Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 12
12 Fostudagur 31. júlí 1981 Halrjarpn^ii irinrt ,,Sumarsveinn Helgarpóstsins og Óðals 1981: „EKKI FYRIR KOMA FRAM ERA” NYTT MIG AÐ SVONA OG DEL- segir Helgi Friðjónsson ,,meö djöf..kvefpest” Hann var hálf ræfilslegur „sumarsveinn Helgarpdstsins og óðals, þegar Heigarpósts- menn sdttu hann heim i vikunni. ,,Já, þetta eru búnir að vera erfiðir dagar siöan ég var kjör- inn sumarsveinn”, sagöi Helgi Friðjónsson. „Það eitt, að ná þessum titli setti ákveðnar skyldur á herðar mér, svo sem eins og að halda gangandi fjör- miklum veisluhöldum. Og það hef ég gert dtæpilega síðan sunnudagskvöldið fræga, er ég náði sumarsveinatitlinum. t kjölfar gleðinnar og geimsins fékk ég svo einhverja djöf.. kvcfpest”. eftir Guðmund Áma Stefánsson myndir: Jim Smart Fyrst viðhorf hans til fegurðar- samkeppni. „Ég hef gaman af þvi aö kíkja á kvenfólk, en eins og fegurðarsamkeppni er i dag, þá er þettahrein og klár gripasýn- ing. Til skammar öllum, sem að standa. Einhvers konar úrkynjun. Þetta minnir mig á þrælasölu, þegar blessaðar stúlkurnar koma hriðskjálfandi inná sundbolunum meðnúmeri hendinniog kreistafram bros til lýðsins, sem siðan býður i". — Ertu pólitiskur? „Já, enda var ég efsti maður á lista Hins flokksins i siðustu þingkosningum, að visu við litlar undirtektir. Ég fékk þó tækifæri til að kjósa sjálfan mig i fyrsta skipti sem ég hafði at- kvæðisrétt. Slikt tækifæri hafa ekki margir fengið. Annars hafði Hinn flokkurinn sitthvað á stefnuskránni,sem of langtværi að greina frá hér. Hann vildi t.d. milda fikniefnalöggjöfina, hvað kannabisefni varðar. Viö teljum að ekki eigi að setja lög, sem vernda einstaklinginn fyrir sjálfum sér. A þá ekki að setja lög'um notkun annarra eitur- efna, s.s. kaffi, tóbak og brenni- vin?”. Það var einmitt þessi „djöf.... kvefpest”, sem hrjáði Helga sumarsvein, þegar við Jim kikt- um við hjá honum í vikunni. Helgi Friðjónsson er 22 ára ný- listancmi i Myndlista- og handiðaskólanum, fæddur á Siglufirði, bjó síðan i Hafnar- firðitil I5ára aldurs.en flutti þá í Espigerðið i henni Reykjavik. Býr þar uppi á sjöttu hæð hjá pabba og mömmu. Nú ef haldið er áfram með lifshlaup Helga, þá er hann um þessar mundir a f grciðsl um aður hjá Glögg- mynd. „Reyni að safna ein- hverjum peningum á sumrin, enda svo til tekjulaus á veturna, meðan námið stendur yfir”, sagði hann. En hvers vegna datt Helga Friðjónssyni, i hug að taka þátt i „sumarsveinakeppninni”? „Það er nú það”, svaraði hann og glotti. „Þið á Helgarpóstin- um höfðuð birt myndasiðu af nokkrum léttklæddum karl- mönnum og fannst mér það gott gri'n á þessar gripasýningar á kvenfólki, sem öllu tröllriða. Nú þegar keppnin fór siðan i gang, þá datt mér i hug að vera með i grininu — og sé ekki eftir þeirri ákvöröun núna.Ég held að þrátt fyrir það, að áhorfendur hafi margir hverjir skemmtsér yfir tiltektum okkar keppenda, þá hafi það samt sem áður veriö við keppendur sjálfir, sem höföum mest gaman af öllu saman”. ,,E r voðalegur exibitonisti”. Og Helgi sumarsveinn hélt áfram: ,,Nú svo er ég lika voða- legur „exibitonisti” i mér og grip hvert tækifæri sem gefst til að delera og performera. Þegar ég var I menntaskólanum i Hamrahliö, þá bauð ég mig fram til forseta nemenda- félagsins, bara til að fá að halda framboösræöu. Ég skipulagði þá ræðu vel og haföi safnað i kringum mig liði, sem að- stoöaöi. Haföi lifverði, kór og pianóleikara á sviðinu hjá mér. — Tapaöi nú samt. Ekki gafst ég þóupp og bauömig þá fram I öll sérfélögin sem voru laus. Fékk að halda margar framboðs- ræður. Var t.a.m. frambjóðandi i myndlistar- kvikmynda- og fræöafélagiö svo eitthvaö sé talið. En þegar búið var að kjósa mig i nokkur félögin, þá hætti ég i skólanum. Ahuginn fokinn”. — Meira um sumarsveina- keppnina? Stefndirðu aöfyrsta sætinu? „Nei, ekki til að byrja með. Þetta var aöallega „jókurinn”. A Urslitakvöldinu varð ég þess hins vegar var, aö allir kepp- endur voru gallharðir og stefndu aö sigri, þótt enginn keppenda, — aö mér meötöldum — vildi láta lita svo út á yfir- boröinu”. — Varstu taugaóstyrkur? „Nei, nei, þetta var ekkert nýtt fyrir mig, að koma svona fram og delera”. — Af hverju vannstu, en ekki einhver hinna? „Ja, ég veit það varla. Það er náttúrlega augljóst mál, að tveir keppenda voru ekki i sinu besta formivegna ástæðna, sem ég hirði ekki um að tiunda. Nú Siggi Steinars, var að minu mati ekki nægjanlega vel undirbúinn. Það munaði ekki nema einu at- kvæðiá mérogKidda, sem lenti i öðru sæti og það var dálítið kómisk spenna á milli okkar að tjaldabaki, á meðan keppnin stóð yfir. Við voru svona að skjóta hverá annan i grini, enda þekkjumst við úr Firðinum”. Kvenfólkið þuklaði og kleip. — Hafðir þú undirbúið þig vel? „Já og nd. Ég var i sam- kvæmikvöldiö fyrir lokaúrslitin og þá „testaði” ég atriðið á gestum. Gerði smátilraun og mótaði siðan atriðið á grund- velli viðbragða partýgesta. Sleppti t.a.m. bröndurum sem ég haföi hugsað mér að láta fylgja i Oðali. Voru vist ekkert fyndnir”. — Heldurðu kannski að kroppaskoöunin, sem dóm- nefndin framkvæmdi á ykkur keppendum, hafi ráðiö úrslit- um? „Þetta var mjög fyndið atriði, sérstaklega hve kvenfólkið i dómnefndinni tók virkan þátt i þuklinu og klipinu. Annars var þetta nU aðeins yfirborðs- skoöun, og svoleiðis nokkuð segir aldrei alla söguna, eða er það?”. Og spjallið við Helga færðist nú yfir á svið framtiðar- spádóma, eins og algengt er, þegar timamót verða i lifi manna. Hvað segir Helgi sumarsveinn Friðjónsson um framtiðarsýnina? „Ég hef verið i nýlistadeild- inni nú i tvö ár — á önnur tvö eftir. Það er auðvitað engin fjárhagsleg framtið i þvi að vera nýlistamaður, ég geri mér það ljóst. En hef áhuga á mál- efninu. Hins vegar er ég maður dags- ins i dag og er alltaf leitandi og þvi erfitt aö plana framtiðina. Ætlaði á sínum tima að verða flugmaður og lærði flug, en hætti þegar ég hafði náð einka- flugmanninum . Fannst ekki mjög spennandi að eignast skrifstofu i 32 þúsund feta hæð”. — I augnablikinu, ætlar þú sem sagt að veröa blankur ný- listamaöur? „Já, þaö er stefnan i dag. Ég hef engar áhyggjur af peninga- málunum, þau blessast ein- hvem veginn. En talandi um nýlistina, þá er það orð yfir þetta fyrirbrigði, dálitið vill- andi. Fjöllist vjeri nærri lagi. Mérfinnst að i fjöllistinni gefist meiri möguleikar, en i hefð- bundnu listformi. Ég vil einnig taka það fram, að fjöllistin er langt frá þvi að vera nýtt fyrir- bæri. Það má lita langt til baka i listsögunni til að finna hliö- stæður þessara hluta. Fjöllistin hefur verið lengi til”. ..Aðdáendahópurínn stækkar”. — Og önnur kúvending á við- talinu. Sumarsveininn var um það spurður hvort hann væri gleðinnar maður — svallari mikill? „Það kemurfyrir.aðég bregð undir mig betri fætinum”, svaraði hann dálitið undirleitur. „Jú, ég svalla stundum eins og aðrir.” Bætti siðan strax við. „Ég er þó ekki svona kvefaður endilega vegna veisluhaldanna eftir sumarsveinakeppnina. Fleira kemur til”. — Látið gott heita. — En hugsar sumarsveinninn vel um likama sinn og sál? „Ég er ekki iþróttafrik ef þú átt við þaö. Hef gaman af að komast i nána snertingu við Helgi Friðjónsson i uppvaskinu, enda hefur mikið gengið á siðan sumarsveinakeppninni lauk, veisluhöldin og allt það. nátúruna, en eina iþróttin sem ég hef stundaö að marki, er aö teikna?” — Veröur dtki stór breyting á lifi þinu við það að bera þennan titil — sumarsveinn Helgar- póstsins og Óðals? „Ja, aðdáendahópur minn hefur án efa stækkaö til muna við þennan atburö. — Nei, i al- vöru talað, þá breytirþetta auð- vitað ekki neinu. Nema auövitað þvi, að ég er aö fara til Færeyja á Olafsvökuna. Ætla aö nota verðlaunin, hvaö annað? Mesta ánægjan ikringum þessa keppni var að taka þátt i henni. Það var annars dáh’tið fyndið, þegar ég var kjörinn niðri i Óðali, kvöldiö góða, að þá vildu allir verða vinir minir. ÓtrUleg- asta fólk, sem ég hafði aldrei séð fyrr, kom að mér og óskaði mér tilhamingju og sagði aö ég væri vel aö titlinum kominn. „Þú varst bestur”, sagði það. Hvernig á maður að svara svona kjaftæði?” „Gaman að þvi að kikja á kvenfólk”. Og nú var komið að þvi' að leita eftir áliti sumarsveinsins til ýmissa þjóðfélagsmála? - „Þær verða að biða og vona”. — Var Hinn flokkurinn ekki aðeins léleg stæling á 0 flokkn- um sáluga? „Jú, kannski, en var ekki verri fyrir það. Svona flokkar hafa þekkst áður Uti i heimi. Ég man t.d. eftir einum svona flokki, sem bauð fram til ein- hverrar borgarstjórnar i Frakklandi. Sá flokkur hét Leti- „Þennan fagra blómvönd fékk ég sendan frá aðdáanda utan úr bæ, þegar ég náði sumarsveinatitlin- um”. Sumarsveinninn i uppá- haldsstellingu fegurðardisanna. flokkurinn og hann kom tveimur mönnum að. Hins vegar nennti annar fulltrúinn aldrei aö mæta á borgarstjórnarfundi, en hinn •mætti alltaf, þegar það var matur á fundum”. —En áfram með dægurmálin. Afstaða sumarsveinsins til mjólkurmálsins? „Það var súrt i broti fyrir ýmsa”. — Súrálið? „JafnsUrt og mjólkin. Nei, ég nenni annars ekkiað vera þvæla um þessi mál, sem dagblöðin eru uppfull af á hverjum degi. Það eru allir búnir að fá meira en nóg af þessu kjaftæði. öll blöðin, útvarp og sjónvarp segja jsað sama á hverjum degi. Við islendingar verðum einfaldlega að gera okkur ljóst, aö viö erum engar stórstjömur i heiminum. Erum undir hæl stórveldanna og raunverulega er þjóðin aðeins dulstirni i bandariska flagginu”. — Lokaspurning: Er Helgi sumarsveinn lofaður? ,,Já, ég er lofaður i augnablik- inu. — Er oft lofaður”. — Nú verða stelpurnar sárar — aðdáendurnir traustu? „Þær verða bara að biða og vona”. Dómncfndin kannar likamlegt ástand sumarsveinsins, I keppninni á Óðali. Og það er allt skoðað nákvæmlega — og þá meinum við allt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.