Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 28
Föstudagur 24. SúM>p?-’ ^lqarpósiurinn BLABLA Hljómsveitin Án orma mun nú bráðlega senda frá sér tveggja laga hljómplötu með lögunum Astardraumur og Dansaðu fiflið þitt, dansaðu. Hljómsveitina skipa félagar úr Ammon Ra ásamt fleirum ungum og efnileg- um tónlistarmönnum. Þeyr, sem skaut snögglega upp á stjörnuhimininn i fyrrahaust mun væntanlega gefa út 4 laga plötu 6. ágúst n.k. Af þvi tilefni - verða haldnir hljómleikar i Há- skólabiói en þar verður einnig frumsýnd kvikmyndin Brennu- Njálssaga og hljómsveitin Kamarorghestar mun leika nokkur lög af væntanlegri breið- skifu. — Meira um þetta verður i næsta Stuðara. Hljómsveitin Steely Dan hefur nú hætt samstarfi eftir 14 ára samstarf. Eru það hljómborðs- leikarinn og söngvarinn Donald Fagen og gitar- og bassaleikarinn Walter Becker sem taka sér fri frá störfum. Fagen er nú þegar byrjaður að vinna að plötu ásamt Gary Katz, en sá hefur verið upptökustjóri hjá Steely Dan i mörg ár. Becker einbeitti sér hins vegar að þvi að semja og mun að öllum likindum stjórna upptökum hjá öðrum hljómsveitum. — En það er alls ekki loku fyrir það skotið að piltarnir hefji sam- starf eftir friið. John Travolta, sá er heillaði okkuruppúrskónum forðum með fótafimi sinni, er aldeilis ekki horfinn af sjónarsviðinu. Ónei. Nú mun kappinn vera að æfa hlut- verk Jim Morrison i nýrri kvik- mynd, sem fjallar um ævi Morri- son. — Eins og margir vita söng Morrison i hljómsveitinni Doors ogléstárið 1971 i baðkeri i Paris. Dánarorsök var sögð hjartaslag, en þó munu ekki allir á einu máli um það. En sumsé. Mynd um ævi Jim Morrison með John Travolta i uppsiglingu... BLABLABLA... gerum það sem við viljum — segja þrír léttfríkaðir unglingar Stuðarinn var á göngu i mið- bænum á föstudegi. Hann langaði til að þefa uppi unglinga sem væru létt pönkaðir og fá þá til að segja sér hvernig þeir skemmtu sér og eyddu frfstundum sínum... „Hvað ertu að tala við okkur. Við erum ekkert viðtalsefni. Við lifum ekki eins lifi og fólk gæti haldið þegar það er búið að lesa viðtaiið. Við erum bara ósköp venjulegir unglingar”. Það eru þrír unglingar sem hafa orðið. Unglingarnir voru þeir sem Stuðarinn hafði uppá á um- ræddri göngu. Þeir vildu, af ákveðnum ástæðum hvorki láta taka af sér mynd né gefa okkur upp nöfn sin. Við skulum kalla þá X, 18. ára Y, 17 ára, (sem eru strákar) og Z, 17 ára. (stelpa). Pælir meira og hugsar dýpra. „O.K. við reykjum hass og sigarettur, drekkum brennivin og það kemur fyrir að við fáum okk- ur spitt”. — Hvernig komust þið i kynni við hassið? „Okkur langaði til að prufa það. Þegar við vorum 14—15 ára fór- um við til Danmerkur og kynnt- umst hassinu. Og þegar við kom- um heim kynntumst við strax fólki sem var i þessu og héldum þessu áfram”. — Hvernig er það fólk sem reykir hass, er það eitthvað öðru- visi? „Það er allskyns fólk sem reykir hass. Þú getur ekki séð það á fötunum sem það gengur i”. — Er auðvelt aö ná i hass? ,,Já, það er frekar auðvelt, ef maður er byrjaður að reykja og hefur reykt lengi. Maður festist kannski smám saman i þessu. En maður fær allt aðrar skoðanir á fólki pælir meira og hugsar dýpra”. Ruglaður og gleyminn. — Haldiði að hassið sé með öllu hættulaust. X, Y og Z höfðu mismunandi skoðanir á þvi máii. Z vildi halda þvi fram að hassið væri að ein- hverju leyti hættulegt, en strák- arnir voru á þvi að hass væri t.d. miklu hættuminna en brenni- vinið. „Aðalgallinn við það er að maður verður ruglaður og gleym- inn ef maður reykir hass á hverj- um degi i langan tima. Þeir sem reykja tvisvar til þrisvar i viku ættu ekki að breytast svo. Maður gleymir öllum áhyggjum og verð- ur sama um allt. Manni liður betur og er áhyggjulaus. Það er lika mjög skemmtilegt að fara i bió stónd”. Y: , ,Ég er vissum að bió- skribentar blaðanna fara stónd á bióin. Hundleiðinlegar myndir breytast i bráðskemmtilegar myndir”. „Það trúir þvi sennilega enginn sem les svona viðtal að áhrifin séu svona. Enda erfitt að lýsa þeim með orðum”. — Hvernig útvegiði ykkur hass ? „Það er leyndó. No komment”. — Hvert fariði svo að skemmta ykkur? „Við förum i partý og allskyns sukkveislur”. Litum björtum augum á framtiðina. — Hvernig gengur skólinn? Eruði ekki i skóla? „Við erum i ákv. mennta skóla hér á höfuðborgar svæðinu. Hann gengur ágætlega”. — Hvernig finnst ykkur hann? Y: „Leiðinlegur”. Z: „Mér finnst skólinn ágætur, annars mundi ég hætta”. X: „Mér finnst hann ágætur lika”. — Af hverju eruði frekar svona en streit? „Maður ákveður ekki hvernig maður verður. Ef maður er laus við allar þvinganir, gerir maður það sem maður vill”. — Hugsið þið aldrei um fram- tiðina? Y: Nei. X og Z: „Jú, og við litum björt- um augum á framtiðina”. — Ætlið þiðað giftast og eignast börn? Eignast hús og bil? „Það eru engin giftingaráform. Við hugsum meira um það sem við ætlum að gera. Við ætlum öll að verða góðir og gildir þjóð- félagsþegnar. — Heyrðu hver ætlaði i rikið? Y: „Ég skal fara. Það hlýtur einhver að geta keypt fyrir mig”. — Eyðiði miklu i hass og - brennivin? „Nei, ekki svo. Við drekkum ekki það mikið. Við reykjum lika bara af og til”. Gerum það sem við vilj- um. — Hvað finnst ykkur um gamla hippamóralinn....ást og friður.... „Það er þreyttur mórall. Það ■ þýðir ekki að berjast fyrir friði eins og þeir gerðu”. — Eruð þið einstaklingshyggju- menn? „Já”. — Ekki sósialistar? „Ætli við séum bara ekki frá náttúrunnar hendi. Við erum ekkert að pæla i pólitik, það leiðir oft úti spillingu, hræsni og leið- indi”. — Hvað er aðalmálið hjá ykkur? „Að vera hamingjusöm og gera það sem við viljum”. Þorsteinn, Ingólfur, Finnur og Kristján eiga allir gfrahjól. ALLIR ÚT AÐ HJÓLA Ég held ég hafi verið svona 9 a'ra þegar ég fékk m itt fyrsta hjól og ég var himinlifandi þegar ég brenndi a þvi fyrstu dagana um bæinn. En sælan stóð ekki lengi. Nokkrum dögum siðar uppgötv- aði ég að hjólið mitt, þetta nýja var drusla. Það var bara keypt i Hagkaupi og þótti ekki næstum eins flott og hjól strákanna i næsta hiísi. Þár áttu nefniiega girahjól. En nd er öldin önnur. Allir eru á gírahjólum og spurn- ingin snýst um þrjá fimm eða tiu gi'ra. Ég hitti nokkra stráka i bænum (þvf miður urðu engar stelpur á vegi mínum) og spjali- aði við þá um hjóiin sem þeir voru á. Bílstjórar ótillitssamir Fyrst hitti ég Ingólf Einarsson, 13 ára. — Ertu biiinn að eiga hjólið lengi? „Já f tæpt ár”. — Keyptir þú það sjálfur? „Já, ég vann fyrir þvl. Það kostaði tæp 2.300 krónur”. — Ég sé að þd ert á Corso hjóli, en er sU tegund eitthvað betri en aðrar tegundir? „Ég held ekki, mér finnst þessi ágæt, en ég veit ekkert hvort hdn er neitt betri en aðrar tegundir”. — Hvernig lærðir þú að hjóla? „Þetta kom nU bara að sjálfu sér. Bróðir minn hjálpaði mér aðeins til að byrja með”. — Notarðu hjólið mikið? „Já, ég ersendill i bókaverslun þannig að ég verð að hjóla ansi mikið. Bflstjórar eru ekki nógu tiliitssamir við hjólreiðamenn. Ég á heima i Hafnarfirði og það er oft mjög erfitt að hjóla á milli staða ”. Hallærisleg án gíra Og nU kemur Þorsteinn Guð- jónsson 12 ára aðvifandi. — Keyptir þU þitt hjól sjálfur? „Ég borgaði hluta af þvi, en hinn helminginn fékk ég I af- mælisgjöf. Það kostaði 2.800 krónur”. — Eru Kulkurikymppi hjólin góð? ,,Já þau eru ágæt”. — Eru einhver betri? „Ég held að þettaséu alltágæt- ishjól. ” — En finnst þér einhver hjól hallærisleg? ’ — Ekkert frekar, Það eru helst þau sem hafa enga gira.” — Ertu hræddur I umferðinni? „Nei, en ég hjóla mikið I um- ferðinni. Ég hef meira að segja klesstá bíla.en alltaf verið i rétti. Það er mjög óþægilegt að hafa engar hjólabrautir. ” D.B.S. flott Að lokum hittum við bræðurna Kristján 8 ára og Finn 11 ára Haraldssyni en þeir fengu hjólin frá foreldrum sinum fyrir þremur mánuðum. Fyrst sný ég mér að Kristjáni, sem er 8 ára. — Ertu ánægður með hjólið? „Já, mér finnst það ágætt.” — Hver kenndi þér á það? „Bróðir minn”. — Ertu ekkert hræddur við að hjóla I umferðinni? „Nei”. — Enþií Finnur ert þú ánægður með hjólið? „Já, já” — Eru margir girar á þinu? „Það eru fimm girar” — Finnst þér það flott? „Nei, ekkert frekar. Þetta er bara venjulegt Schauff hjól.” —Finnstþér sum hjól asnalegri en önnur? „Nei, það finnst mér ekki. Ég held að engum finnist það”. — En hvaða tegundir eru flott- astar? „D.B.S.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.