Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 27
27 J~ts/Qdf /JOSfUrÍnníFösivdagur 24. júlí 1981 Dagbók 11 þinginu, b'finu hér þegar þinghald stóð yfir og frá þjóðveldistim- anum. Matarhlé i Valhöll. Peningalyktin kemur á móti okkur Ut á hlaðið og enginn Þjóð- verjanna leggur i að fá sér snæð- ing inni — ekki einu sinni kaffi- sopa tima þeir að kaupa sér. Það hefur nU ekki gerst áður á minum leiðsöguferli. útlendingar botna litið i' Valhöll, þeim finnst þetta hljóti að eiga að vera matstaður með reisn i samræmi við sögulegt og fagurt umhverfið og hrista hausinn yfir yfirgnæfandi smekk- leysinu, sem þeir nefna kitsch. Þrátt fyrir það hafa þeir látið sig hafa það hingað til að drekka þarna kaffi. Hvað um það — harð- fiskurinn smakkast vel niðri við vatnið og allir voru saddir þegar enn er lagt af stað. Við förum yfir Kaldadal. I dag var þar þokkaleg fjallasyn, en fjandi kalt. Efst uppi, i 727 m hæð fara allir Ut i snjókast og vegna þess hve ég er hjátrUarfullur, fæég hópinn til að leggja steina ivörðurnar. Aftur af stað, göngum smáspöl með grjót- ánnitil að teygjaúr fótleggjunum en hröðum siðan ferðinni i Reyk- holL Þar biður okkar steikt ýsa i matinn. Þá stöðtilað fara f sund i kvöld, en hafði þá ekki Heil- brigðiseftirlitið lokað lauginni — ég varð hálffeginn, þvi hUn var að verða öllum óboðleg. Ef Reykholt á að fá fjárveitingu til að þrifa og laga laugina, væri ekki Ur vegi að láta þeim eftir einhverjar krónur tilaðlaga matsal og eldhUs lika. Það er mikið undur hvað þeim lekst að elda góðan mat við þessar aðstæður nUna. Deginum er ekki alveg lokið, enn er eftir að komast á hestbak. Við fórum að Bjarnastöðum, allir komast á bak þó i tveim „hollum ” sé, þeir sem biða fá kaffi og kleinur hjá MargrétihUsfreyju og Guðmundi bónda — skoða ullar- vörur og dást að heimilisbragn- um. öllum finnst skemmUlegt að koma inn á snyrtilegt og hly- legt sveitaheimili eins og þetta. Við komum frá Bjarnastöðum undir miðnætti og ég stalst i Snorralaug ásamt Gissuri. Sat og starði á skýin og velti þvi fyrir mér hvort ég hefði att að taka mér blað og penna til að skrifa dagbókina i lauginni. Kemst að þeirri niðurstöðu að slikt sé tæknilega Utiiokað og að Snorri hafi liklega hafl skrifara á bakk- anum. Hafi hver þeirra leyft sér að beita eigin stil, má guð vita hversu margar bækur Snorri las fyrir! Simstöðin er lokuð svo ég get ekki boðið stelpunum i Reykjavi'k góða nótt. FÖSTUDAGUR: Vaknaði um 7.30. Rútan leggur upp með hópinn um 9 leytið. Við tökum stefnu á Hraunfossa og Barnafossa og erum góðar stund- ir þar, siðan að HUsafelli i verslun til að nesta þá, sem ekki hafa fengið matarpakka. Vel á minnst, matarpakkar! t þeimeroftastein lambakótiletta, tvær samlokur, ein jólakökusneið, einn ávöxtur. Undantekning ef hótelstjórar sýna þá smekkvisi að setja mat- inn i öskjur, eða pappadiska, hvaðþá þartilgerð ilát önnur. Allt fer i plastpoka og allir geta imyndað sér hvernig maturinn liturUt eftir nokkurra klukkutima hristing í rUtu eða bakpoka. Jóla- kakan alla vega er þá uppleyst i frumparta sina. Og hvað kosta svo herrlegheitin? 65 kr. takk! Viðbrögö ferðafólksins eru að af- þakka öll boð um matarpakka, það kaupir sér heldur h'fvænlegri mat i verslun. Þvi verður þó ekki alltaf komið við og alltaf verð ég jafn fokillur þegar ég fer að raða saman þessum fyrrverandi mat og reyna að borða hann með góðri lyst. Enáfram með smjörið: Surts- hellir er næstur. Sjáldan hef ég séð jafnmikinn snjó við hellisopið og i dag. Við klöngrumst niður og inn, 2—300 m, það nægir flestum. Siðan hefst sjálf gangan, yfir Hallmundarhraun og að Norð- lingafljóti, við göngum með þvi góðan spöl. A hálsinum fyrir ofan Kalmannstungu biður rUtan, tii- bUin að gripa þá sem nU hafa fengið nóg. Þeir reynast 2 af 30, og 28 manns halda þvi afram göngunni allar götur niður að HUsafelli aftur. Þetta munu vera orönir um 17 km sem við eigum að baki, en liöið er orðið vel- þjálfaö i aö ganga það sem Þjóö- verjar kalla þó ófærur. Þeim veitir ekki af svona upphitun, þvi eftir helgina taka við mun erfið- ari göngurá Norðurlandi, allt upp i 20 km á dag. 1 kviSd fengum við kálfagUlass i matinn, það er i fyrsta sinn sem ég veit af þeirri ágætu skepnu á boðstólum á islensku hóteli. Betra seint en aldrei! Um kvöldið hélt ég enn eitt erindiö, að þessu sinni um Snorra og Sturlungaöld. Um 23 leytið kemur bróðir minn gal- vaskur Ur Reykjavik til að taka við hópnum af mér og fara með hann norður — sjálfur ek ég i bæ- inn. Hugurinn er við tUrismann alla leið, nú þarf að hyggja að bæklingum fyrir markaðinn næsta sumar og ferNmar sjálfar verða alltaf að vera i endur- skoðun. Skipulagið i ferðamálum yfirleittá tslandi þyrftiað bæta á mörgum sviðum — hvers vegna þurfa allar ferðir að byrja i Reykjavik? Geta flugvélarnar dcki lent t.d. á Akureyri til að dreifa jafnvægi i byggð landsins og álaginu á suð-vesturhorninu? Og hvers vegna er ekki hægt að komahér upp bókunarmiðstöð — það gæti eflaust komist fyrir i smátölvu en myndi auka nýtingu allra hótela til muna. O.s.frv. Þessi bannsetti ferðabransi tekur hug manns allan á meðan á vertfðinni stendur. LAUGARDAGUR: Vakna með andfælum, en átta mig fljött og gleðst yfir þvi að vera staddur heima hjá mér. SU yngsta ris upp við dogg og horfir undrandi á þennan ókunnlega mann og ég stenst ekki mátið og dri’f dætur og konu á lappir. Hefði þó e.t.v. verið réttara að leyfa þeirri siðast nefndu að sofa vel Ut eftir strembna viku i blaða- mennsku og reddingum fyrir ferðaskrifstofuna með tvö börn á hælunum.... öll fjölskyldan fer Ut i bUð eftir einhverju góðgæti en viti menn, kaupmaðurinn okkar verður að hafa lokað i dag. Fyllist samúð með honum og sjálfum mér. NU er klukkan orðin meira en hádegi og ég kominn á skrif- stcíuna til að hringja i hótel og leiðsögumenn, senda skeyti Ut, borga og senda reikninga o.fl. Framundan er að ganga frá piknikbrauðinu fyrir næsta hóp, sem kemur i kvöld. Kl. 12 i nótt verð ég aftur kominn austur á Kambabrún. fft LANCðM E snyrtivörur í sérftokki LANCÖME^ PARIS _ geymsluþolinn þeytirjómi -eínn ómíssandi í sumarhúsíð. "ínr Mjólkursamsalan AUGLYSINGASTOFA KRlSTÍNAR HF 3 84

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.