Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 31. júlí 1981 A köldum vetrarm orgnum undanfarin þrjú ár hafa íslenskir morgunhanar vaknaö viö rödd i dtvarpinu sem segir á hljómþýöri Oxford-tslensku (sem hann held- ur fram aö sé hljómþýöur Skaft- fellskur framburöur) „Góöan daginn hlustendur góöir...” Eins og flestum er kunnugt er eigandi raddarinnar Páll Heiöar Jónsson, Utvarpsmaöur. Helgarpósturinn fékk einn seinni part úr lífi Páls Heiöars af- lögu í opnuviötal. Þrátt fyrir þaö að Páll Heiðar sé I sumarfrli, er hann uppptekinn viöaðsmiöa sér ibúð. Taldi Páll ibúöina ekki gest- hæfa cnn sem komiö væri og fór viötaliö þvi fram á Kökuhúsinu. Blm. spuröi hann fyrst út i kariaklúbbinn Loka. Honum (innsl þella hrúlleiOinlegur léiagsshapur „Hvernig veistu það?” Páll glottir stríðnislega. „Þetta er alger leyniklúbbur, ég get ekkert sagt þér”. — Er það satt að þU hafir ekki viljað fá kvenfólk inn i klúbbinn? „Þetta hafa einhverjir reiðir menn sagt þér. Annars get ég alveg sagt frá þvi að i þessum klúbbi nægir atkvæði eins full- gilds lims til að fella hverja umsókn. Allir hafa neitunarvald. Loki er bræðralag og hámarks lima tala er 49 og það eru aðeins frjálsbornir, fslenskir karlmenn. Þar að auki ber vistöllum konum sem hafa kynnst þessum klúbbi, saman um að þetta sé alveg hrút- leiðinlegur félagsskapur. Þvi get ég ekki skilið að nokkur kona vilji fá inngöngu.” — Af hverju karlaklúbbur? „Menn safnast i hópa, þetta er aðeins spurning um form. Stund- um eru þaö félög, stundum hittast main á kaffihúsum á tilteknum tima án þess að það heiti eitt- hvað sérstakt og án sérstaks tilefnis. Þú veist kannski ekki að Loki er bindindisfélag?” — Nei, þaö vissi blm. ekki. „Bindindið felst i þvi að félags- menn mega ekki drekka innan borgarmarka Munchen. Eg held að allir félagar Loka standi við það!” sielpur a slultum piisum — Þú bjóst ÍLondon i tæp tiuár. Hvernig var þaö? „Það var ljómandi gaman. London breytöst mikiö á þessum tima. Bitlarnir og æðið sem þeim fylgdi var alveg stórskemmtilegt. Carnaby streetvarð til og stuttu pilsin komu fram i dagsljósið. 1 minningunni eru flest sumur i London full af sólskini. hita og stelpum i Green Park á stuttum pilsum. Ég vann við Piccadilly, ör- skammtfrá tiskuheiminum, — á- kaflega skemmtilegt umhverfi. Annars lifði ég ósköp venjulegu fjölskyldulifi. Við bjuggum i út- hverfi og ég fór i vinnu og heim i lest. Það var alveg óbærilega leiðinlegt. Ég gæti aldrei unnið alla ævi svo langt i burtu frá heimili minu að ég þyrfti að ferðast i þrjú korter i lestum og neðanjarðarbrautum. Auk þess var það mikið fyrirtæki að skreppa út eina kvöldstund út af þessu. A seinni árum minum i London varð ég fréttaritari islenska út- varpsins þar. Heim kem ég árið 1971. Þá var ég 37 ára. Á alveg stórkostlega góðum aldri til þess að skipta um starf.” — Þá fórstu að vinna hjá út- varpinu? „Já, ég hefverið svoheppinn að þurfa ekki að vinna á skrifstofu alla ævi. Ég vann hjá útvarpinu i tvö ár sem free lance maður, og siðan vatt þetta upp á sig.” — Er það fullt starf aö sjá um Morgunpóstinn? „Ef vel á að vera, þá ætti maður ekki að hugsa um neitt annað meðan að maður er vak- andi. ” Vildi lengja Morgunpóslinn — Hvenær byrjar svo Morgunpósturinn aftur? „Útvarpsráð á eftir að taka ákvörðun um, hvort og þá hvenær, hann byrjar. Ég er núna að vinna að skema fyrir Morgun- póstinn. Ég myndi vilja lengja timann, og þá ekki talmáiiðiheld- ur að flétta inn i hann öðrum föstum liðum útvarpsins, og tónlist. Það var aldrei hugmyndin að gera Morgunpóstinn að skemmti- þætti heldur að „frétta’! magasini. Efni hans hlýturþvi að höfða mismunandi til fólks eftir efninu hverju sinni. Ég get svo sem vel skiliö aö ekki séu allir sammála um tilverurétt Morgun- póstsins. Sumir vilja ekki hlusta á þungt efni á morgnana, en um þetta má endalaust deila. Það verða aldrei allir ánægöir nema aö hægt sé að velja á milli a.m.k. tveggja útvarpsstöðva.” — Þú vilt frjálst útvarp? „Ég hef nú ekki gert upp hug minn ennþá I þvl efni. En oröið „frjálst útvarp” er ansi villandi. Eðli málsins samkvæmt getur maður ekki útvarpaö hverju sem er. Ég sé nú ekki fram á að við gætum staðið á móti þvi að fá fleiri útvarpsstöðvar. En þær þyrftu þá aö vera háðar vissum reglum. Rikisrekið útvarp á að eiga sinn tilverurétt, en það þarf að vera vel að þvi búið. Einnig þyrfti að setja reglur um óhlut- drægni hjá fjölmiðlum og aö út- varpi i einkaeign sé skylt að sjá fyrirefni, sem eraðhluta til af al- varlegri toga, inn á milli auglýs- inga og billegrar tónlistar. Nær það nokkurri átt að einhverjir strákar sitji með útvarpsstöð og plötuspilara, spili „músik” og blaðri endalaust allan daginn?” aiii ol oll mðingsieg skril — Hvað með dagblöðin? „Mér finnst að það eigi að vera takmörk fyrir þvi hvað hægt er að skrifa i þau undir nafnleynd. Það birtast allt of oft niðingsleg skrif um persónur i þjóðfélaginu. Þá eru oft birtar myndir með grein- inni af manneskjunni sem fyrir árááinni verður, en sá sem skrifar fær að halda nafnleynd. Ég skil ekkert í ritstjórum þess- ara blaða. Þetta finnst mér vera einn versti galli á islenskri blaðamennsku i dag. Að hugsa sér að hver sem er geti hringt inn órökstudda gagnrýni á samborg- ara si'na og fengið birta orða- laust.” — Þú ert þá ánægður með út- varpið? „Alls ekki. Ég tel að útvarpið hafi neyðst til þess að reiða sig meira á auglýsingar en góðu hófi gegnir. Það virðast engin tak- mörk vera fyrir því hversu mikið er tekið inn af auglýsingum. Þetta er spurning um fjármál. Það vantar fleira fólk við dag- skrárgerð. Við eigum ýmsar leiðir eftir ókannaðar I dagskrár- gerð. Við höfum útvarp i steréó en það vantar kunnáttu til þess að geta nýttokkur það. Þá er ég að hugsa um leikrit og marga aðra þætti. Stereó á ekki bara að nota fyrir tónlist. En til alls þessa þarf auövitað peninga og þeir virðast ekki liggja á lausu. 1 þvi' sam- bandi hef ég aldrei skilið að það sé til grundvöllur fyrir „frjálsu” útvarpi.” — Það er þá kannski vitleysa að tala um frjálst útvarp, því til þess að reka útvarpsstöð þarf peninga? „Akkúrat nákvæmlega það sama og ef þú ætlaöir að gefa-'út blað. Til þess þarftu að hafa yfir einhverju fjármagni aö ráöa.” Blaðamanni dettur i hug setn- ing eftir danann Dan Turell, sem sagði eitt sinn, „að i Danmörku riktiprentfrelsi og hver sem væri gæti gefið út blað á sama hátt væri öllum lika frjálst að ganga á vatninu”. Honur halð mismunanði sKoðanir eins og aðrir — Páll hvað finnst þér um kvennaframboðiö? „Mér finnst það fáránlegt. Konur hafa kosningarétt eins og karlar. Konur hafa hingað til verið með mismunandi pólitiskar skoðanir eins og karlar. Þvi get ég ekki skilið að konur geti komið með sérframboð og staðið að þvi saman án tillits til i hvaða flokki þær eru. Það getur svo sem vel verið að þær stilli upp lista, þar sem konum er raðað niður í Sjálf- stæðiskonur, Framsóknarkonur, Alþýðuflokkskonur og jafnvel Alþý ðu banda lagskonur. ’ ’ — Af hverju segir þú „jafnvel Alþbl. konur”? „Eru ekki konumar í Alþýðu- bandalaginu virkari innan sins flokks, heldur en konur i öðrum flokkum? Hafðu orðið „Alþýðu- bandalag” innan gæsalappa.” AlþýðuDandalagíO ínnan gœsaiappa — Af hverju? „Eiga þeir ekki heima innan gæsalappa? — Hvers vegna? „Mér finnst nöfn eins og t.d. Alþýðuflokkur og „Alþýðubanda- lag” fela i sér skilgreiningu á að einhver hópur i þjóðfélaginu sé alþýða og að hinir hóparnir séu eitthvað annað. Flokkar eiga að kenna sig við stefnur, en ekki ein- hverja óskilgreinda þjóðfélags- hópa. Það er annars undarlegt hvað kvenfólk skiptir sér litið af þjóðmálum almennt.” lleímílið er á ábyrgð honunnar — Hvers vegna heldur þú að það sé? „Það er erfitt að benda á eina ástæöu. Nema þá klassisku aö þeirra áhugamál tengist frekar heimili og börnum.” — Gæti ekki verið að konur heföu einfaldlega ekki tima né aðstöðu til þess? „Nú ætti það ekki að vera. 011 heimilisstörf eru orðin miklu léttari og taka ekki eins mikinn tima og áður. Hins vegar er öll ábyrgð varðandi heimilishald lögö á konur og bað gæti verið ein skýringin. Fólk á milli tvitugs og þritugs, karríerkynslóðin þarf að byggja eignast börn, skapa sér frama á einhverju sviði og eitthvað hlýtur að láta undan. Það er allt of erfitt aö standa í þessu á fimm til tiu árum. Ég skil bara ekki hvernig hægt er að framkvæma slíkt. Enda verður oftast eitthvaö út- undan.” Fáránieg húsnæoispólilík — Hvað finnst þér um húsnæðispólitik tslendinga? „Viö skulum gera ráð fyrir þvi að meirihlutinn vilji eignast þak yfir höfuðiö. Steinsteypan hefur jú verið aðalfjárfesting fólks hér á landi. En það er alveg ótrúlegt að það kerfi skulienn vera hér við lýðiaðmenn veröibæðiað byggja og borga húsið á nokkrum árum. Það ætti að vera hægt að fá lán þar sem lánstiminn væri i sam- ræmi við starfsaldur, — segjum þrjátiu til fjörutiu ár og að lánið væri miðað við árstekjur hvers og eins. Þegar viðkomandi svo vissi hvað hann hefði í árstekjur gæti hann fengið lán i samræmi við það. En lagt sjálfur fram 10% af heildarkostnaði byggingarinnar. t dag stendur fólk i þessum málum, þegar mest liggur á að standa iuppeldi. Þessu verður að kippa i lag. Ef húsnæðismálum tslendinga væri öðruvísi háttað hefðu konur og menn kannski meiri lima til þess að sinna hugðarefnum sin- um, hver svo sem þau eru. Þessari tilhögun gæti ég vel imyndað mér að fylgdi minni verðbólga. Það var fitjað upp á þessum málum fyrir tveim árum, en einhvern veginn hefur ekkert orðið úr þessu. Ég hef ekkert á móti verka- mannabústööum. En mér finnst það orka tvimælis að kippa út þjóðfélagshópum sem uppfylla ákveðin skilyrði s.s. um lá'gar tekjur og aldur. Af hverju á að gefa þeim kost á lausn á húsnæðisvandanum fremur en öðrum? Og á verði sem er á engan hátt i samræmi við almennt verðlag?” — Finnst þér ekki óréttlátt að ein kynslóö þurfi að byggja steinkumbalda sem endast I tvö til þrjúhundruð ár? „Auðvitað er það það. En ég held ekki að ri'kisvaldið eigi að skipta sérafþessu. Það er eins og ég sagði áöan alveg óheyrilega erfitt að koma sér upp húsnæði hér á landi. Ég gæti vel imyndað mér að væru öll þessi lánamál at- huguö væri til fjármagn til þess að gera þetta á annan hátt. Ein- hvernveginn I fjandanum er byggt.” Bítlarnir eru sKemmHlegir — Snúum okkur að öðru, — hvaöa áhugamál hefur þú? „Það veit ég ekki, trésmiði þessa stundina. Stundum er hún skemmtileg og stundum ekki, það fer alveg eftir þvi hversu oft er lamið á puttana. Það má kannski segja að út- varpið sé mitt áhugamál. í út- varpsmálum hér á landi eru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.