Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 14
Föstudagur 31. júlí 1981 Sigurberg Jónsson, kokkur á Laugarvatni. SILUNGUR Sumarhóteliö aö Laugarvatni hefur yfir afbragðs matreiöslu- meistara að ráða. Sá heitir Sigurberg Jónsson og hefur hann starfað þar undanfarin sumur. Sigurberg lét til leiðast að gefa lesendum Helgarpósts- ins uppskriftaf silungi. Silungur er herramannsmatur og vinsæll hjá ferðaiöngum sem Laugar- vatn gista. Silungurinn sém Sigurberg matreiðir úr fæst i Apavatni og Laugarvatni, en það er svo sem sama hvaðan góður silungur kemur. Silungurinn hans Sigurbergs 4 silungar meðalstdrir 100 gr. sveppir helst nyir 2 msk. steinselja (má vera karsi) Krydd: Season all svolitið salt smjör safi úr hálfri sitrónu eða hálfur dl. hvitvi'n Aðferð: Silungurinn er flak- aður, veltuppúr hveiti steiktur i smjöri cg kryddaður. SveppirvOg steinselja hitað a pönnu i smjöri og sett yfir fisk- inn ásamt sitrónusafa. Sósa Chantily 100 gr mayones hálfur dl. þeyttur rjómi eða þeytikrem safi úr hálfri sitrónu og heilli appelsinu 1 tsk sykur Þetta er létt og fin köld sósa sem hæfir vel við heitan silung- inn. Með þessum rétti eru soðnar kartöflur og gúrkusalat borið fram. Til drykkjar er tilvalið að drekka móselvi'n t.d. „Blue niin”. Verði ykkur að góðu. — EG Jie/garþosturínru HVERT Á AÐ FARA UM HELGINA? FÁ SÉR ÓKEYPIS HÁR- SNyRTINGU EÐA SJÁ LAG ARFLJÓTSORMINN EÐA Hverjir sem vettlingi geta valdið þeysast á fjörleg sveitaböll eða útisamkomur um verslunar- mannahelgina, sem er þessa helgi. Frá Umferðarmiðstöðinni eru skipulagðar rútuferðir næst- um hvert á land sem er. Þaðan er hægt að komast til Vestmannaeyjar á Þjóðhátiðina að visu fer rUtan bara til Þorláks- hafnar en þaðan siglir svo Herj- ólfur með gestina á Þjóðhátiðina. Hljómsveitin Brimkló sér um fjörið kvöldin þrjú. Hátiðin hefst með óformlegum hætti á fimmtu- dagskvöld en formlega verður hún sett kl. þrjú á föstudag og lýkur að morgni fridags versl- unarmanna. Aðgangseyririnn er kr. 400 tvöfalt hærri en i fyrra. A möti kemur að þetta er ein viða- mesta Utisamkoman um þessa helgi og svikur það engan að skreppa á þjóðhátið. Bindindismótið verður að venju haldið á Galtalæk og er ætluð reglufólki. Þvi: Hægt er að vera á hálum is, þótt hált sé ekki á vegi. Drukknum manni er voðinn vis, jafnt á nótt sem degi. 1 Galtalæk verður hátið fyrir unga sem aldna. Á tjaldsvæðinu verða tivólileikir fyrir ungu kynslóðina. Keppt verður i ökuleikni bindindismanna á laugardag og um kvöldið sjá Galdrakarlar og plötuteki ,,Devo” um fjöriö. Sunnudagurirm verður öllu hátið- legri og verður byrjað á messu rétt eftir hádegið. Siðan verður barnatimi og sjá þeir félagar Halli, Laddi og Jörundur um gri'nið. Um kvöldið verður svo fjölbreytt skemmtidagskrá og Þórskabarett sér um fjörið. t félagsheimilinu Árnesi verða dansleikir haldnir föstudags laugardags og sunnudagskvöld. Þar mun hljómsveitin Chaplin spila fyrir dansi. Við Árnes verður fint tjaldstæði með renn- andi vatni, salernisaðstöðu og sölutjaldi. Til stóðað fá útlendan eldgleypi til þess að sýna kúnstir sinar.Enn sem komið er veit eng- inn hvort af þvi verður. Jöklagleðin 81 verður haldin að Arnarstapa á Snæfellsnesi og þar mun hljómsveitin „Tibrá” skemmta og leika fyrir dansi. Margt annað verður sér til gamans gert og fær hundraðasti hver gesturinn ókeypis hársnyrt- ingu. Fyrir austan i Atlavik verður einnig fjör. Þar sér hljómsveitin Friðryk um taktinn og eru sumir að vonast til þess að Lagarfljóts- ammmmM ormurinn heimsæki gestina i Atlavik. Geta má þess að Atla- vikin og nágrenni eru einkar veðursælir staðir. Auk þessara staða verða rútu- ferðir m.a. til Laugarvatns, Þjórsárdals og Húsafells, auk fleiri staða. Þeirsem hugsa sér til hreyfings um þessa helgi ættu auðveldlega að geta valið sér skemmtan við sitt hæfi. Til þess að ferðin megi heppnast sem best þykir ráðlegt að hafa meðferðis klæðnað sem hentar islenskri veðráttu og svo auðvitað að ganga snyrtilega um sjálfan sig og umhverfi sitt. — EG Það borgar sig að vera vel búin SJALFSTÆÐISHÚSIÐ AKUREYRI TUGIR ISLENDINGA (LÚXUSFERÐ UM MIÐJARÐARHAFIÐ „Það hafa eitthvað um sextíu manns pantað sér ferð með Mikael Lermontov”, sagði Jón Guðmundsson, I samtali við Borgarpóst. Laugardagur Nú fer hver að veröa siðastur að sjá hina sprenghlægilegu Sumarrevíu Rjúkandi revíuréttir frá kr. 75.- Finnur Eydal Helena og AUi Diskó uppi. Opið til kl. 3 Föstudagur SUMARGLEÐIN Raggi Bjarna og félagar Tveggja tíma stanslaus skemmtiatriði AAiðasala við innganginn f rá kl. 20. Opið til kl. 3 — Diskó uppi , o. Sunnudagur HLJÓMSVEIT FINNS EYDALS leikur gömlu og nýju dansana frá „ kl. 20-03 AAánudagur VERSLUNARMANNAHELGARFERÐAMENN! Dúndrandi diskó frá kl. 21—01. Allt það nýjasta og besta úr diskóheiminum. Borðpantanir fyrir matargesti frá kl. 19 - Sími 96-22970 Boröa- pantanir Simi86220 85660 Veitingahúsid / GLÆSIBÆ „Þetta er meiri fjöldi heldur en við bjuggumst við. Þessi ferð er tilraun af okkar hálfu, en það er alveg greinilegt að okkur Islend- inga vantar annan Gullfoss. Þá skip sem ekki er teiknað fyrir strið og smiðað eftir strið. Við þurfum nýtt skemmtiferðaskip það er greinilegt”. — Hyggist þið kaupa slikt skip? „Ætli það, er það ekki svo dýrt? Annars er þessi ferð með lúxus- skipinu Lermontov farin frá Lon- don og þaðan verður siglt til Mið- jarðarhafsins. Þessi ferð tekur 17 daga með öllu og kostar aðeins 13.200 t þessu verði er allt inni- falið s.s. flug, akstur og siglingin með fullu fæði. Mestmegnis eru þetta Bretar sem ferðast með skipinu og Islendingamir fá herbergi á 2. hæð skipsins á hinu svokallaða promenade dekki”. — Verða fleiri slikar ferðir i boði? ,,Ekki í ár, en ef vel tekst til með þessa þá getur vel verið að þær verði endurteknar á næsta ári. Best væri auðvitað ef við ætt- um okkar eigið skip”. — EG interRent car rental Bílaleiga Akuréyrar Akureyri Reykjavik T RyGGVABÞ- S. 2171S /i SKEIFAN 9 S.3161S 8691', Mesta úrvallð. besta þjónustan. Vlð utvegum yður afslátt á bilaleigubilum erlendis.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.