Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 31.07.1981, Blaðsíða 19
19 hnlnarnh^t, ,rinn Föstudagur 3i. júií i?8i Luxemborgar. Þau áttu að fara á þriðjudaginn, eins og margoft kom fram i Visi. En þegar þau mættu ferðbilin á Keflavikurfhig- völl kom babb i bátinn. Starfsfólki þar þótti það leitt, en þvi miður voru þau á ,,stand-by” miðum brú(Sijtínin,ogþarsem vélin væri sneisafull yrðu þau að biða eftir næstu ferð. Vart þarf að taka fram að það mun hafa hitnað að- eins á skrifstofum fyrirtækisins þegar þessi rausnarskapur frétt- ist.... 0 í sjónvarpinu eftir sumarfri verður farið að vinna að gerð sjónvarpsleikrits Steinunnar Sig- urðardóttur, Likamlegt samband i Norðurbærium undir stjórn Sig- urðar Pálssonar og Viðars Vik- ingssonar.I aðalhlutverk i þessu leikritimunu núhafaverið skipuð 0 Fyrir fáeinum vikum skýrði Helgarpósturinn frá þvi að ráðinn hefði verið nýr aðstoðarforstjóri að Arnarflugi Bergþór Konráðs- son, viðskiptaf ræðingur. Þar var þá fyrir Gunnar Þorvaldsson, að- stoðarframkvæmdastjóri. Nú hefur Magnús Gunnarsson sagt starfi forstjora lausu, og Gunnar tekið við því. Jafnframt heyrir nú Helgarptísturinn að Bergþór Kon- ráðsson sé horfinn úr starfi að- stoðarframkvæmdastjóra eftir fárra vikna starf. Eftir þvi sem við komumst næst mun það þó ekki tengjast þessum breytingum á forstjórastóli... 0 Kvennaframboð á borð við framtak þeirra Akureyrarkvenna hefur sem kunnugt er verið lika I suðupotti st jórnmálanna i Reykjavík. Hvergi hefur þd verið skýrt frá þvi hverjar þær konur eru sem eru að bollaleggja slikt framboð við næstu borgar- stjórnarkosningar. Eftir þvi sem Helgarpósturinn kemst næst er, enn sem komið er a.m.k., ekki sama pólitiska breidd i Reykjavik og á Akureyri og þær sem þessa dagana funda um kvennaframboð eru einkanlega úr innsta kjarna Rauðsokkahreyfingarinnar, óánægðar Alþýðubandalagskonur og aðrar vinstra megin við það, m.a. úr Fylkingunni.- Þau nöfn sem við heyrum einkum nefnd i þessu sambandi eru Heiga Sigur- jónsdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins f Kópavogi og Kristin Astgeirsdóttir, blaða- maður, en þær eru báðar starfs- menn Þjóðviljans, Hildur Jóns- dó ttir U r Rauðsokk ah reyfing unni, Hlin Agnarsdóttir og Hjördis Hjartardóttir. I viðræðum um þessi framboðsmál munueinkum hafa komið fram tvö megin - sjónarmið — annars vegar að róttækt kvennaframboð sé æski- legt isjálfu sér, og hins vegar, að frekarbæri að stefna að þverpóli- tisku framboði sem beitti sér fyrir hagsmunamálum og bar- áttumálum eins og framförum i dagvistun og úrbótum í húsnæðis- málum... 0 Einnig mun það nU rætt innan Fylkingarinnar, hvort nU sé lag að bjóða fram Fylkingarlista i borgarstjórnarkosningum i Reykjavfk m.a. vegna óánægju með frammistöðu Alþýðubanda- lagsins, sem Fylkingin hvatti stuðningsmenn sina til að kjósa i siðustu kosningum. Þá hefur komið til tals að sameina fyrr- nefnt kvennaframboð og Fylk- ingarframboð i einn róttækan lista, — til höfuðs Alþýðubanda- laginu... Margrét Helga Jóhannsdóttir og Baldvin Halldórsson... 0 Aðalsteinn Ingólfsson, sem veriðhefur um árabil menningar- ritstjóri Dagblaðsins hverfur i haust til framhaldsnáms i list- fræði eins og við höfum áður skýrt frá. Við starfihans mun taka As- geir Tómasson, blaðamaður sem haft hefur umsjón með innblaðs- efni af ýmsu tagi, m.a. poppskrif- um, að undanförnu... 0 t vikunni kom á markað sóló- plata Bubba Morthens, Plágan, en að undanfömu hafa þeir Utan- garðsmenn verið mjög i frétta- ljósinu vegna skammlifrar utan- landsferðar og orðróms um upp- lausn hljómsveitarinnar. Nú hafa þeir Utangarðsmenn borið tii baka þennan orðróm,— Bubbi m.a. i' siðasta Helgarpdsti — og eftir þvi sem við heyrum hyggur nú annar Utangarðsmaður á sólóplötu. Það er Mike Pollock, gitarleikari og lagasmiður. Mike mun senn hefja upptökur á efni sem hann syngur við órafmagn- aðan gitarundirleik. Honum til aðstoðar verður Sigurður RUnar Jónsson. Utangarðsmenn i heild ráðgera svo útgáfu nýrrar plötu með haustinu... 01 Morgunblaðinu i maimánuði sl. birtist auglýsing þar sem fólki var ráðlagt að f járfesta i' dem önt- um. Skv. auglýsingunni átti það að vera besta fjárfestingin i óða- verðbólgunni. Bent var á að ef væri fjárfest i demöntum i tvö ár eða meir greiddist enginn skattur af þeirri verðaukningu sem salan gæfi. Verslunarráð Islands var beðið um upplýsingar um verð- lags- og gengisbreytingar á is- lensku krónunni árið 1980 sem siðan væru notaðar i auglýsing- unni. Verslunarráði fannst þetta vera villandi uppsett hjá demantskaupmönnunum og birti m.a. leiðréttingu þess efnis i Al- þýðublaðinu, þar sem Verslunar- ráð sagðist ekki þekkja neitt til þessa fyrirtækis. Fjárfestingar- félag Islands þekktiheldur ekkert til þessa fyrirtækis og bar af sér barnið. Spurningin er hvaða fyrirtæki er þetta, og á hvers veg- um? Brýtur demantakaup ekki i bága við ákvæði laga um útflutn- ing á islenskum peningaseðlum? Hver hefur efni á að fjárfestaide- möntum? Ennfremur hefur heyrst að þeir sem á annað borð kaupa sér demanta fái engan de- mant sendan heim i pósti heldur bara bréf frá útlöndum (oftast London) þessefnisað viðkomandi eigi hlut i risastórum demantsem geymdur sé í London.... 0,,Brúðhjónum aidarinnar”á Is- landi þeim ágætu Grétu og Þor- leifi sem fengið hafa miklar og veglegar bníöargjafir úr smá- auglýsingum Visis, var eftir gift- inguna nú um siöustu helgi boðið af Flugleiðum i brúðkaupsferð til HVERS VEGNAER SKYLDU ■I0HMMBASTSB AVOXTUN SPARIF1ARIDAG? Vegna þess að húsnæðislöggjöfinni hefur verið breytt, þannig, að nú gilda eftirtalin kjör í aðalatriðum um ávöxtun skyldusparnaðarfjár: 1. Þaðerfull verðtryggtmeð lá nskja ra vísitöl u. 2. Vísitölutryggingin er reiknuð út mánaðarlega á inneign hvers og eins. 3. Fjárhæð sú, sem vísitölutryggingin myndar í hverjum mánuði fyrir sig, er lögð við innistæðuna í byrjun næsta mánaðaráeftir. 4. Skyldusparnaðarféð er skattfrjálst með öllu. 5. Vextirnema2,0%áári. Samkvæmt þessum kjörum verður ávöxtun ákveðinnar inneignar í skyldusparnaði sem hér segir(svo að dæmi sé tekiðh Kr.5.950,00 eru lagðar inn á skyldusparnaðarreikning í Byggingarsjóði ríkisins íjúlí 1980. Ári síðar, í júlí 1981, hefur þessi fjárhæð hækkað í kr. 5.952,00. Fjárhæðin hefur því hækkað um 50.94% á 12 mánaða tímabili. Auk þess er hún skattfrjáls með öllu. í1*Tr l‘ Af þessu má sjá, að ein hagstæðasta ávöxtun sparifjár, sem ungt fólk á kost á nú, er í skyldusparnaði Byggingarsjóðs ríkisins. Fess vegna skal ungt fólk, sem eru þátttakendur í skyldusparnaði, hvatttil að: •taka inneign sína í skyldusparnaði ekki út, þótt fyrir hendi sé réttur til þess, nema brýn nauðsyn krefji. •fylgjast rækilega með því, að atvinnurekendur greiði tilskilinn hluta launanna inn á skyldusparnaðarreikning hvers sparanda fyrir sig. MUNIÐ: Skyldusparnaður nú getur gert íbúðarkaup möguleg síðar. [fo I IúsnæÖisstofnun ríkisins

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.