” — Hvaö finnst þér um álmáliö? „Viss endurskoðun i fyrirtækj- um er nauösynleg. En ég er alveg viss um að Ragnar Halldórsson menn? „Ég skil það ekki, mikið af þessari list er bara ólyst. Þetta er úrkynjun, dósir hér og dósir þar, þetta er tóm vitleysa. Þetta á ekki að eiga sér staö, að heiðarlegur skattborgari borgi óhemjufé undir þessa svokölluöu lista- menn.” — Er þér þá illa við listamenn? „Nei, alls ekki, mér er vel við ekta listamenn. Ég bæði dái þá og viröi. Það er hlegið að okkur i útlönd- um. íslendingar eru upp til hópa svo stoltir af þessum fornsögum, — ég man varla hvað þær heita Gisli súri og féiagar. Fátt nú- timafólk hefur hugmynd um út á hvað þær ganga, en kannast aftur á móti vel við rithöfunda eins og Harold Robbins. Hann er svo rikur að hann gæti haft alla islensku þjóðina i vinnu hjá sér. Yes sir. Við erum smáborgarar. Ef far- ast þúsund manns i Kina, þá birt- ist litil fréttaklausa um það i blöðunum þar, en ef maöur dettur af hjóli hér og lærbrotnar kemur það á útsiöum allra dag- blaðanna.” — Er Island land allsnægtanna? „Ég ska! segja þér að við þyrft- um ekki að hugsa um atvinnu- leysi fram aö aldamótum. At- vinnuleysi þarf og á ekki aö vera „Það væri eins og að setja álft og hænu saman I stiu ef svartir og hvitir ættu að búa saman". til. No sir. Það á að henda öllum atvinnuleysingjum i vegavinnu. Hafa þaö bara púra þegnskyldu- vinnu. Þegnskylduvinna er fyr- irbæri sem ætti að vera til hér á landi. Þaö er bæði þroskandi og gefandi fyrir ungt fólk að geta unniö slika vinnu. Þannig myndi ungt fólk endurgreiða allt það til baka sem það hefur þegiö af þjóðfélaginu. Ógæfan sest oft að i miklum allsnægtum og mátulegt mótlæti er bæði nauösynlegt og þroskandi.” llelgi Seljan var alllal hæslur — Hvernig list þér á islensk stjórnmál? „Skrautlegir persónuleikar i islenskum stjórnmálum fyrir- finnast ekki lengur. Nú eru menn frekar orðnir jafnir. I gamla daga leit ég upp til kalla eins og Óla Thors, Lúðviks Jósepssonar, Ey- steins Jónssonar og Hermanns Jónssonar. Núna er enginn sem maður ber virðingu fyrir. Annars er það skrýtið hversu vel menntaðir menn lenda hjá Alþýðubandalaginu. Þar eru menn allir skarpgáfaðir. Ragnar Arnalds, Svavar Gests, og Ólafur R. Grimsson — allt klárir karlar. Helgi Seljan var með mér I barnaskóla, hann var alltaf hæst- ur yfir bekkinn, en ég lægstur. Svo er það þessi Vimmi hjá Alþýðuflokknum. Hann er alltaf aðskjóta á látlausan sakleysingja eins og mig. Hann kallar mig plebba. Alþýðuflokkurinn á einn góðan mann sem ég spái miklum frama. Það er hann Jón Baldvin Hannibalsson, þaö er klár náungi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa oft-' ast verið minir flokkar. Ég kýs þá sitt á hvað. Það er leitt að vita af þessum sandkassaleik inn- an Sjálfstæðisflokksins. Eina lausnin virðist vera að þeir Geir og Gunnar hætti bara báöir. Og samstaöa náist um einhvern dug- legan mann til þess að leiða flokk- inn. Hver hann er er ekki gott að segja.” BandaríKin eru úlveroir Irelsis — Þú ert hernámssinni? „Já, ég er eindreginn stuðningsmaöur Nato og veru hersins hér á landi. Ég myndi fara með alla fjölskyldu mina burt héðan ef herinn færi. Þeir gala hæst sem búa fjærst hernum, suöurnesja fólkið hefur ekkert á móti veru hersins hérna. Það er ekkert til sem heitir hlutleysi fyrir okkur, þaö yrði aldrei virt. Viö verðum aö velja á milli austurs og vesturs. Bandarikin eru útverðir frelsis og mannréttinda, þess vegna verðum viö aö hafa þá. Ég skal segja þéraö um 16% af mannkyn- inu' eru hvitir menn. Þeir hafa fundið upp allt sem stuðlar að framþróun mannlegs lifs. Það þjónar hagsmunum þeirra gulu og svörtu lika. En sannaðu til, þessu forskoti höldum við ekki þessir hvitu, nema fram að aldamótum. Þá verður allt hirt af okkur.” Dú máll Kðlið mig PðSÍSlð — Ert þú þá fylgjandi a ðs k i 1 n a ð a r s t e f n u n n i i Suður-Afriku? „Já.það er ég. Þaö væri eins og aö setja álft og hænu saman i stiu ef svartir og hvitir ættu að búa saman. — Þú mátt kalla mig ras- ista ef þú vilt.” — Finnst þér ekki réttlátt að meirihlutinn ráöi? „Nei, alls ekki i þessu tilfelli. Engin regla er án undantekninga. No way. Hjálparstarfið i Afriku ætti ekki að vera I formi peninga eöa matarsendinga. Þeir sem vilja hjálpa ættu aö koma með at- vinnutækin sin og kenna fólkinu að nota þau. Peningar og matur lenda bara i höndunum á ótíndum glæpamönnum eins og marg- sannað er. Það hjálpar ekki svöngu fólki.” — Hvað finnst þér um islenskt sjónvarp og útvarp? „Hann Magnús Bjarnfreðsson hefur skrifað sérstaklega góðar greinar um það mál. Ég er hjartanlega sammáia öllu þvi sem hann segir. Svo er þaö hann IndriðiG. Þorsteinsson, hann hef- ur vit yfir allt. Ég er hjartanlega sammála öllum hans hug- myndum lika. Videóöldin er kom- in upp, hér horfa menn á sjónvarp allan sólarhringinn. Þaö finnst mér vera skemmtileg þróun. Útvarp og sjónvarp á ekki að vera rikisrekið. Hver og einn á að geta keypt sér útvarps eöa sjón- varpsstöð ef hann langar til. Auglýsingar eiga að borga afnotagjöldin. Hvaða vit er i þvi, ef það er rétt sem ég hef heyrt, að það kosti um 700 milljónir gkr. að innheimta afnotagjöldin?” Forsellnn ælli að haia meiri völd — Hvaö finnst þér um forseta- embættiö á Islandi? „Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands hefur staðið sig með miklum sóma og við getum öll verið stolt af henni. En ég vildi að forsetaembættiö hefði meiri völd, svipað og i Frakklandi og Bandarikjunum. Þar með væru ráðherrar ekki endilega alþingis- menn. Það hlýtur að vera auðveldara fyrir framkvæmda- stjóra forsetans að taka réttlátari og viðsýnni ákvarðanir, heldur en maður sem sifellt þarf að vera að hugsa um atkvæðin og hvort þessi og hin aðgerðin sé óvinsæl hjá kjósendum. Við eigum að leitast við að ná fram þvi besta úr öllum mönnum, snúa rössunum saman” — Hverju myndir þú vilja breyta, ef þú værir i aðstöðu til þess? „Skattarnir eru alltaf vinsælt umræðuefni. Hér eru þeir mjög háir og fara vaxandi ef vinstri stjórnin fer mikið lengur meö völd. Þó eru óréttlátustu skatt- arnir fasteignaskattarnir. Þeir finnast næstum hvergi I svo rikum mæli, sem hér á landi. I Kaliforniu borgar fólk tvö prósent i fasteignaskatt, þar kom til tals að hækka hann upp i þrjú prósent. Þá sagði fólkið: Ef þið hækkið hann, þá mætum við bara ekkert á kjörstað. Og þar við sat. Hér eru peningar skattborgaranna settir i hendurnar á misvitrum mönnum sem eyða þeim i ýmsan óþarfa. Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sin. Rikið er fariö að fara allt of mikið inn á lif einstak- linganna. Þetta kemur i veg fyrir framtakssemi hjá fólki. Það segir bara: Rikið borgar þetta, mér kemur þetta ekkert við. En mér er spurn, hvað er rfkiö? Er það ekki við?” Volvo og vindlar — Finnst þér allir menn vera fæddir jafnir? „Jöfnuöur hefur aldrei og mun aldrei vera til. Menn fæöast mis- jafnir og sumir eru greindari og duglegri en aðrir. Þeir skara að sjálfsögðu fram úr fyrir vikiö. Þannig hefur náttúran séö fyrir þessu. Mér finnst margir vera með þvi marki brenndir að vilja hreinlega koma ár sinni betur fyrir borö meö þvi að þykjast bera hag litilmagnans fyrir brjósti. Það er til fullt af fólki sem snobbar niöur á viö og meinar ekkert meö þvi. Ennfremur vil ég hafa nána samvinnu við Bandarikjamenn, þeir skara fram úr á öllum sviðum. Við eigum eingöngu að snúa okkur að þeim. Þessi skandinaviska lifs- speki er ekki að minu skapi. Þeir sem fara þangaö til náms koma snarruglaðir til baka. Það er ekkert sem við getum notaö frá þeim, nema Volvo og vindlar. Norðurlandamálin finnast mér öll ljót. Ég hefði viljaö að á eyjunni væri töluð enska, helst ameriska.” Honur eru nállúrugreindari — Hvað segir þú um kvenna- baráttuna? „Kvennréttindabaráttan ætti að vera meiri. Ef konur gæfu sig meira fram yrðu þær kosnar. Núna eru bara örfáar konur i pólitikinni. En kvennabarátta á fullan rétt á sér.” — Af hverju heldur þú aö þær hafi sig ekki meira i frammi? „Það veit ég ekki, elskan min, veist þú það? En sannaðu til eftir tiu ár verða hlutföllin orðin fjör- tiu/sextiu konum i vil. Konur ná yfirhöndinni. Enda eru þær miklu náttúrugreindari en menn. Þær eru grimmari, það gerir móður- eðlið. Annaðhvort elska þær eða hata, þaðer ekkert þar á milli. Þú hlærð, en ég veit þetta, sannaðu til.” — Ferðu oft i feröalög? „Ég fer aldrei neitt, ég er nefni- lega svo hræddur við að fljúga. Ef ég væri ekki svona flughræddur gæti ég vel hugsað mér að búa einhvern hluta af árinu i Kanada eða Bandarikjunum.” — Hvað með vini og félags- skap? „Ég á fáa vini og er ekki i nein- um félagsskap. En ég gæti vel hugsað mér að ganga i frimúr- araregluna. Ég hef veriö aö hugsa um það, en ég veit ekki hvort ég fæ inngöngu. Hef ekki kannað það ennþá. „Howdóiadú Jim” „Heyrðu vinkona, nú kemur þú með mér á Hótel Loftleiöir, og snæðir með mér, blllinn blöur.” Rolf hendist úr sætinu og réttir mér pokaskjatta. „Hérna eigðu þetta. Hugsaöu þér þessir pokar, það gætu allir fengið þá ókeypis. En af þvi að það stendur Winston framan á þeim, þá er það bannað með lögum. Þetta eru svo þægi- legar töksur.” Við snörumst út i bil og mælum okkur mót við Jim ljósmyndara á Loftleiðum. Jim er kominn, þegar við birtumst. „Howdujadó Jim”, s.egir Rolf. „Your still here, how come?” Jim brosir feimnislega og áður en honum gefst tækifæri til aö svara, svarar Rolf með skellihlátri. „It’s because of an Iceiandic girl, isn’t it?” Jim kinkar kolli. Það er greinilegt að Rolf, stór- grosser er á ferðinni. Okkar biöur frátekið borð og snöggar hendur við afgreiðslu. Rolf pantar rik- mannlegan málsverð og viötaliö heldur áfram. Carlo Ponli og ég Rolf gjóar augunum aö mynda- vél Jim og segir: „Carlo Ponti, Napoleon, Nelson og ég, — allir erum við litlir og ljótir. Samt höf- um við allir fengið að umgangast fagrar konur.” — Af hverju heldur þú að það sé? Rolf hlær: „Ætli það sé ekki vegna þess að fegurð þeirra nýtur sin svo vel viö hliðina á litlum og ljótum körlum. Ég hef alltaf vitað að ég væri ljótur og haföi ógurlega minni- máttarkennd út af þvi hér á árum áður. Þegar ég var að eltast við konuna mina, hana Kristinu, rúmlega tvitugur, þá sagði hún iðulega þegar hún frétti að ég væri kominn i heimsókn: „Er helvitis kallinn kominn einu sinni enn”. Það bjargar mér að ég er ungur i anda. Ég hef eignast sex elskuleg börn og ég er oft hissa á þvi að ég skuli eiga þau.” — Ert þú fullkominn eigin- maður? „Það er ég örugglega ekki, en samt ekkert verri en hver annar.” Ég siend meo Möggu — Hvað með brennivinið? „Þvi er ekki að neita, að margir drekka óhóflega vin. Eins og gamalt og gott máltæki segir: Hóflega drukkið vin gleður mannsins hjarta. Ég hef notaö vin kannski of mikið og mun hætta að nota þaö einn góðan veöurdag.” „Heyrðu þjónn”, kallar Rolf, „maturinn er iskaldur, viitu vera svo vænn að hita hann upp aft- ur?” Þjónnin er hinn elskulegasti og kinkar rjóöur kolli og eftir skamma stund kemur maturinn inn aftur, brennheitur. — Rolf, hvað finnst þér um ástand mála á trlandi? „Það sem er að ske i Irlandi er bara timaskekkja, auðvitað eiga þeir rétt á fullu sjálfstæði.” — En i Englandi? „Ég stend með Möggu Thatch- er. Hún er að gera rétt i efnahags- málum landsins. En ef önnur sjónarmið eiga að ráöa ganga hennar aöferöir ekki. Þaö hefur oft verið sagt að syndir feðranna komi niður á börnunum. Þegar Bretland var heimsveldi komst þessi skipan á að menn gátu sest að hvar sem var innan bresku krúnunnar. Nú eru þeir aö súpa seyðið af þessu fyrirkomu- lagi og hún Magga ræöur illa við það.” — Kemur fólk til þin og biður þig um aðstoð? „Það hefur komið fyrir að ég hef oröiö fólki að liði.” — Ertu likur Albert? „Ég vildi að ég væri eins myndarlegur og hann.” — Þarft þú stundum á hjálp að halda? „Jú, læknishjálp. Ég á þrjá góöa vini sem eru læknar, og þeir aðstoöa mig ef með þarf. EKKi Dlóöug Dylling.. — Hver er framtiö kaupsýslu? „Ég myndi ekki byrja i kaupsýslu i dag. Eftir tiu ár veröa engin stórfyrirtæki til. Þvi ræður öfundin. Þá verður ekki blóöug bylting heldu þungir skattar.” — Att þú peninga i erlendum bönkum? „Ef svo væri, myndi ég láta viðkomandi yfirvöld vita af þvi.” Við drifum I okkur matinn og Rolf segir: „Hefur þér aldrei dottiö i hug að allt sem við notum hér er 99% útlent hugvit. Viö þurfum bara að veiða fiskinn og borgum fyrir þessar dásemdir meö þorskhausum. Viö eigum að hafa meiri samskipti við Japani, láta þá kenna okkur hvernig að framleiða á vörur.” Rolf gefur þjóninum hundraö krónur i þjórfé og viö göngum út.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.