Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 31. júií 1981 holrjF^rpn^ti irinn - eftir: Guðjón Arngrimsson Kristinn: „Vantar þroska á þessum áruni" Tamning Þögnin er andstæð. Minusinn rikir i mér. Borgin sefur. Þeir berjast um fast. — Ég hef vald á þér ennþá, gamli refur. Nu er þvi' lokið. Andi minn færður i bönd. Borgin sefur. „Nei, ég man ekkert eftir þvi að yrkja þessi ljóð", sagði Kristinn Einarsson, vatnafræð- ingur hjá Orkustofnun þegar Helgarpósturinn forvitnaðist um f ramlag hans til bókarinnar. „Og ég veit ekki hvort mér finnst þau góð núna. Mennta- skdlaljtíð eru oft litið nema stil- æfingar, og ég held þvi fram að menn þurfi meiri þroska og méiri reynslu en þeir hafa á menntaskólaárunum til að geta ort vel". Kristinn sagðist hafa ort tals- vert á þessum árum og reyndar einnig á árunum eftir að hann lauk stiídentsprófi. „Ég dundaði viðiað yrkja, og gaf meira að segja Ut tvær ljóðabækur. Siðan hef ég litið gert af þessu, og minna eftir þvi sem á hefur liðið. En þó kemur það fyrir ennþá".' Kristinn sagði að utanaökom- Menntasktílaljóð heitir kver sem Ut kom fyrir um það bil 15 árum. Það voru nokkrir ungir menntasktílanemar sem stóðu að Utgáfunni, og i þvi eru ljóð eftir 12 nemendur Menntaskól- ans i Reykjavik, — formáli eftir Halldór Laxness, eftirmáli eftir Hannes Pétursson, kafli Ur samtalsbtík Matthiasar Johannessen og Tómasar Guð- mundssonar, auk ljóða fyrri skólaskálda. Kversem þetta hafa áður ver- ið gefin Ut i menntaskólum og eflaust siðar lika. Þetta er þvi ekkert einsdæmi. En bæöi er að vönduð er þessi Utgáf a og einnig að ljóðskáldin eru flest orðin mjög áberandi i menningarlifi þjtíðarinnar nUna. Þessir tólf menn eiga ljóö i Menntasktílaljóðum: AgUst Guömundsson, kvikmyndagerð- armaður, Guðsteinn Guðmund- arson, Hrafn Gunnlaugsson, kvikm yndagerðarm aður, Ingtílfur Margeirsson, blaða- maður, Jón Sigurðsson,skóla- stjóri, Kristinn Einarsson, jarð- fræðingur, Olafur H. Torfason, kennari, Pétur Gunnarsson, rit- höfundur, Sigurður Pálsson, ljóðskáld, Trausti Valsson arki- tekt, Vilmundur Gylfason, alþingismaður, og Þórarinn Eldjárn, skáld. Þetta er friður hópur. Það sama verður ef til vill ekki sagt um ljoðin . Hannes Pétursson segir i eftirmálanum: „A flest- um kvæðanna hér að framan tel ég mig finna sömu vankanta og voru á minum eigin sktílakveð- skap: of mikinn losarabrag i hugsun og tilfiiming i orðavali og formbeitingu — í einu oröi? byrjendagalla". Helgarpdsturinn talaði við nokkra þeirra sem eiga ljdð i kverinu. Vænghaf Að svölu bergi syngja drafnir, hnigur hUm á fold. Niðar þungt við nakta botna hæglát undiraida. Hverfur sunna hægt að ægi, býr hér hvilubeð. Vaka stjörnur vaka fjalldisir, sigur svefn á brár. Lágradda lyftist söngur upp af djUpi dimmu. Vængjast þrá og vindlétt mælir viða vegu. Svona yrkir Jón Sigurðsson, fyrrum ritstjdri Timans, og ný- ráðiim sktílastjóri Samvinnu- sktílans, á menntaskólaárum sinum. „Það má segja að þetta sé afturhald i samanburði við annað i þessu kveri", sagði hann i' samtali við Helgarptíst- inn. „Þetta er eflaust einhvers- konar tradisjónalismus. Þeir eru ndgu margir sem fást viö nýjungarnar, þannig að mér er alveg óhætt að vera svolitið fastheldinn, um leið og ég nátturulega viðurkenni nýjung- arnar", sagði Jón. „JU, ég man eftir þessu", sagði hann ennfremur. „Aðal- lega vegna þess að ég rakst á btíkina nUna i vor þegar ég var að taka til i einhverjum skápum hjá mér. Mér þtítti þetta ofur spélegt, verð ég að segja". „Ætli það hafi ekki birst eftir mig ljóð i svona öðru til þriðja hverju skólablaði þannig að ég gerði svolitið af þessu. Ég var þó miklu meira I öðru, félags- málunum aðallega. Þetta var svona aukageta hjá mér. Annars var það þá eins og ef- Jón: „Ofur spélegt". laust nuna lika aö það eru fleiri skáld undir tvitugu, heldur en yfir tvi'tugu". „Það sem ég yrki nUna eru einkum típrenthæfar fer- skeytlur. fcg geri svolitið af þeim ef ég er með ftílki sem hefur gaman af sliku. En það er ékkert til að hafa eftir, enda ein- göngu gert i þeim tilgangi að vera f yndið eö.a dsiðlegt á göðri stundu". GIGT O, þU gamli djöfull!! gigtarfjandi! hvað viltu mér?!!? hvað ætlarðu þér?! ha?! ha-------a ??!!? ___! m ekkert svar!!!! „Ég byrjaði nU eiginlega aldrei að yrkja, þannig að varla er hægt að segja að ég hafi nokkurntima hætt þvi", sagði Trausti Valsson, arkitekt, sem á ljóðið hér að ofan, I samtali við Helgarpóstinn. Traustiá fjögur ljóð i btíkinni, undir samheitinu Fjögur hug- tök. Hið fyrsta heitir Mynd, svo kemur Þögn, þá Gigt og að lok- um Tilvera. Þessi fjögur ljtíð eru þvi býsna stór hluti af þvi sem birst hefur eftir ljtíöskáldið Trausta Valsson, sem kunnari er sem arkitekt. „Ég held aö ég hafi birt eitt Ijdð i' skölablaðinu á sinum tíma, sem varð til þess að strák- arnir sem stdðu aö btíkinni, Hrafn og Ingólfur, minnir mig, báðu mig að leggja til ljtíð I hana. Ég hugsa nú að flestir fá- ist aðeins við að yrkja á menntaskólaárum, punkti svona hjá sér, og þetta varð aldrei neitt hjá mér. Þetta er eiginlega leikur að tungumálinu hjá mér, nánast bara ttím- stundagaman. Tungumálið er þá eins og pUsluspil, þar sem orðum er raðað saman. Eittkom mér dálitið á tívart I sambandi við þessa bók", sagöi Trausti. „Það var hversu lag- lega gerðar visur Jón Sigurös- son átti i bókinni. Annars var þetta allt mjög álika, og ekkert eftirminnilegt. Það skemmti- lega við bókina er þvi að I henni eiga menn ljóð, sem nU eru orðnir sttírlaxar á bokmennta- sviðinu. Þessi timi var mikill breyt- ingatimi, bitlarnir og það allt, og auk þess var þetta áður en Trausti: „Byrjaði aldrei og hætti þvi aldrei' hinir ménntaskólarnir I Reykja- vfk urðu til. Það er kannski skýringin á þvi að svona margir menn, sem nU eru áberandi i þjóðlifinu voru þarna saman I skóla. Ég get nefnt fleiri nöfn en þau sem eru i bókinni. Til dæmis Steinunn Sigurðarddttir, Þor- steinn Jónsson, Jón Orn Marinósson, og Þráinn Bertels- son og Megas sem reyndar eru aðeins eldri voru þarna lika.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.