Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 13
13 Sérkennilegur liður í Reykjavíkurlífinu: Garðveislan hefur verið sjö sinnum segir Jón Hólm, veislustjóri „Það væri alveg tilvalið næsta sumar fyrir Sinfóniuhljómsveit- ina að spila fyrir okkur,” segir Jón Hólm sem árlega heidur garðveislu i 400 fermetra garðin- um sinum á Hánargötunni. „Þessi veisla lukkaðist ekki vel i ár sökum veðurs. Þó komu nokkrir vinir og kunningjar eða um fjörutiu manns og litu við hjá okkur. Krakkarnir létu þó veðrið ekkert á sig fá og fóru út og mál- uðu bilskúrsvegginn. Krakkarnir máluðu mynd sem fljótlega breyttist úr naivisma i ekspress- ionisma og að lokum varð þetta abstraktmyndog var þar rigning- in að verki.” — Hversu oft hefurðu haldið garðveislu? „1 ár var þetta i sjöunda skipt- ið. Ég hef haldið þessar veislur árlega allt frá þvi að ég ílutti á Ránargötuna. Hugmyndina að þessu fékk ég hjá henni Guð- mundu Eliasdóttur sem hélt svip- aða veislu þegar að hún bjó i Grjótaþorpinu.” — Er öllum boðið? „Aðallega er þetta nú fólk sem þekkir mig^vinir, nágrannar og kunningjar, en eitthvað af þessu fólki eru manneskjur sem ég þekki ekki. í fyrra heppnaðist þetta alveg sérlega vel og þá komu eitthvað um 120 manns.” > — Ert þú með einhverja sér- staka skemmtidagskrá? „Ég legg nú ekkert sérstaklega mikið á mig. Ég reyni að hafa músik og einu sinni komu ung- lingar úr lúðrasveitinni Svanur og léku fyrir okkur. 1 fyrra kom Manuela Wiesler með lið vaskra manna i blásarakvintett og skemmtu þau okkur með hljóm- list sinni. Þarna er finn hljóm- burður sem ljótar blokkir á Vest- urgötu endurkasta. Það er þvi bót i máli að þær eru til einhvers gagnlegar. Svo kaupi ég um tuttugu máln- ingardollur og pensla og krakk- arnir mála bilskúrsvegginn á ári hverju af mikilli innlifun. Enn- fremur hef ég smiðað söluskúr og sel þar sælgæti á tombólupris. Allir fá siðan Egils appelsin, þetta eina sanna, að drekka.” — Hvernig er umgengnin? „Alveg dæmalaust góð. Börnin passa vel upp á að dreifa engu rusli og öll umgengi er til fyrir- myndar. Garðurinn var fyrst bara ein stór flöt en núna er kom- innallskyns gróður og ung við- kvæm tré og það sér ekki á neinu.” — Heitir veislan eitthvað sér- stakt? „Fyrsthét hún Garðveisla Betu drottningar og Pusa prins en sú nafngift er löngu dottin niður og veislan heitir ekki neitt.” — Og þú heldur þessu áfram? „Égséekki fram á neina breyt- ingu. A næsta ári væri alveg til- valið að fá Sinfóniuhljómsveitina til þess að spila, þvi það er svo oft sem Siníónian æfir eitthvað erfitt verk sem siðan er bara flutt einu sinni. Mætti þvi endurtaka slik verk i Garðveislunni. Hljómsveit- in á ekki bara að spila i Háskóla- bió.” — EG Allir út að mála i veislunni. ÆTLUM AD REISA TORF- OG GLERHÚS UNDIR ESJUNNI segir Tryggvi Hansen „Undir Esjunni á Kjalarnesi ætlum við að halda námskeið i vegghleðslu,” sagði Tryggvi Hansen i samtali við Borgarpóst. En hann stendur fyrir nám- skeiði i fornri byggingarlist ts- lendinga. Námskeiðið hefst laug- ardaginn n.k. Leiðbeinandi og kennari á námskeiðinu verður Sveinn Einarsson, hleðslumeist- ari frá Egilsstöðum. — Hvernig stendur á þessum áhuga þfnum á torfbyggingu? „Ég hef lengi haft áhuga á að kanna hvort fólk geti átt eitthvað án þess að eiga það eitt og sér. Það má eiginlega segja að þetta sé félagsleg tilraun.” — Hvernig verður þessi bygg- ing? „Við ætlum aö reisa kviavegg, hringlaga eins og þeir voru. Sveinn kennir svo hvernig á að hlaða m.a. klömbruhleðslu, strenghleðslu og torf og grjót hleðslu. Ætlunin er að þarna risi hús, en núna i sumar verða vegg- irnir hlaðnir.” — Til hvers að læra að hlaða? „Fólk getur nýtt sér þessa þekkingu á marga vegu. Það get- ur t.d. hlaðið slíka veggi i kring- um lóðina sina. Það er lika tilval- ið að læra þessa húsageröarlist núna þvi þeir sem eitthvað kunna til slikra verka eru orðnir gamlir. Þvi er það nauðsynlegt fyrir yngra fólk að læra þetta áður en það er orðiö um seinan.” — Heldur þú aö nokkur vilji búa i torfbæ, þeir eru bæði kaldir, dimmir og rakir? „Það er gaman að prufa að nota efnin sem finnast i náttúr- unni eins og þau koma fyrir. I þessu húsi höfum við hugsað okk- ur að sameina tvennt þ.e.a.s. torfbæ og gróðurhús. Veggina ætlum við að hafa úr torfi og grjóti en þakið að mestu leyti úr gleri. Ef hægt er að sameina þetta þá verður þetta ekki kalt og dimmt hús.” — Af hverju hringlaga eins og kviavegg? „Hringurinn er sameiningar- tákn. Eins og t.d. giftingarhring- ur og hringurinn i kringum allt sem er. Það eru til kenningar um að manneskjan geti aldrei endur- tekið sama hlutinn aftur. Ef þú teiknar t.d. hring og ætlar siöan aö lagfæra hann þá ertu faktiskt að búa til annan hring.” — Hversu lengi stendur þetta námskeið yfir? „Það fer eftir fjölda þátttak- enda svo og kostnaöurinn lika. Þeir sem áhuga hafa og geta, geta komið og unnið allan daginn. Þeir sem vinna á daginn geta skroppið upp i Kjósina eftir vinnu. Kostnaðurinn viö þetta verk eru vinnulaun Sveins svo og flugfarið fram og til baka fyrir hann. Ég hafði hugsað mér aö það deildist bara niður á þátttakend- ur.” — Hvað með nesti og verkfæri? „Við fengum verkfæri frá Ell- ingsen, tvennt af öllu og er það mikil kurteisi af þeim. En fólk þarf að koma með þau verkfæri Tryggvi Hansen. sem það á t.d. skóflur, stungu- spaða og gaffal. Nestið verður það lika að koma með sjálft.” — Ætlar þú að búa i húsinu? „Það veit ég ekki, annars á enginn sérstakur aö búa i þessu húsi. Markmiðið er að fólk komi og dveljist einhvern tima af árinu þarna. Ef menn ná leikni i aö hlaða er hægt að hlaða annan skála við húsið. Þetta verður þó allt að biða sins tima og við skul- um bara sjá til meö þaö. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt i þessu námskeiði láti skrá sig hjá Jóni Thoroddsen eftir kl. 20 á kvöldin i sima 30619.” — EG Sveinn Einarsson, hleðslumeistari við eitt af hagleikssmfð sinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.