Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 25
25 _halrjarpn<=;ti irinn Föstudagur 24. júií 1981 107. þjóðhátiðin í Eyjum „ALDREI HRESSARI” segja Eyjaskeggjar „Þaö er allt i fullum gangi hjá okkur og ekkert til sparaö, svo þessi 107. þjóöhátiö okkar, veröi sem veglegust”, sagði Birgir Guöjónsson Vestmannaeyingur og einn talsmanna þjóöhátiöar- innar, sem Knattspyrnufélagið Týr skipuleggur og stendur að um verslunarmannahelgina, þ.e. um aðra helgi. „Þjóöhátiöin veröureina útihátíðin sem hald- in verður um verslunarmanna- helgina, svo viö búumst við geysilegum fjölda, ekki færri en ti - 7 þúsund manns." Birgir tók lika skýrt fram að undirbúningsnefndin fyrir þjóð- hátiðina væri fyrir löngu búin aö panta gott veður um þjóðhátið- arhelgina. „Við pöntuðum góða veðrið strax um siöustu áramót og það er á teikningum hjá okk- ur. Við lofum sem sé „sól og sumaryl”. Ekki munu veröa nein vand- kvæöi á þvi að komast út til Eyja, þvi Herjólfur verður i stanslausum ferðum alla helg- ina, auk þess sem litið lát verð- ur á flugferðum milli lands og Eyja. Og þetta er engin venjuleg helgi hjá þeim Eyjaskeggjum þvi „forskot” er tekið á þjóð- hátiöina strax á fimmtudags- kvöldið með dansleik i sam- komuhúsinu, en siöan er hátiðin formlega sett klukkan 14 daginn eftir, þá inni i Herjólfsdal, þar sem Þjóðhátiðin stendur hlélitið i þrjá sólarhringa samfleytt. Lýkur á mánudagsmorgni. Að- gangseyrir að þessari samfelldu þriggja daga og nátta skemmt- un, er 400 krónur. Mikill fjöldi skemmtikrafta, hljóðfæraleikara og annarra „talenta” koma fram á hátið- inni og sjá um að engum leiðist. „Það verður engin svikinn af þjóðhátið i Eyjum,” sagði Birg- ir. „Fólk sem einu sinni mætir, lætur sig ekki vanta aö ári. Þetta er meiriháttar upplifun fyrir fólk á öllum aldri”. „Og það eru engin þreytu- merki á okkur, þótt þetta sé 107. þjóðhátiðin. Við erum aldrei hressari og bjóðum alla vel- komna.” Vafalaust veröur jafn mikiö fjör aö þessu sinni og jafnan er á Þjóö- hátið Vestmannaeyinga. r Igamladaga var hægtað fá bilaleigubíl í London ítvodaga fyrir aðeins £22 Þaóerhægtennþá! Margir halda að bílaleigubílar séu svo dýrir, að það sé venjulegum ferðamanni ómögulegt að nota þá í Bretlandi. Þettaermikill misskilning- ur. Hér einu sinni var hægt að fá leigðan bíl í tvo daga t.d. laugardag og sunnudag, og greiða í leigu u.þ.b. £25 sterlingspund. Þetta er hægt ennþá, þrátt fyrir verðhækkanir og verðbólgu. Þú getur fengið Ford Fiesta eða Mini Metro fyrir £11,00 á dag, og 100 mílur innifaldar. Á sama hátt kostar Fiat Strada £12.00 á dag. Svo eru sumir sem segja að England I sédýrtland. Þú þarft ekki að gera langar áætlanir fyrirfram. Við bókum þig á fyrsta gististaðinn, en móttökustjórinn þar sér um að bóka þig á það næsta - og síðan koll af kolli. Þú ákveður vega- lengdina, sem þú ætlar að aka í einu, og átt vísan gististað þegar þú kemur á staðinn. Allt eftir þínu eigin vali. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um, en England heldur áfram að vera hrífandi. Þú kynnist því best á bíla- leigubíl á viðráðanlegu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleið- um kostar aðeins kr. 2.465.- FLUGLEIDIR Traust fólk hjá góóu félagi • Hvergi i heiminum er horft eins mikið á sjónvarp og i Banda- rikjunum. 1 nýlegri bók um börn og sjónvarp sem gefin hefur ver- ið út þar i landi: „Teaching Tele- vision", koma fram nokkrar ugg- vænlegar tölur um þau mál. Börn á barnaskólaaldri horfa t.d. að meðaltali á sjónvarp i fimm — fimm — klukkustundir á dag. Og þar að auki fá þau svo til enga leiðbeiningu við sjónvarpsglápið. Laugardagsmorgnar eru vinsæll sjónvarpsti'mi hjá börnunum, og könnun leiddi i ljós að 92% barn- anna fengu enga tilsögn eöa leið- beiningar. Þau horfðu bara á það sem þeim sýndist. Þessi börn horfa á milli 19 og 20 þúsund aug- lýsingar á ári, og önnur rannsókn leiddi i ljós að börn með mæðrum sínum i stórverslunum reyna á tveggja minútna fresti aö hafa áhrif á það sem þær kaupa — meö hliðsjón af auglýsingunum. Það sorglegasta viö auglýsing- amar er að börn viröast alls ekki gera sér grein fyrir þvi hvað aug- lýsingar eru. Sex ára börn draga sáralitið i efa sannleiksgildi aug- lýsinga, fimm ára börn vita ekk- ert hvaö auglysingar eru. Það er ekki fyrr en þau eru orðin svona sjö tilátta ára að þau átta sig á að auglýsingar eru auglýsingar — dagskrár gerðar til að selja hluti... Hægt er að vera á hálum ís þótt hált sé ekki á vegi. Drukknum manni er voði vís víst á nótt sem degi. ffl ilæ IFEROAR Flest i rafkerfið og i kveikjuna á bílum í öllum lengdum Þakjárniö fæst í öllum lengdum upp aö 10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA RENNUBÖND ÞAKSAUM B.B. fyrir þá sem byggja RR BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4. Sími 33331. (H. Ben-húsið).

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.