Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 32
HV/AÐER ermenn.sem þótt hefur ásíg hall- aö í leiöurum lesnum i hljóö- varpi hafa óskaö eftir að fá aö svara á sama vettvangi. Vill fréttastofa hljóövarps helst kom- ast lír þvi hlutverki að annast matreiöslu leiöaranna og hefur m.a. komiö til tals aö ritstjórar sjálfir styttu sina leiðara til Ut- varpsflutnings og jafnframt aö opna frekiar möguleika manna á að gera athugasemdir fyrir sina hönd i sérstökum tilvikum... ® John Fengersem veriö hefur fjármálastjóri Málmblendifé- lagsins á Grundartanga hefur nU verið ráöinn til Elkem Spiegel- verket i Noregi. Hefur Helg- arpósturinn frétt að i hans stað hafi veriö ráöinn Stefán Reynir Kristinsson.sem m.a. hefur unnið hjá Flugleiðum... 0 Vera kann aö Ragnar Halldórsson, tsal og Alusuisse séu i þann veginn aö bregöa á loft leynivopni i þessu stóra deilumáli sumarsins. Helgarpósturinn hef- ur af þvi spurnir aö tsal hafi pant- aö nýja skýrslu um álmáliö frá Coopers og Lybrand i London, þeirri sömu endurskoöunarskrif- stofusem lagöi Hjörleifitil bibli- una. Ekki veit Helgarpósturinn á hvaöa forsendum þessi skýrsla fyrir tsal er unnin hjá Cooper og Lybrand, en blaðið hefur heimild- ir fyrir þvi, að Ragnar fái hana i hendurídag, föstudag. Spurning- in er: Hvaö stendur i skýrsl- unni?... 0 Magnús Gunnarssonsem hef- ur veriö forstjóri Arnarflugs við góðan orðstir undanfarin ár læt- urnúaf störfum hjá fyrirtækinu eins og fram kom i fréttum i vik- unni. Eftir þvi sem Helgarpóstur- inn hefur fregnaö hyggst Magnús leggja fyrir sig sjálfstæöa rekstr- arráögjöf á næstunni... 0 Mikið afmælishóf var haldiö i Hollywood i gærkvöldi og hélt þar Viihjálmur Astráösson, oftast nefndur Villi plötusnúöur upp á 9 ára starfsafmæli sem skifuþeytir. öllum helstu plötusnúðum lands- ins var boöiö til afmælisins, en einn Ur þeirra hópi laumaöi þvi aö okkuraö kertin á afmælistertunni ættu raunar aöeins að vera sex, en ekki 9. „Villi hefur aðeins starfaö sem diskótekari frá 1975 og því trosa stéttarbræöur hans — hinir snúöarnir — meö sjálfum sér, þegar starf sreynslan er allt i einu oröin niu ár,” sagöi þessi viðmælandi okkar. En þaö var sem sé afmælisveisla hjá honum Villa hvort sem tölunni sex var snUið á hvolf eöa ekki... 0 A sinum tima fór fram stjórn- sýsluendurskoðun af itarlegu tagi innan Orkustofnunar og var reynt aö komast til botns i stjórnunar- vandamálum stofnunarinnar. Niðurstaöa þessarar athugunar varð sú að Orkustofnun væri i ólestri stjór.nunarlega. Itarleg skýrsla var samin um aðfinnslur og úrbætur og birti Helgarpóstur- inn grein uppúr henni fyrir nokkr- um mánuðum. Nú heyrir Helgarpósturinn að það eina sem komið hefur út úr þessari athugun i beinum aðgerðum á Orkustofn- un sé að f jölga stööum! Búið sé að gera eina stöðu að þremur, þ.e. stööu skrifstofustjóra. Glúmur Nú bjóðum víð HREINAN frá FLORIDANA næríngarríkan, ljúffenganog svaland 9 bessi ráöstöfun stjórnar Cargolux mun liöur i aö renna stoðum undir fyrirtækiö. Sam- kvæmt heimildum Helgarpósts- ins gengur rekstur Cargolux nefnilega ekki allt of vel, þrátt fyrir fregnir um hið gagnstæöa. Cargolux hefur nú farið fram á þaö, að þvi' er blaöið hefur sann- frétt, við stjórnvöld i Luxemborg að hún veiti félaginu sem svarar svipaðri upphæö i fjárhagsaöstoö og Flugleiöirfara fram á. Aö von- um stendur það i rikisstjórn Luxemborgar að setja svo stóran pening i tvö flugfélög og er þvi Flugleiðastyrkurinn nátengdur þessu Cargoluxmáli. Er talið ósennilegt aö st jórnvöld i Luxem- borg veiti Flugleiðum beinan fjárhagsstuöning, heldur veröi hann frekar með óbeinum hætti, — lánum eöa þess háttar. Erfið- leikar Cargolux eru sagöir stafa m.a. af samdrætti i vöruflutning- um á Hong Kong-leiðinni vegna vaxandi breiöþotusamkeppni og einnig er aukin samkeppni á Atlantshafi... 9 Séra Eirikur J. Eiriksson, Þjoðgarösvörður á Þingvöllum varð sjötugurá miðvikudaginn og hættir störfum með haustinu. Losnar þar eftirsótt brauö og mikilvægt starf, þar sem er þjóö- garðsvarslan. Eftir þvi sem viö heyrum er taliö liklegt að séra Heimir Steinsson rektor i Skál- holti hafi hug á aö sækja um pg-estsembættiö á Þingvöllum... 0 Leiöaralesturinn úr dagblöö- unum i hljóövarpi hefur löngum verið höfuöverkur, — jafnt frétta- mannana sem unniö hafa Ur- drættiupp úr leiðurunum sem rit- stjóranna sem semja þá. Helg- arpósturinn heyriraðnú séu þessi mál enn einu sinni komin i brennidepil hjá útvarpinu eftir rimmu mikla milli Vilmundar Gylfasonar, alþingismanns á vettvangi forystugreina Alþýðu- blaösins og Friöriks Pa'ls Jóns- sonar, fréttamanns. Friðrik Páll skrifaöi grein i Helgarpóstinn sem Vilmundursvaraði af hörku i tveimurleiöurum, en FriörikPáll fékk aö svara þeim fyrri á vett- vangi þáttarins A vettvangi. Oft áöur hefur komiö upp vandamál -varan ómíssandí í ferðalagíð. “THS" Mjólkursamsalan Björnsson sem lengi hefur verið skrifstofutjóri Orkustofnunar hættir i' haust og þá verða auglýst þrjú störf laus til umsóknar, — starf skrifstofustjóra, starf stjórnsýslustjórat!) og starf fjármálastjóra. Ja, það er ekki að spyrja af hagræðingunni og stjórnsýslunni... ® Orli'tið um deilurnar i OLIS. Þaö er haft fyrir satt, að ekki hafi það skemmt fyrir Þórði Asgeirs- syni skrifstofustjóra i sjávarút- vegsráöuneytinu, þegar hann var ráðinn forstjóri Olisi staö önund- ar Asgeirssonar, aö hann er svili Vilhjálms sonar Ingvars Vil- hjálmssonar, sem aftur er stór hluthafiog stjórnarmaöur i OLtS. Lengi má leita skýringa i ættar- tengslum, þegar ráðningarmál eru annars vegar... 9 I sjávarUtvegsráöuneytinu er talið aö starfsaldursrööin gangi áfram upp embættismanna- stigann aö rtól Þórðar, þegar hann hverfur Ur skrifstofustjóra- stööunni. Sá sem er fremstur i þeirri röö mun vera Jón B. Jónas- son, deildarstjóri... 0 Og meira um OLÍS. Starfs- mennimir, sem sækja þaö fast aö fá önund inn aftur og Svan Frið- geirssonúrstarfi sækja þetta mál allt í samráði við önund. Bak- tjaldafundir starfsfólksins, þar sem baráttan er undirbUin, fara gjarnan fram á heimili önundar aö Kleifarveginum, Segja ná- grannarnir á Kleifarveginum aö gestakomur séu tiðar og forystu- menn starfsmanna séu langt frá þvi aö vera þar sjaldséðir... 0 Viötal Helgarpóstsins fyrr i sumar viö Finnboga Hermannsson, kennara á Núpi vakti talsverðan titring i pólitik- inni þvi þar lýsti Finnbogi viðskiptum sinum viö forystu Framsóknarflokksins og tilkynnti m.a. að hann væri búinn aö segjá sig úr flokknum og hættur varaþingmennsku fyrir hans hönd. Finnbogi gaf i skyn aö hann hyg,öist frekar vinna heima- byggö sinni gagn á vettvangi fjöl- miðla, en stjórnmála á næstunni. Nú hefur Helgarpósturinn frétt að Finnbogi hafi ákveöiö aö hætta kennslustörfum á Núpi aö sinni a.m.k. Hann hefur ráðið sig sem blaðamann á Vestfirska frétta- blaðiö, — óháö fréttablaö sem haldiö hefur verið úti af þraut- seigju á Isafiröi um árabil. Ed- vard T. Jónsson.sem veriö hefur fastráðinn blaöamaöur þess er aö hætta, og tekur Finnbogi við starfi hans og flytur sig um set til Isafjarðar... 130^ 0 Þá er arabiskur oliuauður farinn aö streyma viö hliöina á is- lensku krónunni, luxemborgar- frankanum og sænsku krónunni i Cargolux. Eins og fram kom i fréttum i vikunni var fjölgaö hlut- höfum i Cargolux á siðasta aöal- fundi félagsins og Aröbum heim- ilaö aö kaupa sig inn i félagiö. Eftir þvi' sem Helgarpósturinn kemst næst er hér um að ræöa fjárfestingarfyrirtæki i eigu Lybiumanna, — sama fyrirtæki og keypti af Cargolux Hercules- vélarnar og sendi beint heim tii þjónustu fyrir Khadafy og kompani viö mikiö ergelsi Banda- rikjamanna...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.