Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 17
__h&lnarpá^tl irinn Föstudagur 31. júlí 1981 17 ýmsar leiöir-ókannaðar, kannski er skorti á hugkvæmni um að kenna. Það fólk sem vinnur að dagskrárgerð við útvarpið ætti aö skylda til dvalar ákveðinn tima á erlendum útvarpsstöövum. Það er svo undarlegt aö hér er það oft talið af hinu illa ef m enn fara utan til þess að kynna sér vinnubrögð hjá erlendum kollegum. Ætli tónlistin veröi ekki mitt hobbý seinna meir. Ég var eitt- hvað aö klambra á pianó i gamla daga, ætli ég reyni ekkiað byrja á þvi aftur. Eg hef gaman af tónlist af alvarlegra taginu. Þó finnst mér bitlarnir skemmtilegir.” Brengiao iréliainai — Ert þú ánægður með islensk dagblöð? ,,Það er furðuleg áhersla sem blöð leggja á að fylla siðu eftir siðu af sérhæföum iþrótta- og poppfréttum. Hvað þessi og hin poppgrúppan er að gera og hvað hún er ekki að gera t.d. Bubbi Morthens. Er það svona afdrifa- rikt? Svo kemur ungtfólk heim Ur margra ára tónlistamámi og fær einn fjórða Ur dálki með mynd, þegar best lætur i blöðunum. Þetta finnst mér vera brenglað fréttamat. Ég hef ekkert á móti iþróttum eða poppi, en aö þessi mál fái alltþetta pláss iblöðunum finnst mér fáránlegt. Ég tók mig eitt sinn til og klippti Ut íþrótta- fréttasiður allra blaðanna i eina viku og limdi þær sarripn i nillu. Stranginn náði gafla á milli i Glæsibæ. Þetta var vikuskammt- urinn og ég held að engin sérstök iþróttaafrek hafi verö unnin þá viku. Svo kvarta blöðin undan manneklu og auraleysi, og þykjast þvi ekki geta tekið alvar- legri málefni fyrir. En aö einu sérhæfðu fréttamennimir skuli vera i íþróttum og poppi þykir mér skrýtið. Hvað mé'ð erlendar fréttir og fréttaskýringar?” Liinmgarnir akveOa póliiíkina — Ert þú flokksbundinn maður? ,,Já, ég er i Framsóknarflokkn- um.” — Hvernig finnst þér nýi Tim- inn? ,,Ég tel mig vera það góðan framsóknarmann að ég þurfi ekki að lesa Timann nema endrum og eins. Og ég er ekki tilbúinn til þess aö leggja dóm á nýja Tim- ann. En eru flennistórar fyr- irsagnir ekki oft notaðar til þess að leyna efnisskorti?” — Af hverju ertu i framsökn? ,,Ég hef alltaf verið þeirrar skoöunar að menn fæðist með þessum einkennum. Þetta er spurning um litninga. Menn geta aldrei orðið eða hætt við að vera Framsóknarmenn. Við höfum dæmi um menn sem eru fæddir Framsóknarmenn, reyna að hætta aö vera þaöog ganga i aðra flckka. Ég vorkenni þeim, þvi það hlýtur að enda meö skelfingu að striöa á móti m eðfæddu eðli si'nu. Eins og t.d. félagi Ólafur Ragnar Grimsson, Baldur Óskarsson, og eftir á að hyggja Svavar Gests. Hann er af sterkri framsóknar- fjölskyldu. Finnbogi Hermanns- son hlýddi kalli litninganna aftur á móti. vlOlai: Elísabel GuObiörnsóóllir mynð: Jim Smðrl Ég skoöa mig sem dæmigerðan miðju- og málamiðlunarmann i sjálfum þjóðmálunum. Þess vegna get ég sætt mig viö flest það sem Framsóknarflokkurinn boðar og gerir. Auk þess eru framlög Framsóknar til Samvinnuhreyfingarinnar og sú ideólógía sem hann boðar að minu skapi.” Myndir pd hjósð mig? — Langar þig sjálfan Ut i póliti'k ? ,,Nei, þar skilur á milli min og annarra Utvarpsmanna, að ég byrjaði ekki hjá Utvarpinu til þess að komast i f ramboð seinna meir. Það er eins og mann grunar að það hafi einmitt vakað fyrir mörgum kollegum minum á Laugaveginum og SkUlagötunni. Þar að auki er enginn svo vitlaus og sist af öllu i Framsókn að reyna að fá mig i framboð enda fráleitt aö nokkur myndi kjósa mig til eins eða neins. Myndi þér detta það i hug?” — Tja, ég kýs ekki framsókn. — Getur þU veriö óhlutdrægur útvarpsmaður, þar sem þU ert yf- irlýstur framsóknarmaður og þar að auki i samtökum um vestræna samvinnu? ,,Já, þaö vita þetta allir. Ég tel ekki á nokkurn hátt að það þurfi að hafa áhrif á starf mitt. Ég reyni alltaf eftir bestu getu að láta önnur sjónarmið og viðhorf koma fram. Mér er nákvæmlega sama hvar aörir útvarpsmenn standa ipólitik, svo lengisem það bitnar ekki á starfinu sem þeir vinna innan Utvarpsins.” — ÞU ert fjölskyldumaður? ,,Já, að visu fráskilinn”. — Er erfitt aö vera uppalandi? „Það held ég að hljóti aö vera, en það sér maður kannski ekki fyrr en of seint. Þá erum við aftur komin að þessu meö ibúðar- kaupin, allur tlmi ungs fólks fer i að byggja og börnin verða oft út- undan.” — En voru það ekki mikil við- brigði að verða allt i einu einn, á miðjum aldri? „Þaö er erfitt aö vera i hjóna- bandi og lika erfitt að búa einn. En jú, mikil ósköp, þetta er drastisk breyting að verða allt i einu einn. Lifið breytist mjög mikið. Verst var þó að vera á hrakhólum með húsnæði. En núna er maöur semsagt að smiða!”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.