Helgarpósturinn - 31.07.1981, Page 15

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Page 15
he/garposturinn Föstudagur 31. júlí 1981 15 Þorsteinn Bergsson. byggöasafn njóti sin og kafni ekki i hraðbrautum og blokkum eins og mér sýnist að Arbæjarsafn komi til með að gera. Hitt er aftur á móti eðlilegt að séu kringumstæður þannig að hægt sé að halda húsi við í sinu rétta umhverfi, sbr. Grjótaþorp- ið, þá er það að sjálfsögðu besti kosturinn.” —EG Maðurinn á bak við nafnið Þorsteinn Bergsson „FÓLKI LÍÐUR BETURí TIMBUR- Húsr? segir Þorsteinn Bergsson, formaður T orf usam takanna Þorsteinn Bergsson, formaöur Torfusamtakanna er 25 a'ra gam- all Reykvikingur og stúdent frá M.H. Undanfarin ár hefur Þor- steinn eitthvað verið að dútla i sagnfræði viö Háskólann en fé- lagsstörf hafa löngum átt hug hans ailan. Hann átti sæti i stjórn Félagsstofnunar stúdenta um nokkurra ára skeið, en á s.l. vetri sneri hann sér alfariö að Torfu- samtökunum. „Þaðeru næstum fjögur ár sið- an ég gerðist meðlimur i Torfu- samtökunum. Ég var i fyrstu óbreyttur stjórnarmeðlimur áður en ég var kjörinn einhverskonar formaður samtakanna.” — Hvaða áhugamál hefur þú? „Það er eiginlega félagsmála- stúss af ýmsu tagi og þá einkum og sérilagi endurbygging gamalla húsa. Við þetta áhugamál mitt hef ég unniðhér ibænum, i Flatey á Breiðafirði svo og á Eyrar- bakka. Þennan áhuga fékk ég þegar ég ásamt systur minni keypti hús i Flatey fyrir sjö árum siðan. Við höfum verið að vinna að endur- byggingu þess húss svo og fleiri húsa i Flatey. Núna er aðalmálið að reyna að ljúka við endurbygg- ingu á bókhlöðunni i Flatey. En það er elsta húsið á íslandi sem hefur verið byggt yfir bókasafn. — Er ekki dýrt að gera upp gömul hús? „Jú, ef þau hafa ekki notið eðli- legs viðhalds i langan tima. Það vill oft verða svo i þessu hraða lifsgæðaþjöðfélagi okkar, þar sem menn nánast hafa stokkið af hestbaki í lúxuskerru. Þegar að svo steinsteypuöldin gengur i garð er eins og menn hafi misst tilfinninguna fyrir timburhúsum og gildi lifandi byggingarefnis.” — Er einhver munur á að búa i timbur- eða steinhúsi? „Fólk hefur mismunandi skoð- anir á þvi. En að minu mati er hollara að búa i timburhúsi, þ.e.a.s.innanum lifræntefni. Það hefur mikið að segja varðandi andlega og likamlega velliðan fólks. í timburhúsi er andrúms- loftið hreint og heilbrigt. Burtséð frá þessu öllu þá gefa timburhús fólki meiri möguleika á að byggja og breyta iverustað sinum að eigin vild. Timbriö gef- ur miklu meiri möguleika á breytingum en steinninn.” — Ólst þú upp i steinhúsi? ,,Já,ég ólstupp isteyptri blokk. Hún var með fyrstu blokkum sem byggðar voru hér i Reykjavik.” — Hvað hyggstu fyrir aö lokinni uppbyggingu Torfunnar? „Það er nú enginn kominn til með að segja aðég verði eiliflega á „grænu” torfunni. Það hefur enn ekki faigist f jármagn til þess að fullbyggja torfuna og veit ég enn sem komið er ekkert hvernig þeim málum lyktar. Ætli ég fari ekki bara til útlanda og hafi það gott þar i nokkur ár.” — Ert þú á móti þvi að flytja gömul hús og geyma þau á byggðasafni, eins og t.d. Ar- bæjarsafn? „Nei, ekki i öllum tilfellum. Sum hús eru þess eðlis að þau hafa menningarsögulegt gildi og þvi á að varðveita þau i sem upp- runalegastrimynd. Oft er ómögu- legt að endurbyggja þau á þeim stað þar sem þau voru byggð vegna nýs skipulags o.þv.l. Þá hefur verið farið út i það að safna sllkum húsum saman á einn stað eins og upp i Arbæ. Aftur á móti veröur að gæta þess að slikt „Kannski fjölgar skrautsfmum eitthvað” NU geta allir keypt sér slmtæki að eigin vali, óháð þeim simtækj- um sem Póstur og Simibjóða upp á. 20. júni sl. var allur innflutn- ingur á simtækjum gefinnfrjáls. Þorvarður Jónsson, hjá Pósti og Síma sagði að allir þeir sem hug hefðu á að kaupa sér aðrar gerðir en þær sem þeir hafa á boðstólum skyldu kynna sér vandlega reglu- gerðina um innflutning á sim- tækjum. „Þau þurfa”, sagði Þorvarður, „aö uppfylla ákveðin skilyrði, sem er vissara fyrir notendur að kynna sér áður en keypt er”. Að- spurður aðþvihvaða skilyrði það væru sagði Þorvarður, að hafa verðii'huga m.á. að simtækið geti rofið straum, að það sé með sama styrkleika og styrkleikinn á jarð- strengnum hérna, einnig þarf næmnin að vera i lagi og sendi- orkan. Ennfremur bakheyrslan þ.e.a.s. röddin má ekki kastast til baka þannig að sá sem tali heyri ekki i viðmælandanum o.s.frv. Það er semsagt margt að athuga áður en sfmtækiðer keypt. Ef fólk fer erlendis og kemur heim með sima þarf það að afhenda Póst og simamálastofnuninni hann til prófunar. Það fást 6 gerðir af simtækjum hjá Pósti og sima og sagði Þor- varður þetta vera bæði vönduð og ódýr tæki. „011 okkar tæki upp- fylla hæstu gæðakröfur þau eru bæöi sterk og endingargóð”. „Tækin sem fást hjá þeim kosta frá kr. 320 upp i kr. 1200 fyrir utan söluskatt. Þorvaröur sagðist persónulega ekki hafa trú á að fólk muni frekar kjósa að kaupa önnur simtæki en þeirra, þau væru einfaldlega það góð. - „En auðvitað verður einhver fjölgun á skrautslmum en trúað gæti ég þvi að þau verði dýrari en þau sem við höfum upp á að bjóða. En þetta veröur timinn að leiða I ljós, enn er ekki komin nein reynsla á þetta”, sagði Þorvarður að lokum. EG. Vid verðum tilbúnir með bflinn, þegar þið komið! ÍSLANDSREISA íslandsreisur Flugleiða eru sumarleYlisíerðir innanlands fyrir íslendinga. Nútíma íerða- móti. Flogið er til aðaldlangastaðar og íerða- mannaþjónusta notuð, rétt eins og þegar farið er til útlanda. NÚTÍMA FERÐAMÁTI íslandsreisur Fugleiða gera ráð fyrir því að þú og fjölskylda þín geti tileinkað sér nýtískulega íerðahœtti hér innanlands - eins og íerðafólk gerir á íerðum sínum erlendis. Þess vegna gerir Reisupassinn þér mögulegt að að fljúga á ákvörðunarstað, en þar tekurðu við hreinum og fínum bílaleigubíl. sem þú hefur til fullra afnota á mjög hag- stœðu verði. Það er óneit- anlega þœgilegra en að flengjast langar leiðir á misjöínum vegum á eigin ba. REISUPASSINN Flugmiðinn í íslandsreisumar nefnist Reisu- passi. Hann veitir eiganda sínum aðgang að ýmis konar þjónustu á sérstöku verði. Reisu- passa er hœgt að kaupa til Akureyrar, Egils- staða, Homafjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðárkróks, Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Ef millilenda þarí í Reykjavík er geíinn 50% aísláttur aí fargjaldi þangað. DVALARTÍMI Lágmarksdvöl í íslandsreisu er 4 dagar, nema Reykjavíkþarsemlágmarksdvöl er ó dagar. Hámarksdvöl er aítur á móti 30 dagar í öllum tilfellum, gildistíminn er til l.október nœstkomandi. (Gsnm FLUGLEIÐIR Traust iólkhjá góóu félagi iTi ÓSA

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.